Leita í fréttum mbl.is

Hvað þýðir "debt relief to viable borrowers"?

Í kvöldfréttum Sjónvarps var stutt viðtal við Mark Flanagan hjá AGS.  Þar fagnar hann ýmsum áföngum sem hafa náðst.  M.a. fagnar hann því að náðst hafi samkomulag við kröfuhafa bankanna.  Svo segir hann:

And finally in the debt restructuring area I just want to highlight that now we have managed to mark down loans to appropriate level in the banks' books, this has to be translated into appropriate debt relief to viable borrowers.

Þetta var þýtt sem hér segir:

Hvað skuldbreytingar varðar vil ég leggja áherslu á að nú þegar tekist hefur að lækka lánsfjárhæðir niður í hæfilegt hlutfall í bókhaldi bankanna verður það að skila sér til lánþega sem lækkun skulda eða greiðslubyrði.

Ég vek sérstaka athygli á feitletruðu orðunum.  Þarna tapast heilmikið í þýðingunni.  Mark segir ekki "skila sér til lánþega sem lækkun skulda eða greiðslubyrði".  Hann segir:

..skila sér til lífvænlegra lántakenda með lækkun skulda.

Þessi orð eru sem töluð úr mínum munni.  Hann er ekki að mæla með leið ríkisstjórnarinnar og bankanna að afskrifa eingöngu lán sem eru töpuð.  Nei, ég get ekki skilið orð hans öðruvísi en, að lækka eigi skuldir lífvænlegra lántakenda, þ.e. þeirra sem eru í erfiðri stöðu og létta þarf undir svo þeir geti haldið áfram að lifa lífinu.  Það eigi því að ganga mun lengra en ríkisstjórnin er að mælast fyrir um og létt undir með skuldsettum aðilum, þó svo að skuldir séu ekki umfram eignir.

Ég hef sent Franek Rozwadowski, fulltrúa AGS hér á landi, tölvupóst, þar sem ég óska eftir nánari skýringu á orðum Marks Flanagans og hlakka ég til að heyra hvað hann hefur að segja.  Kæmi mér verulega á óvart, ef hún væri fjarri mínum skilningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Saari

Jahá.  Þetta er áhugavert.

Þór Saari, 29.10.2009 kl. 00:22

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að hann eigi við þá lántakendur sem líklegri eru til að geta staðið við skuldbindingarnar. Þ.e. þeir sem í raun þurfa ekki niðurfellingu ættu að fá hana en þeir sem eru á vonarvöl verði teknir niður.

Ég sé raunar enga aðra skynsamlega þýðingu á þessu, enda algerlega í anda AGS og stefnumiða hans.  Survival of the fattest.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 01:04

4 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

 Eru heimilin lífvænlegar skuldir, það er spurningin.

Það verður spennandi að sjá hvernig þetta spilast.

Vilhjálmur Árnason, 29.10.2009 kl. 01:05

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er annars lýsandi fyrir alla þessa umræðu að það þurfi að leggjast í túlkanir og orðsyfjar til að ráða í það sem sagt er, rétt eins og að um ritningartexta væri að ræða.

Halelúja.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 01:06

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þess er þá vænst að ríkistjórn og yfirmenn fjármálafyrirtækja taki þetta álit til greina og skili þessari lækkun til almennings. Fróðlegt verður að sjá svar Franek Rozwadowski á íslensku. Það eru ekki allir sem lesa enskuna nægilega til að skilja svona viðskiptamál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2009 kl. 01:35

7 identicon

Skemmtilegt hvernig RÚV þýðir "debt relief" sem "lækkun skulda eða greiðslubyrði" það er eins og útsendari vinstristjórnarinnar sjái um að túlka ummælin.  Þessu máli þarf að halda á lofti og fá almennileg svör.

Ólafur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:05

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég hjó einmitt eftir þessum orðum hans. Furða mig á að engin fjölmiðill hafi ekki kafað í málið - ennþá. Minn skilningur á hans orðum er sá sami og þinn.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.10.2009 kl. 10:14

9 identicon

ég væri ekki hissa ef hér er átt við skuldir fyrirtækja því það hefur ítrekað sýnt sig að þegar talað eru um lántakendur á jákvæðum nótum þá eru lantakendur heimilanna ekki þar á meðal. Það er eins og við föllum ekki undir neinn flokk nema "borga sama hvað" flokkinn!

Annað sem styður þessa skoðun mína er að hann talar í fortíð, eins og BÚIÐ sé að ljúka þessari vinnu að niðurfæra skuldir. Hann talar ekki í nútið /framtíð um þetta. Og við lesum daglega um niðurfærslu skulda fyrirtækja.

Dísa (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:45

10 Smámynd: Maelstrom

Svar mannsins (AGS) er fyrirsjáanlegt:  með "viable borrowers" var hann eingöngu að vísa til fyrirtækja þar sem meta þarf hvert fyrirtæki og endurfjármagna þau sem virðast geta lifað þetta af.

Einstaklingar geta ekki flokkast sem "borrowers".  Á AGS-lingo kallast einstaklingar nefnilega "debt slaves".  Það má ekki gefa þannig skuldir eftir.

Maelstrom, 29.10.2009 kl. 10:54

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Á vef IMF segir Flanagan:

"But let me also say that because of issues to do with fiscal cost and moral hazard, non-viable borrowers cannot be helped. The government is now examining insolvency laws to make sure they are fit to handle such cases"

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.10.2009 kl. 11:19

12 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

vefslóð hjá IMF

http://www.imf.org/external/pubs/ft/survey/so/2009/int102109a.htm

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.10.2009 kl. 11:21

13 identicon

Allt hjá AGS snýst um banka og fyrirtæki.  Mikið ólíklegt að AGS hafi nokkra hugsun fyrir fólkinu í landinu.  

ElleE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 12:39

14 identicon

ÍRLAND: Ríkisstutt bankarán á skattborgurum:  Er þetta það sem íslensk yfirvöld hafa gert að kröfu AGS gegn íslenskum skattborgurum?:

NAMA: The Only Show in Town or Criminal Theft?

The Government has proposed a National Assets Management Agency as a solution to the banking crisis. Its supporters describe is as “the only show in town” but increasing numbers of critics are calling it the biggest theft ever perpetrated on the Irish taxpayer.

ElleE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:11

15 identicon

Vissi ekki að þetta yrði svona stórt, Marinó, sorry. 

ElleE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:13

16 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eins og ég segi í færslunni sendi Franek Rozwadowski, fullrúa AGS hér á landi tölvupóst og spurði út í þetta.  Pósturinn er hér:

Mr. Franek Rozwadowski

I met with you few months ago when Hagsmunasamtök heimilanna (Association of Icelandic Homes) met with you and Edda Rós.  You told that if we had any questions we could get in contact with you.  So, I do have one question or issue that I need clarification of.  In an interview with RUV (Icelandic television)  mr. Mark Flanagan said the following thing:

„..And finally in the debt restructuring area I just want to highlight that now we have managed to mark down loans to appropriate level in the banks' books, this has to be translated into appropriate debt relief to viable borrowers.“

Could you give me a clarification of what he means with „debt relief“ and who are „viable borrowers“. At this moment I am not going to give you my explanation or understanding of these words, but would very much like to know your understanding or if you could ask mr. Flanagan what is the exact meaning of his words.

I would apprieciate if I could get your reply with in few days.

Looking forward to hearing from you soon.

Very best regards

Marinó G. Njálsson

Hagsmunasamtök heimilanna

Nú svarið lét ekki á sér standa.  Hér er svar Franek Rozwadowski:

UNCLASSIFIED

Dear Marinó,

 

This was of course a very short statement about a situation that is quite complex. The main point is simple and clear: the markdowns make it possible to provide debt relief to borrowers--both households and firms--and this should be done. But to be clear let me elaborate on three words he used.

 

'Debt relief' means mainly debt forgiveness. Normally this would be partial forgiveness, not a total write-off. Payment equalization would not normally count as debt relief, though the three year limit in the recently passed law could result in some debt relief for some people.

 

'Appropriate' means that the debt relief should be provided only to borrowers who really need it. This is necessary because there is a limit on the total amount of debt relief that can be provided. If debt relief is given to borrowers who can manage without it there will be less available for those who really do need it. In other words, debt relief should be provided on a case by case basis. 

 

'Viable borrowers'. As you know debt relief is needed by both households and firms. The concept of viable borrowers is more relevant to firms than to households. Viable firms would be firms that can continue functioning and creating jobs and income but need debt relief to put them back on their feet. Non-viable firms would be ones that, even after debt relief, could not survive. Obviously it only make sense to provide debt relief to viable firms.

 

Please don´'t hesitate to get back to me if this is not clear.

 

Franek 
Ekki er hægt að kvarta yfir þessu svari og má skilja það þannig að veita megi fólki "fyrirgefningu", þ.e. niðurfellingu", lána sé ljóst að með því færist greiðslubyrðin í viðráðanlega stöðu.  Nú er bara spurningin hvort bankarnir líti þetta sömu augum.

Marinó G. Njálsson, 29.10.2009 kl. 19:11

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég get ekki betur séð en að þarna sé Franek að segja nákvæmlega það sama og stjórnvöld hafa verið að segja og ég hef verið að segja á bloggsíðu þinni. Það er alveg skýrt í þessum orðum hans að hann er ekki að tala um afslátt til þeirra, sem geta greitt sínar skuldir eins og þær eru og notar til þess sömu rök og ég hef notað, það er að með því að gefa þeim afslátt, sem geta greitt sínar skuldir verður minna eftir til að aðstoða þá, sem ekki ráða við sínar skuldir. Þetta kemur skýrt fram í þriðju málsgreininni í svari hans. Fyrsta setningin er svona. "'Appropriate' means that the debt relief should be provided only to borrowers who really need it." Það er útilokað að skilja þetta á annan hátt en að þarna sé einungis átt við þá, sem ekki geta greitt sínar skuldir eins og þær eru.

Sigurður M Grétarsson, 29.10.2009 kl. 21:26

18 identicon

Ég verð að vera sammála Sigurði Grétarssyni, þeir eru að segja það sama og stjórnvöld. Aðeins hjálpa þeim sem eru verst settir.

Dísa (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:49

19 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nú verð ég sem oftar að vera ósammála túlkun Sigurðar.  AGS er ekki að leggja til að fólk missi eigur sínar og færi sig yfir í minni eign.  AGS er ekki að mæla með því fólk sé að selja eigur frekar en að fyrirtæki þurfi að gera það.  AGS er að segja að stilla eigi greiðslubyrðina við greiðslugetu og laga skuldastöðuna að því.  AGS fjallar ekkert um eignastöðu fólks, bara skuldastöðu.  Á þessu er grundvallarmunur.  AGS tekur því fullkomlega undir kröfur HH um að leiðrétta beri höfuðstól lánanna.  Það er það sem Franek lýsir að eigi sér stað við "debt relief".  Það fellst engin "debt relief" í því að lækka skuldir samhliða lækkun eigna.  Það er skuldajöfnun.

Marinó G. Njálsson, 29.10.2009 kl. 22:07

20 Smámynd: Ásthildur Sveinsdóttir

Skollaleikur?

Þarf að velkjast í vafa um að AGS vilji færa skuldastöðu heimilanna að greiðslugetu?  Hrópum þá húrra fyrir AGS.  Enda höfum við ekki efni á að sparka þeim hvort eð er.  Við erum orðin svo fræg að endemum í heiminum að AGS er okkar eina haldreipi og von um að vera talin meðal siðaðra þjóða.  

Því miður getur "debt relief" líka þýtt að létta á skuldum.  Eru stjórnvöld kannski að því með þessari 17% dúsu sinni á meðan lánin halda áfram að tikka upp á við ? Svo hratt að margir geta gert sér vonir um að eiga skuldlaust tjald á endanum.       

Reyndar þyrfti félagsmálaráðherra að gera grein fyrir sinni túlkun á  "debt relief" í Kastljósi allra landsmanna. 

Ásthildur Sveinsdóttir, 31.10.2009 kl. 04:30

21 identicon

AGS er ekkert haldreipi fyrir okkur í heiminum.  AGS er skaðræðisvald fyrir okkur í heiminum og ekkert heimsvirt hvað sem Helgi Hjörvar og co. bulla um það.  Við eigum að losa okkur við AGS eins fljótt og við getum. 

ElleE (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 14:52

22 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég minntist reyndar ekkert á eignarstöðu í minni athugasemd þannig að ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvernig Marinó getur verið ósammála henni út frá þeirri forsendu. Það er orðið rannsóknarefni hvernig Marinó getur trekk í trekk verið að halda því fram að ákveðnir aðilar séu sammála HH þegaar viðkomandi hefur ekkert sagt, sem gefur tilefni til þess eins og með Seðlabankastjóra svo ekki sé talað um eins og í þessu tilfelli þegar það kemur skýrt fram að hann er það ekki.

Í svari Franek kemur skýrt fram að hann telji að EKKI eigi að lækka skuldir þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum. Þar slær hann algerlega út af borðinu aðalatriðið í kröfu HH. Hvernig Marinó fær þrátt fyrir það út að í orðum Franek sé sammála kröfum HH er mér óskiljanlegt.

Það er alveg rétt að það er ekki tekið fram í þessum orðum Franek að það eigi að lækka eignir á móiti þegar um skuldaniðurfellingu er að ræða á grunvelli þess að skuldari sé ekki borgunarmaður fyrir sínum skuldum. Það er svo sjálfsagður hluti af slíku ferli að það þarf ekki að taka það fram. Að sjálfögðu er eðlilegt að gera kröfu til þess að aðili, sem vill fá niðurfellingu skulda á þeirri forsendu að hann ráði ekki við að greiða þær að hann lækki skuldirnar fyrst eins og kostur er með því að selja eignir, sem ekki teljast til nauðsynja. Þegar það sé búið séu felldar niður skuldir umfram greiðslugetu.

Marinó. Ert þú þeirrar skoðunar að til dæmis þriggja manna fjölskylda í 250 fermetra einbílishúsi með dýran bíl, hjólhýsi, vélsleða og annað slíkt og jafnvel með sumarbústað eigi að geta fengið felldar niður skuldir umfram greiðsugetu og halda öllum eignunum? Er það virkilega krafa HH? Ef svarið við því er já, þá spyr ég. Ætlist þið til að vera tekin alvarlega?

Sigurður M Grétarsson, 31.10.2009 kl. 17:43

23 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, ég er ekki að vísa til þinna orða þegar ég tala um eignastöðu, heldur þjóðnýtingalaganna.

Það er hægt að stilla um alls konar dæmum.  Ég er ekki afstöðu og ætla ekki að setja mig í þá stöðu að ákveða hvað er viðeigandi og hvað ekki.  Grundvöllur í málflutningi HH er leiðrétting á forsendubresti.  Af hverju á að vera með slíka forsjárhyggju að einhver ytri aðili ákveði hvaða neysla fólks var skynsamleg eða ekki?  Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

Af hverju eiga fjármálafyrirtækin að komast upp með að setja allt á hliðina?  Er það einhver Samfylkingarboðskapur?  Af hverju er sífellt verið að verja þá sem frömdu glæpinn?  Af hverju eiga fórnarlömb fjárglæfra fjármálafyrirtækjanna að borga brúsann?

Marinó G. Njálsson, 31.10.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 687
  • Frá upphafi: 1677709

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband