Leita í fréttum mbl.is

Stjórn VR samþykkir stuðning við tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna

Stjórnarmaður í VR hringdi í mig í dag með þær upplýsingar, að stjórn VR hefði samþykkt stuðning við tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna sem settar voru fram fyrir 11 dögum.  Er ekki hægt annað en að fagna þeirri niðurstöðu.  Hvet ég jafnframt önnur félög launafólks að fylkja sér bak við tillögur samtakanna.

Ein mesta kjarabót sem launafólk í landinu getur fengið, er að greiðslu- og skuldabyrði heimilanna lækki.  Fyrir því hafa Hagsmunasamtök heimilanna barist.  Varanleg lækkun greiðslubyrði, eins og tillögur HH fela í sér, mun auðvelda aðilum vinnumarkaðarins að ná saman um nýja stöðugleikasáttmála.  Þess vegna er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins sameinist bakvið réttlátar tillögur HH.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hringdi í Reykjavík síðdegis í gær og skoraði á stjórnvöld að ganga til viðræðna við HH um tillögur samtakanna. Þetta var rétt eftir kl 16.00  þegar opnað var fyrir símann um mótmæli og mál þeim tengd.

Frábært að VR hafi samþykkt ályktun til stuðning tillögum HH

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.10.2010 kl. 22:00

2 identicon

Sæll

Ég hef verið að velta fyrir mér þeirri staðreynd að þessi ríkistjórn mun ekki lifa lengi. Það að ekki hafi komið sterk viðbrögð frá ríkistjórninni í dag sem undirstrikar getuleysi og ljóst að ekki verður langt að bíða kostninga. Það munu margir reyna við framboð sérstaklega í ljósi árangur Besta flokksins og vanmáttar og getuleysi fjór-flokksins.

Hafið þið í HH hugleitt hvort ekki sé lag að bjóða fram lista núna þegar boðað verður til kosninga?

vj (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 22:46

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

vj, já við höfum íhugað það og niðurstaðan er að enn sem komið er sé staða okkar sterkari sem ópólitískt afl.  Hvað verður ef boðað verður til kosninga er óljóst, þar til að ljóst er að boðið verður til kosninga.

Marinó G. Njálsson, 5.10.2010 kl. 22:54

4 identicon

Geturðu frætt mig um hverjar tillögur HH eru varðandi skuldavanda heimilanna, svona í grófum dráttum?

Landa (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 23:28

5 Smámynd: Maelstrom

Gallinn við að bíða eftir að boðað verður til kosninga er að þá næst ekki að taka saman trúverðuga stefnu (í öllum málaflokkum) á örstuttum tíma.  Ég mun t.d. ekki kjósa eitthvað anarkista mótmælaframboð (Hreyfingin). 

 Það sem vantar er trúverðugt framkvæmda-framboð sem er með skýrar lausnir (svipað og HH setur fram).  Einhver sem segir fyrir kosningar nákvæmlega hvað viðkomandi stendur fyrir, annað en að hann sé á móti núverandi "stjórnendum".

Það er líka nokkuð ljóst að þetta stoppar allt í pólitíkinni, samanber Pressuna í dag en ekki í bönkunum eins og Jóhanna heldur fram:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/bankamenn-gerdu-tillogur-til-ad-leysa-skuldavanda-heimilanna-strax-eftir-hrun-politiskt-othaegilegt-bref-aldrei-

Maelstrom, 6.10.2010 kl. 11:52

6 identicon

Ég óska þér Marinó og samstarfsfólki þínu til hamingju með árangurinn og opinberan stuðning VR við tillögur ykar. Jafnframt skora ég á önnur hagsmunasamtök fólksins í landinu fylgja fordæmi VR.

Með kæru þakklæti fyrir baráttu ykkar í HH. Það sefar reiðina, eða réttara sagt, eykur vonina um að eitthvað muni breytast til hins betra að vita af þér og ykkur á vígstöðvunum.

Guðbergur Ísleifsson.

Hólímólí (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:45

7 Smámynd: Gunnar Waage

Marínó, um leið og ég samgleðst ykkur þá er ekki frá því að mér finnist þið þurfa að hugleiða þátt verkalýðhreyfingarinnar í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.

Ég ætla því með fullri virðingu að halda því fram hér að ráðherrar stjórnarinnar séu að gera tilraun til þess að misbeita ykkar góðu samtökum meðan að viðræður við forsvarsmenn stjórnarandstöðuflokanna hafa nú þegar runnið út í sandinn og ríkisstjórnin er einungis á leiðinni frá völdum.

Þetta er því mjög röng aðferðarfræði og hafið þið gert viss mistök í þessu. Ég er fyllilega meðvitaður um góðann mann sem ég kann vel að meta sem situr í stjórn VR.

En hér eruð þið að misstíga ykkur. Einnig er ég lítið fyrir að auglýsa mín skrif neitt sérstaklega og dreifi ekki linkum. Þó er ég til neyddur með vinsemd og með virðingu að benda þér á þennan pistil, sem þú hefur þó líklegast lesið nú þegar.

http://gunnarw.blog.is/blog/gunnarw/entry/1103193/ 

Gunnar Waage, 6.10.2010 kl. 13:09

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er sammála þér Marinó hvað varðar framboð HH til Alþingis. Árangur HH er að miklu leiti til kominn vegna þess að þar er ekki um að ræða stjórnmálflokk heldur þverpólitískt afl um gríðarlega mikilvægan málaflokk.

Benti Agli í Brimborg og fleirum á það fyrir kosningar 2009 að mun sterkara væri að bjóða ekki fram, en einbeita sér að breytingum á stjórnkerfinu með stofnun þverpólitískra samtaka.

Sorglegt að hlusta á þingmenn Hreyfingarinnar í dag, þar eru vonbrigðin augljós og ádeilurnar skot í tómið að miklu leiti

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.10.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1678119

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband