Leita í fréttum mbl.is

Brýnt að grípa til aðgerða strax

Heimilin í landinu hafa í nærri tvö ár mátt líða fyrir hækkun höfuðstóls lán vegna verðbólgu og lækkandi gengis krónunnar.  Fyrir ári var staðan orðin svo slæm að Íbúðalánasjóður ákvað að kynna ýmsar aðgerðir fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum og síðan hefur ástandið bara versnað.  Í október kynnti talsmaður neytenda þáverandi félagsmálaráðherra tillögur sem miðuðu að því að draga úr greiðslubyrði lántakenda.  Ekkert gerðist þá.  Fjölmargir aðilar skoruðu á næstu vikum og mánuðum á fjármálastofnanir og stjórnvöld að gera eitthvað til styrktar heimilunum, en fátt gerðist.  Það var ekki reynt að sporna gegn auknu atvinnuleysi eða tekjusamdrætti heimilanna.  Stjórnvöld stóðu máttvana frammi fyrir veikingu krónunnar og verðbólgunni sem því fylgdi.

Það var í þessum jarðvegi sem Hagsmunasamtök heimilanna urðu til.  Markmið samtakanna var og er að lán heimilanna verði leiðrétt, þannig að verðbætur umfram verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands verði bakfærðar og að gengistryggðum lánum verði breytt í verðtryggð lán frá lántökudegi.  Samtökin telja þessar kröfur sanngjarnar í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á undangengnum mánuðum um það sem er ekki hægt að kalla neitt annað en sukk og svínarí fjármálafyrirtækja og eigenda þeirra.  Hreiðar Már sagðist ekki þurfa að biðja þjóðina afsökunar, en þar skjátlaðist honum.  Hann og hans líkar hafa lagt hagkerfið í rúst.  Hann og hans líkar hafa með óábyrgum aðgerðum veikt krónuna og steypt þjóðfélaginu í botnlaust skuldahít. Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna viljum að hin nýju afsprengi fjármálafyrirtækjanna, sem settu allt í uppnám, bæti heimilunum í landinu þann skaða sem Hreiðar Már og hans nótar ollu okkur.

Það er alveg á hreinu að uppbygging íslensks samfélags getur ekki átt sér stað nema heimilin taki þátt í henni.  Þau gera það ekki við núverandi aðstæður.  Tekjutap heimilanna í kjölfar hruns bankanna hefur verið gríðarlegt.  Sífellt stærri hluti ráðstöfunartekna fer í afborganir lána sem eru í engu samræmi við þær forsendur sem lágu að baki lántökunni.  Höfum í huga að báðir aðilar vissu um þessar forsendur og það leysir ekki lánveitandann undan ábyrgðinni að "shit happens".  Í þessu tilfelli var annar samningsaðilinn 100% ábyrgur fyrir því sem gerðist, þ.e. lánveitandinn, og það er því óeðlilegt að hinn aðilinn eigi að bera tjónið.  Þessu til viðbótar, þá eru nýju afsprengin að taka lánasöfnin yfir með verulegum afslætti sem eðlilegt er og sjálfsagt að gangi til lántakenda.  Raunar hef ég vissu fyrir því, að erlendir kröfuhafar séu mjög óánægðir með þá ætlun nýju bankanna að innheimta öll lán að fullu, þrátt fyrir að hafa fengið þau með afslætti.

Uppbyggingin verður ekki nema með hjálp heimilanna.  Það eru jú heimilin sem bera ábyrgð á stórum hluta neyslu í samfélaginu, leggja ríki og sveitafélögum til tekjur og eru öflugur þátttakandi í fjárfestingum.  Sá samdráttur sem hefur orðið í þessum liðum gerir ekkert annað en að auka á kreppuna.  Því er brýnt að snúa þessu við.  Það verður ekki gert meðan greiðslubyrði lánanna þyngist.  Það verður ekki gert meðan sífellt stærri hluti heimilanna þarf að draga úr neyslu og stöðva allar fjárfestingar. 

Ávinningurinn af því að leiðrétta lán heimilanna er langt umfram þann hugsanlega kostnað sem af því yrði.  Þetta hafa hagfræðingar og ráðamenn víða um heim áttað sig á.  Þetta höfum við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna fyrir löngu áttað okkur á.  Nú er kominn tími til þess að íslensk stjórnvöld átti sig líka á þessu.

Það eru til margar leiðir til að leiðrétta lán heimilanna.  Talsmaður neytenda stakk upp á gerðardómi.  Hagsmunasamtök heimilanna hefur stutt þá hugmynd.  Önnur leið er að fara með prófmál fyrir dómstóla og sjá hver niðurstaðan verður.  Við erum sannfærð um að heimilin munu vinna þau mál.  T.d. banna lög nr. 38/2001 tengingu íslenskra fjárskuldbindinga við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.  Hvort sem við látum reyna á hugmynd talsmanns neytenda eða förum einhverja aðra leið, þá eru orð til alls vís.  Hagsmunaaðilar á báðum hliðum þessa máls verða að hittast og ræða þetta í alvöru.  Við höfum ekkert að gera við viðmælendur sem telja sig ekkert geta gert (sbr. ummæli félagsmálaráðherra um að ekkert í mannlegu valdi geti leiðrétt lánin) og hlustum ekki á "þetta er ekki hægt".  Það er nefnilega þannig, að sé viljinn fyrir hendi, þá má finna sameiginlega lausn.


mbl.is Ræða stöðu heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með gerðardóm talsmanns neytenda?

Gylfi Magnússon virðist ekki hrifinn af almennri niðurfærslu skulda.  Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna viljum ekki kalla þetta niðurfærslu heldur leiðréttingu.  Það var nefnilega brotist inn til okkar og stolið af okkur háum upphæðum og við tekjum okkur ekki eiga bera tjónið.  Það þótti ekkert tiltökumál að nota háar upphæðir af skattpeningum almennings í að vernda innistæður í bönkunum, ekki bara höfuðstólinn heldur líka vextina, en það fer allt á annan endann ef leiðrétta á lán landsmanna eftir að bankarnir þrír fóru ránshendi um eigur fólks.  (Það segja örugglega einhverjir að skattpeningarnir hafi ekki verið notaðir til að verja innstæðurnar, það komi frá lánadrottnum bankanna.  En hvers vegna koma leiðréttingar á lánum frá skattborgurum, en ekki 1.170 milljarðarnir sem fóru í vernda innistæðurnar?)

Hagsmunasamtök heimilanna hafa farið fram á LEIÐRÉTTINGU á höfuðstóli lána heimilanna, þar sem ránsfénu er skilað.  Verðbólga síðustu tveggja ára er nær eingöngu vegna fjárglæfra Glitnis, Landsbankans og Kaupþings.  Fall krónunnar er eingöngu vegna þessara fjárglæfra.  Bankarnir þrír veðsettu þjóðina upp fyrir haus með óábyrgum útlánum til eigenda sinna og einkavina.  Það þarf ekki annað en að fletta blöðunum til að lesa um þetta.  Og þegar kvótinn var fullur hjá einum banka, þá fóru þeir í næsta banka.  Menn stóðu nefnilega saman í sukkinu.

Nýju bankarnir gera ráð fyrir því að afskrifa 2.800 milljarða af innlendum útlán sínum samkvæmt bráðabirgða efnahagsreikningum bankanna.  TVÖ ÞÚSUND OG ÁTTA HUNDRUÐ MILLJARÐA.  Ef farið yrði að kröfum Hagsmunasamtaka heimilanna var samkvæmt útreikningum samtakanna gert ráð fyrir leiðréttingu upp á 206 milljarða.  Af þessum 206 milljörðum reiknuðum við með að 60% væri þegar tapað fé, þ.e. mun aldrei innheimtast, restin 82 milljarðar væri að mestu innheimtanlegt, en félli samt undir forsendubresti og fleira.  Nú höfum við frétt að við yfirfærslu lánasafna heimilanna frá gömlu bönkunum til þeirra nýju væri gert ráð fyrir að verðtryggð lán yrðu færð yfir á 80% af virði og gengistryggð lán á 50% af virði.  Þetta er því nær því að vera 30-35% niðurfærsla lánanna, sem gerir afskriftir upp á að minnsta kosti 300 milljarða, ef ekki nær því að vera 500 milljarðar.  Neytendur gera að sjálfsögðu kröfu um að þessar afskriftir renni til þeirra.

En fyrirsögnin vísar í hugmynd talsmanns neytenda um gerðardóm.  Af hverju hefur þessi hugmynd ekki fengið umræðu?  Í viðræðum við bankamenn, eru allir sammála um að grípa verður til almennra aðgerða.  Þær þurfa ekki að vera eins fyrir alla, en til þess að hægt sé að ákvarða hvað þarf fyrir hvern hóp, þá þarf að eiga sér stað greining.  Gerðardómur talsmanns neytenda fjallar einmitt um þetta og því hvet ég til þess að horft verði betur til þeirrar hugmyndar.  Hagsmunasamtök heimilanna styðja þá hugmynd, þó svo að það gæti haft í för með sér að kröfur samtakanna nást ekki að fullu.  Í viðræðum við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í gær, þá kom fram að þessa hugmynd mætti vissulega skoða, þar sem hún felur ekki í sér almennar aðgerðir óháða stöðu skuldara.  Hvet ég Gylfa Magnússon, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon til að boða talsmann neytenda á sinn fund og ræða þessa hugmynd hans betur.  Það er ekki hægt að afgreiða allt sem ómögulegt eða nota hin fráu orð félagsmálaráðherra "ekkert í mannlegu valdi getur.."  Það er nefnilega málið, að á meðan málin eru ekki rædd á vitrænum grunni með ÖLLUM hagsmunaaðilum, þá fæst ekki vitræn niðurstaða.  Vinna saman að lausn.  Ekki afskrifa hugmyndir án umræðu.


mbl.is Almenn afskrift skulda ekki skynsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinargerðin styður ruglið

Ég verð alltaf meira og meira hissa á því sem kemur upp úr hattinum.  Nú er kominn greinargerð sem styður það, að með því að búa til margar kröfur vegna sömu innistæðunnar, þá er hægt að fá fyrst greitt fyrir upphæð á bilinu EUR 20.888 til 25.000 áður en greitt er fyrir upphæð frá EUR 14.000 til 20.887.  Hvers konar bull er þetta?  Ætla stjórnvöld virkilega að kyngja svona rökleysu.

Eftir að Bretar og Hollendingar ákváðu að greiða út innistæður á Icesave reikningunum eru kröfurnar í þrotabú Landsbankans vegna innistæðna tvær.  Vegna innstæðna í Bretlandi og innistæðna í Hollandi.  Að Bretar og Hollendingar greiði hærri tryggingu en íslenski tryggingasjóðurinn þýðir ekki að til verði viðbótarkrafa fyrir upphæðinni umfram EUR 20.887 jafnrétthá þeirri sem er upp að EUR 20.887.  Íslenski tryggingasjóðurinn tekur ábyrgð á fyrstu EUR 20.887, en greiðir það ekki nema Landsbankinn geti ekki greitt þær.  Til þess að Landsbankinn geti greitt þær, þá verður öll innkoma að renna til að greiða inn á reikningana upp að EUR 20.887 áður en byrjað er að greiða það sem er umfram.  Ég hef aldrei vitað að maður borgi á víxl inn á mismunandi stað á skuld.


mbl.is Njóta ekki sérstaks forgangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glöggt er gests auga

Anne Sibert skrifar grein á fræðivefnum Vox, þar sem hún bendir á ýmsa veikleika sem hún telur vera hættumerki fyrir okkur Íslendinga. Mér virðist sem sumir Íslendingar eigum erfitt með að samþykkja eða meðtaka ábendingar sem til okkar berast frá henni....

Hvað getur verið verra en..

Það hafa dunið á okkur ýmsar slæmar fréttir á síðustu mánuðum. Svo ég fari á hundavaði yfir þetta, þá eru þessar helstar: Fall bankanna Greiðsluþrot Seðlabanka Íslands Að því virðist ótrúleg svikamylla í tengslum við viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi...

Samið var með fyrirvara um samþykki Alþingis

Við skulum alveg hafa það á hreinu, að samið var með fyrirvara um samþykki Alþingis. Undirritun íslenskra ráðmanna/samningamann tekur ekki gildi fyrr en samþykki Alþingis liggur fyrir. Ekki ganga í þá gildru Breta að búið sé að semja. Það er vissulega...

Innantóm loforð staðfest - Vaxtabætur eru skuldajafnaðar

Á vef RÚV er frétt um reiðan mann eða eins og segir í fréttinni: Reiður skuldari gekk í skrokk á starfsmanni Innheimtustofnunar sveitarfélaganna í dag. Tveir aðrir hafa verið handteknir fyrir að óspektir í útibúum Kaupþings í gær og í síðustu viku....

Ókleifur hamar framundan

Franek Rozwadowski talar um að byggja þurfi upp meiri gjaldeyrisforða áður en hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin. Hann skilgreinir svo sem ekki hve stór sá forði þurfi að vera, en það væri áhugavert að vita. Í þeim björgunarpakka sem undirbúinn hefur...

Sterkustu rökin gegn Icesave

Í þessari litlu frétt mbl.is koma fram sterkustu rökin sem hægt er að færa fram gegn Icesave samkomulaginu. Bankinn sjálfur er best til þess hæfur að greiða til baka innistæðurnar! Fram kemur í fréttinni að Heritable bankinn, sem var í eigu Landsbankans,...

Gylfi ætlar að banna það sem hefur verið bannað í 8 ár

Ég hjó eftir því í orðum Gylfa Magnússonar á blaðamannafundi í dag, að hann ætlar að standa fyrir lagabreytingum sem bannar bönkum að bjóða almenningi og fyrirtækjum lán með tengingu við erlenda gjaldmiðla. Þetta er stórmerkileg staðhæfing, en hann er...

Finnur segir mörg fyrirtæki ekkert til sakar unnið, en hvað með hin?

Stundum geta menn óvart sagt eitthvað sem líklegast var ekki ætlunin að segja. Visir.is vitnar í Finn Sveinbjörnsson, bankastjóra Nýja Kaupþings, þar sem hann talar um lánabók Kaupþings sem lekið var á netið. Í fréttinni segir: Finnur Sveinbjörnsson...

Erum við menn eða mýs? Einveldi AGS á Íslandi

Maður getur ekki annað en spurt sig þeirrar spurningar hvort ráðamenn þessarar þjóðar, embættismenn og forsvarsmenn fjármálafyrirtækja séu menn eða mýs. Það er sama hvað þetta fólk reynir að gera til að blása einhverjum glæðum í efnahagslífið alltaf...

Þetta hef ég vitað frá 1988

Hér er í meira lagi áhugaverð frétt með gamlar upplýsingar. A.m.k. fyrir mig. Ekki það að minnst tveir höfundar skýrslunnar hafa lengi haft efasemdir um arðsemi virkjana, þ.e. Þorsteinn Sigurlaugsson og Sigurður Jóhannesson, niðurstaðan sem hér er sýnd...

Icesave samningurinn er óefni

Með því að hafna Icesave samningi Svavars Gestssonar erum við ekki að hafna því að greiða Icesave skuldbindingarnar. Bara að segja að við viljum betri samning sem gerður er á okkar forsendum eða viðhafa annað fyrirkomulag við uppgjör þessara...

Enn er lopinn teygður

Fyrir 16 mánuðum gekk yfir það versta Páskahret sem þjóðin hefur lent í. Þetta hret var ekki mælt hjá Veðurstofunni, heldur af Seðlabankanum. Það hófst með miklum látum 7. mars og gekk á með slæmum hryðjum næstu 3 vikur. Þegar hretinu slotaði loks 28....

Jarðskjálftaspá fyrir 27. júlí 2009 - Framkvæmið einfalt áhættumat

Þekktur sjáandi hefur spáð að kl. 23:15 mánudaginn 27. júlí nk. muni harður jarðskjálfti ríða yfir á Krísuvíkursvæðinu. Ég ætla hvorki að efast um hæfileika eða áreiðanleika sjáandans eða ýta á nokkurn hátt undir spánna. Hitt vil ég gera, sem...

Hótanir úr öllum áttum

Þetta eru alveg stórfurðuleg ummæli hjá talsmanni Fitch Ratings. Ef við höfnum að taka á okkur meiri skuldbindingar en við teljum okkur standa undir, þá lækkar matseinkunn Íslands líklega! Ég hefði haldið að þetta ætti að virka í hina áttina. Staðfesta...

Ákvörðun um að taka ekki ákvörðun

Mér sýnist þetta vera ákvörðun um að fresta því að taka ákvörðun.. Þeir mega eignast bankann, en mega líka fá skuldabréf eða kauprétt. Það eina jákvæða við þetta er að Íslandsbanki virðist bara þurfa 25 milljarða frá ríkinu, sem er eins og skiptimynt...

Tölur Seðlabankans geta ekki staðist

Seðlabankinn hefur birt sinn stóradóm um skuldastöðu "þjóðarbúsins" við útlönd. Hvernig sem á því stendur, þá eru þetta allt aðrar tölur en hafa verið aðgengilegar á vef Seðlabankans og það sem meira er, að torvelt er að bera tölurnar saman. Fyrir því...

31. mars voru heildarskuldir 4.483 milljarðar

Samkvæmt tölum af vef Seðlabankans voru heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis sem hér segir 31. desember 2008 og 31. mars 2008: Erlendar skuldir og vextir M.kr. 2008, IV 2009, I Seðlabankinn 370.959 288.727 Hið opinbera 532.251 541.214 Innlánsstofnanir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband