Leita í fréttum mbl.is

Vandi heimilanna - umræða á Alþingi

Það var forvitnilegt að fylgjast með umræðu á Alþingi um skuldavanda heimilanna.  Ég ætla ekki að fara út í langt mál um það sem þar kom fram, en eitt verð ég að fjalla um.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, og fleiri var tíðrætt um í lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins væri verið að taka á greiðslu- og skuldastöðu heimilanna.  Vandinn er að þetta er röng fullyrðing.  Lögin taka ýmist á greiðsluvandanum eða skuldavandanum.  Ekkert úrræði í lögunum tekur á hvorutveggja nema fyrir algjöra tilviljun.

Það er röng hugsun að stilla skuldir af miðað við eignir.  Eignastaða er síbreytileg.  Markaðsvirði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu er í frjálsu falli.  Viðskiptavinur sem fær lán sín færð niður í 110% af markaðsvirði í dag, situr uppi með 150% veðsetningu eftir nokkra mánuði.  Á viðkomandi þá að biðja aftur um sértæka skuldaaðlögun?  Skuldir þarf að leiðrétta án tillits til eignastöðu, þannig að ALLIR fái hlutfallslega sömu leiðréttingu á fasteignalánum sínum.  (Vissulega á þetta líka að gilda um bílalán.  Þetta á EKKI að gilda um fjárfestingalán vegna verðbréfaviðskipta.)

Hagsmunasamtök heimilanna eru að vinna að tillögum, sem samtökin vona að geti leitt til sáttar í þjóðfélaginu.  Tillögurnar verða vonandi kynntar fyrir lok mánaðarins, en við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum til að útfæra þær þannig að almenn sátt geti náðst um þær.

Hafa skal í huga, að það er sama hvaða úrræði er komið með, alltaf verða einhverjir sem munu fara í nauðungarsölu eða gjaldþrot.  Þess vegna er nauðsynlegt að gera þau úrræði manneskjulegri og réttlátari.  Í dag eru þessi úrræði undantekningarlaust kröfuhafa miðuð.  Við þurfum að leita til Norðurlanda um nýjar fyrirmyndir.  Við þurfum að setja okkur í spor þolenda og spyrja okkur hvernig myndum við vilja hafa þetta, ef við værum að ganga í gegn um þessa raun.  Það er þetta gamla góða:  "Það sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, skulið þér og þeim gjöra."  Ég held að fjármálafyrirtæki ættu að hafa þessa reglu í huga í samskiptum sínum við viðskiptavini sína.  Það er nefnilega aldrei að vita hvenær hlutverk snúast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þessar launsir séu löngu komnar fram með margskonar áherslum og útgáfu. Það verður hinvegar aldrei að veruleika nema stærsti hluti lánþega á íslandi (helst allir), bæði heimili og fyrirtæki, taki sig saman og hætti að borga og setji bankana í þá stöðu að verða að semja um raunverulega leiðréttingu. Þessar leiðir sem bankarnir eru að bjóða með að skipta yfir ISK á margföldum vöxtum leiðir til meiri endurgreiðslu en höfustólinn stendur í dag í erlendri mynt. Þrátt fyrir að höfustóll sé leiðréttur um einhvern hluta að þá vega háir vextir og lenging lánstíma rúmlega upp á móti. Í sumum tilfellum er bankinn að fá meira en til stóð og þetta er ekki orðum ofaukið!

Það er ekki fyrr en fólk tekur sig saman og hreinlega setur lánastofnunum stólinn fyrir dyrnar með beinum aðgerðum eða dómsmáli. Nú þekki ég ekki stöðu málaferlana sem varða erlendu lánin osfr. En ef það er minnsta lagalega óvissa (sem mér er sagt sé soldið stór óvissa í þessu tilfelli) að þá á fólk ekki að taka þessi úrræði sem liggja fyrir gild. Það er klárt mál að bankarnir tóku stöðu á móti ISK og feldu gengið í kjölfarið. Það er lagaleg óvissa um hvort að fólk eða fyrirtæki eigi yfir höfuð að borga til baka margfaldan höfustól lána... tala nú ekki um siðferðishlutan á þessum málum.

Ég minni bara á að það mun EKKERT gerast í skuldmálum landsins fyrr en þessu kerfi sem fyrir er verði bylt! Hvað sem líður góðum hugmyndum og ráðum.

Tralli (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 13:19

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Marínó, mér finnst þú sigla nokkuð óheiðarlegan sjó þegar þú ræðir um vanda heimilanna. ég tapaði öllu mínu í óðaverðbólgunni sem geisaði fyrir 25 - 30 árum síðan. Þá var ekkert annað en að taka því sem að höndum bar, fógetinn kom og hamarhöggið féll, við missti allt.

Okkur hjónum tókst að vinna okkur aftur upp á yfirborðið, við fengum enga sérstaka hjálp, en eignuðumst aftur hús, talvert skuldsett. En við hrunið versnaði hagurinn umtalsvert. En minn banki, Íslandsbanki,  hefur komið mikið til móts við okkur svo við munum standa það af okkur.

Ég gæti sagt þér nánar frá því hvernig okkar hagur batna en ég er ekki viss um þú viljir heyra það, þú virðist vilja horfa á það neikvæða.

En það er vissulega verið að gera margt og mikið fyrir þá sem hafa farið illa út úr hruninu, en mundu það Marinó; það verður ekki öllum bjargað, ekki þeim sem skuldsettu sig upp fyrir höfuð.

En þegar mestu orrahríðinni lýkur verðum við að hreinsa flórinn endanlega. Fyrri ríkistjórnir virðast flestar hafa verið sammála um að slá skjaldborg um fjármagnseigendur en láta skuldara bera allan vafann. Það hófst með Ólafslögunum svonefndu fyrir rúmum 30 árum (bera nafn af Ólafi Jóh.) þá voru allar fjárskuldbindingar vísitölutryggðar upp í topp, en skuldarar máttu súpa hið ramma seyði, vísitölutrygging á laun afnumin með öllu enda var víxlverkun verðhækkana að keyra allt í kaf. En það hefði þurft að afnema vísitölutryggingar með öllu bæði á lán og laun.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.2.2010 kl. 18:16

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður Grétar, ég hef aldrei getað skilið þann málflutning þinn, að fyrst þú lentir í þessu og komst af harðfylgni í gegn um vandann þinn, þá sé sjálfsagt að 30% þjóðarinnar geri það núna.  Ég er í þessari baráttu núna svo þetta verði ekki að reglulegum þætti í þjóðfélaginu að allt fari á annan endann og stór hópur fók missi aleigu sína vegna þess að stjórnvöld ráða ekki við verðbólguna.  Ég tel mig ekki vera að horfa á það neikvæða.  Ég sætti mig bara ekki við að tapa því sem ég er búinn að vera að byggja upp undanfarin 20 ár, vegna þess að innan við 100 Íslendingar urðu græðgi að bráð.  Ég er í þeirri vinnu að reyna að hreinsa flórinn (eins og þú vísar til).  Ég geri það eftir minni aðferð og þér þarf ekki að líka sú aðferð.

Það er gott að þinn banki hafi til móts við þig, en hvað var hann búinn að hafa af þér mikinn hluta af eignum þínum áður en hann kom til móts við þig og hve mikið þarft þú að bera óbætt?

Marinó G. Njálsson, 4.2.2010 kl. 18:34

4 Smámynd: Davíð Pálsson

Árni Páll sagði í dag réttilega að þetta mál væri flókið úrlausnar. En við hrunið þá var þetta ekki svo flókið. Þá hefði einfaldlega strax þurft að aftengja vísitölutengingu við lánin. Punktur!

Núna er útilokað að beita jafnræðisreglu til lausnar þess. Eins og fram kom í síðasta Silfri Egils þá hagnast 110% aðferð Arion banka hátekjufólki langbest. Þeir sem lægri hafa tekjur fara illa út úr lausninni.

Þá hafa sumir, nauðbeygðir, beitt öllum tiltækum ráðum til að greiða niður höfuðstól lánanna svo sem að taka út séreignasparnað sinn til þess.

Er eitthvað skrýtið að fólk kalli eftir réttlæti?

Davíð Pálsson, 4.2.2010 kl. 19:35

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þúsundir eru búnir að tapa öllu sínu eins og Sigurður Grétar og tugþúsundir stefna sömu leið. Flestir þeirra eru í þeirri stöðu að þeir tapa ekki aðeins öllu sem þeir áttu heldur koma til með að sitja uppi skuldahala upp á margar milljónir, jafnvel tugir milljóna.

Ég lagði 1,5 milljón í mína íbúð þegar allt er tekið til og fékk lán fyrir afganginum. Lánið hefur hækkað um 2,5 milljón, á tveimur og hálfu ári.

Það má því segja að ég hafi tapað 4 milljónum á því að reyna að eignast þak yfir höfuðið. Ég veit samt að ég er heppinn miðað við marga.

Samt dýr leiga á 90 fm. íbúð, 140 þús. á mánuði. Veit að ég hefði getað fengið sambærilega íbúð leigða á 80 þúsund á mánuði.

Theódór Norðkvist, 4.2.2010 kl. 20:47

6 identicon

Sæll

Ég var í ræktinni á bretti þegar Jóhanna mætti í Kastljósið. Ég hlustaði um leið og ég skokkaði en ég heyrði ekki betur en að Jóhanna hefði sagt í lofræðu um öll þau góðu úrræði sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir, að það þyrfti einungis að greiða af lánum 2 árum lengur ef menn færu greiðslujöfnunarleiðina. Heyrði ég vitlaust eða veit hún ekki betur?
Ég hef verið að hugsa undanfarna daga í ljósi þess hve hroðalega margir stjórnmálamenn virðast hafa tekið þátt í sukkinu, hvort við þurfum að fara leita út fyrir landsteinana eftir réttlæti. Hvað geta stjórnmála menn boðið uppá mikið þar til við gætum t.d. leitað til Mannréttindadómstólsins?
kv,

vj (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 21:45

7 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Varðandi viðhorf þín Sigurður í þessum málum, þá verð ég að segja að einmitt þín kynslóð hugsar mikið á þessum nótum.

Því miður þá gengur þessi hugsun ekki upp ef málið er vel skoðað.

Af því að þú ert nú pípari þá kannski skilur þú þessa myndlíkingu betur.

Ef of mikill þrístingu á kerfi veldur síendurteknum lekum og stundum flóðum, þá er ekki nóg að vera bara rosalega duglegur að ausa í þrjú ár.

Það verður að stilla þrístinginn og gera við kerfið,jafnvel breita en umfram allt komast að orsök vandans. En ekki senda fólk bara á sundnámskeið. 

Íslenskt hagkerfi og lánakerfi verður að fara í gegnum rótækar breytingar. 

Allt of lengi höfum við glímt við afleiðingar slæmra útlána og hárra vaxta og ómennsku verðtryggðu lánakerfi.

Það væri algerlega óábyrgt að okkur að láta komandi kynslóðir eiga aftur við þennan vanda.

Orsakir verðbólgu upp fyrir 5% eru mjög sjaldan ræddar  vegna þess að orsakana er að finna í bönkunum og eftirliti með þeim. Seðlabanka og löggjafa. 

Vilhjálmur Árnason, 6.2.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 1678184

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband