Leita í fréttum mbl.is

Af heimilisbókhaldi Jóns og Gunnu og fjármálum ríkisins

Jón og Gunna hafa rekiđ heimiliđ sitt af myndarskap í mörg ár.  Fyrir rúmu ári eignuđust ţau barn, Sigga litla, sem varđ til ţess ađ ýmislegt breyttist.  Ţađ sem skipti megin máli fyrir ţessa sögu var ađ útgjöldin jukust mikiđ.  Ţau höfđu nú ekki miklar áhyggjur af ţví ţar sem tekjurnar voru góđar.  En annađ kom á daginn.  Útgjöldin jukust langt umfram ţađ sem ţau voru aflögufćr um.

Fram ađ ţessu höfđu ţau hjónin haft sameiginlegan fjárhag.  Öll útgjöld heimilisins voru greidd af sameiginlegum reikningi ţeirra hjóna.  Ţegar stefndi í óefni, ţá datt ţeim í hug ađ skipta fjárhagnum upp.  Ţau stofnuđu einn reikning fyrir hvert eđa alls ţrjá reikninga.  Međ ţessu héldu ţau ađ fjármálin myndu batna.  En ađ sjálfsögđu gekk ţađ ekki eftir.  Tekjurnar voru ţćr sömu og áđur og útgjöldin líka.

Ţađ sér náttúrulega hver heilvitamađur ađ ţađ bćtir ekkert fjárhagsstöđuna hjá Jóni og Gunnu ađ hafa ţrjá reikninga í bankanum í stađinn fyrir einn.  Tekjurnar sem áđur fóru á einn reikning urđu ekkert meira viđ ađ setja ţćr inn á ţrjá reikninga.  Ađ halda ađ slíkt gerist er náttúrulega afneitun á efsta stigi.

Ég var ađ lesa pistil á blogg-síđu dómsmálaráđherra, Björn Bjarnasonar, og mér virđist hann haldinn ţessari slćmu afneitun gagnvart embćtti lögreglustjórans í Keflavík.  Ţađ bćtir ekkert fjárhagsstöđu lögreglu, tollgćslu og öryggisgćslu í Leifsstöđ ađ skipta ţessum ţáttum í ţrennt.  Samanlagt verđa ţessi ţćttir alveg jafn undirfjármagnađir nema til komi aukin framlög á fjárlögum.  Ţađ getur veriđ ađ međ breytingunni minnki hallinn á lögregluhluta embćttisins (ađ ţví gefnu ađ lögregluhlutinn haldi úthlutun dómsmálaráđuneytisins skv. fjárlögum).  Tollgćslan og öryggisgćslan verđa bara í stađinn fyrir fjársvelti.  Ţađ er ţví ljóst ađ bregđast ţarf viđ fjárskortinum, ef ţađ á ađ vera hćgt ađ halda úti ţeirri ţjónustu sem nauđsynleg er á Keflavíkurflugvelli og síđan tollgćslu á Suđurnesjum.  Ţeir fjármunir ţurfa ţá ađ koma af ţeim liđum fjárlaga ţar sem úthlutađ er til stofnana ráđuneyta fjármála og samgöngumála.  Af hverju var ekki fariđ í ađ leysa ţessi mál milli ţessara ţriggja ráđuneyta í stađinn fyrir ađ breyta fyrirkomulagi sem reynst hefur frábćrlega?  Talast ţessir ráđherrar ekki viđ?  Ég skil alveg ađ tollgćsla falli stjórnsýslulega almennt undir fjármálaráđuneytiđ og Leifsstöđ er á ábyrgđ samgönguráđuneytisins, en ţađ er nýlega búiđ ađ fella ţetta allt undir embćtti lögreglustjórans í Keflavík og árangur af ţessu fyrirkomulagi hefur veriđ ţađ góđur ađ hróđur embćttisins hefur borist út fyrir landsteinana.

Ţetta mál er angi af miklu stćrra vandamáli innan stjórnkerfisins hér á landi.  Löggjafinn samţykkir lög til hćgri og vinstri sem leggja kvađir á stofnanir ríkisins (og sveitarfélaga) en leggur ţađ síđan í hendur framkvćmdarvaldsins ađ skammta viđkomandi stofnunum fjármagni til ađ uppfylla ţessar kvađir.  (Ok, ţađ á náttúrulega ađ segja ,,óska eftir framlögum af fjárlögum", en viđ vitum öll ađ fjárlög breytast óverulega í međferđ ţingsins og ţá nćr eingöngu ef viđkomandi fagráđherra fer fram á breytinguna.) Vissulega eru ţađ nýjustu lögin sem gilda, en ţađ lítur hreint furđulega út ađ á hverju einasta ári ógildi fjárlög í raun fjölmörg önnur lög í landinu.  Ţađ er gert međ ţví ađ úthluta ekki framlögum til málaflokka í samrćmi viđ ţarfir  svo hćgt sé ađ uppfylla ákvćđi laga.  Ţegar ríkisforstjórar bregđast svo viđ fjársveltinu (ţađ er eina orđiđ sem hćgt er ađ nota) međ ţví ađ skera niđur ţjónustu, ţá er kvartađ yfir ţví og menn kallađir á teppiđ fyrir ađ fara ekki ađ lögum.  Margir ríkisforstjórar eru í vonlausri stöđu.

Ţađ ţarf ekki annađ en ađ skođa skýrslu Ríkisendurskođunar frá ţví í dag.  Ţar kemur fram ađ allt of margar stofnanir fara langt fram úr heimildum fjárlaga í útgjöldum sínum.  Ţetta hefur viđgengist ár eftir ár og ekki lítur út fyrir ađ breyting verđi á.  Ég hjó eftir ţví ađ í fréttaflutningi voru ţessar stofnanir kallađir trassa og talađ var um illa reknar stofnanir. 

Mig langar nú ađeins ađ snúa ţessu viđ og spyrja hvort trassarnir séu ekki bara innan ráđuneytanna.  Ţau ţekkja lögin sem stofnanirnar eiga ađ starfa eftir.  Ţađ er ţví á ábyrgđ ráđuneytanna ađ undirstofnanir fái framlög á samrćmi viđ ţćr lagalegu kvađir sem stofnanirnar vinna eftir.  Í fjárlögum er sjaldnast (ef yfirhöfuđ nokkru sinni) sagt til um hvađa lögbundna ţjónustu ţarf ekki ađ inna af hendi svo hćgt sé ađ halda starfseminni innan fjárlaga.  Ţađ eiga ríkisforstjórarnir ađ ákveđa sjálfir.  Nú velji ţeir eitthvađ sem ekki er ráđherra ţóknanlegt, ţá geta ţeir átt yfir höfđi sér áminningu frá ráđherra.

Ríkisendurskođun sendir reglulega frá sér skýrslur um hitt og ţetta.  Margar af ţessum skýrslum eru stjórnsýsluúttektir, eins og ţađ heitir.  Slíkar úttektir hafa mjög oft leitt ţađ í ljós ađ viđkomandi stofnun er ekki gert kleift ađ sinna lögbundinni skyldu sinni vegna ţess ađ stofnuninni er ekki séđ fyrir nćgum framlögum á fjárlögum.  Ég ćtla ekki ađ saka Ríkisendurskođun um ađ vera ekki samkvćm sjálfri sér, enda sinnir hún bara ţeim verkefnum sem henni eru falin af mikilli samviskusemi (og kemst ekki yfir ţau öll).  Ţađ er hennar ađ meta stöđuna og koma međ ábendingar um ţađ sem betur má fara.  Ţađ er síđan á ákvörđun ráđherra hvort hann taki mark á ţví sem ţar kemur fram.

Undirfjármögnun ríkisstofnana mun halda áfram og framúrkeyrsla ţeirra líka.  Framkvćmdarvaldiđ mun halda áfram ađ hunsa fjárţarfir og ráđuneyti munu rífast um verkaskiptingu.  Alţingi mun halda áfram ađ setja lög sem ekki er hćgt ađ framfylgja vegna ţess ađ ţetta sama Alţingi sér til ţess ađ nauđsynleg fjárframlög fylgja ekki.  Og jafnvel, ţegar tilteknar tekjur eru eyrnamerktir tilteknum málaflokki, ţá mun Alţingi samţykja í desember á hverju ári ađ skerđa ţessa lögbundnu tekjustofna og láta hluta ţeirra fara í eitthvađ allt annađ.  Svona hefur ţetta veriđ og svona mun ţetta verđa, nema ađ Alţingi setji lög sem banni ţetta.  Lög sem koma í veg fyrir ađ hćgt sé ađ framfylgja sérlögum vegna ţess ađ viđ afgreiđslu fjárlaga er ekki tekiđ tillit til útgjalda sem sérlögin hafa í för međ sér.  Löggjafarvaldiđ og framkvćmdarvaldiđ verđa ađ gera sér grein fyrir ađ lög eru tilgangslaus, ef ekki er hćgt ađ framfylgja ţeim vegna fjársveltis ţeirra ađila sem eiga ađ sjá um ađ framfylgja ţeim.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1673498

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2023
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband