Leita í fréttum mbl.is

Minnisblaðið kom frá SA, en átti Gylfi hugmyndina?

Ég held að Gylfi Arnbjörnsson ætti að ómaka sig við að lesa færsluna hans Ragnars Þórs Ingólfssonar.  Þar segir nefnilega um minnisblaðið:

Er það rétt að ASÍ hafi átt frumkvæðið að frestun launahækkana? Hér má sjá minnisblað sem staðfestir að upprunalega hugmyndin kom frá forystu ASÍ.

"Í janúar sl. fóru SA fram á það við ASÍ að fyrirtækin fengju möguleika á sveigjanleika við að efna samningana, þannig að endursamið yrði um tímasetningu hækkana og áfangaskiptingar. Miðað var við að samningarnir yrðu þó komnir að fullu til framkvæmda í lok samningstímans. Settu SA fram hugmyndir í þessum efnum. Þessu svaraði ASÍ með því að setja fram þá hugmynd að öllum launabreytingum 1. mars yrði frestað til 1. júlí og að í júnímánuði yrðu teknar ákvarðanir um framhaldið. Viðræður aðila hafa byggst á þessari hugmynd."

Ragnar spyr hvort það sé rétt að ASÍ hafi átt frumkvæðið að frestun launahækkana.  Það er megin punkturinn hér.  Minnisblaðið er frá SA komið, enda sent til félagsmanna þeirra.

Það er léleg vörn og ekki vænleg til árangurs að slá ryk í augu almennings.  Staðreyndin er sú, að ASÍ er ekki að vinna af nægum krafti fyrir launafólk í landinu.  Það þurfti leikþátt af hálfu Hagsmunasamtaka heimilanna á 1. maí til að vekja nátttröllið varðandi vanda heimilanna og nú kemur í ljós, að það er skoðun Samtaka atvinnulífsins, að ASÍ hafi haft frumkvæði að frestun kauphækkana.

Heimili landsmanna brenna og ASÍ lætur sér fátt um finnast.  Hvers vegna er mér gjörsamlega óskiljanlegt.  Leiðrétting á höfuðstóli húsnæðislána yrði meiri kjarabót fyrir stóran hluta launafólks í landinu, en kjarasamningar undanfarinna ára.  Af hverju styður ASÍ ekki baráttu almennings fyrir því að stökkbreyting höfuðstóls lána sé dregin til baka?  Af hverju berst ASÍ ekki fyrir jöfnun ábyrgðar lántaka og lánveitenda?  Af hverju berst ASÍ ekki fyrir því að veðandlag dugi fyrir veði?  Hvað er orðið af félagslegri hugsjón ASÍ?  Hvernig stendur á því, að ASÍ er orðið hallara undir sjónarmið fjármagnseigenda en almennings?


mbl.is Segir fullyrðingar Ragnars rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Svarið er "Lífeyrissjóðir"!!!

Haraldur Rafn Ingvason, 10.11.2009 kl. 12:19

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Hagsmunir launafólks eru ekki í forgangi hjá ASÍ.

Birgir Viðar Halldórsson, 10.11.2009 kl. 15:04

3 identicon

Nákvæmlega Marinó!

Þessi samtök eru orðin að algjöru meini og í raun vinna þau gegn okkar hagsmunum. Þegar Gylfi notaði röksemdarfærsluna með fermingapeninga dóttur sinnar varðandi verðtrygginguna varð mér ljóst að hann var ekki að tala okkar máli, ekki í þessari stöðu og ástandi sem við erum í og í raun afhjúpaði hann algjört skilningsleysi sitt og/eða vilja til að berjast fyrir hagsmunum almennings.
VJ

VJ (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 15:17

4 identicon

http://fma.is/news/gylfi_arnbjornsson_nyr_forseti_asi/

Fréttir

Gylfi Arnbjörnsson nýr forseti ASÍ

24. október 2008
Niðurstaða í kosningum til forseta Alþýðusambands Íslands liggur fyrir. Gylfi Arnbjörnsson hlaut 166 atkvæði eða 59% atkvæða og er því réttkjörinn forseti ASÍ til næstu tveggja ára. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir hlaut 114 atkvæði eða 41%. 283 greiddu atkvæði þar af skiluðu 6 auðu. Nýr forseti Alþýðusambands Íslands var hylltur af ársfundarfulltrúum þegar niðurstaðan var kynnt á tólfta tímanum. Gylfi tekur við forsetaembættinu af Grétari Þorsteinssyni sem lætur nú af því starfi eftir 12 ára farsæla setu á forsetastóli.

Frétt af vef ASÍ 
 
Hvað sagðist Gylfi vera með mörg þúsund manns á bakvið sig í fréttum um daginn.
 
Samkvæmt þessu er hann bara með 166 en túlkar það að allur verkalýðurinn sé á bakvið sig.
 
Sumir telja sig guð með stærri söfnuð en 166.

Benedikt (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 20:44

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Miða við viðbrögð Gylfa og formanns VR er ljóst að Ragnar Þór hefur komið við einhverja hviku. Það er líka ljóst að verkalýðsforystan hefur gersamlega brugðist það var ljóst strax upp úr hruni. Það heyrðist ekki múkk frá þeim fyrr en þeir byrjuðu að hvæsa yfir því að ekki væri búið að galopna lífeyrissjóðina fyrir atvinnufyrirtækjunum sem hafa fitnað á undanförnum árum af virkjana- og vegaframkvæmdum. Þessi fyrirtæki vantar verkefni og miðað við baráttumál SAASÍ þá eru það eigendur þessara fyrirtækja sem hvortveggi eru að vinna fyrir!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.11.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband