Leita í fréttum mbl.is

Sýslumaður verðmetur eign langt undir fasteignamati - Réttargæslu vantar fyrir gerðarþola

Í nýlegum fjárnámsúrskurði mat fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík eign, sem bent var á, langt undir fasteignamat eignarinnar.  Samkvæmt skrá Fasteignaskrár Íslands er fasteignamat eignarinnar kr. 27.550.000, fulltrúi sýslumanns mat hana á 20 m.kr.  Í þessu tiltekna máli skipti þetta ekki sköpum, þar sem staða lána (uppfærð miðað við dagsgengi) var vel umfram hærri töluna.

Stóra málið hér er að stærsti "fasteignasali" landsins, þ.e. sýslumaðurinn í Reykjavík, telur fasteignamat ekki endurspegla markaðsverðmæti eigna, eins og lög um fasteignamat segja til um.  Þetta er meiriháttar mál.  Ástæðan er einföld.  Allir bankarnir bjóða fólki upp á sértæka skuldaaðlögun, í gegn um dómstóla getur fólk farið í greiðsluaðlögun og síðan býður Arion banki upp á að færa lán niður í 110% af fasteignamati.  Ef sá aðili, sem hér á í hlut, hefði verið að fara í sértæka skuldaaðlögun og skuldir verið færðar niður í 110% af fasteignamati, þá hefðu eftirstöðvar skulda numið 30,3 m.kr.  Væri aftur miðað við mat fulltrúa sýslumanns væru eftirstöðvarnar 22 m.kr.  Munurinn er 8,3 m.kr. sem er lækkun um 27,4%.  (30,3 m.kr. eru auk þess 37,7% hærri tala en 22 m.kr. fyrir þá sem vilja gera samanburðinn í þá áttina.)

Í mínum huga kallar þessi niðurstaða fulltrúa sýslumanns, sem sýslumaðurinn hefur að sjálfsögðu lagt blessun sína yfir, á gagngera endurskoðun fasteignamats ekki seinna en strax.  Matið sem tók gildi 31. desember sl. er greinilega kolrangt.  Ég held líka að breyta þurfi viðmiði sem notað er við ákvörðun fasteignamats.  Á vef Fasteignaskrár Íslands segir um fasteignamatið:

Hvað er fasteignamat?

Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði, miðað við heimila og mögulega nýtingu fasteignarinnar á hverjum tíma. Nýtt febrúarverðlag er ákvarðað í maí mánuði ár hvert. Mat samkvæmt hinu nýja verðlagi tekur gildi í árslok.

Um þessar mundir er lítil velta á fasteignamarkaði, en á móti er mikið að gera hjá sýslumönnum.  Þeir eru daginn inn og daginn út að met verð fasteigna.  Er ekki nauðsynlegt að Fasteignaskrá Íslands horfi til ákvarðanna sýslumannanna, auk þess að skoða tölur í kaupsamningum?

Það er annað í þessu tiltekna máli, sem vekur athygli.  Gerðarþoli virðist ekki hafa haft fjárhagslega burði til að verja sig í málinu og þess vegna fór málið í fjárnám öðru fremur, en að málstaður gerðabeiðanda hafi verið svo óyggjandi.  Hér er nefnilega á ferðinni enn eitt myntkörfumálið.  Staðreyndin er að almenningur hefur almennt ekki fjárhagslega getu til að verja sig gegn hvort heldur réttmætum eða óréttmætum kröfum fjármálafyrirtækjanna.  Í fyrsta lagi er leiksviðinu rangt stillt upp.  Stefnandi í fjárnámsbeiðnum er oft með mörg máli í gangi í einu hjá viðkomandi dómstóli.  Sami dómari dæmir í öllum málunum og lögmaður stefnanda þarf ekki einu sinni að yfirgefa réttarsalinn milli mála.  Hinn stefndi kemur því inn í dómsal, þar sem fyrir eru tveir aðilar sem hafa verið að ræða saman um fjárnámsbeiðnir allan daginn.  Dómarinn er búinn að heyra sama málflutning aftur og aftur og lögmaður stefnanda vísar jafnvel til þess að um sams konar mál sé að ræða.  Hlutleysið er greinilega brotið, þar sem hinn stefndi stendur ekki frammi fyrir óhlutdrægum dómara.  Dómarinn getur ekki verið óhlutdrægur hafi hann haft lögmann stefnanda inni hjá sér sem sessunaut mál eftir mál og sessunauturinn hefur tækifæri til að vísa til mála sem áður hefur verið úrskurðað í.  Vissulega er dómsalur opinn,en hin almenna regla er að málsaðilar bíða fyrir utan þar til kemur að þeirra máli.  Vörnin er því í óréttlátri stöðu frá upphafi gagnvart sókninni.

Hér verður að gera tvenns konar breytingar.  Í fyrsta lagi, þá verður að skipa fólki réttargæslumann hafi það ekki efni á því.  Lendi tveir menn í slagsmálum, þar sem annar missir tönn, þá geta báðir átt möguleika á að ríkið skipi þeim réttargæslumann.  Standi einstaklingur aftur frammi fyrir því að missa aleigu sína, þá er ætlast til þess að hann finni sér lögfræðing sjálfur.  Það er ekki sanngjarnt.  Hvaða lögmaður er tilbúinn að setja tíma sinn í mál, sem hann fær líklega seint og illa greitt fyrir hvort sem það vinnst eða tapast?  Og er ekki líklegast að þeir lögmenn sem taka minnst fyrir störf sín hafi minnsta reynslu?  Staða einstaklingsins er því höll alveg frá upphafi og ekki skánar hún þegar inn í réttarsalinn er komið.  Það er atriði tvö.  Þó það skapi óhagræði fyrir dómskerfið þá verður að koma í veg fyrir að lögmenn, sem reka mörg fjárnámsmál í beit, geti gert sig heimakomna hjá einum tilteknum dómara.  Lögmenn verði krafðir um að leggja hvert mál fyrir sig fyrir dómara og gert óheimilt að vitna til fyrri mála sem lögð voru fyrir sama dómara sama dag.  Allar slíkar tilvísanir skekkja réttarstöðu málsaðila.  Málsaðilar standi jafnfætis strax frá upphafi með því að báðir gangi til dómsalar þegar málið er "kallað upp".  Við núverandi ástand lítur út fyrir að málsaðili sé bara einn, en dómendur tveir.

Fleiri gætu vafalaust nefnt önnur atriði til bóta og hvet ég fólk til að gera það.


Jón Ásgeir hlýtur að það þurfa að borga skatt af þessu

Hér finnst mér borgleggjandi að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi þurft að gefa þessa eftirgjöf um til skatts eða ef þetta var gjöf, þá hafi hún verið skattskyld.  Ríkisskattsstjóri hefur gefið upp að heimilin í landinu verði að greiða skatt verði eignamyndun af leiðréttingu lána uppfylli sú leiðrétting ekki skilyrði skattsins.  Hann hefur einnig gefið út að þeir þeir stafsmenn Kaupþings, sem fengu niðurfellingu ábyrgða, þurfi að greiða skatt vegna þess.  Liggur þá ekki beinast við að skoða skattframtal Jóns Ásgeirs og skoða hvort hann hafi annað skráð þessa gjöf til sín (upphæðin var jú greidd inn á einkareikning hans) og þar með greitt skatt af henni eða gefið upp niðurfellingu skuldarinnar hjá einkahlutafélaginu og séð til þess að það greiddi skattinn.

Þessi gjörningur, og aðrir í svipaðir, er enn ein blauta tuskan í andlit þjóðarinnar.  Hann sýnir að menn töldu sig yfir lög hafna og gætu gert hvað sem var.  Þeir voru að leika sér í spili sem líklegast heitir "Siðblinda".  Spilið gengur út á að finna eins fáránlega leið og hægt er til að kreista peninga út úr bankakerfinu og koma þeim undan skatti.  Við erum búin að sjá:

  • félag keypt á slikk, það síðan selt viðskiptafélaga fyrir háa upphæð með veði í því sjálfu og svo selt til baka fyrir tvöfalt hærri upp með ennþá hærra veði í því sjálfu;
  • viðskiptaveldi selt eigendum sínum með láni frá banka með veði í viðskiptaveldinu svo hægt sé að greiða eigin lán í bankanum;
  • fyrirtæki keypt af viðskiptafélaga, það selt eigendunum í skuldsettri yfirtöku með veði í fyrirtækinu, lán tekið fyrir kaupunum til að greiða sér út margfalt upprunalegt kaupverðið í arð;
  • og það vinsælasta að banki láni félagi A pening, sem endurlánaði hann til félags B, sem keypti yfirveðsett hlutabréf í bankanum á yfirverði af félagi C í þeim tilgangi að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og svo félag C gæti endurgreitt bankanum;
  • skúffufélagi í eigu viðskiptafélaga veitt lán, sem tekið var að láni hjá banka, og peningurinn greiddur inn á persónulegan reikning viðskiptafélagans;
  • félag tekur hátt lán í banka til að greiða eiganda sínum hærri arð en félagið stendur undir;
  • skúffufyrirtæki A tekur lán í banka A til að kaupa hlutabréf í banka B, framselja hlutabréfin til skúffufyrirtækis C á ennþá hærra verði sem tekur lán í banka A, B eða C, endurgreiðir banka A upprunalega lánið, greiðir sjálfum sér arð út úr skúffufyrirtæki A og setur skúffufyrirtæki B á hausinn.

Hvað ætli það séu til margar útgáfur af þessu bulli?  Niðurstaðan í öllu þessu er að bankarnir tapa sínu fé, en eigendurnir maka krókinn.

Það væri fróðlegt, ef einhver vissi nákvæmlega hve háar upphæðir félög tengd helstu leikendum siðblinduleikverksins fengu að láni í hjá bönkum í eigu þessara sömu leikenda.  Þessi peningur hvarf nefnilega ekki bara si svona.  Peningar eru eins og orka, þeir eyðast ekki færast bara á milli manna.  Noti ég milljarð til að kaupa fyrirtæki, þá er eigandi þess með milljarð í höndunum.  Sá notar milljarðinn til að kaupa annað fyrirtæki og notar milljarðinn í þeim viðskiptum (eða greiðir upp lán sem mér sýnist lítið hafa verið gert af).  Svona heldur þetta áfram, þar til einhver ákveður að setja restina af peningunum inn á bankareikning.  Peningarnir hverfa sem sagt ekki og því er hægt að finna þá.  Vonandi er sérstakur saksóknari á fullu í leitinni og vísar síðan málum í stórum stíl til skattsins.  Ég held nefnilega að Al Capone leiðin sé líklegust til árangurs.


mbl.is Fons afskrifaði milljarðslán tveimur árum fyrir gjalddaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing og Glitnir veðsettu húsnæðislánasöfn sín

Það hefur fyrir löngu komið fram, að það voru Kaupþing og Glitnir sem veðsettu hluta húsnæðislánasafna sinna gegn fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum.  Að vera með eitthvað pukur í kringum það er fráleitt.  Mig minnir að það hafi meira að segja komið fram að sá hluti sem Kaupþing fékk að láni gegn veðunum hafi verið í kringum 180 milljarðar, meðan talan hjá Glitni hafi verið 130 milljarðar.  Í skýrslu skiptastjóra Kaupþings (Ólafs Garðarssonar) kemur fram að banki var með 222 milljarða í endurhverfum viðskiptum og er ekki ólíklegt að húsnæðislánin hafi að hluta verið sett sem trygging fyrir þessu.

Hugsanlega þarf að tvöfalda þessar tölur til að finna út húsnæðislánin sem þannig voru bundin.  Helgast það af því að eingöngu var lánað fyrir helmingi tryggingarveðanna, þ.e. hafi bankinn fengið 100 milljarða, þá lagði hann fram 200 milljarða í tryggingu.


mbl.is Veitir ekki upplýsingar um veð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meingallað svar fjármálaráðherra og villandi svar Seðlabankans

Ekki þarf mikla stærðfræðisnilld til að átta sig á því að svar ráðherra er meingallað. Skoðum tölurnar: Tekjur Fjöldi Undir 119.000 kr. 100.000 119.000 - 200.000 kr. 63.000 200.000 - 650.000 kr. 141.000 650.000 - 1.000.000 kr. 9.400 Meira en 1.000.000...

Verkamaður hraunar yfir "stjörnulögfræðing"

Ég hvet alla að lesa grein Jóns Þorvarðarsonar, verkamanns, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Óhætt er að segja að hann hrauni yfir Hróbjart Jónatansson, lögmann Avant, í grein sinni, en Hróbjartur staðhæfir í greinargerð unninni fyrir Avant að bílalán...

Tölur Seðlabankans ekki nothæfar eins og þær eru kynntar

Seðlabanki Íslands tók saman heilmikið af tölu í fyrra vor og voru þær kynntar með pompi og prakt um miðjan júní. Um þá kynningu sá Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum. Samkvæmt niðurstöðum bankans var staða heimilanna ekki svo...

Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn og Fjórbjörn

Steingrímur sagði ekki ég, Kalli sagði ekki ég, Guðmundur sagði ekki ég og Þór sagði ekki ég. Munurinn á þessu og litlu gulu hænunni er að enginn gengst við verkinu. Þetta minnir óþyrmilega á dópsala neita því að hafa flutt inn dópið sem fannst í hreysi...

Geta bankanna að leiðrétta lán heimilanna

Mikið hefur verið rætt um getu bankanna til að koma til móts við viðskiptavini sína vegna stökkbreytingu lána. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í skýrslu um fyrstu endurskoðun sjóðsins, sem kom út í byrjun nóvember, mat sjóðsins á getu bankanna. Í...

Svindl og svínarí í skuldsettri yfirtöku

Það er með ólíkindum þetta plott nokkurra ósvífinna einstaklinga/eignarhaldsfyrirtækja að kaupa fyrirtæki af sjálfum sér með skuldsettri yfirtöku til þess eins að mjólka nokkra tugi milljarða út úr bankanum sínum. Eins og kemur fram í frétt Markaðarins...

Svælum út illa fengið fé með gjaldmiðilsskiptum

Mig langar að varpa fram hugmynd sem ég hef heyrt oftar en einu sinni. Hún er að skipta um gjaldmiðil, þ.e. úr krónum í nýjar krónur eða hvað við viljum kalla nýja gjaldmiðilinn. Tilgangurinn væri fyrst og frest til að svæla út fé sem skotið var undan af...

Óskiljanlegur málflutningur ráðherra

Ég á stundum í mestu erfiðleikum með að skilja Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hér kemur enn eitt atriðið sem ég skil ekki í málflutningi hans. Hann heldur því fram í ræðustóli á Alþingi að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms...

Lán í erlendri mynt voru almennt ekki veitt

Enn og einu sinni fer Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í orðaleik til að komast hjá því að taka upp hanskann fyrir lántaka í landinu. Hann á að vita betur en svo að tala um gengistryggð lán sem lán í erlendri mynt. Hann á líka vita betur...

Umræða á Bylgjunni: Hvað hefur ríkisstjórnin gert jákvætt fyrir heimilin?

Ég var að hlusta á Eygló Harðardóttur og Árna Þór Sigurðsson í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Undir lok þáttarins fengu bæði mjög einfalda spurningu: Hvað er það jákvæða sem ríkisstjórnin hefur gert fyrir heimilin? Svar Eyglóar var í grófum dráttum:...

Íslenskt lán, myntkörfulán, gengistryggt lán eða erlent lán - hver er munurinn?

Það er nú kannski að æra óstöðugan að koma með enn eina færsluna um þessa deilu um gengistryggðu lánin, en ég má til. Í umræðu undanfarna daga, þá hefur mörgum reynst hált á svellinu þegar kemur að því að ákveða hvað þessir fjármálagjörningar kallast....

Hrunið - hlutar 4 og 5: Basel II og matsfyrirtæki

Ég, eins og fleiri, hóf að líta um öxl á orsakir bankahrunsins í lok september og boðaði þá í færslunni Dagurinn sem öllu breytti , að ég myndi birta skoðun mína á 12 atriðum, sem ég tel mestu skipta. Ég hef þegar birt þrjár færslur, þ.e. Hrunið - hluti...

Af hverju tók fólk gengistryggð lán?

Í tæp níu ár hefur verið ólöglegt að gengistryggja lánasamninga. Þrátt fyrir það hafa fjármálafyrirtæki boðið slíka samninga. Ég er með í skjölum hjá mér afrit af slíkum samningi um bílakaup frá árinu 2001. Ég gerði ekki þann samning, heldur keypti...

GPS staðsetningartæki í öll tæki sem notuð eru á jöklum

Þakka ber fyrir giftusamlega björgun. Þarna hefði getað farið illa og núna kominn tími til að skipuleggjendur jöklaferða endurskoði öryggismál sín enn frekar. Almennt held ég að fáir ferðaskipuleggjendur séu eins meðvitaðir um öryggismál. en nú þarf að...

Eftirlitsaðilar brugðust og þess vegna komust fjármálafyrirtæki upp með að bjóða ólöglega afurð

Það er merkilegt að lesa rök stjörnulögfræðingsins, Sigurmars K. Albertssonar. Hann veit það jafnvel og þeir sem vit hafa, að mjög margir ágallar voru á dómi héraðsdóms í máli SP-fjármögnunar. Hann veit líka að það eru ekki rök, að eftirlitsaðilar hafi...

Lögmæti gengistryggðra lána og erlendra lána

Nú er fallinn dómur þar sem kveðið er úr um að verðtrygging lána við gengi, svo kölluð gengistrygging, sé á skjön við ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, tjáir sig um þessa...

Áfangasigur, en málinu er ekki lokið

Það ber að fagna þessari niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómnum er tekið undir þau sjónarmið sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa bent á síðustu 10 mánuði. Eins og kemur fram í annarri færslu hjá mér frá því fyrr í kvöld um þetta mál (sjá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1682116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband