Leita í fréttum mbl.is

En kaupmáttur dróst saman um 0,3%

Þetta eru áhugaverðar upplýsingar sem hér birtast frá Hagstofunni.  Vegna þess að vaxtatekjur fyrir 2007 voru vanáætlaðar um 19 milljarða, þá hækkuðu ráðstöfunartekjur áríð 2008 um 14,9% frá fyrra ári.  Það eru nokkur atriði sem ég skil ekki:

  1. Hver var hækkun ráðstöfunartekna áður en þessir 19 milljarðar bættust við?
  2. Telst þessi aukning öll til breytinga á ráðstöfunartekjum 2008 eða er það bara hluti og þá hve stór?
  3. Hvernig dreifðust vaxtatekjurnar á árið 2007?
  4. Eru þetta hreinar vaxtatekjur eða eru inni í þessu aðrar fjármagnstekjur, svo sem verðbætur?
  5. Voru allar þessar vaxtatekjur lausar til ráðstöfunar um leið eða var einhver hluti þeirra bundinn umfram þann tíma sem hér er nefndur?

Ég gæti vafalaust haldið áfram og velt mér upp úr fleiri atriðum sem skýringar vantar á.

Mér finnst samt eftirfarandi málsgrein segja allt:

Ráðstöfunartekjur heimila eru taldar, samkvæmt endurskoðuðu mati vaxtatekna, hafa aukist um 14,9% á árinu 2008 frá fyrra ári í krónum talið. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 12,1% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann dróst saman um 0,3%. Heildartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist um 12,6% á verðlagi hvors árs og heildareigna- og tilfærsluútgjöld um 9%.

Stóra málið er hvort það hafi orðið kaupmáttaraukning eða minnkun.  

Annars er það með þetta, eins og svo margt sem kemur frá Hagstofunni um þessar mundir, fréttin er með öllu óskiljanleg.  Það er ekki einu sinni fyrir innvígða og innmúraða að skilja samanburðinn, í hverju breytingin fólst og hvaða áhrif breytingin hafði.  Það sem mér finnst mestu skipta, er að það er ekki nokkur leið, með tilvísuðum upplýsingum, að sannreyna þessar tölu Hagstofunnar.

Ég tek það fram, að ég er ekki að efast um tölur Hagstofunnar.  Það er framsetning tilkynningarinnar sem er ruglingsleg.  (Tekið fram að ég er búinn að skoða talnaupplýsingar á vef Hagstofunnar.)


mbl.is Ráðstöfunartekjur jukust um 14,9% milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Á árinu 2008 hækkaði vísitala neysluverðs um rúmlega 18%. Vextir undir því stigi er því eignarrýrnun og ekki raunverulegar tekjur. Tekjuhækkun undir því stigi er á sama hátt rauntekjulækkun.

Héðinn Björnsson, 3.11.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Héðinn, þetta eru vextir fyrir 2007 sem eru að angra Hagstofuna.

Marinó G. Njálsson, 3.11.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1678215

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband