28.4.2009 | 18:12
Á að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlit?
Davíð Oddsson segir í viðtali við Daily Telegraph, að rangt hafi verið að skilja á milli Seðlabankans og bankaeftirlitsins á sínum tíma og færa bankaeftirlitið yfir í hið nýstofnaða Fjármálaeftirlit. Þó ég teljist ekki sérfræðingur, þegar kemur að skipulagi stjórnsýslu, þá þekki ég vel inn á hæfiskröfur í tengslum við úttektir á vottunarhæfum kerfum. Út frá þeirri sérfræðiþekkingu minni, þá vil ég andmæla þessari fullyrðingu fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóra.
Við stofnun FME runnu saman í eina eftirlitsstofnun nokkrum stofnanir/deildir sem sáu um eftirlit með fjármálaumsýslu og tryggingastarfsemi. Margt var líkt með þessum aðilum og því voru samlegðar áhrifin af sameiningu þessara aðila mikil. Það sem meira var, að eftirlit var samræmt og eflt (eða það var a.m.k. meiningin).
Í mínu starfi hef ég aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við að uppfylla hluta af kröfum FME. Hefur það auðveldað mitt starf og um leið gert ráðgjöf mína verðmætari fyrir viðskiptavini mína, að ég er hjá öllum þessum aðilum að fást við sömu grunnkröfur FME. Það sem mér hefur hins vegar þótt neikvætt við þetta fyrirkomulag, er að það hefur vantað einhvern aðila til að hafa aðhald með FME. Vandamálið er að FME setur reglurnar sem fyrirtækin eiga að uppfylla og hefur eftirlit með að þau uppfylli þær. Hvað gerist ef reglurnar eru rangar eða virka ekki rétt? Nú, FME setur auk þess kröfur til sjálfs sín um hvernig skuli staðið að eftirlitinu. Hvað gerist ef þessar kröfur eru ekki nógu góðar eða þeim ekki fylgt eftir? Vissulega á Ríkisendurskoðun að sinna eftirliti með FME, en það er ekki nógu reglulegt eftirlit.
Mér finnst mikilvægt að greint sé á milli þess aðila sem setur reglurnar og þess sem sér um eftirlitið. Raunar þætti mér best, ef sem mest af reglusmíðinni lendi á einum aðila. Vandamálið er að hluti eftirlitsskyldra aðila sem falla undir FME, falla ekki undir Seðlabankann. Þannig hefur Seðlabankinn engan áhuga á regluverki í kringum tryggingastarfsemi eða lífeyrisstarfsemi. Eigum við þá að henda því í einhverja aðra stofnun? Tryggingastarfsemi er fyrst og fremst neytendamál, en innan fyrirtækjanna er líka umfangsmikil eignaumsýsla. Starfsemi lífeyrissjóða byrjaði sem hagsmunamál launafólks sem síðan varð lögbundin, en þar er líka umfangsmikil eignaumsýsla. Eins og ég segi, þá er það alls ekki í verkahring seðlabanka að hafa áhyggjur af regluverki þessara aðila. Það má svo sem gera það, en mér þætti það óeðlilegt.
Önnur leið sem hægt væri að fara, er að óháðir aðilar fengju faggildingu frá Seðlabankanum/FME til að sjá um þetta eftirlit. Það væri síðan SÍ/FME að hafa eftirlit með eftirlitsaðilanum og jafnframt tækju SÍ/FME stikkprufur. Hér fengju eftirlitsskyldir aðilar "vottun" upp á að hafa uppfyllt skilyrði laga og reglna. Gæta yrði þess að hinir faggiltu eftirlitsaðilar hefðu engin tengsl við aðilann sem haft er eftirlit með. Ókosturinn við þessa aðferð, er að hún er dýrari, í okkar fámenni væri erfitt að viðhalda þekkingu og hæfi og vald eftirlitsaðilans væri hægt að rengja. Helsta "vopn" eftirlitsaðilans væri að svipta viðkomandi fyrirtæki vottun eða að setja það á athugunarlista. Gera mætti sömu kröfur um störf svona aðila og gert er varðandi ytri endurskoðanda. Við megum svo ekki gleyma því, að það á að vera hlutverk innri eftirlits allra fyrirtækja (og regluvarða fjármálafyrirtækja) að fylgjast með því starfsemi þeirra sé í samræmi við lög og reglur. Vandamál íslensku bankanna var að þessar deildir, þ.e. innri endurskoðun/eftirlit, voru hvorki nógu vel mannaðar (fjölmennar eða starfsfólk með næga þekkingu) né höfðu þær það vald, sem þær hefðu þurft að hafa til að þvinga fram breytta starfsþætti. Vilji menn efla eftirlit með fjármálastarfsemi, þá er sterkasta leiðin, að mínu mati, í gegn um úttektir á innra eftirlit og regluvörslu fyrirtækjanna. Ef mönnum er haldið á tánum þar, þá smitar það út um allt fyrirtækið.
Ég skil alveg þá hugsun að færa allt eftirlitið undir SÍ. Mér finnst bara meiri hagsmunum vera fórnað fyrir minni. Það er þekkt að "kínverskir veggir" halda ekki og því er hætta á því að eftirlitsaðilinn lendi í því að hafa eftirlit með eigin reglum. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, þegar svona mikið liggur undir. Í mínum huga er hlutverk Seðlabankans að ákvarða regluverk fjármálamarkaðarins ásamt viðeigandi ráðuneyti. Hann á m.a. að gera kröfu um að fjármálafyrirtæki leggi fram sannanir fyrir því, að þær uppfylli kröfurnar og hann á jafnvel að gera skyndikannanir, þar sem framlagðar sannanir eru sannreyndar. Með þessu er mönnum haldið við efnið, þar sem þeir geta átt von á skyndiheimsókn hvenær sem er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2009 | 15:19
Fundur um skuldastöðu þjóðarbúsins hjá FVH
Ég var að koma af fundi um stöðu þjóðarbúsins, sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hélt. Frummælendur voru Haraldur Líndal Haraldsson, framkvæmdastjóri Nýsis og talnagrúskari, og Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður. Auk þess tóku þátt í umræðum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður, og Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Fundurinn var vel sóttur.
Haraldur flutti fyrst framsögu sem hann nefndi Erlendar skuldir þjóðarbúsins. Var hann ákaflega vel undirbúinn og með allar tölur á hreinu. Setti hann hinar ýmsu skuldatölur í margvíslegt samhengi og verður að segjast eins og er að það var sama hvernig hann horfði á málið, það var matsmál hvort er svartara, kolsvart eða sótsvart. Áhugaverður var sá punktur hjá honum að einstakir aðilar og fyrirtæki tengd þeim skulda allt af sex sinnum það sem heimilin skulda í gengisbundnum lánum. (Án þess að hann hafi neitt fjallað um það, þá má gera ráð fyrir að almenningur verið krafinn um allt upp í topp en hinir fyrrum auðmenn þurfi ekki að borga neitt. Vissulega tapa þeir eignum sínum, en það gerir almenningur líka.) Það var annars álit Haraldar að almenningur hafi varlega í lántökur í gengisbundnum lánum.
Haraldur skoðaði útlánasöfn á Íslandi 30/9/08 eins og þau koma fram í gögnum Seðlabankans. Það er áhugavert að skoða að gengisbundin lán voru þá 2.963 milljarðar króna og höfðu hækkað um ríflega 80% frá áramótum. Áður hafði hann bent á að gengisbundin lán heimilanna hefðu verið um 156 milljarðar. Það eru því fyrst og fremst fyrirtæki sem sitja í súpunni eftir hrun krónunnar. Leggur hann til að farin verið sú leið sem Hagmunasamtök heimilanna hafa lagt til varðandi leiðréttingu þessara lána, þ.e. að höfuðstól verði breytt í verðtryggt lán frá útgáfudegi. Taldi hann að 20% lækkun dygði engan vegin til að rétta af fyrirtæki og heimili.
Tryggvi Þór var aftur ekki eins vel undirbúinn og Haraldur. Mér fannst erindi hans ruglingslegt, þar sem hann mismælti sig ítrekað og var maður ekki alveg með á hreinu stundum hvað hann var að fara. Hann sagði þó, að gert væri ráð fyrir að færa 4.000 milljarða af innlendum útlánum gömlu bankanna til þeirra nýju með 50% afslætti. Hann bjóst einnig við að stofnefnahagsreikningur nýju bankanna yrði umtalsvert minni en upphaflega var gert ráð fyrir, en tók ekki tillit til þess í tölum sínum. Líkt og Haraldur sagði hann brýnt að koma fram með raunhæfar aðgerðir í efnahagsmálum og sérstaklega að taka á sívaxandi vanda fyrirtækja og heimila.
Þá kom að pallborðsumræðum. Sigríður Ingibjörg byrjað á því að lýsa því yfir að hún væri alveg rugluð á öllu talnaflóðinu. Það var nú ekki það eina sem hún átti erfitt með, því ég held að fátt hafi komið rétt út hjá henni nema mantran sem hún var beðin um að fara ekki með, þ.e. "ESB-aðild bætir allt". Hún sagði þó eitt sem var mjög áhugavert og skýrir þá miklu áherslu sem ESB-flokkurinn, fyrirgefið Samfylkingin, leggur á inngöngu. Hún sagði: "Það hafa komið skilaboð frá Brussel, að ef við hefjum aðildarviðræður, þámun ESB hjálpa okkur við að styðja við krónuna." Einnig tók hún fram að almenningur ber ekki ábyrgð á hruninu, en mun samt ekki komast hjá því að borga!
Jón Þór Sturluson er snillingur í að leika af sér. Hann blammeraði fundarmenn með því að segja alla vitlausa sem hefðu tekið gengisbundin lán og þegar hann reyndi að taka það til baka, þá kom ennþá verri blammering. Ég verð að segja, að ég hef það fram yfir hann að vera bara vitlaus, samkvæmt þessari skilgreiningu hans. Hann er bæði vitlaus og glæpsamlega vanhæfur. Við skulum hafa í huga að þetta er maðurinn sem var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra í aðdraganda bankahrunsins. Miðað við árangur hans í starfi, þá er vanhæfi hans til að gegna svo ábyrgðarfullu starfi æpandi. Að því slepptu, þá taldi hann skynsamlegt að færa útlán yfir í nýju bankana miðað við greiðslugetu, en sagði það ekki sitt að útfæra það nánar. Hann væri jú hættur sem aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.
Tryggvi ítrekaði, það sem hann hefur sagt áður, að jafnvægisgengi íslensku krónunnar væri í kringum 150, þ.e. gengisvísitalan. Hann benti líka á, að trúverðugleikinn verði ekki úthýstur og skaut þar föstuskoti á Sigríði "ESB-aðild bjargar okkur" Ingadóttur. Tók hann sem dæmi að lánshæfismat Slóvakíu hefði lækkað við upptöku evrunnar. Hafa yrði í huga að krónan væri einkunnarbókin okkar. Við bætum ekkert einkunnirnar okkar með því að skipta um bók. Tryggvi mótmælti svo misheppnuðum brandara Jóns um að þeir sem tók gengisbundin lán hafi verið vitlausir og sagði að fólk hafi stuðst við forsendur sem stjórnvöld og bankarnir höfðu gefið. Það sé hreint og beint óréttlátt að væna fólk um heimsku, þegar þannig sé í pottin búið.
Vilhjálmur Þorsteinsson tók til máls og hélt því fram að skuldir bankanna lendi ekki á okkur heldur kröfuhöfum. Í mínum huga er það ekki alveg rétt. Vegna þess hve kröfuhafar þurfa að afskrifa mikið vegna bankanna, þá verða þeir tregari til að afskrifa hluta af skuldum almennings og fyrirtækja. Þess vegna lenda skuldir bankanna á okkur í hærri greiðslubyrði okkar lána en annars hefði orðið.
Mín skoðun á þessum fundi er að þingmennirnnir okkar nýju lofa ekki góðu. Sigríður kom varla einni setningu frá sér óbrenglaðri, nema hún innihéldi "ESB-aðild bjargar öllu". Hún var á einum tímapunkti beðin um að skýra út hvað ætti að gera, eins og fyrirspyrjandinn væri 6 ára. Það var henni gjörsamlega fyrirmunað. Nú eftir að hafa hlustað á Jón Þór, þá skil ég bara mjög vel að bankarnir hafi getað gert hvað sem er. Tryggvi var eitthvað taugaóstyrkur og náði sér ekki á strik. Sá eini sem var með allt á hreinu, var Haraldur. Munurinn á honum og hinum þremur, er að hann rekur fyrirtæki og er því á hverjum degi að kljást við afleiðingar vanhæfni hinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
28.4.2009 | 11:02
Tvær leiðir til að ná jafnvægi
Í mínum huga eru þær leiðir til að ná jafnvægi atkvæða í kosningum. Önnur er að gera landið að einu kjördæmi. Hin er að færa til kjördæmakjörna þingmenn.
Ef ná á fullkomnu jafnvægi milli kjördæmanna í núverandi mynd, þá þyrfti að fjölga þingmönnum RN í 12, RS í 12 og SV í 16. Á móti kæmi að þingmönnum SU fækkaði í 9, NA í 8 og NV í 6. Þingstyrkur framboðanna myndi ekki breytast, þannig að best er fyrir kjósendur RN, RS og SV að líta svo á að 10. þingmaður SU, 9. og 10. þingmenn NA og 7., 8. og 9. þingmenn NV séu einfaldlega þingmenn fyrir höfuðborgarsvæðið. Það vill nú hvort eð er svo til að margir af þessum þingmönnum eru og hafa verið búsettir á höfuðborgarsvæðinu, þannig að þetta það skiptir ekki máli í hvaða kjördæmi var krossað á seðilinn.
![]() |
Misvægi minnkað næst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2009 | 10:37
Lausnin er utanþingsstjórn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
26.4.2009 | 16:43
Samfylkingin dregur fólk og fjölmiðla á asnaeyrunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (63)
26.4.2009 | 13:40
Þjóðin hefur talað - verkefnin framundan eru stór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2009 | 23:35
B-9, D-16, O-4, S-20, V-14 kl. 09:13 - Lokatölur
Bloggar | Breytt 26.4.2009 kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2009 | 00:40
Reynslan frá 2007: Hvert atkvæði skiptir máli!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2009 | 21:25
Veit Jóhanna hvað hún er að segja?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.4.2009 | 17:18
Grein Jóns G. Jónssonar í Morgunblaðinu í dag - Skyldulesning fyrir þá sem vilja fá skýra mynd af stöðu bankanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.4.2009 | 14:18
Þetta var vitað í október - Af hverju gerði Pétur ekkert í málunum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.4.2009 | 08:43
En hver er ávinningurinn ef vextir lækka um 3% án ESB-aðildar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.4.2009 | 21:08
Afleiðing af aðgerðarleysi tveggja ríkisstjórna - Krafan er þjóðstjórn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.4.2009 | 00:45
Brýnustu málin eftir kosningar - verkefni þjóðstjórnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.4.2009 | 19:07
Óli Björn segir kosningarnar ekki snúast um spillingastyrkina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
18.4.2009 | 13:39
Sjálfstæðisflokkurinn í afneitun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
17.4.2009 | 15:40
Ávöxtunin sem ríkið býður er glæpur gegn þjóðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.4.2009 | 02:55
Eru gengistryggð lán ólögleg?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
16.4.2009 | 15:44
Formgalli eða orðhengilsháttur - dæmi hver fyrir sig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.4.2009 | 13:56
Námskeið: Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1682122
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði