13.4.2008 | 22:59
Matarskortskreppan er skollin á
Ég spurði í færslu hér fyrir tæpri viku hvort matvælaskortur væri næsta krísan. Þá átti ég ekki von á að alla vikuna á eftir væri daglegur fréttaflutningur af óeirðum um allan heim vegna matarskorts og hækkandi matarverðs.
Spurningin sem nú vaknar er hvort við Íslendingar þurfum að hafa áhyggjur og ef svo er hvaða atriði það eru sem ættu að valda okkur áhyggjum. Þetta kemur beint inn á það sem ég er að fást við í ráðgjöf minni, þ.e. að tryggja samfelldan rekstur þeirra fyrirtækja sem ég veiti ráðgjöf. Um daginn skoðaði ég nokkur atriði sem gætu skipt máli, m.a. hvort íslensk matvælafyrirtæki hefðu aðgang að þeirri hrávöru sem nauðsynleg væri framleiðslunni. En það er fleira sem þarf að skoða og gott getur verið að gera það í samhengi með vangaveltum um alheimsfarald.
Hvað gerist ef alheimsfaraldur fer saman við matarskort? Það versta sem gæti gerst er að matarskorturinn yrði ennþá meiri og hann gæti komið illa niður á iðnríkjunum. Ástæðan er að matvælaframleiðsla veltur mikið á alls konar eftirliti og vottunum. Ekki má flytja sláturgripi nema þeir hafi verið stimplaðir í bak og fyrir. Sum matvæli má ekki flytja milli landa nema heilbrigðisvottorð fylgi. Framleiðslu þarf að taka út með jöfnu millibili og ef grunur er um sýkingu (t.d. vegna smits frá veikum starfsmanni) þá getur framleiðslan ekki haldið áfram fyrr en nýtt heilbrigðisvottorð hefur verið gefið út.
Hvað gerist nú ef þeir sem gefa út vottorðin og sinna eftirlitinu lenda illa í faraldrinum? Verður þá ekki hægt að gefa út slík vottorð? Munu sláturgripirnir þá hrannast upp í sláturhúsunum? Verður að loka sláturhúsum eða framleiðslufyrirtækjum vegna þess að ekki er hægt að gefa út heilbrigðisvottorð? Þetta eru allt spurningar sem sérfræðingar úti í heimi eru að velta fyrir sér. Menn eru sérstaklega að velta vöngum yfir því hvað gerist ef þetta tvennt fer saman, þ.e. alvarlegur matarskortur og skæður alheimsfaraldur. Við skulum vona að faraldursnefnd Almannavarna hafi skoðað þetta.
Aðgerða er þörf strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2008 kl. 15:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þrymur, því er m.a. haldið fram að spákaupmenn hafi fundið sér nýtt áhugamál og síðan hefur heimurinn fengið nýtt áhugamál, en það er framleiðsla á eldsneyti úr gróðurmassa.
Marinó G. Njálsson, 14.4.2008 kl. 08:50
Ég verð að segja það með þér Marínó að þetta hefur komið eins og holskelfa í fjölmiðlum undanfarna daga. Eitt er staða okkar hér í þessum heimshluta, ef þetta heldur áfram með þessum hætti. Við komum til með að þurfa greiða mun stærri hlut af okkar launum fyrir matvöruna og sumar matvörur kunna að hverfa með öllu úr hillunum í Hagkaup. Ég held að rétt sé að menn hugsi sinn gang með aðgang íslendinga að matvælaframleiðslu og hver staða okkar er með eigin framleiðslu.
Annað mál er hinsvegar sá hluti mannkynsins sem nú þegar er fátækur og hefur vart í sig og á. Þetta fólk á hræðilega tíma framundan og þetta gæti verið hin ömurlegast katastrófa sem mannkynsagan hefur litið. Ég er hræddur um að ef sverfi til stálsins bregðist hinn ríki hluti heimsins, sem endranær, við með því að hugsa eingöngu um eigin rass og láti hina bara hverfa í hungursneið. Ég vona að þetta lagist nú en ég er hræddur um að þú hafir hitt naglann á höfuðið í síðustu viku.
Jonni, 14.4.2008 kl. 10:42
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/04/14/launin_duga_ekki_fyrir_naudsynjum/
Jonni, 14.4.2008 kl. 10:43
Á Íslandi er nóg til af rafmagni og jarðvarma, sem er kjörinn til að nota til matvælaframleiðslu. Það er hægt að rækta nánast hvað grænmeti og ávexti sem er, á Íslandi með því að notast við rafmagn og heitt vatn. Hvort sem er á ökrum eða í gróðurhúsum.
Það skýtur því skökku við þegar að forstjórar verslannakeðja tala um að frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum myndi lækka vöruverð á Íslandi. Eru þessir menn ekkert að fylgjast með markaðnum? Öll matvara í heiminum er að hækka, vegna þess að það eru ekki framleidd næg matvæli í heiminum og einnig að neysla hefur stóraukist. Forstjórarnir eru aðeins að hugsa um það að útrýma íslenskum landbúnaði til þess að sitja einir að innflutningi á matvörum á Íslandi.
Eftirspurn eftir vistvænum matvælum er vaxandi á hverrju ári, eða sem nemur 10-15% aukningu á ári. Grænmeti og ávextir ræktað í gróðuhúsum, lýst upp með vistvænu rafmagni( gufuaflsvirkjun eða vatnsaflsvirkjun) og hituð upp með heitu vatni er það sem íslenskir bændur geta vel framleitt og einnig selt til annara landa.Næg eftirspurn er eftir vistvænum vörum út um allan heim, því eru þær dýrari en aðrar vörur. Ekki er verra að fá meira fyrir afurðirnar. Vatn til vökvunnar er hreint og náttúrulegt . Það er verið að flytja grænmeti og ávexti á hverjum degi til Íslands. Það væri hægt að flytja það út á hverjum degi. Eru stórmarkaðir í Danmörku (Magasin du Nor) og Englandi (Iceland) ekki í eigu Íslendinga?
Það er hægt að lækka matarverð á íslandi umtalsvert strax á morgun ef menn vilja, með því að lækka raforku til bænda. Líta þarf á matvælaframleiðslu sem stóriðnað og bjóða bændum upp á sambærileg kjör og stóriðja, enda á landbúnaðarframleiðsla á landinu að vera stóriðja. Í dag er garðyrkjubóndi að greiða 2 til 2.5 milljón á mánuði í rafmagn, með öðrum orðu, íslenskur bóndinn er að greiða sama verð fyrir rafmagnið og venjulegt heimili.
Með því að fella niður öll innflutningsgjöld og tolla af tækjum, fóðri og fræjum til landbúnaðar myndi lækka innlendar framleiðsluvörur enn frekar.
Íslenskir neytendur verða að láta í sér heyra og skora í ráðamenn að lækka álögur á landbúnað tafarlaust .
IHG
Ingvar, 14.4.2008 kl. 12:58
Athyglisverð hugmynd þetta með raforkuverð til innlendra matvælaframleiðenda. Það finns mér vera skynsamlegri notkun á íslenskri vatnsorku heldur en að henda henni nánast ókeypis á eftir risastórum Álmafíum.
Þetta eru góðar hugmyndir Ingvar. Nú þarf bara að virkja vörubílstjóra í léttar aðgerðir því þetta er mun betri málstaður en þeir hafa verið að bögglast með.
Jonni, 14.4.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.