Leita í fréttum mbl.is

Stýrivextir lækka en raunstýrivextir hækka!

Ég verð að viðurkenna, að mér fannst vera svigrúm til meiri lækkunar stýrivaxta.  Stýrivextir umfram veðbólgu hafa á undanförnum mánuðum verið talsvert lægri, en þeir verða við þessa ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands.  Þarf að fara aftur til júní  á síðasta ári til að finna sambærilega raunstýrivexti, en þá voru þeir 2,82% samanborið við 2,92% eftir þessa ákvörðun.  Lægst fóru raunstýrivextir niður í 1,1% í ágúst og hafa síðan verið að hækka hægt og bítandi.  Stökkið núna nemur rúmlega 0,4%, þ.e. úr 2,48% í 2,92%.

Mér finnst vera mikilvægt að Peningastefnunefndin sýni trú sína á hagkerfið.  Bandastjórn Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar gerði það ekki með því að halda raunstýrivöxtum langtímum saman yfir 5% og þaðan af hærra.  Hæst fóru raunstýrivextir í tæp 9,9% í ágúst 2007 sem þá jafngilti nærri því þrefaldri ársverðbólgu.  Ekki sýndi það beint trú bankans á að vopn hans bitu.

Forvitnilegt verður að sjá hvort bankarnir bregðist við þessari lækkun með því að lækka en frekar útlánsvexti sína.  Því miður hefur atvinnulífið þurft að greiða allt of háa vexti undanfarin misseri, vexti sem hamla alla uppbyggingu og vöxt.  Með fjármagnskostnað upp á 12 - 15% og þaðan af meira, er erfitt annað en að hleypa þeim kostnaði út í vöruverðið.  Nú er verðbólgan komin niður fyrir 7% og það sem meira er, að þriggja mánaða verðbólga er komin niður fyrir 4% (3,6% til að vera nákvæmur).  Mér hefur alltaf fundist skammtíma verðbólgumæling vera mun marktækari mælikvarði á ástandið í þjóðfélaginu og skarpari breytingar séu líklegri til að skila árangri.  Höfum í huga að þriggja mánaða verðbólga mun fara talsvert niður fyrir 3% í næstu mælingu, þó svo að ársverðbólgan haldist óbreytt milli mánaða.


mbl.is Stýrivextir lækka í 9,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Síðan er það góð spurning, hvort yfirleitt sé þörf á stýrivöxtum - þ.s. þetta er ekki þenslubólga? Heldur kemur hún til af því, að við erum örhagkerfi, sem flytur nánast allt inn.

Þ.s. enga þenslu er að finna í kerfinu, er þarf að hemja, get ég ekki séð í raum og veru, að hægt sé að tala um raunverulegann verðbólguþrýsting, en sá skapast þegar til staðar er þensla - sem skapar kostnaðarhækkanir - ergo þenslubólgu.

En, í þenslubólgu, getur vaxtastig verið "neutral" í þeim skilningi, að áhrif þess - ef rétt stillt - akkúrat vegi á móti mældri þenslu.

En, þ.s. í dag er engin þensla, og þar með enginn þrýstingur á móti er þarf að hemja, þá stórefa ég að við núverandi aðstæður, sé rétt að tala um raunvexti á sama hátt og til staðar væri þenslubólga, og nota það þá sem viðmið um hvað réttir stýrivextir séu.

Með öðrum orðum, sé ekkert til að hemja, og því séu vextirnir að hamla atvinnulífinu af fullum 9,5% Þunga sínum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2010 kl. 11:25

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er samála þessu. Þessi stýrivaxtaákvörðun lýsir vandamáli sem þarf að koma böndum á. Seðlabankinn hefur til langs tíma horft um of á fagleg sjónarmið í penigastjórn sem oft fara illa eða ekki saman við heildar myndina í hagstjóninni.

Guðmundur Jónsson, 27.1.2010 kl. 11:32

3 identicon

Við skulum sjá í raun er það sem lækkar vísitöluna er ákveðið verðfall á húsnæði og jafnvel bjartsýnustu menn geta í raun ekki neitað því að það á eftir að falla miklu meira.

Annars er erfitt að meta krónugengið enda er það ekki alvöru gengi en síðustu skipti höfum við séð fall í gengi krónunnar sem Seðlabanki hefur þurft að halda uppi með handafli.

Annars held ég að það er erfitt að sjá hvaða lögmál gilda á þessum stórundarlega íslenska markaði sem er míkróskópískur og verður væntanlega minna en 3% af hagkerfi Noregs.

Gunnr (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1678165

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband