12.2.2010 | 21:07
Gengistrygging dæmd ólögleg!
Áslaug Björgvinsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, kvað upp þann úrskurð í dag að
GENGISTYRGGING LÁNA ER ÓLÖGLEG
Dóminn má sjá hér.
Úrskurður Áslaugar er mun betur rökstudd en fyrri héraðsdómur, þar sem gengistrygging var dæmd lögleg. Þar segir:
Samkvæmt vaxtalögum nr. 25/1987, sbr. lög nr. 13/1995, náði verðtrygging einnig til tengingar við erlenda gjaldmiðla. Núgildandi vaxtalögum var ekki ætlað að þrengja það hugtak og auka heimildir til tengingar við erlenda gjaldmiðla. Lögunum var þvert á móti ætlað að útiloka að skuldbindingar í íslenskum krónum væru tengdar erlendum gjaldmiðlum. Tenging skuldbindinga við gengi erlendra gjaldmiðla telst því verðtrygging í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001. Enda þótt lögin kveði ekki beinlínis á um bann við því að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlenda gjaldmiðla þá þykir samkvæmt framanrituðu sýnt að með þeim hafi verið felld úr gildi heimild til að tengja skuldbindingar í íslenskum krónum við erlenda gjaldmiðla. Óhjákvæmilegt er að líta til vilja löggjafans við túlkun laganna. Grundvöllur verðtryggingar samkvæmt samningi aðila, þ.e. ákvæði 4. og 7. gr. samningsins um gengistryggingu, er því í andstöðu við VI. kafla laga 38/2001 og því ógild. Skiptir þá hvorki máli hvort eftirlitsaðilar, eins og Seðlabanki og Fjármálaeftirlit, hafi vitað af samningunum og ekki gert athugasemdir né lögbundin úrræði eða samkomulag stjórnvalda við fjármálafyrirtæki til létta greiðslubyrði fólks í svipaðri stöðu og stefndi, eins og stefnandi byggir á. Samningurinn er á hinn bóginn ekki ógildur í heild sinni eins og stefndi heldur fram.
Þessum dómi verður alveg örugglega áfrýjað. Á því leikur enginn vafi. Hann er samt gríðarleg viðurkenning á baráttu Hagsmunasamtaka heimilanna og allra annarra sem tekið hafa þátt í baráttunni með okkur.
Ég get ekki annað en bent á að á morgun er nákvæmlega eitt ár síðan ég vakti fyrst athygli á því, í athugasemd við færsluna Er hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga?, að hugsanlega væru gengistryggð lán ólögleg. Í athugasemdinni segi ég:
Svo má bæta við þetta eftirfarandi úr lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu:
VI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.
13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað.
Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla.
14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. [Vísitala sem reiknuð er og birt í tilteknum mánuði gildir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þar næsta mánaðar.]1)
Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi.
Mér sýnist hugsanlega verið að segja þarna að verðtrygging við gengisvísitölu, sé hreinlega ekki heimil. Það er heimilt að miða við hlutabréfavísitölu eða safn slíkra vísitalan en ekki viðmið við gengi gjaldmiðla. Ég finn hvergi lagatilvísun í gengistryggð lán, þannig að spurningin er hvort allt sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað eða allt bannað sem er ekki sérstaklega leyft.
Marinó G. Njálsson, 13.2.2009 kl. 23:22
Þá vakti þetta enga athygli. Ég tók því þráðinn aftur upp í apríl, nánar tiltekið 17. apríl, í færslunni Eru gengistryggð lán ólögleg?. Þar bendi ég á greinargerðina, sem Áslaug notar sem forsendu fyrir ákvörðun sinni.
Þessi dómur er frábær, þó hafa skal þann vara á að endanleg niðurstaða er ekki komin. Eða eins og segir: Kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.2.2010 | 20:57
Tikk-tikk-tikk, tímasprengjan tifar, almenningur er að springa
Ég hef aldrei upplifað eins ástand og núna er í þjóðfélaginu. Hver afhjúpunin á fætur annarri um viðskipti svo kallaðra auðmanna, þar sem í ljós kemur að þeir áttu ekkert annað en nafnið, veltur yfir landsmenn. Ólafur Ólafsson átti ekki einn aur í því sem notað var til að kaupa hlutabréf í hinu eða þessu fyrirtæki. Jón Ásgeir Jóhannesson átti ekki einn aur í því sem notað til að kaupa hlutabréf í hinu eða þessu fyrirtæki. Brim keypti Icelandic Group og átti ekki einn aur af þeim peningum sem notaðir voru við kaup á félaginu. Jóhannes Jónsson býr í lúxusvillu sem hann hefur ekki lagt einn aur í. Hinir svo kölluðu auðmenn voru upp til hópa menn án peninga eða að þeir hættu aldrei sínu eigin aur í þær fjárfestingar sem þeir tóku þátt í. Veldi þeirra var loftbóla byggð á afleiðum.
Hér á landi byggðust eignir "auðmanna" á hlutabréfum sem þeir höfðu "keypt" í bönkunum. Kaupverðið hafði nánast alltaf verið að fullu tekið að láni hjá bönkunum sjálfum í gegn um eitthvað leppfélag. Peningurinn kom úr bankanum, tók tvo, þrjú hopp og skiluðu sér svo aftur inn í bankann, þar sem hlutabréfin voru oftast keypt af aðila sem notaði peninginn til að gera upp skuld við bankann. Nú hlutabréfin í bönkunum voru svo notuð sem trygging fyrir lánum sem notuð voru til að kaupa önnur hlutabréf, sem notuð voru sem trygging fyrir nýjum lánum, sem notuð voru til að kaup enn önnur hlutabréf, sem notuð voru sem trygging fyrir enn öðrum lánum, o.s.frv. Hvergi í allri keðjunni er lögð til ein króna af eigin fé. Eins og allir vita, þá er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og fall bankanna haustið 2008 varð til þess að keðja brast. Málið er að nær öll hlutabréfaeign "auðmanna" hékk saman í svona keðju sem er að leysast upp, eins og þegar lykkjufall verður. Allir sem þekkja til prjónamennsku vita að nóg er að ein lykkja falli til að allar lykkjur fyrir ofan missa festingu sína og ef ekki er gripið í snarhasti til heklunálarinnar, þá getur flíkin eyðilagst.
"Auður" íslenskra "auðmanna" lítur núna út eins og peysa alsett lykkjuföllum. Hann er að engu orðinn. Hann var líklegast enginn allan tímann. Það var allt fengið að láni. Dapurleg staðreynd, sem margir af þessum mönnum munu þurfa að lifa við sem eftir er ævi sinnar. Þeir skreyttu sig með stolnum fjöðrum og gengu um í nýju fötum keisarans.
Þetta var hin opinbera eignahlið á "viðskiptaveldi" þeirra, en hvað með hina óopinberu hlið. Það runnu jú stórar fjárhæðir til þeirra út úr félögum "viðskiptaveldisins". Þessar fjárhæðir virðast vera týndar nema þær hafi bara horfið í hítina. Satt best að segja, þá held ég að stór hluti af þessum peningum séu löngu búnir í eyðslufylleríi "auðmannanna" og þegar sjóðirnir tæmdust, þá var eina leiðin til að tryggja meira aðgang að peningum að kaupa banka.
Ég sagði að ástandið í þjóðfélaginu væri viðkvæmt. Það er allt við að springa. Almenningur sér flett ofan af hverri svikamyllunni á fætur annarri. Við þurfum að horfa upp á bankana leysa til sín hvert fyrirtækið á fætur öðru. Fyrirtæki sem "auðmennirnir" og leppar þeirra áttu að nafninu til, en bankarnir áttu í raun og veru. "Auðmenn" og leppar sem hafa lifað hátt á okkar kostnað og við eigum að borga reikninginn. "Auðmenn" og leppar þeirra eru að fá allar sínar skuldir felldar niður vegna þess að þeir kunnu á kerfið og höfðu her lögmanna á sínum snærum, en í almenning er kastað brauðmolum. Jón Ásgeir fær meiri afskrift í einni færslu hjá einu af svo kölluðu fyrirtækjum hans, en öll heimili landsins fá af húsnæðislánum sínum! Þess vegna er almenningur að springa. Og eins og einn bankamaður komst svo snilldarlega að í dag, þá verður fólk "að sætta sig við það". Ég viðurkenni það fúslega, að það sauð á mér við þessi orð sem viðhöfð voru í hópi fólks sem er að fást við vanda almennings alla daga, hver á sinn hátt. Málið er að við þurfum ekki að sætta okkur við það og við eigum ekki að sætta okkur við það. Það verður bankinn að sætta sig við.
En það var ekki bara viðskiptaveldi "auðmannanna" sem var svikamylla. Eignasafn gömlu bankanna sem tengdist viðskiptum við "auðmennina" var ekki byggt á neinu. Viðskiptalíkan gömlu bankanna byggði á afleiðuviðskiptum, þ.e. loftbólu eða sápukúlu. Eða á ég að nota kunnuglega samlíkingu við lauk úr bíómynd. Hvað er inni í lauk? Maður flettir hverju laginu á fætur öðru af og innst er ekkert. Það er enginn kjarni í lauk og þannig var það með kröfur bankanna á "auðmennina". Það var ekkert þar að baki. Ekkert. Þrátt fyrir það mokuðu bankarnir peningum í "auðmennina", sem eru núna að fá allar sínar skuldir felldar niður vegna þess að þessir sömu bankar hjálpuðu "auðmönnunum" að komast hjá því að taka ábyrgð. Það sem meira er, verið er að aðstoða þessa sömu "auðmenn" við að eignast aftur fyrirtækin sem þeir stjórnuðu en áttu raunar aldrei neitt í. Svo virðist sem "auðmennirnir" munu "eiga" meira eftir uppgjörið, en þeir áttu nokkru sinni áður. Þess vegna er almenningur að springa.
Tikk, tikk, tikk - búmm!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
11.2.2010 | 09:47
Miðstjórn ASÍ ályktar loksins með heimilunum
Er að eiga sér stað hallarbylting hjá ASÍ? Miðstjórn samtakanna krefst aðgerða stjórnvalda til að bregðast við greiðsluvanda heimilanna! Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt og kannski sýnir þessi krafa ASÍ það. Um þessar mundir eru 2 ár frá hruni gengisins, 16 mánuðir frá hruni bankakerfisins og rúmir 9 mánuðir frá því að Hagsmunasamtök heimilanna (HH) sendu áskorun til launþegahreyfingarinnar að taka undir kröfur samtakanna um aðgerðir til handa heimilum landsins. Loksins kemur harðorð yfirlýsing um að aðgerðir stjórnvalda hingað til (sem eru að stofninum til samdar af ASÍ) séu í skötulíki.
En hvað varð til þess að ASÍ vaknaði af svefninum væra? Jú, samtökin létu gera skoðunarkönnun og hún leiddi í ljós að fólk hefur það skítt. HH gerðu könnun í júní í fyrra sem sýndi þetta sama og aðra í september. HH eru búin að vara við þeirri þróun sem átt hefur sér stað, frá því í janúar í fyrra. Við erum búin að segja í rúmt ár, að ástandið yrði sífellt erfiðaðar meðan ekki væri gripið til umfangsmikilla aðgerða þar sem gengið væri MJÖG langt í að koma til móts við lántaka. Við höfum allan tímann varað við því ástandi sem nú er. Við höfum bent á orsakasamband minni neyslu, samdráttar í veltu fyrirtækja, fækkunar starfa og afleiðingar þessa á tekjur og útgjöld ríkissjóðs. Við höfum hvatt til þess að varnarlína væri dregin í sandinn og afkoma heimilanna varin. Málið er að aðeins tvö verkalýðsfélög hafa tekið opinberlega undir með okkur. Kannski var það vegna þess að ASÍ átti ekki hugmyndina! Hver veit?
Ég hef fundið fyrir því á fundum, sem ég hef setið að undanförnu, að núna er að skapast aðstæður eða andrúmsloft til að ganga lengra en áður. Bankarnir hafa birt sínar lausnir, síðast SPRON í bréfi sem ég fékk í gær. Allir eru að bjóða um 25-27% lækkun höfuðstóls gengistryggðra lána, ef lánunum verði breytt yfir í verðtryggð eða óverðtryggð krónulán. Ber að virða það við bankana að eitthvað sé gert, en það er einfaldlega ekki tekið nógu stórt skref. Síðan má spyrja: Hvar eru lífeyrissjóðirnir? Hvers vegna sitja þeir óvirkir hjá meðan hamfarirnar ganga yfir heimili landsins?
![]() |
Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2010 | 00:21
Neytendastofa skiptir sér ekki af því að ólögleg afurð sé í boði!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2010 | 16:12
Glæsileg frammistaða, en hvað verður eftir í landinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.2.2010 | 22:05
Kröftugur fundur á Austurvelli - Ræðan mín í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2010 | 16:51
Til verri lausn en þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.2.2010 | 12:07
Vandi heimilanna - umræða á Alþingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.2.2010 | 17:34
Könnun ASÍ staðfestir óánægju almennings
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.1.2010 | 23:45
Fáránleiki verðtryggingarinnar - Lausnin er að stytta í lánum eins og fólk frekast ræður við
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2010 | 15:47
Skatturinn notaður gegn heimilunum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.1.2010 | 10:11
Yrði kosið aftur, ef niðurstaðan síðast hefði verið á hinn veginn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2010 | 09:17
Höfum í huga: Ísland þarf eitt stig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2010 | 09:44
Stýrivextir lækka en raunstýrivextir hækka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.1.2010 | 10:55
Verðhjöðnun milli mánaða - Svigrúm til lækkunar stýrivaxta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 23:18
Ræða Jóhannesar Björns á Austurvelli 23/01/2010: Lögin eru með almenningi en valdið ekki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2010 | 12:44
Ræða Atla Steins Guðmundssonar á Austurvelli 23/1/2010: Ríkisstjórn Íslands, pereat!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.1.2010 | 23:34
Dýr verður Landsbankinn allur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 1682116
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði