6.8.2010 | 13:32
Stórfrétt: Seðlabankinn þagði um lögfræðiálit frá 12. maí 2009
Tveir þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, sendu áðan tölvupóst til formanna viðskiptanefndar og efnahags- og skattanefndar. Afrit var sent á nefndarmenn, fjölmiðla og auk þess sem hann var birtur á síðu Hreyfingarinnar. Því miður hafa fjölmiðlar ekki ennþá séð ástæðu til að fjalla um málið, því þar er varpað fram einhverri stærstu sprengjum sem varpað hefur verið inn í umræðuna um lögmæti gengistryggingarinnar. Hér er pósturinn og fjalla ég síðan um innihald hans fyrir neðan:
Sæl Lilja og Helgi,
við óskum eftir sameiginlegum fundi viðskiptanefndar og efnahags- og skattanefndar vegna svara Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins til nefndanna við fyrsta tækifæri.
Í framhaldi af dómi Hæstaréttar þann 19. júní þar sem gengistrygging lána var dæmd ólögleg voru fulltrúar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins boðaðir á sameiginlegan fund efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar. Í framhaldi af þeim fundi sem haldin var 5. júlí voru stofnanirnar beðnar um svör við ákveðnum spurningum sem nú hafa borist.
Svörin eru þess eðlis að ekki er hægt að sætta sig við þau án frekari skýringa en þar kemur m.a. fram að mikið ósamræmi er í tölulegum gögnum stofnananna og að mati sérfræðings munar jafnvel hundruðum milljarða á tölulegum niðurstöðum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.
Alvarlegast í svörunum er þó að fram kemur að Seðlabankinn lét gera óháð lögfræðiálit á lögmæti gengistryggðra lána og að það lögfræðiálit hafi gefið til kynna að gengistryggingin kynni að vera óheimil. Í framhaldinu sendir aðallögfræðingur Seðlabankans frá sér minnisblað þar sem tekið er undir lögfræðiálitið. Óháða álitið og minnisblað aðallögfræðingsins eru dagsett 12. og 18. maí 2009. Seðlabanki Íslands hafði því ákveðna vissu fyrir því hver líkleg niðurstað málaferla yrði heilum þrettán mánuðum fyrir dóm Hæstaréttar.
Seðlabanki Íslands þarf að útskýra fyrir þingi og þjóð með hverjum hann deildi þessum upplýsingum og ef hann hélt þeim fyrir sig, þá hvers vegna. Gengistryggðu lánin voru stór hluti af uppgjörinu milli gömlu og nýju bankanna sem fram fór um haustið 2009 og lögmæti þeirra mikilvert í því ferli. Til upprifjunar skal á það minnt að stórs hluti þingmanna og almenningur hefur lengi verið kallað eftir almennum aðgerðum til leiðréttingar á skuldum heimilanna, m.a. til að eyða þeirri óvissu sem skapaðist fyrir efnahagslífið í heild til lengri tíma litið, ef ekki yrði gripið slíkra aðgerða. Með upplýsingar frá Seðlabankanum um ofangreint lögfræðiálit eru meiri líkur en minni á því að Alþingi hefði tekið af skarið og náð saman um almennar aðgerðir og þar með eytt þeirri óvissu sem og þörfinni á málaferlum sem nú valda endurreisn efnahagslífsins óþolandi og óþarfa töfum.
Það er því krafa Hreyfingarinnar að fulltrúar Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og Bankasýslu ríkisins verði boðaðir á sameiginlegan fund efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar til að gera frekari grein fyrir þeim svörum sem fram eru sett í áðurnefndum bréfum dagsettum 27. júlí (FME) og 30. júlí (SÍ).
Margrét Tryggvadóttir
Þór Saari
þingmenn Hreyfingarinnar
Ég veit ekki hvort fólk átti sig almennilega á þessu. Seðlabanki Íslands vissi í maí 2009, já maí 2009, að gengistrygging kynni að vera óheimil og aðallögfræðingur bankans skrifaði minnisblað 18. maí 2009, þar sem hann tekur undir þennan skilning.
Ég er eiginlega alveg kjaftstopp. Seðlabanki Íslands viðurkennir að hafa vitað frá því 12. maí 2009 að gengistrygging kynni að vera óheimil og bankinn gerði ekki neitt (að því virðist) til að bregðast við því. Ég hélt að tilmæli hans frá því 30. júní hafi einmitt verið sett fram vegna áhyggju bankans af fjármálastöðugleika og lagaskyldu um að gera allt sem hægt er til að viðhalda honum. Mér sýnist sem Seðlabankinn hafi sjálfur skapað þann "óstöðugleika" sem hann taldi sig hafa verið að bregðast við 30. júní sl. Ég spyr bara: Hvað er í gangi? Er mönnum ekki sjálfrátt í fúskinu?
Ég krefst þess að Seðlabankinn upplýsi hverja hann lét vita af álitinu og hverjum hann sendi minnisblað aðallögfræðings bankans. Ég krefst einnig að vita hvers vegna Seðlabankinn gerði ekki þetta álit opinbert, þar sem það hafði mjög mikla þýðingu við endurskipulagningu bankakerfisins. Þá vil ég fá að vita hvers vegna Seðlabankinn greip ekki inn í hina (líklega) ólöglegu starfsemi fjármálafyrirtækjanna. Bankinn sá ástæðu til þess 30. júní að grípa inn í dóm Hæstaréttar, þegar hann taldi lagaóvissu stefna fjármálakerfinu í óvissu. Hvers vegna gerði bankinn það ekki í fyrra sumar?
Tölur FME aðrar en Seðlabankans
Ég vil líka vekja athygli á því sem fjallað er um tölur FME um kostnað fjármálakerfisins vegna dóma Hæstaréttar og þess að nota mismunandi vaxtaforsendur. Ég er nefnilega þessi sérfræðingur sem vísað er til í bréfi þingmannanna og án þess að brjóta trúnað um tölurnar, þá get ég sagt að það er ekki heil brú í útreikningum FME. Slengt er fram tölum án rökstuðnings. Tölur FME eru sérstaklega áhugaverðar í ljósi yfirlýsinga minnst tveggja ráðherra, Seðlabankans og forstjóra FME um að allt að 350 milljarðar geti fallið á skattgreiðendur verði samningsvextir látnir standa á gengistryggðum lánum. Fljótt á litið er EKKERT í svari FME sem styður þá staðhæfingu. EKKERT. Staðhæfingin er svo tilhæfulaus, að ég mun í framtíðinni efast um sannleiksgildi alls sem frá Gunnari Andersen kemur.
Það er rétt að í svörtustu sviðsmyndinni reiknar FME út að áhrifin geti orðið nálægt 350 milljörðum, en það er ekkert í sem bendir til þess að eitthvað nálægt þeirri upphæð falli á skattgreiðendur, þó svartasta sviðsmyndin verði að veruleika. Ekki er tekið tillit til afsláttar sem fjármálafyrirtækin fengu frá eldri kennitölum sínum. Íslandsbanki fékk 47% afslátt af sínum lánasöfnum, Landsbankinn fékk 34% afslátt af lánasöfnum heimilanna og örugglega meira af lánsöfnum fyrirtækjanna og Arion banki fékk 24% afslátt af lánasöfnum heimilanna. Það er fáránlegt að taka ekki tillit þessa afsláttar í útreikningum FME. Hafi bankarnir ætlað að nýta sér þennan afslátt til framtíðartekna, þá er það náttúrulega ekkert annað en þjófnaður. Auk þess metur FME að tjón, sem einkafyrirtækin Lýsing, Avant og SP-fjármögnun verða fyrir vegna bílalána, lendi á skattgreiðendum. Það er náttúrulega ótrúleg þvæla.
FME segir vissulega að [h]eildarlækkun verður vegna lækkunar á höfuðstól lánasamninga, núvirts taps á framtíðargreiðsluflæði, útborgunar vegna opinna lánasamninga og uppgreiddra lánasamninga. Hér vantar sundurliðun. Hér vantar líka að tilgreina hvernig núvirt tap á framtíðargreiðsluflæði verður til. Hvaða vexti var miðað við, hvaða verðbólgu og áhrifin af því að lánin innheimtist betur eða verr eftir því hvaða leið verður farin. Ef ég á að segja eins og er, þá segja tölur FME nákvæmlega ekki neitt. Það er ómögulegt að segja til um hvort þær eru réttar eða rangar. Það er ekki á þeim byggjandi. Svo einfalt er það.
Þess fyrir utan, þá mótmæli ég því að tjón einkafyrirtækjanna Lýsingar, Avant og SP-fjármögnunar sé áhyggjuefni skattgreiðenda eða ríkisins. Okkur kemur nákvæmlega ekkert við hvort þessi fyrirtæki tapi á því að fara að lögum. Þau eru lögbrjótarnir og eigendur þeirra og kröfuhafar verða að taka á sig tapið. Þá er "tapið" sem gæti lent á ríkinu vegna heimilanna allt í einu orðið að engu. Ég mótmæli því líka að það hafi áhrif á fjármálastöðugleika, eins og SÍ og FME héldu fram, þegar stofnanirnar hvöttu fjármálafyrirtæki til lögbrota, að nokkur einkarekin fjármögnunarfyrirtæki fari á hausinn. Það er líka út í hött að Seðlabankinn sé allt í einu að verja slík fyrirtæki, þegar bankinn virðist hafa hylmt yfir með lögbrjótum í 15 mánuði. Mikið hefði bara verið gott, ef Seðlabankinn hefði sýnt væntumþykju sína um fjármálastöðugleika strax eftir að hann komst að lögbrotum fjármálafyrirtækjanna með því að gera þá strax eitthvað annað í málunum, en að breyta tölfræðisamantekt sinni. Verða það að teljast einhver aumustu viðbrögð við þeirri ógn, sem bankinn sér í lögbrotinu núna eftir að Hæstiréttur hefur tekið undir lögfræðiálit Seðlabankans. Bankinn vissi af því í 15 mánuði, að gengistryggingin kynni að vera ólögleg og það er því rétt sem ég sagði um daginn: Mistök embættismanna og ráðherra kosta skattgreiðendur hugsanlega 100 milljarða - Lán heimilanna eru ekki ástæðan. Já, það voru mistök Seðlabankans sem þarna skipta máli, ekki lán heimilanna. Mér sýnist sem það kosti fjármálafyrirtækin eitthvað að fara að lögum, en að halda því fram að lán heimilanna valdi því að allt að 350 milljarðar falli á ríkið það tilbúningur og heldur ekki vatni. Gleymum því svo ekki sem ég nefndi að ofan að Íslandsbanki fékk að jafnaði 47% afslátt af lánasöfnum sínum, Landsbankinn 34% af lánum heimilanna og Arion banki 24%. Ekki reyna eitt augnablik að telja mér trú um að afslátturinn á óverðtryggðum krónulánum og verðtryggðum krónulánum hafi verið jafnhár og af gengistryggðum lánum. Nei, afslátturinn af gengistryggðum lánum var margfalt meiri en af krónulánunum og FME getur ekki leyft sér að reikna áhrif af einhverju sem þegar hefur fengist afsláttur af, nema auðvitað að aldrei hafi staðið til að láta viðskiptavinina njóta afsláttarins. Höfum svo loks í huga, að endurskoða á (a.m.k. í sumum tilfellum) uppgjörið milli gömlu bankanna og nýju árið 2012. Þá mun gefast tækifæri til að leiðrétta afsláttinn hafi verðmæti lánasafnanna ekki verið það sem gert var ráð fyrir.
Mér finnst að þingnefndirnar tvær: efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar, eigi að kalla SÍ og FME aftur fyrir og krefjast frekari skýringa. Ekki á að sleppa þeim við þá útúrsnúninga, sem koma fram í svörum þeirra og ekki á að leyfa þeim að komast upp með FÚSK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.8.2010 | 11:56
Rangfærsla í úrskurði Neytendastofu
Það er ein ákaflega meinleg rangfærsla í úrskurði Neytendastofu. Þessi rangfærsla er svo meinleg að hún gerir niðurstöðuna hálf hjákátlega. Bílasamningar SP-fjármögnunar eru þvi marki brenndir að tekið er lán í SP-einingum. Þannig er í tilfelli þess samnings, sem hér um ræðir, helmingur lánsins í SP5-einingum og hinn í verðtryggðum íslenskum krónum. Þessar SP5-einingar eru búnar til af SP-fjármögnun og eiga ekki skylt við íslenskar krónur eða erlenda gjaldmiðla, þó hafi þær vissulega virðistengingu við mynthlutföll og gengi undirliggjandi gjaldmiðla í íslenskum krónum.
Gengi SP5-eininganna er misjafnt eftir því hvenær lántaki tekur lán. Það veltur á gengi undirliggjandi gjaldmiðla, sem SP5-einingin er miðuð við, á lántökudegi. Hún er þó ekkert frekar í erlendri mynt, en að inneign í íslenskum hlutabréfasjóði með eignir í erlendum hlutafélögum er í þeirri mynt sem hlutafélögin eru skráð í. Eigi ég eign í viðkomandi hlutabréfasjóði, þá er hún í íslenskum krónum. Á sama hátt er SP5-einingin í íslenskum krónum og lánið því í íslenskum krónum. Það er ekkert erlent við þetta lán annað en að SP5-einingin er með fót í myntkörfu, sem núna hefur verið dæmdur ólöglegur af Hæstarétti. Að slík eining sé notuð gerir lánið ekki erlent frekar en notuð hefði verið ávaxtakarfa eða ostakarfa.
Mér finnst merkilegt að lesa þennan úrskurð Neytendastofu. Það er eins og stofnunin leggi sig fram við að réttlæta framsetningu SP-fjármögnunar á upplýsingum og efni samnings. Það er skýrt í neytendaverndartilskipun ESB og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga að óskýrleika í samningum eigi að túlka samning neytenda í hag. Neytendastofa leggur sig aftur alla fram við að brjóta gegn þessum lagabókstaf og túlka allan vafa lánafyrirtækinu í hag.
Úps, ég gleymdi því að Neytendastofa má ekki fjalla um neytendavernd í íslenskum lögum. Já, svo fáránlegt sem það er, þá fellur innleiðing neytendaverndartilskipunar ESB í 36. gr. laga nr. 7/1936 og lögfest var með lögum nr. 14/1995 ekki undir Neytendastofu!!! Er þetta ein af þessum fáránlegu vitleysum sem er að finna í íslenskum lögum og Alþingi verður að breyta ekki síðar en á haustþingi.
![]() |
SP-Fjármögnun braut lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2010 | 10:15
Einföld skuldajöfnun gerð að flóknu ferli
Í febrúar 2009 ræddi finnskur blaðamaður við mig og fjölskylduna eftir að ég hélt ræðu á Austurvelli. Þegar ég sagði honum að við hjónin værum sem tvær eignir, aðra í byggingu sem við gætum ekki gert klára til notkunar og hina sem við gætum ekki selt, þá sagði hann mér að fólk með tvær eignir hefði verið sá hópur sem kom verst út úr finnsku kreppunni. Frá febrúar 2009 hef ég hitt félagsmálaráðherra nokkrum sinnum, þingmenn fjögurra þingnefnda og bankastjóra allra bankanna til að fjalla um skuldamál heimilanna. Hef ég haldið þessu atriði á lofti við þá alla, enda er ekki hægt að búast við því að nokkur maður geti staðið undir skuldabyrði tveggja eigna.
3. apríl 2009 samþykktu öll fjármálafyrirtæki að bjóða fólki með tvær eignir upp á að frysta öll lán á eignunum. Því miður hefur framkvæmd þessa úrræðis verði þannig hjá sumum, að ómögulegt hefur verið að nýta sér það. T.d. krafðist Landsbankinn þess, að fá skjöl sem í mínu tilfelli samsvaraði um 100 blaðsíðum af ljósrituðum gögnum, SPRON byrjaði vel og gerði hlutina umorðalaust, en næst var boðið upp á þriggja mánaða frystingu í senn, Frjálsi fjárfestingabankinn brauð bara frystingu á höfuðstólsafborgunum, en ekki vöxtum auk þess sem hár kostnaður fylgdi, meðan Íbúðalánasjóður spurði engra spurninga og lán voru fryst í eitt ár í senn. Vilji maður nýta sér þetta úrræði í dag, þá þarf að sækja um það á sameiginlegan vef um greiðsluerfiðleika!!! Já, maður er hættur að tala við hverja fjármálastofnun fyrir sig, heldur fer umsókn í gegn um sameiginleg apparat. Ótrúlega heimskulegt fyrirkomulag, svo ekki sé meira sagt, og Landsbankanum tókst greinilega að sannfæra hina um að búa til tæknilega hindrun fyrir almenning, því skila þarf inn skjalabunka upp á yfir 100 blaðsíður í mínu tilfelli. Augljóslega á að tryggja að lántakar fari ekki of auðveldlega í gegn um þetta.
Þegar frumvarp að lögum um úrræði fyrir fólk með tvær eignir var lagt fyrir Alþingi, þá samdi ég tvisvar umsögn um málið. Í fyrra skiptið voru ákvæðin inni í sameiginlegu frumvarpi með öðrum málum, en í formi sérlaga í seinna skiptið (sjá þá umsögn hér). Aftur virðist skriffinnska Landsbankans hafa orðið ofan á. Ferli sem er í eðli sínu einföld skuldajöfnun var gerð að flóknu ferli. Já, þetta er bara skuldajöfnun. Einstaklingur/hjón eiga tvær eignir. Á þessum tveimur eignum hvíla skuldir sem eru umfram greiðslugetu viðkomandi. Lausnin er að lánadrottnar leysi aðra eignina til sín gegn yfirtöku skulda. Eigandinn heldur síðan hinni eigninni með afganginn af skuldunum áhvílandi. Nei, það var ekki hægt að gera þetta svona einfalt. Það voru settar upp fjölmargar girðingar, svo aðframkomnir lántakar væru nú ekki að nýta sér þetta að óþörfu. Skoðum hvað segir um þetta á vef umboðsmanns skuldara:
Eftirfarandi skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til að þú getir sótt um:
- Ef þú áttir íbúð sem þú gast ekki selt og keyptir aðra á íbúð á tímabilinu 1.janúar 2006 til 1. nóvember 2008. Báðar eignirnar þurfa að hafa verið óslitið í þinni eigu frá þessu tímabili.
- Undanþágu frá fyrra tímamarki er hægt að veita við sérstakar aðstæður s.s. vegna staðbundinna aðstæðna á fasteignamarkaði. Löggjafinn hefur tekið fram að þessa undanþáguheimild beri að veita í algjörum undantekningartilvikum.
- Þú þarft að hafa skráð lögheimili í annarri íbúðinni og halda heimili þar.
- Hin íbúðin þarf svo annaðhvort að hafa verið heimili þitt áður eða að þú hafir keypt hana í þeim tilgangi að eiga heima þar eftir sölu hinnar. Ef þú hefur verið í þessari stöðu en náð að selja og tekið aðra fasteign en íbúð upp í sem greiðslu þá fellur sú eign undir skilyrðin.
- Skuldir sem hvíla á báðum eignunum samanlagt þurfa að lágmarki að vera 75% af áætluðu markaðsverði eignanna.
Ekki svo slæm skilyrði nema kannski þetta með 75% af áætluðu markaðsverði. Mér finnst það vera full hátt. En næst eru það gögnin sem á að skila:
Hvaða gögn þurfa að fylgja með umsókn?
- Veðbókarvottorð fyrir báðar íbúðirnar.
- Verðmat tveggja löggiltra fasteignasala á báðum íbúðunum.
- Skattframtöl síðustu þriggja ára ásamt síðasta álagningarseðli. Þessar upplýsingar getur þú nálgast á www.skattur.is með veflykli eða nálgast þær hjá skattstjóra.
- Tekjur síðustu þrír launaseðlar og/eða yfirlit um bótagreiðslur, meðlagsgreiðslur og lífeyrisgreiðslur. Jafnframt þurfa að fylgja upplýsingar um aðra fjármuni en vinnutekjur til að greiða af skuldum, svo sem vegna sölu eigna eða fjárframlaga annarra
- Vottorð um fjölskyldu- og hjúskaparstöðu. Þjóðskrá gefur þau út og hægt er að sækja um þau beint á vef þjóðskrárinnar http://www3.fmr.is/pages/1018
- Síðustu greiðsluseðlar allra lána og skuldbindinga og innheimtubréf frá lögfræðiinnheimtu vegna vanskila ef það á við.
- Greinargerð þar sem gerð er ítarleg grein fyrir skuldbindingum sem hvíla á fasteignunum. Tegund þeirra, tilurð, fjárhæð í upphafi og eftirstöðvum, greiðsluskilmálum, ákvæðum um vexti og verðtryggingu ef við á, að hvaða marki þær séu þegar í vanskilum, hvaða fjárhæð greiða þurfi af með afborgun, við hverja skuldirnar eru og hvar þær eru til innheimtu.
- Samþykki fyrir gagnaöflun undirritað af þér og ef við á maka þínum og þeim sem teljast til heimilisins. Þú finnur samþykki fyrir gagnaöflun á www.ums.is
Athugið: Ekki er hægt að hefja vinnslu umsóknar fyrr en öll gögn hafa borist. Umboðsmaður er bundinn trúnaði um allar upplýsingar sem aflað verður.
Vá, hér er verið að gera fólki virkilega erfitt að fyrir. Í mínu tilfelli eru þetta ekki undir 100 blaðsíðum af efni og til hvers? Ég er ekki oft sammála Pétri Blöndal, þingmanni, en orð hans í umræðunni um þetta mál hittu í mark. Hann sagði:
Ef menn vilja gera fólki erfitt fyrir, þá á að krefjast þess að það gangi þrisvar á Esjuna, en ekki þetta.
Til hvers þarf allar þessar upplýsingar, þegar um einfalda skuldajöfnun er að ræða. Lánadrottnar eru að taka eign lántaka upp í skuld svo lántaki eigi auðveldara með að standa í skilum með það sem eftir er skuldanna. Það er ekki verið að fá skuldir felldar niður. Það er ekki verið að biðja um afslátt á afborgunum. Það er ekki verið að biðja um frystingu afborgana. Nei, það er verið að koma hlutunum þannig í kring, að lánadrottnar fá eina eign til sín og eftir það mun lántaki greiða af þeim lánum sem eftir standa.
Þá eru það synjunarástæðurnar:
Umboðsmaður metur gögnin þín og getur þurft að synja umsókninni ef:
- Gögn sýna að þú uppfyllir ekki skilyrði laganna.
- Ef gögn þín og/eða greinargerð eru ekki nægjanlega ítarleg.
- Ef þú gefur villandi eða rangar upplýsingar af stöðu þinna mála.
- Ef þú hafðir ekki greiðslugetu fyrir lánum þegar þú tókst lánin eða hefur hagað þér óskynsamlega í fjármálum svo sem tekið verulega áhættu miðað við greiðslugetu þína á þeim tíma sem þú stofnaðir til skuldanna.
- Ef þú hefur komið þér í skuldir með þeim hætti að það hafi skapað þér skaðabótaskyldu og eða varða við refsingu.
- Ef þú hefur tekið lán sem þú hafði ekki þörf fyrir eða tekið meira lán en þú þurftir, t.d. að þú hafir tekið meira lán en þú þurftir við endurfjármögnun óhagstæðra lána.
- Ef þú hefur ekki greitt af lánum sem þú hafðir greiðslugetu til að greiða af.
- Ofangreint er ekki tæmandi talning, sjá nánar í lögum nr. 103/2010.
Hér eru nokkur atriði, sem ég skil ekki. Það eru punktar 4, 6 og 7. Skoðum þá betur:
- Ef þú hafðir ekki greiðslugetu fyrir lánum þegar þú tókst lánin eða hefur hagað þér óskynsamlega í fjármálum svo sem tekið verulega áhættu miðað við greiðslugetu þína á þeim tíma sem þú stofnaðir til skuldanna.
- Ef þú hefur tekið lán sem þú hafði ekki þörf fyrir eða tekið meira lán en þú þurftir, t.d. að þú hafir tekið meira lán en þú þurftir við endurfjármögnun óhagstæðra lána.
- Ef þú hefur ekki greitt af lánum sem þú hafðir greiðslugetu til að greiða af.
Hvaða máli skiptir þetta? Er ekki lánveitandinn betur settur, ef hann skuldajafnar núna strax og tekur eignina yfir, en ef hann sendir eigandann í gjaldþrot með tilheyrandi kostnaði? Fær ekki lánveitandinn meira upp í skuld sína með skuldajöfnuninni, en með fjárnámi, nauðungarsölu og gjaldþroti? Mér finnst ekki þurfa neinn snilling til að sjá að svo sé. Hver er þá tilgangurinn með þessum skilyrðum? Hann getur ekki verið neinn annar, en að knýja fram nauðungarsölu og gjaldþrot einstaklinga. Hafi einstaklingur hagað sér óskynsamlega, þá mun þessi aðgerð hvort eð er ekki skipta sköpum, en lánveitandinn er búinn að lækka tjón sitt. Það er alltaf betra fyrir lánveitandann að skuldajafna eins miklu og hægt er áður en til gjaldþrots kemur. Við erum að tala um veðkröfuhafa og í gjaldþroti og nauðungarsölu er staða þeirra hvort eð er rétthærri öðrum kröfuhöfum.
Í mínum huga gerði Alþingi mikil mistök við samningu þessara laga. Þau voru gerð allt of flókin og inn í þau byggð fjölmargar tæknilegar hindranir. Skuldajöfnun, sem er í eðli sínu einföld aðgerð, var gerð að einhverju skrímsli til að koma í veg fyrir, að fólk geti nýtt sér þetta úrræði eða gera því eins erfitt og kostur er að nýta sér það. Einu sinni sem oftar varð skriffinni fjármálafyrirtækjanna ofan á. Einu sinni sem oftar var slegin skjaldborg um fjármálafyrirtækin.
![]() |
Yfirveðsett fjárhagsaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2010 | 13:16
Neytendastofa valdalaus gagnvart neytendavernd í íslenskum lögum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.7.2010 | 18:32
Vont er þeirra ranglæti - verra þeirra réttlæti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.7.2010 | 15:06
Dómurinn bætir allt að 54% ofan á það sem þegar hefur verið greitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
24.7.2010 | 14:17
Dómur héraðsdóms mun fjölga gjaldþrotum einstaklinga og auka á óstöðugleika í hagkerfinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
23.7.2010 | 14:22
Gengur þvert á fyrri dóma - Hagsmunir neytenda fyrir borð bornir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
23.7.2010 | 09:23
Eiríkur Guðnason biðst afsökunar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | Breytt 23.7.2010 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
22.7.2010 | 10:36
Hugsanlega innan við 5% verðbólga í júlí og 2,5% í árslok
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010 | 12:29
Ánægjulegt að kaupmáttur launa aukist, en afborganir lána hækka meira. - Verðhjöðnun í júlí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2010 | 19:54
Hefur stefnumótun fyrir Ísland átt sér stað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2010 | 00:48
Umræða af Eyjunni vegna orðróms um lagasetningu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2010 | 16:33
Orðrómur um setningu laga vegna gengisdóma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2010 | 15:34
Dómarnir ógnar ekki stöðugleika, heldur að veitt hafi verið lán með ólöglegum hætti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2010 | 23:48
Flottu Símamóti Breiðabliks lokið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2010 | 14:14
Langavitleysan heldur áfram - Leggið spilin á borðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.7.2010 | 23:02
Greining Arion banka á áhrifum gengisdóms byggð á sandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði