Leita í fréttum mbl.is

Afleiðing af aðgerðarleysi tveggja ríkisstjórna - Krafan er þjóðstjórn

Ég veit ekki alveg hvort það er jákvætt eða neikvætt að hærra hlutfall útlána verður skilið eftir  í gömlu bönkunum.  Ég er hins vegar alveg klár á því að aðgerðarleysi tveggja ríkisstjórna hefur orðið til þess að allt er renna niður um ræsið.  Hversu lengi eigum við landsmenn að bíða eftir að eitthvað verði gert?  Hvað kostaði málþóf Sjálfstæðismanna þjóðina mikið?  Hvers vegna voru tillögur neyðarhópanna sem Ásmundur Stefánsson verkstýrði í október ekki notaðar?

Í færslu í gærkvöldi (sjá Brýnustu málin eftir kosningar - verkefni þjóðstjórnar) set ég fram  þau verkefni sem ég tel vera brýnast að leysa úr á næstu vikum og mánuðum.  Þetta eru nákvæmlega sömu verkefni og brýnast var að leysa úr í október, nóvember, desember, janúar, febrúar, mars og núna í apríl.  Þessi verkefni eru brýnust þangað til mönnum tekst að leysa þau.  Takist það ekki er ein sniðug lausn að draga norska fánann að hún.  Takist það ekki, er tilgangslaust að velta fyrir sér umsókn um ESB aðild.  Takist það ekki, er vonlaust að láta sig dreyma um að krónan rétti úr kútnum, hvað þá að taka hér upp Evru.

Þessi brýnu verkefni eru:

1.  Koma á fót starfhæfu bankakerfi

2.  Stöðva aukningu atvinnuleysis

3.  Skapa atvinnulífinu eðlilegt rekstrarumhverfi svo endurbygging þess geti hafist

4.  Skapa heimilunum eðlileg skilyrði svo þeim hætti að blæða

5.  Fara í aðgerðir til að verja velferðarkerfi

6.  Móta framtíðarsýn fyrir Ísland

(Sjá nánar Brýnustu málin eftir kosningar - verkefni þjóðstjórnar).

 


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ER viðstkiptaráðherran þá bara án ábyrgðar og út í loftið að blekkja landsmenn með gafurgala í Mogganum marinó?

Hvaðan fær formaður B svo allt í einu eitthvert minnisblað, sem hjálpar honum til að smíða þessa dómsdagspá?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 22:12

2 identicon

Blessaður Marinó.

Ég les stundum þín skrif hér frá Bergen þó ekki væri nema vegna þess að þú ert gamall félagi úr dómgæslunni.  Það er vægast sagt sorglegt að fylgjast með umræðunni á Íslandi fyrir þessar kosningar og hvernig komið er fyrir löndum mínum.  Í þessu sambandi hefði ég viljað sjá eitt til viðbótar á þínum annars ágæta lista.  Það er nefnilega eitt sem virðist hafa breyst - ég minnist þess a.m.k. ekki að þetta hafi verið svona slæmt þegar ég bjó á Íslandi - og það eru allar lygarnar.

Ég er ekki að tala um að fegra aðeins sinn málstað fyrir kosningar, eins og fyrirtæki sem á ensku gefa út yfirlýsingar um "shortage of liquidity" í staðinn fyrir að segja að kassinn sé tómur.  Ég er að tala um hreinar og klárar lygar.

Besta dæmið er auðvitað Davíð Oddsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.  Þar talar han um söluna (gjöfina?) á bönkunum og fer að kenna Samfylkingunni um hvernig til tókst þegar sá flokkur var sannarlega í stjórnarandstöðu.  Smjörklípa er skemmtilegt orð en þetta er ekki smjörklípa, þetta heitir lygi.  Og landsfundarfólk klappaði.

Fyrir nokkru hreykti Dagur Eggertsson sér af því að Samfylkingin hefði stoppað REI málið.  Þetta sagði hann þrátt fyrir að sannarlega hefðu fulltrúar Samfylkingarinnar samþykkt sameiningu REI og GGE í stjórn Orkuveitunnar og þrátt fyrir að margir Samfylkingarmenn, þ.á.m. Össur Skarphéðinsson, hefðu bæði í orðum og á prenti gagnrýnt harkalega að ekki varð af sameiningunni.  Þetta heitir að ljúga.  Ef Samfylkingin var fyrst samþykk þessu og skipti síðan um skoðun, af hverju bara ekki að segja það?

Ég gæti nefnt mun fleiri dæmi, líka frá öðrum flokkum, og ég er ekki að skrifa þessa langloku til að mæra einhvern einn flokk.  Það sem ég hins vegar heyri frá og les af löndum mínum þessa síðustu mánuði, það er hungur í sannleika.

Kannski hefur þetta alltaf verið svona á Íslandi en ég held ekki.  Ég fylgdist vel með stjórnmálum þegar ég bjó heima og man ekki til þess að svo margir íslenskir stjórnmálamenn væru jafn óforskammaðir og margir þeirra virðast vera í dag.

Ég sá einmitt drepfyndið myndband í dag af iðnaðarráðherranum á borgarafundi þar sem hann fer svo yfir um í lygunum um álversmál að hann minnir helst á George í Seinfeld þáttunum.

Margir góðir handknattleiksmenn hafa verið númer sjö, Marinó.  Ég held að þú ættir að bæta við sjöunda punktinum á listann.

7. Viljið þið gera svo vel að hætta að ljúga.

Örn (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, Magnús, og skil ekki samhengið við færsluna mína.  Gætir þú skýrt það út?

Kannski þú gætir líka svarað spurningunum sem ég setti fram?

Ég er ekki að tjá mig um spá Sigmundar.  Ég er að tjá mig um þær upplýsingar að líklegast verði hærra hlutfall útlána skilið eftir í gömlu bönkunum.  Ég er að lýsa yfir furðu minni um aðgerðarleysi tveggja ríkisstjórna sem eru að keyra hér allt í þrot.  Kannski býr eitthvað að baki þessu aðgerðarleysi.  Málið er að enginn veit það.

Marinó G. Njálsson, 23.4.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Marinó, rétt hjá þér!  Þetta eru helstu verkefnin sem þarf að taka á.  Hér erum við sammála.

Már Wolfgang Mixa, 23.4.2009 kl. 22:27

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta er sorglegt allt saman, raunverðbólga í dag er í kringum 2,5%-3,5% af hverju er ekki hægt að gera undanþágu af þessum vísitölum og lækka vexti, og svo þetta með 20% niðurfellingu, hún kæmi sér vel fyrir alla, vinstri stjórnin skilur bara ekki hvað það er verið að tala um, og svo ætti bara að setja góðan skatt á jöklabréfin, og linna á gjaldeyrishöftunum, svona til að byrja með.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.4.2009 kl. 23:39

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gylfi Magnússon kannast ekki við að slíkar færslur þurfi eða eigi eftir að eiga sér stað.

Þú byggir skrif þín á þessari getgátu sem Sigmundur byggir dómsdagsspá eftir einhverju minnisblaði sem hann hefur einhverra ókunnra hluta vegna komist yfir!

Meðan ekki koma fram haldbetri upplýsingar, innst mér ekki mjög eðlilegt hjá þér að skrifa þessa grein í tengslum við "uppljóstrun" formanns B.

Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2009 kl. 00:00

7 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já, af hverju má aldrei UPPLÝSA þjóðina um SANNLEIKANN?  Bara sú staðreynd að ennþá er verið að "ljúga að okkur & halda leyndum skýrslum" leiðir til skorts á trausti og maður fær í raun bara kuldahroll að hlusta á þessa "atvinnulygara sem eru í stjórnmálum".  Nú á að reyna að "tala upp þjóðarskútuna - alveg eins og reynt var að tala upp svikamyllur bankanna".  Ég frábið mér að vera þátttakandi í slíkum blekkingar leik!  Hélt að nóg væri komið að "sýndarveruleika & lygum", en ég sé að gera á aðra tilraun til að hafa okkur (þjóðina) að bjánum...!  Hingað og ekki lengra, við biðjum um sannleikann, ekki "endarlaust froðusnak..."  Truth will set yOu free..!

Gleðilegt sumar - kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 24.4.2009 kl. 00:00

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, hvaða færslur kannast Gylfi ekki við að þurfi að eiga sér stað?  Hann er ekkert að fjalla um það í grein sinni.  Það er löngu búið að ákveða að þessar færslur eigi sér stað.  Hluti innlendra útlána gömlu bankanna eiga að færast yfir í nýju bankanna með ákveðnum afslætti.  Annars eiga bankarnir engar eignir.  Ég bið þig um að kynna þér betur þessi mál áður en þú heldur svona löguðu fram.

Ég væri svo sem alveg sáttur við að skuldir mínar yrðu eftir í gömlu bönkunum og þær týndust í hítinni.  Ég efast um að það gerðist, fyrir utan að það setti ríkissjóð á hausinn.  Þá fyrst þyrfti ríkissjóður að greiða upp allar innistæðurnar sem tryggðar voru í bak og fyrir með neyðarlögunum. 1.100 milljarðar held ég að það hafi verið hjá svikamyllubönkunum.

Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 00:28

9 identicon

Sæll Marinó,

Ég held að Magnús eigi við að færslan þín er tengd við http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/23/sigmundur_david_spair_odru_hruni/ sem er um Olivers Wymans skýrsluna - E.t.v. er þessi tenging ekki rétt? 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 01:35

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þjóðstjórn merkir bara stjórn án stjórnarandstöðu, og er hörmuleg aðför að lýðræði og helstu kostum þessum skipulags sem við þó höfum.

Gripið er til þjóðstjórna við stríðsaðstæður þegar talið er að ekki séu forsendur fyrir að veita opinberlega neinar þær upplýsingar sem stjórnarandstað krefst í lýðræðisskipulagi og hreinskilnar upplýsandi og gagnrýnar umræður geta ekki farið fram.

Opinber stjórnarandstaða er mikilvægasta stoð lýðræðisskipulagsins sem við búum við. Sé stjórnarandstaða fjarlægð með „þjóðstjórn“er lýðræðisskipulagið í raun aflagt. Kosningar án undangenginnar virkrar stjórnarandstöðu yrðu svo bara einn kaflinn enn í skrípaleiknum sem sviðsettur væri með „þjóðstjórn“.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.4.2009 kl. 04:54

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég sé að það er grein í Morgunblaðinu eftir Jón G. Jónsson, þar sem hann tekur á vissan hátt undir áhyggjur Sigmundar.  Jón líkir ástandinu hér við ástandið í Indónesíu 1997-99 og spáir að samkvæmt því eigi tap bankanna (sem leggst líklegast á ríkissjóð) eftir að verða um 320 milljarðar til viðbótar hið minnsta.

Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 16:37

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég vil leggja áherslu á að grein Jóns ætti að vera skyldulesning fyrir alla sem vilja kynnast yfirvegaðri umræðu um vanda þjóðarinnar.

Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1678172

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband