Leita í fréttum mbl.is

Heldur vel í lagt eða hvað?

Gaman væri nú að sjá á hverju Lars Christiansen byggir spádóma sína.  Ekki ætla ég að efast um að hann hefur reiknað þetta út, en ég býst við að forsendur hans byggi á því að krónan fari niður á það stig sem hún er skráð hjá UBS.  Hvort sú skráning er raunhæf, er ómögulegt að segja til um, en mér finnst hún fjarstæðukennd.

Sjálfur spáði ég yfir 20% verðbólgu á næstu mánuðum í færslu hér í september (sjá Skilar sér í vel yfir 20% verðbólgu og 25% stýrivöxtum á næstu mánuðum).  Þá var nú ástand efnahagsmál nokkru skárra en nú og því virðist fátt geta komið í veg fyrir slíkan skell, nema Seðlabankanum takist að koma böndum á gengið. Ef gengið hjá UBS verður ráðandi, þá fáum við yfir okkur ofurverðbólgu á við það sem Lars Christiansen er að spá.

Í gamla daga keyptu og seldu seðlabankar gjaldeyri til að skapa ró á markaði og nú þarf Seðlabanki Íslands að gera það.  Að auki er orðið lífsnauðsynlegt, að Seðlabanki Íslands geri hreinlega samninga við Seðlabanka Evrópu og seðlabanka í Sviss, Japan og Bandaríkjunum, að þessir aðilar taki þátt í því að styrkja krónuna í nafni efnahagslegra neyðaraðgerða hér á landi.  Ef þessir fjórir seðlabankar taka þátt í því að kaupa krónur í skiptum fyrir evrur, franka, jen og dollara, þá gæti komist á stöðugleiki á örfáum dögum.  Mjög ólíklegt er að þeir myndu tapa á þessu, vegna þess að sterkari króna myndi þýða fleiri evrur/frankar/jen/dollarar í kassann, þegar þeir losa síðan um krónueign sína.  Nú veit ég ekkert hvort svona samningar eru mögulegir, en við svona ástand verður ekki búið.


mbl.is Spáir 75% verðbólgu á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Krónan á ekki að vera á frjálsum markaði við þessar aðstæður.  Að láta sér detta það í hug er tóm della.  Nú þarf bara að skammta og aftur skammta.  Finna réttlát skömmtunarkerfi sem flestir geta sætt sig við.  Svo er bara að vona að verðbólgan éti ekki íslensk börn því hverjum dettur í hug að fæða börn í þetta ástand.

Björn Heiðdal, 15.10.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þeir hjá Danske Bank hafa áður spáð fyrir um Íslenskt efnahagslíf  og því miður fóru þeir nokkuð nærri.

Magnús Sigurðsson, 15.10.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Johann Trast Palmason

ég verð að taka undir með Magnúsi að því miður virðist íslensku hagfræðingarnir misst allt traust að sja fólk þræta fyrir svona spár minnir mann á þegar okkur var sagt hve danir væru öfundsjukir og ekki allveg með þetta en þeir voru það vist

Johann Trast Palmason, 15.10.2008 kl. 22:47

4 identicon

Já, skrýtið með þennan dana,  alltaf þegar maður heldur að hann hafi kannski eftir allt saman verið að reyna að segja eitthvað af viti í fortíðinni slengir hann fram einhverju sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en eintómt rugl.  ég get ekki borið mikla faglega virðingu fyrir þessum ágæta manni.  Ef verðlag á að hækka um 75% á ársgrundvelli þurfa erlendir gjaldmiðlar að hækka um ca. 150%.  Þrátt fyrir allt og allt finnst mér það ekki mjög líklegt þegar nýtt jafnvægi verður komið á sem vonandi verður á næstu vikum.

Jón Þorvaldur (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband