Leita í fréttum mbl.is

Helgi Hjörvar bullar í sjónvarpi

Ég get ekki orða bundist.  Helgi Hjörvar hélt því fram að Samfylkingin væri hlynnt niðurfærslu skulda og almennum aðgerðum vegna heimila landsins.  Hann ætti að kynna sér stefnumál flokksins.  Samfylking er eingöngu hlynnt sértækum aðgerðum, þar sem hver og einn aðili er skoðaður sérstaklega.  Samfylkingin er á móti almennum aðgerðum.  Ég er eiginlega furðulostinn yfir því að stjórnendur umræðunnar hafi ekki tekið eftir þessu bulli í þingmanninum.

Annað sem hann sagði, sem er beinlínis rangt.  Hann sagði að vaxtabætur hafi verið hækkaðar um milljarða króna til verulegra hagsbóta fyrir skuldsettustu heimilin.  Þetta er líka tóm tjara, svo ég taki ekki dýpra í árinni.  Í fyrst lagi hafa vaxtabætur ekkert með skuldsetningu að gera.  Þær ráðast af vaxtagjöldum, tekjum og eignum.  En þess fyrir utan, þá hafa breytingarnar á vaxtabótunum mun meiri áhrif hjá heimilum með tekjur á bilinu 8 - 12 milljónir, en hjá þeim sem hafa lægri tekjur.  Munar þar allt að tugum þúsunda.  Í öðru lagi, þá nemur hækkun vaxtabóta heilum tveimur milljörðum sem er fengin með staðgreiðsluskatti af innleystum séreignarsparnaði.  Ætli það hefði bara ekki verið nær að sleppa því að skattleggja séreignarsparnaðinn, því þá hefðu fleiri nýtt að taka hann út.

Líklegast sýnir þetta veika málefnastöðu Samfylkingarinnar, að þingmenn hennar þora ekki að greina rétt frá málum.  Sorgleg staðreynd.


Blekkingadeildir - nei - greiningadeildir bankanna

Yfirlýsing Hagsmunasamtaka heimilanna er send út í tilefni einhliða samkomulags lánveitenda um það hvaða kjör eigi að bjóða lántakendum.  Einhvers staðar í heiminum væri talað um samkeppnishamlandi samráð, en hér á landi er látið svo líta út að verið sé að gera lántakendum mikinn greiða. Í yfirlýsingu samtakanna, sem ég sá um að gera tilbúna til birtingar, er bent á að þó sumt af hugmyndum lánveitenda séu góðra gjalda vert, þá er tímasetningin röng.  Íbúðalánasjóður bauð alls konar leiðir fyrir lántakendur síðast liðið sumar.  Hefðu aðrir lánveitendur húsnæðislána boðið þá upp á sömu úrlausnir, þá væru mörg heimili í mun betri stöðu í dag en þau eru.  Þjóðfélagið væri í betri stöðu.

Ég skil ekki af hverju það hefur tekið rúmlega 6 mánuði að koma fram með þessar tillögur og ég skil ekki af hverju lántakendum var ekki boðið til þeirra viðræðna.  Ég veit að talsmaður neytenda sendi inn hugmyndir til félagsmálaráðherra fyrri hluta október mánaðar!  Ef þetta er dæmi um skilvirkni stjórnsýslunnar, þá skil ég vel að þjóðin sé í þessum vanda.  Stofnuð hafa verið samtök sem bera hagsmuni heimilanna fyrir brjósti.  Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon nefndu það á sínum fyrsta blaðamannafundi að haft yrði samráð við samtökin.  Við fengum vissulega fulltrúa inn í eina undirnefnda Velferðarvaktarinnar, en það hefur greinilega gleymst að láta Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra, fá niðurstöður þeirrar vinnu.  Eða er drottnunarvald fjármálafyrirtækjanna ennþá það mikið, að þau eru einráð í því sem gert er.

Mig langar að benda á eftirfarandi texta úr yfirlýsingunni:

Minna má á að ráðgjöf banka í húsnæðismálum síðustu árin snerist í miklu mæli um að vísa lántakendum í áhættusamar lánveitingar í formi gengistryggðra lána á þeirri forsendu að gengið væri stöðugt.  Jafnvel var vísað í hagspár greiningadeilda þessara sömu banka sem ekki bara höfðu birt kolrangar spár, heldur einnig spár sem gátu ekki staðist í ljósi vitneskju sem síðar hefur komið fram.  Ekki er hægt að túlka þessar spár í dag á annan hátt en afbökun á staðreyndum eða blekkingar.  Sem afleiðing af því stóðust verðbólguforsendur við lántöku ekki.  Þetta var allt vegna þess að bankarnir, eigendur þeirra og stjórnendur höfðu, viljandi eða þvingaðir, tekið stöðu gegn krónunni og stuðluðu með því að hækkun höfuðstóls lána, bæði gengis- og verðtryggðra.

Ég er einn af þeim sem tók meðvitaða áhættu um að taka gengistryggt lán.  Inn í mitt áhættumat tók ég þær spár sem greiningadeildir bankanna höfðu komið með um verðbólguþróun og gengisþróun.  Ég reiknaði það út (og held raunar að það eigi ennþá eftir að standast) að öll hækkun á gengi gjaldmiðla eigi á einum eða öðrum tímapunkti eftir að vera étin upp af verðbólgu.  Samanburður minn snerist því um það að vextir á gengistryggðu láni væru lægri en verðtryggðir vextir og að verðbætur sem leggjast á höfuðstól verðtryggðra lána hyrfu ekki meðan höfuðstóll gengistryggðra lána sveiflaðist með gengi.  Ég gekk út frá því (með tilvísun í spár greiningadeildanna) að gengisvísitalan, sem á þeim tíma var um 122, væri ofmetin og gengisvísitalan í kringum 128 væri nær lagi.  Ég taldi mig geta þolað að gengisvísitalan gæti farið í 135, en þá væri samt farið að reyna á.

Það sem ég vissi ekki var að greiningadeildirnar voru að birta falskar spár.  Þær höfðu (eða áttu að hafa) á þessum tíma (þ.e. frá haustinu 2006 fram á sumar 2007) upplýsingar sem bentu til þess að mikil hætta væri á að gengi krónunnar gæti lækkað verulega.  Það sem meira var að síðla árs 2007 og á fyrstu mánuðum 2008, þá héldu greiningadeildirnar áfram að birta spár sem gátu ekki verið annað en gegn betri vitund. Jafnvel eftir fall krónunnar í mars í fyrra héldu greiningadeildirnar áfram að spá tiltölulega sterku gengi.  Mér dettur ekki í hug, að greiningadeildirnar hafi ekki haft nægilega klára einstaklinga hjá sér til að geta lesið í þá þróun sem átti sér stað.  Eina niðurstaða mín er, að spár voru vísvitandi rangfærðar til að fegra myndina.  Hafi það ekki verið gert, þá erum við að tala um algjöra vanhæfni hjá starfsmönnum deildanna.  Nú spyr ég bara hvort var í gangi:  Algjör vanhæfni eða gefnar voru út falsaðar spár?  Einn möguleiki er til staðar í viðbót og það er afneitun manna hafi verið svo sterk.  Þetta gæti bara ekki verið að gerast.  Nú afneitun er eitt form af vanhæfni, þannig að það fer saman.

Það er sama hvernig ég lít á þetta, greiningadeildir bankanna bökkuðu uppi þær blekkingar sem voru í gangi.  Þær voru ekki óháðar og þeim var ekki treystandi.  Þær voru blekkingadeildir, ekki greiningadeildir.


mbl.is Málsókn til varnar heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ sé gjöf til gjalda

Ég get ekki annað en velt því fyrir mér í tengslum við himinháa styrki fjármála- og fjárfestingafyrirtækja til stjórnmálaflokkanna hvað menn hafi fengið fyrir styrkina.  Er ekki líklegt að fyrirtækin hafi notið einhverrar velvildar hjá forystusveitum flokkanna þriggja sem hæstu styrkina fengu?  Tæpar 100 milljónir fóru beint eða óbeint frá bönkunum þremur árið 2006 til Framsóknarflokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.  Hvað höfðu þessir flokkar fengið áður?  Hvernig var styrkjum frá bönkunum háttað fram að þessu?  Höfðu þessir styrkir áhrif á regluverk fjármálageirans?  Drógu þessir styrkir úr aðhaldi ríkisvaldsins gagnvart þessum fyrirtækjum?

Þetta þarf að rannsaka.  Réttast væri að ríkissaksóknari tæki það upp hjá sjálfum sér að rannsaka málið, sérstakur saksóknari þarf að skoða það og síðan segir á eyjan.is að rannsóknarnefnd um bankahrunið ætli að skoða málið.  Mér finnst það vera grafalvarlegur hlutur, þegar aðilar sem hafa jafn mikilla hagsmuna að gæta og hér um ræðir eru að ausa milljóna tugum á milljóna tugi ofan í kosningasjóði þeirra sem almenningur er að velja sem fulltrúa sína á Alþingi.

Við landsmenn, kjósendur og skattgreiðendur eigum rétt á að vita hvort niðurstaðan í þessu tilfelli hafi verið að þessum aðilum hafi verið hyglað. Og við eigum líka rétt á að vita hversu lengi þetta hafði gengið á og hvaða upphæðir höfðu áður verið greiddar. Viðskiptaráð og Samtök fjármálafyrirtækja hafa stært sig af því að Alþingi hafi farið eftir ótrúlegu háu hlutfalli ábendinga þeirra við breytingar á frumvarpstextum. Breytingar sem við erum í dag jafnvel að súpa seyðið af. Eru það launin fyrir styrkina? Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ráð nema í tíma sé tekið

Það verður að segjast eins og er, að uppbyggingar- og endurreisnarvinnan gengur allt of hægt. Sumt sem hefði virkar ofboðslega gott í október er orðið að klóri í bakkann núna í apríl. Ég skil ekki af hverju viðbrögð stjórnvalda eru svona ómarkviss og...

Breyting á vaxtabótum - Allt að 500% hækkun hjá tekjuháum, en 30% hjá tekjulágum!!!

Ég get ekki annað en dáðst af þingmönnum. Nú er komið nefndarálit vegna frumvarps um breytingar á vaxtabótum. Ég fór á fund efnahags- og skattanefndar vegna málsins fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna og hlustaði þar meðal annars á fulltrúa...

Algjörlega fyrirséð

Séu einhverjir hér á landi, sem sáu ekki fyrir mikinn samdrátt í einkaneyslu, þá held ég að það sé rétt að vekja þá. Hávaxtastefna Seðlabankans, hrun krónunnar og mikil verðbólga hafa gert það að verkum að sífellt stærri hluti ráðstöfunartekna heimilanna...

Óverðtryggt en samt betur tryggt en verðtryggt!

Ég fagna því að Landsbankinn ætli að bjóða óverðtryggð húsnæðislán, en vil samt vara við því að lánin eru samt á vissan hátt verðtryggð eða a.m.k. vel tryggð. Stýrivaxtatenging lánanna gerir það nefnilega að verkum, að á þeim eru nær undantekningarlaust...

John Perkins: Efnahagsböðlar

Ég var að hlusta á John Perkins í Silfrinu hjá Agli. Hann talaði um efnahagsböðla sem fara til landa sem búa yfir miklum auðlindum. Þar selja þeir ráðamönnum þá hugmynd að fara út í miklar framkvæmdir við t.d. virkjanir eða vegakerfi. Málið er að íbúar...

Niðurfærsla lána er nauðsynleg

Það er búin að vera mikil umræða á blogginu og í fjölmiðlum um hvort eigi að færa niður höfuðstól lána. Þeir sem eru á móti því telja óforsvaranlegt að færa niður skuldir stóreignamanna eða stórfyrirtækja. Ég spyr bara: Er umræðan virkilega ekki...

Námskeið: Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu

Dagana 20. og 21. apríl verður haldið á vegum Betri ákvörðunar ráðgjafaþjónustu námskeið um Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu . Námskeiðið hefst kl. 9.00 báða dagana og stendur til um kl. 17.00. MARKMIÐ námskeiðsins er að kynna aðferðafræði við...

Bankaleynd úr sögunni!

Var að hlusta á ræðu herra Brúns. Hann lofar nýju alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, endalok skattaskjóla sem veita ekki upplýsingar þegar um þær er beðið og að bankaleynd, eins og við þekkjum hana í dag, sé úr sögunni. Hér er miklu lofað og spurningin...

Er hægt að afturkalla hreppaflutninga?

Ég er í hópi fjölmargra viðskiptavina SPRON, sem var fluttur hreppaflutningum fyrir réttri viku. Tekin var ákvörðun að mér forspurðum að rjúfa um 45 ára viðskiptasamband mitt við SPRON og flytja yfir í banka sem ég hef hingað til ekki verið í viðskiptum...

Hverjir eru þekktir á Google?

Af því tilefni að fyrrverandi Seðlabankastjóri óskapaðist í gjörningi sínum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær yfir því hve þekktir menn eru á Google, þá gerði ég smá könnun. Ég valdi nokkra "þjóðþekkta" einstaklinga og athugaði hversu vel kynntir...

Skoðanakönnun eða kosningaspá?

Mér finnst vera mjög áberandi í flóði "skoðanakannana" að þær eru ekki að lýsa skoðunum fólks, heldur er verið að birta kosningaspár. Það er haf og himinn á milli þessa. Í niðurstöðum könnunar Gallups, sem birt var í gær, þá kemur í ljós að það er enginn...

Kunnuglegur útúrsnúningur um LSR í fréttum Stöðvar 2

Stöð 2 bar saman epli og appelsínu í fréttatíma sínum í kvöld. Þar voru þeir að skoða stöðu LSR og kölluðu í viðtal helsta afbakara stöðu LSR í gegnum tíðina, þ.e. Pétur Blöndal, alþingismann. Minnst var á í fréttinni að LSR vantaði mikið til að standa...

Falsanir í niðurstöðum skoðanakannana

Ég hef í dag átt í skoðanaskiptum við bloggarann Svanborgu um skoðanakannanir. Þekki ég svo sem engin frekari deili á bloggaranum, en hitt er að ég furða mig á ýmsum ummælum hans (bloggarans). Ég er þeirrar skoðunar að aðferðafræði sumra fyrirtækja, sem...

Lífeyrissjóðir eiga "þolinmótt fé"

Árið 2008 var afleitt í ávöxtun lífeyrissjóðanna. Heimsendahamfarir gengu yfir íslenska fjármálakerfið og ástandið utan landsteinanna var lítið skárra. Tap lífeyrissjóðanna var gríðarlegt, en það sem verra var, að það fór samfara mikilli verðbólgu. Þetta...

Lögbundinn sparnaður tapast - valfrjáls ekki

Mikið er ég ánægður að sjá gagnrýni Kára Arnórs Kárasonar í þessari frétt Morgunblaðsins. Ég hef verið eins og biluð plata að benda á þá mismunun sparnaðarforma sem fólst í setningu neyðarlaganna. Með þeim var sá valfrjálsa sparnaðarins, sem fór inn á...

Tvö námskeið um stjórnun upplýsingaöryggis, áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu

Mig langar að vekja aftur athygli á tveimur námskeiðum sem haldin verða í apríl. Fyrra námskeiðið er haldið 2. apríl á vegum Staðlaráðs Íslands og er um Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 og 27002 - Lykilatriði og notku . MARKMIÐ...

Lækkun visitölu á milli mánaða - efni í stýrivaxtalækkun!

Þetta verður að teljast stórfrétt. Veruleg lækknun visistölu neysluverðs (VNV) á milli mánaða . Ég var búinn að gera ráð fyrir 0,25-0,4% hækkun vísitölu milli mánaða, sem er nokkuð nærri lagi að vera hækkun vísitölu án húsnæðis. Miðað við 0,25% hækkun...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1682123

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband