Leita í fréttum mbl.is

Stefnuleysi stjórnvalda stærsti vandinn

Um þessar mundir eru 8 mánuðir frá því að Seðlabankinn tók þá ákvörðun fyrir hönd ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að taka yfir 75% hlut í Glitni.  Afleiðingar þessarar ákvörðunar hafa verið geigvænlegar og er ekki séð fyrir endann á þeim enn.  Þegar þáverandi formaður bankastjórnar, Davíð Oddsson, tók þessa ákvörðun í lok september á síðasta ári, þá voru hér starfandi fimm bankar (Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn, Sparisjóðabankinn og Straumur) og öflugt sparisjóðakerfi.  Nú 8 mánuðum síðar hafa allir bankarnir fimm verið teknir yfir af ríkinu, þar af verða tveir til þrír líklega settir í þrot, stærsti og öflugasti sparisjóður landsins er ekki lengur til og margir aðrir rétt tóra.  Sem afleiðing af þessu og efnahagsóstjórn í aðdraganda hruns fjármálakerfisins eru fjölmörg heimili og fyrirtæki ýmist komin í þrot eða við það að komast í þrot.  Hvernig skyldi nú standa á þessu öllu?

Þegar stórt er spurt, er oft fátt um svör, en mig langar að gera hér smá tilraun. Í mínum huga er ástæða númer eitt, tvö og þrjú algjör skortur á stefnumótun og markmiðssetningu.  Fyrst virtist vanta skýra stefnu varðandi uppbyggingu fjármálakerfisins.  Svo vantaði stefnu varðandi hvernig á átti að vinna sig út úr vandanum sem kom fyrst í ljós á vormánuðum 2006 og síðan aftur á haustmánuðum 2007.  Þá vantaði skýr úrræði til að kljást við þau vandamál sem komu upp síðari hluta febrúar 2008 og að ég tali nú ekki um í mars það ár.  Margar misgáfulegar ákvarðanir voru teknar í tilraun Seðlabankans til að bjarga Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum, sem síðan felldu Straum, Sparisjóðabankann og SPRON og gerðu Seðlabankann í raun gjaldþrota.  Í september voru mikilvægar ákvarðanir teknar af formanni bankastjórnar Seðlabankans í staðinn fyrir að reynt væri að leysa málin með samvinnu margra aðila.  Datt engum í hug að spyrja sig hvað það þýddi að svipta eigendur hlutabréfa í Glitni 75% af eign sinni?  Datt engum í hug að skoða tengsl eignarhalds í þessum hlutabréfum við ábyrgðir og veð vegna annarra skuldbindinga?

En í lok september var ballið rétt að byrja og skaðinn var ennþá ekki orðinn mikill.  Skaðinn varð í sjálfu sér ekkert svo svakalegur við það að bankarnir féllu út frá starfsemi bankanna.  Tjónið fólst fyrst og fremst í því að eignir manna í hlutabréfum urðu að engu.  Það var bara eins og engum hafi dottið í hug að skoða afleiðingarnar af því.  En jafnvel þá var tjónið ekki orðið alvarlegt.  Það hefði mátt koma í veg fyrir margt af því sem síðar hefur átt sér stað með réttri stefnumótun og markmiðssetningu.  Það var bara ekki gert.  Við erum í dag að súpa seyðið af því slík vinna fór ekki í gang strax á fyrstu dögunum eftir að neyðarlögin voru sett (hún fór raunar í gang en lognaðist út af) og það sem meira er að allar aðgerðir stjórnvalda eru ennþá fálmkennd og stefnulaus.

Afleiðingin af þessu stefnuleysi er að setja þjóðfélagið á hausinn.  Fyrirtækin eru að fara í þrot hvert af öðru, heimilin eru að fara í þrot hvert af öðru, skilanefndir gömlu bankanna toga hver í sína áttina, þar sem þær fengu enga línu frá stjórnvöldum.  Krónan er sígur hægt og rólega til botns enda með allt of stutta akkerisfesti sem dregur hana í dýpið. Við getum beðið eftir því að þetta skrið niður á við hætti af sjálfu sér (sem er íslenska leiðin) eða við getum hafið markvissar aðgerðir til að stöðva það.

Í færslu hér 6. nóvember 2008 gerði ég eftirfarandi tillögu:

Nú þarf strax að grípa til aðgerða og fá færustu sérfræðinga landsins og þá erlendu aðila sem næst í til að mynda nokkur aðgerðaráð.  Ég sé fyrir mér að þessi ráð verði um eftirfarandi málefni:

  1. Fjármálaumhverfi: Verkefnið að fara yfir og endurskoða allt regluumhverfi fjármálamarkaðarins.
  2. Bankahrunið og afleiðingar þess:  Verkefnið að fara yfir aðdraganda bankahrunsins svo hægt sé að læra af reynslunni og draga menn til ábyrgða.
  3. Atvinnumál:  Verkefnið að tryggja eins hátt atvinnustig í landinu og hægt er á komandi mánuðum.
  4. Húsnæðismál:  Verkefnið að finna leiðir til að koma veltu á fasteignamarkaði aftur á stað.
  5. Skuldir heimilanna:  Verkefnið að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu.
  6. Ímynd Íslands:  Verkefnið að endurreisa ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
  7. Félagslegir þættir:  Verkefnið að byggja upp félagslega innviði landsins.
  8. Ríkisfjármál: Verkefnið að móta hugmyndir um hvernig rétta má af stöðu ríkissjóðs.
  9. Peningamál: Verkefnið að fara ofan í peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, endurskoða hana eftir þörfum og hrinda í framkvæmd breyttri stefnu með það að markmiði endurreisa traust umheimsins á Seðlabanka Íslands
  10. Gengismál:  Verkefnið að skoða möguleika í gengismálum og leggja fram tillögur um framtíðartilhögun.
  11. Verðbólga og verðbætur:  Verkefnið að fara yfir fyrirkomulag þessara mála og leggja til umbætur sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika.
  12. Framtíð Íslands - Á hverju ætlum við að lifa: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi nýja atvinnuvegi.
  13. Framtíð Íslands - Hvernig þjóðfélag viljum við:  Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi inniviði þjóðfélagsins.

Þessir hópar þurfa að vera fleiri, en ég læt þessa upptalningu duga.

Hóparnir þurfa að vera ópólitískir.  Fyrir hverjum hópi fari einstaklingar úr atvinnulífinu eða háskólasamfélaginu.  Stærð hópa velti á umfangi vinnu og hversu brýn viðfangsefnin eru.  Stærri hópar þurfa lengri tíma.  Mikilvægt sé að allir geti komið skoðunum sínum að.  Misjafnt er hve hratt hóparnir þurfa að vinna, en ljóst að "neyðarhóparnir" þurfa að vinna hratt og vel.

Nú sé ég fyrir mér að við þurfum fleiri hópa og hlutverk þeirra sé að móta stefnu og skilgreina markmið.  Starfsvið þeirra sé að gera tillögu að aðgerðaáætlun til að vinna okkur út úr þeim vanda sem þjóðin er sífellt að sökkva dýpra og dýpra ofan í.  Að stöðva hrunið sem ennþá er í gangi.  Við höldum að sumarið verði gott vegna fjölda ferðamanna, en ég hef fyrir því heimildir að sum ferðaþjónustufyrirtæki standi frammi fyrir 60% samdrætti í pöntunum.  Vona ég að það gangi ekki eftir.

Ég sagði um daginn, að ég væri tilbúinn að leiða svona vinnu og skila niðurstöðum í formi hvítbókar á innan við 8 vikum.  Stend ég við þá yfirlýsingu mína.  Ég er svo sem viss um að úti í þjóðfélaginu séu til hæfari einstaklingar til verksins, en hver það verður valinn til að stýra svona skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að einhenda sér í verkið.


Ef menn brigðust jafn hratt við málum hér innanlands

Það er forvitnilegt að sjá, að viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar vegna kjarnorkutilraunar Norður Kóreumanna voru komin í morgunfréttum útvarpsstöðvanna.  Á sama tíma er ekki hægt að sýna nein viðbrögð vegna hins sífellt versnandi ástands hér innanlands.  Er það kannski bara þannig að menn hafa engin úrræði við erfiðleikum heimilanna og atvinnulífsins og þurfa því að fella pólitískarkeilur á kostnað fjarlægra þjóða?  Ég held að Össur ætti frekar að huga að íslenskum börnum sem þurfa fjárstuðning ókunnugra til að geta fengið mat í skólanum sínum, en að velta fyrir sér í hvað Norður Kórea notar peningana sína.

Sjálfum finnast mér þessar tilraunir N-Kóreu vera meiður af sömu typpasýningu og aðrir einræðisherrar og ráðmenn austanhafs og vestan hafa viðhaft undanfarna áratugi í þeirri von um að einhver taki mark á þeim.  Þ.e. flótti frá því að takast á við raunveruleg vandamál þegnanna.


mbl.is Ættu frekar að fæða fólk sem lifir við hungurmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða bankakerfisins 30. september 2008 segir annað

„Vandinn er sá að bankarnir eru með of mikið af eignum í erlendri mynt sem bera lága vexti en of mikið af skuldbindingum í krónum sem bera háa vexti. Það er afar óþægileg staða að vera í og veldur taprekstri þeirra,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Ég veit ekki frekar en aðrir landsmenn hvernig efnahagsreikningur nýju bankanna lítur út núna, en ef eitthvað er að marka stöðuna við hrun bankanna í byrjun október, þá þarf mikið að hafa breyst til þess að orð viðskiptaráðherra standist.  Skoðum tölur sem er að finna á vef Seðlabanka Íslands.

 

Reikningar lánakerfisins

Ma.kr.

Staða í lok tímabils

 

Sept. 

Eignir:

2008

Innlend útlán og verðbréfaeign, alls:

 

    Bankakerfi

5.187,6

    Ýmis lánafyrirtæki

1.083,3

        þ.a. bindiskyld lánafyrirtæki

472,6

    Lífeyrissjóðir

1.254,4

    Tryggingarfélög

56,0

    Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir

600,8

    Útlönd

9.579,6

   Lánasjóðir ríkisins

702,5

Milli samtala

18.464,2

Frá dragast innbyrðis viðskipti lánafyrirtækja

-10.759,1

Innlend útlán og verðbréfaeign, alls

7.705,1

Skuldir:

 

Innlendar skuldir

6.049,5

    Innlán og seðlar

1.154,9

    Skuldabréf og víxlar

1.221,3

    Tryggingarsjóður

69,6

    Lífeyrissjóðir

1.753,9

    Eigið fé lánastofnana

1.351,6

    Annað nettó

498,3

Erlendar skuldir, nettó

1.655,6

  Erlendar lántökur

9.579,6

  Stuttar kröfur á útlönd

-2.248,2

  Erlend verðbréfaeign

-2.221,6

  Útlán til erlendra aðila

-3.454,1

  

Útlánaflokkun

 

Ríkissjóður og ríkisstofnanir

148,4

Bæjar- og sveitarfélög

149,6

Atvinnuvegir

5.516,7

Heimili

1.890,4

Samtals útlán

7.705,1

Samkvæmt þessum tölum eru innlán á innlánsreikningum og seðlar kr. 1.1.54 milljarðar.  Þessi innlán skiptast sem hér segir:

Innlán, alls

 
 

Staða í ma.kr.

Veltiinnlán í íslenskum kr.

355,1

Peningamarkaðsreikningar

203,9

Óbundið sparifé

153,5

Verðtryggð innlán

166,3

Innlán v/viðbótarlífeyrissparnaðar

50,5

Annað bundið sparifé

234,0

Innlán samtals

1.163,3

(Ég veit ekki hvernig stendur á þessum 9 milljörðum sem munar á þessum tölum Seðlabankans.)

Þá eru það útlánin:

Innlendir aðilar, alls

 

September 2008

Ma.kr.

Verðtryggð skuldabréf

971,4

Óverðtryggð skuldabréf

629,6

Gengisbundin skuldabréf

2.851,9

Víxlar

11,5

Yfirdráttarlán

251,5

Gengisbundin yfirdráttarlán

110,7

Innleystar ábyrgðir

0,8

Eignarleigusamningar

57,8

Útlán samtals

4.780,2

 

Berum þetta núna saman:

  • Verðtryggð innlán eru 166,3 milljarðar, en útlánin 971,4 milljarðar
  • Veltiinnlán eru 355,1 milljarðar, en yfirdráttarlán 251,5 milljarðar.  Þó svo að veltiinnlánin séu hærri en yfirdráttarlánin, þá eru vextir af yfirdráttarlánunum mun hærri.
  • Óverðtryggð innlán eru rúmlega 387 milljarðar, en óverðtryggð útlán (í skuldabréfum) 629,5 milljarðar

Ég verð að viðurkenna, að ég fæ þetta ekki til að ganga upp eins og viðskiptaráðherra er að skýra út.  Líklegasta ástæðan er sú að ég hef ekki réttar tölur, en ég hef jú bara þær tölur sem Seðlabankinn hefur birt.

Ég sé annað vandamál í þessum tölum, en það er gjaldeyrisjöfnuður innlenda hluta fjármálakerfisins.  Gengisbundin útlán nema um 2.960 milljörðum meðan gengisbundin innlán eru ekki nema í kringum 110 milljarðar.  Samkvæmt reglum Seðlabankans má þessi munur eingöngu vera 10%, en er um 96%.  Að öllum líkindum þýðir þetta að skilja verður eftir í gömlu bönkunum stóran hluta gengisbundinna útlána.  Einnig væri hægt að breyta þessum lánum yfir í íslenskar krónu, en það verður varla gert á því gengi sem var 30. september 2008.


mbl.is Ríkisbankarnir reknir með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstöðufundur og samstöðutónleikar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa blásið til samstöðufundar, eins og kemur fram í frétt mbl.is. Það sem ekki kemur fram í fréttinni, er að Bubbi og EGÓ taka við þegar ræðuhöldum lýkur. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á fundinn og til að njóta...

Hringferð um Ísland

Ég var að koma úr 6 daga hringferð um landið. Ferðin var hluti af námi mínu við Leiðsöguskólann. Ég held ég geti alveg fullyrt að þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem ætla að ferðast innanlands í sumar, bíður svo margt spennandi að sjá. Fróðlegar sýningar og...

Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fjármálafyrirtækja og slæmrar efnahagstjórnunar

Ég bið stjórnvöld og fjármálastofnanir vinsamlegast um að hugleiða eftirfarandi orð vandlega og grípa til aðgerða í samræmi við innihald þeirra: Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fjármálafyrirtækja og slæmrar efnahagsstjórnunar. Þessi orð komu...

Ekkert fyrir heimilin - Þeim á að blæða út

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekkert sem gefur til kynna að taka eigi á einn eða neinn hátt á vanda heimilanna. Þar er stutt innihaldslaus klausa sem hefði alveg eins get hljómað bla, bla, bla. En klausan er sem hér segir: Skuldastaða...

Hvað felst í aðgerðum/ greiðsluvandaúrræðum? - 29 atriði skoðuð

(Varúð, þetta er löng grein. Í henni er m.a. farið yfir þau úrræði sem tvær ríkisstjórnir hafa gripið til vegna erfiðrar stöðu heimilanna. Neðst í henni er hugsanlegt skúbb.) Haft er eftir Hrannari B. Arnarsyni í Morgunblaðinu: Greiðslubyrði lána fólks...

Stefán Ólafsson fer með fleipur

Ég get ekki á mér setið og verð að svara orðum Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði, sem koma fram í helgarblaði DV. Í frétt DV, sem birt er á Pressunni segir: Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, segir niðurfærslu skulda dæmigerða...

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna var ekki á staðnum

Vegna orða Jóhönnu Sigurðardóttur í frétt Mbl.is, þá vilja Hagsmunasamtök heimilanna taka fram að enginn talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna eða aðili með umboð samtakanna var á fundi fulltrúa Nýrra tíma með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J....

Yfirgengileg harka í innheimtu - Búið að finna leið framhjá banni við vanskilagjaldi

Ég get ekki orða bundist. Inn um lúguna rann innheimtubréf frá símafyrirtæki í eigu landsmanna í gegnum ríkið sem á það í gegnum ónefndan. Efni innheimtubréfsins eru vanskil á símreikningi sem var á eindag 2. maí. Eins og alþjóð veit, þá eru laun almennt...

Peningamál Seðlabankans - Eru stjórnvöld að hlusta?

Ég var að kíkja í ritið Peningamál sem Seðlabankinn gefur út ársfjórðungslega. Þar er eins og venjulega margt forvitnilegt að sjá. Þó ég ætli að mestu að fjalla um raunlækkun fasteignaverðs, þá get ekki setið á mér að benda á nokkra gullmola í ritinu....

Lög nr. 38/2001 gætu bjargað gjaldeyrismisvægi bankanna

Gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikningi nýju bankanna gæti sett allt á annan endann hefur Morgunblaðið eftir Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra. Í frétt blaðsins segir: Erlend útlán bankanna, þ.e. eignir þeirra, eru á kjörum sem miðast við millibankavexti...

Hvers vegna greiðsluverkfall?

(Það skal tekið fram í upphafi, að ég er á engan hátt með þessari færslu að hvetja fólki til að fara í greiðsluverkfall.) Verkfall í hvaða mynd sem er, er vopn til að ná fram rétti. Fyrir launafólk er fá rétt greitt fyrir vinnuframlag sitt. Í þessu...

Hvað hafa stjórnvöld gert fyrir heimilin?

Það er gleðilegt að sjá að þingflokkur Borgarahreyfingarinnar lýsir yfir stuðningi við meginkröfur Hagsmunasamtaka heimilanna. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, þar sem báðir hópar, þ.e. samtökin og Borgarahreyfingin, spretta upp úr hópi almennings sem...

Bjóða atvinnulausum að frysta lánin

Ég var að hlusta á ákaflega einkennilegt viðtal við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, félagsmálaráðherra, sem tekið var við hana á Bylgjunni í morgun. Ég verð að viðurkenna að stundum varð ég alveg gáttaður á blessaðri konunni. Hún reyndi hvað eftir annað...

Jóhanna og Steingrímur lesið þessa frétt

Þetta er því miður veruleikinn. Sífellt stærri hópur fólks á ekki annarra kosta völ en að velja á milli þess að eiga fyrir nauðþurftum eða greiða af lánum. Velkomin í þann veruleika sem skapaði undirmálslánin í Bandaríkjunum. Munurinn er sá að hér voru...

Áður glitti í löngutöng, en nú sést hún skýrt og greinilega

Um miðjan janúar hélt Gylfi Magnússon, lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands ræðu á Austurvelli. Þá mælti hann eftirfarandi orð: Sú hugmyndafræði sem kom okkur í núverandi stöðu er andlega gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að víkja strax af...

Hvar standa samtök launafólks í baráttu heimilanna og atvinnulífsins? Áskorun til verkalýðshreyfingarinnar

Í næstu viku eru sjö mánuðir frá því að ríkið tók yfir Landsbankann, Glitni og Kaupþing. Á þessum tíma hefur grátlega lítið gerst hvort heldur til bjargar heimilunum eða atvinnulífinu. Fátt snertir launafólk meira en þetta tvennt. Ég hef oft velt því...

Verðbólgan eykst vegna lækkunar krónunnar

Fyrirsögnin er kannski í mótsögn við veruleikann, í síðasta mánuði var verðhjöðnun upp á 0,56%, en núna er verðbólga upp á 0,45%. Ég var sjálfur búinn að reikna með þessu, þ.e. að það yrði verðbólga en ekki hjöðnun, þar sem krónan virðist hafa tekið upp...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682122

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband