Leita í fréttum mbl.is

Þetta er skuldahliðin, en hvað með eignahliðina

Mönnum hefur verið tíðrætt um skuldir bankanna og skuldbindingar í útlöndum.  Þetta eru svakalegar tölur og er alveg með ólíkindum að menn hafi teygt sig svona langt, en það er búið og gert og taka verður á þeim vanda af festu og yfirvegun.  Það sem mér finnst aftur vanta í þessa umfjöllun eru upplýsingar um hve miklar eignir/kröfur bankarnir eiga/áttu í útlöndum og hver skipting þessara eigna/krafna er.  Ef þessar tölur fást fram, þá væri hugsanlega hægt að slá aðeins á þá múgæsingu sem er í gangi hér á landi og erlendis, eða að við fengjum það þá svart á hvítu hve ástandið er slæmt.

Það getur verið, að þær upplýsingar sem hér um ræðir séu viðkvæmar, en ég held að skaðinn af leyndinni sé farinn að verða meiri en að birta þær.  Auk þess finnst mér sem landsmenn eigi heimtingu  á því, þannig að við getum fylgst með því hvaða eignir eru að fara á brunaútsölu.


mbl.is Skulduðu Þjóðverjum milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marinó,

Hjartanlega sammála!  Allur fréttaflutningur hljómar eins og bankarnir hafi ekki átt neinar eignir til að vega á móti skuldum en svo kom fram í fréttum einhversstaðar að eignir Landsbankans væru 1200 miljarðar eða svo (ef ég man þetta rétt - það eru svo margar tölur á lofti í einu að það er erfitt að henda reiður á og muna allt þetta)  Hverjar sem tölurnar eru, þá hljóta enn að vera miklar eignir í þessum stofnunum.  Ekki hef ég trú á því að allir bankarnir hafi bara afskrifað á einu bretti hvert einasta útlán sem þeir eiga! 

Kveðja - Arnór Baldvinsson, USA

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Arnór, mér finnst menn einblína allt of mikið á það hvað bankarnir skulda mikið og hugsanlega eru menn eitthvað að bæta samningsstöðu sína.  Segjast vera blankir til að menn séu tilbúnir að sætta sig við minna og borga það svo upp í topp.  Málið er bara að þetta tal um himin háar skuldir er að fara með fólk og því held ég að nauðsynlegt sé að koma með eitthvað jákvætt líka.

Marinó G. Njálsson, 23.10.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta eru tölur frá Seðlabankanum og á við allt bankakerfið, þ.m.t. Seðlabankann sjálfan: 

Eignir bankakerfisins, í þúsundum milljarða, ágúst ‘08.

 

            Innlend útlán og markaðsbréf                 4,8

            Aðrar innlendar eignir                            1,2

Innlendar eignir alls                                            6,1

 

            Erlend verðbréf Seðlabanka                  0,2

            Erlend útlán og markaðsverðbréf

                        innlánsstofnana                          3,7

            Aðrar erlendra eignir                             2,7

Erlendar eignir alls                                             6,7

 

Eignir alls                                                          12,8

Það er eðli banka að taka peninga inn og lána þá aftur út. Eignirnar eru þá skuldir annarra aðila við bankann. Þessir aðilar eru flestir vel þekktir, t.d. Baugur, FL Group, Samson, Straumur osfrv.

Bankar eiga sem sagt í rauninni ekkert nema skuldir. Skuldir stóru bankanna þriggja eru verðlagðar í dag á brotabrot af nafnvirði, kannski 5%.

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.10.2008 kl. 18:16

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er nú einmitt það sem ég á við, Brynjólfur.  Hvað af eignum bankanna í formi útlána eru góðar og gildar og er hægt að nota til greiða upp t.d. icesave kröfurnar?  Þegar bankar eru með innlansreikinga, þá þurfa þeir að leggja ákveðið inn á reikninga hjá Seðlabankanum (bindiskylda) og eiga annað hjá sér til að grípa í.  Hvaða fjárhæðir erum við að tala um?  Hvernig er með eignir bankanna í dótturfélögum, hlutdeildafélögum, í félögum í óskyldum rekstri?  Bara ef litið er á eiginfjárkröfu og að maður tali ekki um uppgefið eigið fé samkvæmt árshlutauppgjörum, þá áttu þeir hátt í 1.000 milljarða í eigið fé.  Hvar eru þessar eignir og hvað eru þær miklar? 

Ég veit að Geir og Björgvin hafa sagt að eignir Landsbankans eigi að duga fyrir icesave kröfunum, en af hverju ekki bara að sýna spilin?  Er það kannski hluti af plottinu að gera sér upp meiri eymd til að fá meiri vorkunn?

Ég veit það bara, að ekki kemur til greina í mínum huga að bæta viðskiptavinum Landsbankans í útlöndum tap þeirra umfram það sem eignir Landsbankans duga fyrir.

Marinó G. Njálsson, 23.10.2008 kl. 19:07

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Marínó, þú veist væntanlega að bindiskyldan var svo gott sem aflögð? Það er jú eitt af því sem Davíð hefur lengi verið gagnrýndur fyrir. Ekki að það hafi verið sér-íslenskt, en þau lönd þar sem þetta var ekki gert eru ekki í sömu vandræðum og annars staðar. Spánn t.d.

Fyrir um tveimur árum hrukku menn aðeins við, þá kom smá krepputónn og menn áttuðu sig á því að það var hættulegt að reka þessa risastóru banka á skammtímalánum við aðra banka. Því fóru bankarnir út í innlánsstarfsemi erlendis til að minnka áhættu sína. Núna í ágúst voru þeir komnir í þá stöðu að vera með uþb. 1/3 af skuldastöðu sinni í innlánsreikningum erlendis, uþb. 20 milljarða evra.

Þessi gríðarlega aukning innlána gekk vegna þess að það var svo mikill vaxtamunur milli Íslands og evrusvæðisins. En til að nýta vaxtamun þarf að flytja peningana hingað heim. Þetta gerði Landsbankinn sjálfsagt mest, fyrst hann var alltaf með Icesave sem útibú. Innlán enskra ellílífeyrisþega fóru sem sagt til Íslands og þaðan í FL-Group, Straum og Eimskip. Með samþykki og velvilja stjórnvalda.

Eignir Landsbankans í Bretlandi eru skuldir við þessi fyrirtæki. Sem eru á hausnum. Bankarnir eiga ekki beint eignir (þó það væri mögulegt), eigendurnir eins og Björgólfsfeðgar, notuðu bankana til að afla peninga erlendis og lána síðan öðrum fyrirtækjum í þeirra eigu.

Nei, það voru aldrei eignir fyrir þessum skuldum eins og Davíð sagði beint út. Kannski 5%.

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.10.2008 kl. 19:14

6 identicon

Björgólfsfeðgar eiga örugglega nóg fyrir sig og hlæja sennilega að viðskiptaráðherra, þeir ætla að mæta á fund hjá honum EF þeir hafa tíma. Örugglega mjög uppteknir að koma sínu undan. En til hvers að boða þá á fund ætti það ekki að ríkissaksóknari sem ætti að boða þá

Guðrún (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 19:56

7 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér Brynjólfur, þetta hefur legið á borðinu allan tímann. Það verða væntanlega ekkert sérstaklega miklar eignir til að bæta þetta upp.  Eignir bankanna sem er því miður bara brotabrot af skuldunum.  Staðan er óþægileg fyrir okkur Íslendinga því þessi Icesave sparnaður verið að stóru leiti fluttir til Íslands til að fjármagna fjármagnskortinn í Landsbankanum og þess vegna hafa þeir ekki getað haft starfsemina í bresku hlutafélagi vegna atriða í breskum bankalögum. 

FL-group/Straumur, Eimskip ofl. skuldumhlaðin "íslensk" fjármálaævintýri/hryllingssögur er fjármögnuð af þessu fé og það er ekki lítið sem stendur á bak við þá skuldasúpu.  Þar er mikið veðsett "loft"segjum "prump".  Eignir eru á Íslandi meðan skuldirnar eru erlendis og lenda núna væntanlega á íslenskum almenningi sem skuldir.  Við greiðum þarna óbeint upp skuldir Jóns Ásgeirs og þessara "snillinga".  Ekki skrítið að fólk sé reitt bæði erlendis og hér.   Þessir íslensku "greifar" stinga núna af frá "barreikningnum". 

Skora á Íslendinga að fá til alþjóðlega fjármálaglæparannsókn og samþykkjum framsal þessara manna til annara landa með sérstakri lagasettningu. Þar sem eina leiðin til að sleppa við þetta er að flytja allar og þar á ég við allar eigur sínar tilbaka. Þar á ég við yfirmanna bankanna sem vissu þetta og annara íslenskara fjárglæframanna til okkar og fengið þá dæmda fyrir erlendum dómstólum og þar geta þeir þá (þeir sem eiga það skilið og verða dæmdir) fengið að dúsa í evrópskum fangelsum næstu áratugi öðrum til viðvörunnar.  Hef sjálfur litla trú á að þeir verði nokkurn tíma dæmdir hér á Íslandi vegna lélegra laga og samtryggingar. Held að þetta verði nauðsynlegt fyrir íslenska þjóð sem kemur til með að borga skuldir þessara aðila beint eða óbeint á einn eða annan hátt. Þar má benda á þjófnað Glitnis á fé frá sjóðum í Noregi 7 miljarða þjófnaður, þar fer nú fram lögreglurannsókn þar sem athyglin beinist að höfuðstöðvunum í Reykjavík og þetta held ég verði bara byrjunin.

Gunn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 00:07

8 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Mér fannst þetta góður punktur hjá þér Marinó, hvernig gat það gerst að þetta "góða eignasafn" bankanna sem okkur hefur verið sagt frá undanfarna mánuði er orðið að nánast verðlausum pappírum.

Traust fyrirtæki sem geta staðið undir greiðslum af lánum sínum ættu að geta það áfram þó að einhver nýr aðili eignist lánið eða hvað? Geta mín til að borga af lánum mínum hjá Landsbankanum breyttist svo sem ekkert við það að Nýi Landsbankinn eignaðist þau.

Finnur Hrafn Jónsson, 24.10.2008 kl. 01:51

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fróðleg lesning, takk fyrir þetta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 570
  • Frá upphafi: 1677587

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband