Leita í fréttum mbl.is

Gefið lífeyrissjóðunum Kaupþing

Ég skora á viðskiptaráðherra að afhenda lífeyrissjóðunum Kaupþing endurgjaldslaust.  Lífeyrissjóðirnir eru í sameign vel flestra landsmanna og því snertir afkoma þeirra okkur landsmenn ekki minna en afkoma ríkissjóðs.  Viðskiptaráðherra sagði á fréttamannafundi í síðustu viku að lífeyrir landsmanna yrði varinn.  Nú kemur í ljós að hann getur líklega ekki staðið við þau stóru orð sín frekar en margt annað sem hann hefur sagt.  Hér hefur hann tækifæri.  Með því að afhenda lífeyrissjóðunum Kaupþing með manni og mús, þá eiga þeir möguleika á því að vinna upp það tap sem landsmenn hafa orðið fyrir. 

Fjárhagslegur styrkleiki lífeyrissjóðanna er mikill og innan þeirra starfa margir aðilar með mjög mikla og góða reynslu af fjármálakerfinu.  Ég treysti þessum aðilum mun betur fyrir Kaupþingi en þeim misvirtu stjórnmálamönnum sem hjálpuðu til með aðgerðaleysi sínu að koma okkur í þá stöðu sem við erum núna í.  Setja má alls konar skilyrði fyrir meðhöndlun lífeyrissjóðanna á eignarhlut sínum og hve mikið þeir mega setja í bankann.  Eigið fé bankans má auka með því að gefa út viðbótar hlutafé og með framlagi frá lífeyrissjóðunum.


mbl.is Tilboði lífeyrissjóða hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Heyr heyr.  Nú er ég svo sannarlega sammmála þér.

 Það sem er sorglegast í dag er að mennirnir sem komu einkavæðingunni á koppinn og peppuðu upp lífsgæðamóralinn - mennirnir sem settu reglurnar, mennirnir sem áttu að hafa eftirlitsskyldu....

Þetta eru mennirnir sem segjast ætla að bjarga okkur.  Og að það megi ekki leita að sökudólgum.  Allir eiga að haldast í hendur og fyrirgefa!

Út með pólitíkusana - lífeyrissjóður foreldra minna er örugglega að hugsa meira um hagsmuni hins almenna íslendings en stjórnmálamaður sem er að reyna að halda andlitinu.

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 17.10.2008 kl. 15:36

2 identicon

Frábær hugmynd. Það ætti að sannfæra lífeyrissjóðina um að hætta flytja út íslenskar krónur í gámavís til að "geyma" útlöndum. Peninga á ekki að geyma. Peninga á að nota. Peningar eru ekki tré sem bera ávöxt. Það eru fyrirtækin sem eru trén. Peningar eru ávextir. Og einsog ávextir þá rotna þeir við geymslu.

Þórður S (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst þetta mjög sanngjörn og góð hugmynd hjá þér! og vona að þú komir henni alla leið til þeirra sem sitja við samningaborð lífeyrissjóðanna og ríkisins um kaup lífeyrissjóðanna á Kaupþinigi/afhendingu Kaupþings til líferyissjóðanna.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jafnframt legg ég til að eignarhlutur lífeyrissjóðanna í Kaupþingi verði í samræmi við eignir þeirra í lok árs 2007, eins og hún er birt á síðu Landssamtaka lífeyrissjóða á lista yfir aðildarfélög.  Sett verði þó það skilyrði að Kaupþing reki engan lífeyrissjóð sjálft.

Marinó G. Njálsson, 17.10.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ég held að þeir hjá IMF yrðu fljótir að yfirtaka lífeyrissjóðina ef þeir væru orðnir hluti af bankakerfinu. Þeir svífast einskis þegar þeir eru byrjaðir að vinna á fullu. Svo það er nú betra að hafa sjóðinn þar sem er örugt að þeir nái ekki til hans.

Jón V Viðarsson, 18.10.2008 kl. 00:12

6 identicon

Sæll Marínó.

Hélt að við Íslendingar væru búnir að læra okkar lexíu.  Held það er skynsamlegast að hreinsa til þarna og fá alvöru erlendan helst norrænan banka sem hefur alþjóða bankastarfsemi og stendur traustum fótum.  Til dæmis Nordea til að koma hingað. Ekki gera sömu mistökin aftur með að láta einhvern innlendan fá þetta.  Minni á að fyrir fáum árum voru bankarnir einkavæddir fyrir 12 miljarð. Ef við hefðum haft vit á að fá hingað norrænan alvöru banka værum við í allt annarri stöðu í dag.   Núna 12 árum seinna verðum við væntanlega að borga 50 - 100 sinnum þetta verð til viðbótar við hruni fjármálkerfisins og nánast þjóðargjaldþroti.

Tel mikilvægt að gjaldeyrissparnaði Íslendinga ekki verði hætt í bankastarfsemi sem telst áhættusamur.

Mæli með að slá saman Glitni og Landsbankankanum og búum til "Bónus" banka með sem minnstu overhead það vinna væntanlega 5000-6000 manns í bankastarfsemi á Íslandi og þyrftu væntanlega ekki að vera fleiri en 1000-1500. Óþarfi að spreða meiri pening í þetta bankadæmi.

Næsta alda sem skellur á okkur er þetta gríðarlega hrun í tekjum ríkis og sveitarfélaga og við verðum væntanleg hvort sem við verðum í spennitreyju IMF eða ekki að koma jafnvægi á ríkisútgjöldin hversu sársaukafullt það er.  Það þýðir væntanlega 40-50% samdrátt, og þetta verður væntanlega hið varanlega ástand næstu árin og að ímynda sér að ríð geti einnig fjármagnað og yfirtekið óhagstæð erlend lán sem fólk er búið að róta sér í er náttúrulega alveg út í hött og fjarstæðulausa umræðu í þessu ástandi núna.  Núna þarf að hafa höfuðið kalt og hjartað hlýtt.  Þeir sem eru veikir, sjúkir og gamlir og menntun unga fólksins fær forgang mest allt annað verður stórlega skorið niður. Fullfrískt fólk verður að bjarga sér sjálft.  Rétt að segja þetta fólki sem fyrst.  Að halda uppi aukalega 4000 vellaunuðum bankamönnum á ríkisins reikning er náttúrulega alveg út í hött í þessari stöðu og réttast að segja þetta fólki sem fyrst.  

Gunn (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 04:54

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunn, við reyndum í fjölda ára að fá erlendan banka hingað, en það gekk ekki.  Af hverju ætti hann eitthvað frekar að vilja koma núna.

En ef Nordea eða einhverjum öðrum erlendum banka dytti það í hug, þá er ég alveg viss um að honum yrði vel tekið, svo fremi hann væri ekki breskur.

Marinó G. Njálsson, 18.10.2008 kl. 09:17

8 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Algerlega ósammála þér.  Lífeyrissjóðirnir tóku fullan þátt í áhættufylliríinu - - og stjórnendur þeirra upp til hópa virtust hafa áhuga á að hygla stórkapítalinu - - og keyra þenslubóluna.

Við verðum að skipta um stjórnendur lífeyrissjóðanna - - og aftengja ráðandi hlutverk atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna.

Það eiga t.d. engir lífeyrissjóðir öfluga siðferðislega stefnumótun - - og "Code of Ethics" sem setur stefnuna frá græðgis-kapítalinu og fjárfestingarstefnu sem neitar samstarfi við kapítalista sem voru og eru að flytja fjármagn úr landi og í skattaskjól . . .

Tap einstakra og áhættusækinna lífeyrissjóða á að koma fram á þeim sjóðum - - - ekki á okkur hinum og á öllum almenningi . . .

Alls ekki . . .

Benedikt Sigurðarson, 18.10.2008 kl. 11:14

9 identicon

Nei Marinó, það á ekki að "gefa" lifeyrissjóðunum Kaupþing.

Ekki einu sinni á að selja þeim bankann.

Allra síst, ef rétt er, að þeir ætla að fara í "púkk" með fyrri eigendum og fyrri stjórnendum bankans. Þeim sem gáfu sjálfum sér himinháa kaupréttarsamninga, verðlaunuðu sig með ofurlaunum og bónusum vegna áhættureksturs sem skilar bankanum verðlausum í dag.

Einnig er meira en tímabært að grandskoða rekstur og stjórn lífeyrissjóðanna og stefnu stjórnenda þeirra.

GRI

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:37

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hef nú ekki fylgst svo vel með hverjir áttu menn í stjórnum gömlu bankanna og það væri því gott, ef einhver gæti sagt mér hvaða fulltrúa lífeyrissjóðirnir áttu þar inni.

Hitt er það, að ég sé mikinn mun á því að ríkið eigi bankana og við eigum að fara að treysta misvitrum stjórnmálamönnum, sem sváfu á verðinum og auk þess hafa ekki hundsvit á fjármálum, eða að við fáum menn inn sem hafa hingað til eflt og styrkt lífeyrissjóðakerfi landsins.  Ég hef á undanförnum árum átti í samskiptum, starfs míns vegna, við stjórnendur 10-12 af þessum lífeyrissjóðum og fjölmarga aðra starfsmenn innan sjóðanna.  Áhættuvitund þessara einstaklinga er mjög sterk og áhættufælni mikil.

Við skulum ekki gleyma því að það var krafa í þjóðfélaginu að lífeyrissjóðirnir leggðu peninga sína í hlutabréf íslenskra fyrirtækja.  Meðan það gekk vel hækkuðu jafnvel lífeyrissgreiðslur til landsmanna.  Núna kemur skellur, sem gerir það að verkum, að lífeyrissjóðirnir tapa hlutabréfum sínum og eignum upp á tugi millarða, og þá er skyndilega allt vitlaust sem þeir gerðu.  Þetta er léleg söguskýring.  Við skulum hafa það í huga, að þrátt fyrir þennan skell, er ávöxtun sjóðanna undanfarin 10 ár líklegast meiri og betri, en ef þeir hefðu ekki lagt peninga í bankana.  Eigum við ekki líka að skamma þá fyrir að hafa fjárfest erlendis og tapað á lækkun hlutabréfa þar.  Eða ætlum við að skamma þá í vor, vegna þess að þá hafa erlendar eignir þeirra í krónum talið lækkað, þar sem krónan hefur vonandi styrkst, og fluttu ekki allir eigur sínar til Íslands.  Eða verða þeir skammaðir fyrir að flytja allt heim og verðgildi í erlendri mynt rýrnað, þar sem krónan hélt áfram að hrynja.  Það er svo auðvelt að vera vitur eftir á.  Vandamálið er að vera vitur fyrirfram.

Lífeyrissjóðirnir eru langtímafjárfestar og eiga ekki að láta skammtíma óróa trufla sig of mikið.  Við þurfum slíka fjárfesta inn í bankakerfið.  Við þurfum slíka hugsun inn í bankakerfið.  Við þurfum þá hugsun, að sígandi lukka (þ.e. hófsemi) sé best.

Marinó G. Njálsson, 18.10.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1678165

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband