Leita í fréttum mbl.is

Fyrirspurn mín til fulltrúa AGS um "debt relief to viable borrowers"

Í færslu í fyrrakvöld velti ég fyrir mér hvað Mark Flanagan hafi átt við, þegar hann sagði:

And finally in the debt restructuring area I just want to highlight that now we have managed to mark down loans to appropriate level in the banks' books, this has to be translated into appropriate debt relief to viable borrowers.

Eins og ég bendi á í þeirri færslu þá sendi ég Franek Rozwadowski fyrirspurn og birti hana í athugasemd við upphaflegu færslu.  Svo virðist sem ekki allir hafi áttað sig á því og þess vegna vil ég birta hana aftur hér:

Mr. Franek Rozwadowski

I met with you few months ago when Hagsmunasamtök heimilanna (Association of Icelandic Homes) met with you and Edda Rós.  You told that if we had any questions we could get in contact with you.  So, I do have one question or issue that I need clarification of.  In an interview with RUV (Icelandic television)  mr. Mark Flanagan said the following thing:

„..And finally in the debt restructuring area I just want to highlight that now we have managed to mark down loans to appropriate level in the banks' books, this has to be translated into appropriate debt relief to viable borrowers.“

Could you give me a clarification of what he means with „debt relief“ and who are „viable borrowers“. At this moment I am not going to give you my explanation or understanding of these words, but would very much like to know your understanding or if you could ask mr. Flanagan what is the exact meaning of his words.

I would apprieciate if I could get your reply with in few days.

Looking forward to hearing from you soon.

Very best regards

Marinó G. Njálsson

Hagsmunasamtök heimilanna

Nú svarið lét ekki á sér standa og hér er það:

UNCLASSIFIED

Dear Marinó,

This was of course a very short statement about a situation that is quite complex. The main point is simple and clear: the markdowns make it possible to provide debt relief to borrowers--both households and firms--and this should be done. But to be clear let me elaborate on three words he used.

'Debt relief' means mainly debt forgiveness. Normally this would be partial forgiveness, not a total write-off. Payment equalization would not normally count as debt relief, though the three year limit in the recently passed law could result in some debt relief for some people.

'Appropriate' means that the debt relief should be provided only to borrowers who really need it. This is necessary because there is a limit on the total amount of debt relief that can be provided. If debt relief is given to borrowers who can manage without it there will be less available for those who really do need it. In other words, debt relief should be provided on a case by case basis. 

'Viable borrowers'. As you know debt relief is needed by both households and firms. The concept of viable borrowers is more relevant to firms than to households. Viable firms would be firms that can continue functioning and creating jobs and income but need debt relief to put them back on their feet. Non-viable firms would be ones that, even after debt relief, could not survive. Obviously it only make sense to provide debt relief to viable firms.

Please don´'t hesitate to get back to me if this is not clear.

Franek

Nú ætla ég að eftirláta hverjum og einum að túlka orð Franeks og láta ekki minn skilning trufla fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kalikles

Það er ss. búið að gangstilla bankana og skapa svigrúm til að skuldjafna fjármagnseigendur.

Kemur þetta eitthverjum á óvart?

Kalikles, 30.10.2009 kl. 20:35

2 identicon

Fyrsta, hann telur hafa skapast grundvöll fyrir niðurfærslu skulda

Annað,  hann metur nýsett lög félagsmálaráðherra sem svo að þau muni ekki gagnast nema fáum.

Þriðja, ekki eigi að færa niður skuldir hjá þeim sem þess ekki þurfa við, svigrúmið sé takmarkað, vanda þurfi valið.

Fjórða, fleiri fyrirtæki munu fara á hausinn.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 21:11

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jóhann, spurningin er hverjir þurfa niðurfærslu.  Samkvæmt tölum Seðlabankans og könnun Hagsmunasamtaka heimilanna, þá er stór hópur fólks á mörkum þess að geta ráðið við skuldir sínar, en tekst að gera það.  Hvað á gera við þennan hóp?  Mun hann ráða við skuldirnar eftir ár, eftir 2 ár eða eftir 5 ár?

Annað, Flanagan sagði að fara ætti í "appropriate debt relief to viable borrowers".  Takmörkun hans er ekkert svakalega skýr og ýmis rök eru fyrir því að færa líka niður hjá þeim sem ráða við skuldir sínar vegna þess að öll niðurfærsla skulda mun auka neysluna.  Aukist neyslan verður velta fyrirtækja meiri og þar með hækkar atvinnustigið.  Meiri velta og meiri vinna auka skatttekjur ríkis og sveitarfélaga.  Ég vil fullyrða, að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að færa niður skuldir!

Marinó G. Njálsson, 30.10.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Mjög áhugavert samband sem þú hefur náð þarna.  Býsna skýrt svarað og "debt relief" er hugtak sem hefur ekkert skylt við "greiðslujöfnun" . . . . a la ÁPÁ og co.

Nú er að koma í ljós að afgreiðsla síðustu viku þingsins fyrir hlé var algerlega á hundavaði og aðferðafræði félagsmálaráðherra og viðskiptaráðherra líkast til sjónhverfingar einar  -  -enda engin greining lögð upp við alþingi og engin skipulögð tilraun til að sýna fram á áhrif og afleiðingar aðgerða og/eða aðgerðaleysis.

Áfram Marínó og HH

Benedikt Sigurðarson, 30.10.2009 kl. 22:40

5 identicon

Ég hef klórað mér í höfðinu nokkurn tíma yfir tölunum frá Hagstofunni varðandi skil á virðisaukaskatti. Samkvæmt þeim er mjög lítill samdráttur kominn fram. Svo, ef fyrirtæki eru Non-Viable, er það þá vegna þess að erlendar skuldir þeirra eru svo miklar að ekki einu sinni meiri velta með auknu handbæru fé almennings geti breytt stöðunni nægjanlega? Ég velti því einnig fyrir mér hvaða skuldir þurfi í raun að afskrifa eða leiðrétta. Mér sýnist að vandinn sé fyrst og fremst bundinn við þá sem tóku gengistryggð lán, verðtryggð munu leita jafnvægis þó svo að hinn hækkandi höfuðstóll verði klafi í framtíðinni. Krónan er ónýt og mun aldrei taka flugið aftur. Afborganir fólks og fyrirtækja af gengistryggðum lánum eru svívirða og ættu að vera í algjörum forgangi ef og þegar sá grundvöllur til afskrifa sem Flanagan nefnir verður nýttur.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 22:55

6 Smámynd: Björn H. Björnsson

Sæll Marinó, það er áhugavert að fylgjast með skrifum þínum og baráttu HH. Mér sýnist að þessi skrif og aðgerðir skipti engu máli, stjórnvöld loka eyrunum. 

Það er algerlega óskiljanlegt að ráðherrann Gylfi Magnússon lýsi því yfir í fjölmiðlum að skuldir einkaaðila séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ég veit ekki betur en að hlutverk yfirvalda sé fyrst og fremst að halda efnahagslífinu stöðugu. Það hefur þeim algerlega mistekist, fyrst með upptöku kvótakerfisins, með einkavæðingu bankanna, byggingu Kárahnjúkavirkjunar og svo ofþenslunni á húsnæðismarkaðnum, þar sem fólki var boðið að kaupa sér húsnæði án þess að eiga svo mikið sem fimmkall.

Þessi atriði ollu þeirri þenslu, sem keyrði landið í klessu, vegna græðginnar  sem fylgdi í kjölfarið. Ég er alveg sáttur við að taka á mig 30, 40 eða 50% hækkun á erlendu myntkörfuláni, það er eðli viðskipta með gjaldeyri að gengið getur breyst, en ég krefst þess að ríkið og þeir sem léku sér með krónuna taki minnst 50% á sig. Fyrr verður ekki friður, og nú þurfa menn að standa saman og knýja á um þá lækkun. Hvaða aðferð dugar til að ná þessu fram veit ég ekki, en sé þó að kjaftablaður skilar engu og mun ég ekki nenna því frekar.

Hvet þig til að berjast áfram í þessu meðan þú nennir, en held að aðrar aðferðir þurfi til.

Björn H. Björnsson, 30.10.2009 kl. 23:20

7 identicon

Já þú komst með ágætan punkt þarna að með því að niðurfæra skuldir fleiri en þeirra sem eru komnir í þrot þá myndi kaupmáttur aukast sem myndi skila sér í aukið atvinnustig.

Það má kanski skoða það að það er ekki svo hagstætt fyrir okkur sem enn greiðum lánin okkar að atvinnustigið batni...jú afborganir af lánum okkar mun þá hækka skv. greiðslujöfnunni. Þannig að málið er bara að halda atvinnuleysi háu, launum lágum og sem flesta í gjaldþrot. Þá hækka ekki afborganir okkar sem ENN geta borgað.

Svo má líka benda á að jafnan hækka laun með auknu atvinnustig þar sem minna framboð verður á þeim sem keppa um störfin.´

Ekki það að ég vilji ekki sjá skuldaleiðréttingunni, en greiðslujöfnunin hefur fengið mann til að lita aðeins öðruvísi og siðlausara á málin. En, enn sem komið er þá fell ég í þann hóp sem enn get borgað en það er tæpt. Ég veit ekki hvar ég stend eftir 1-2 ár.

Kanski maður reyni að láta reka sig og finni sér svarta vinnu, safni atvinnuleysisbótum og búi bara í hinu nýja "underground" hagkerfi sem er smám saman að myndast hérna.

Dísa (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 23:40

8 identicon

,,Hvaða aðferð dugar til að ná þessu fram veit ég ekki, en sé þó að kjaftablaður skilar engu og mun ég ekki nenna því frekar."

Því miður gengu verkalýðsrekendur innan ASÍ  að einhverju samkomulagi við SA .  Segi það einu sinni enn, verkalýðsrekendur innan ASÍ hafa ekkert umboð til neinna samninga .

Við sem erum í verkalýðsfélögum eigum að nota þau í þessari baráttu og núna hefði verið kjörið tækifæri til að láta taka til sín varðandi skuldastöðu félagsmanna innan verkalýðsfélaga innan ASÍ.

Verkalýðsrekendur eru því miður úr tengslum við sína félagsmenn varðandi þessi mál.  Þeir þora ekki að halda félagsundi , því þeir vita hvernig málin muni fara !

Marinó !

Hef sagt það áður, þú ert hetja að berjast í þessum málum !

JR (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 23:46

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Benedikt, hann Franek er ákaflega viðkunnulegur maður.  Spurðu hana Ingibjörgu Þ. 

Við hjá HH fórum og hittum hann í sumar og það var mjög góður fundur.  Nú kom upp álitaefni og því ekki bara að leita til upprunans til að fá skýringu.

Marinó G. Njálsson, 30.10.2009 kl. 23:47

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Dísa, ég er marg oft búinn að benda á samhengi lægri skuldabyrði og lægri greiðslubyrði annars vegar og meiri neyslu og alls sem því fylgir hins vegar.  Ég held ég hafi byrjað á því í október í fyrra.  Michel Hudson minntist á þetta í febrúar og það sama hafa fjölmargir aðrir gert.

Ástæðan fyrir því að ekki er nóg að lækka greiðslubyrðina og lengja í lánum, er að þá dregst það sem nemur lengingu lánstímans, að neyslan aukist eftir að lán greiðist upp.  Eina launsin er varanleg niðurfærsla höfuðstóls lána.  Hvernig sem litið er á það, er það þjóðhagslega hagkvæmt, sérstaklega þegar haft er í huga að kröfuhafar föllnu fjármálafyrirtækjanna hafa þegar fallist á að lánasöfn þeirra séu í besta falli verulega gölluð og í versta falli handónýt.

Marinó G. Njálsson, 31.10.2009 kl. 00:20

11 identicon

Sæll, já ég veit þú hefur margoft nefnt þetta. Þú og þið í HH hafið staðið ykkur ótrúlega vel í baráttunni fyrir okkar hönd (almennings).

Ég var meira að vera kaldhæðin í færslu minni fyrir ofan. Því þetta er ömurlegt ástand hérna. Ég get ekki einu sinni byrjað að íhuga tilfinningar mínar til ASÍ ég fæ hryllilegan hroll niður mænuna. Hvað þessir menn eru úr tengslum við félagsmenn sína er með ólíkindum.

Ég spái að undanfari byltingarinnar verði verkfall/kröfuganga launþega vegna kjarasamninga.

Dísa (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 00:33

12 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Frábært framtak. Átt skilið orðu. Ber að skilja orð Franeks þannig að væntanlegar afskriftir heimila fari þannig fram að það muni aðeins gagnast þeim skuldugustu? Almennar aðgerðir sem gagnist öllum komi ekki til greina? Um það mun aldrei skapast sátt í samfélaginu.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 31.10.2009 kl. 10:45

13 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir  með þeim sem hér hafa rita; þetta er flott framtak hjá þér Marinó

Ragnhildur Kolka, 31.10.2009 kl. 12:22

14 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hagsmunasamtök heimilanna eru ein af þessum grasrótarsamtökum sem hafa sannað hlutverk sitt í að gæta hagsmuna almennings. Þeir sem hafa staðið í baráttunni eiga heiður skilið eins og komið hefur fram hér á bloggi þínu Marinó.

Hins vegar staðfestir svar Franek meira en allt annað að stjórnvöld þurfa að fara eftir forskrift AGS. Bæði þessi ríkisstjórn og hrunaríkisstjórnin. Skipanir AGS eru skýrar:

1. Almenn skuldaniðurfelling eða ,,leiðrétting" á skuldum almennings koma ekki til greina.

2. Leysa á skuldamálin ,,on a case by case basis" eins og kemur fram hjá fulltrúa AGS hér á Íslandi.

Ríkisstjórnin er þess vegna ekki ,,óvinurinn" heldur AGS. Ráðherrar verða að lúta valdi lánadrottinsins úr því að ákveðið var að óska eftir ,,aðstoð" úr þessari átt. Þeir sjá svo um að enginn komi okkur til hjálpar nema að AGS skipunum sé hlýtt.

Ég vara þess vegna bloggara og aðra við því að gera AGS að einhverjum bjargvæddum í þessu sambandi og kenna aumingja ráðherrunum um skuldapakka sem er í raun saminn af AGS en ekki sjálfstæðu ríkisvaldi. Það er að renna upp fyrir mér að hrunið opnaði augu almennings fyrir nekt keisarans. Nektin er að Ísland er í raun bíð að missa fjárhagslegt sjálfstæði sinn í hendur lánadrottna vegna óstjórnar og fífldirfsku fjárglæframannanna okkar. Svo einfalt er það því miður.

Jón Baldur Lorange, 31.10.2009 kl. 17:02

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Baldur, ekki var ætlunin að gera AGS að einhverjum bjargvætti.  Ég var eingöngu að benda á, að AGS leggur til að farið verði í "appropriate debt relief" hjá "viable borrowers" og að þessi "viable borrowers" séu bæði heimilin og fyrirtæki.  AGS talar ekkert um að færa skuldir af eignastöðu, eins og stjórnvöld leggja til.  AGS talar ekkert um að fólk eigi að selja eignir til að laga skuldastöðu að greiðslugetu.  Því hefur verið haldið fram að ekki mætti gera neitt vegna þess að AGS bannar.  Nú kemur bara allt annað í ljós.

Marinó G. Njálsson, 31.10.2009 kl. 19:45

16 Smámynd: Don Hrannar

Afar merkilegt. Það er semsagt hreint út sagt búið að afskrifa skuldir heimilanna að einhverju leyti og gefa bönkum og lánastofnunum svigrúm til að fella niður skuldir hjá þeim sem sannanlega þurfa á því að halda. Takk fyrir þessar upplýsingar, Marinó.

Don Hrannar, 31.10.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband