Leita í fréttum mbl.is

Flottu Símamóti Breiđabliks lokiđ

Í dag lauk ákaflega vel heppnuđu Símamóti Breiđabliks.  Mótiđ er fyrir stúlkur í 5., 6. og 7. fl. kvenna og hefur ţađ veriđ haldiđ í meira en aldarfjórđung.  Í upphafi tóku líka ţátt eldri stúlkur, en síđustu tvö skipti hafa flokkarnir veriđ ţrír.

164 liđ frá 29 félögum tóku ţátt og sendur yfir 1.400 ţátttakendur.  Á síđustu ţremur dögum hafa fariđ fram 665 leikir á 18 völlum á íţróttasvćđi Kópavogs viđ Smárann.  Var stemmningin frábćr enda lék veđriđ viđ keppendur.  Var svo heitt, ađ brögđ voru ađ ţví, ađ leikmenn öfunduđu ţćr stúlkur sem fengu öđru hvoru ađ leika innandyra í Fífunni!

Verđlaunahafa mótsins voru sem hér segir:

Verđlaunahafar

5. flokkur A
Gull: KA
Silfur: Valur
Brons: Stjarnan

5. flokkur B
Gull: Valur
Silfur: Fylkir
Brons: Breiđablik

5. flokkur C
Gull: Valur
Silfur: Breiđablik
Brons: KA og Fylkir

5. flokkur D
Gull: Víkingur
Silfur: KA
Brons: Fylkir

Háttvísiverđlaun 5. flokks: Fjarđabyggđ/Álftanes

6. flokkur A
Gull: Haukar
Silfur: ÍR
Brons: Breiđablik

6. flokkur B
Gull: FH 
Silfur: Stjarnan
Brons: Breiđablik

6. flokkur C
Gull: FH 1
Silfur: Fylkir
Brons: Víkingur og Stjarnan

6. flokkur D
Gull: ÍA
Silfur: Breiđablik 1
Brons: Fylkir og Víkingur

Háttvísiverđlaun 6. flokks: Grótta

7. flokkur SA - A-úrslit
Gull: Grindavík 1 og Breiđablik 1
Brons: Víkingur 1 og ÍBV

7. flokkur SB - B-úrslit
Gull: Álftanes og Valur 2
Brons: KR og FH 2

7. flokkur C - A-úrslit
Gull: Reynir og Haukar 1
Brons: Haukar 2 og Grindavík

7. flokkur C - B-úrslit
Gull: ÍA og Valur
Brons: FH og Álftanes

Háttvísiverđlaun 7. flokks: Breiđablik

(Tekiđ skal fram ađ ţetta var í fyrsta sinn sem viđ skipuleggjendur mótsins voguđum okkur ađ veita Breiđablik háttvísisverđlaun, ţá flokkar félagsins hafi oft verđskuldađ ţađ áđur.)

Ég hef undanfarin ár veriđ í mótsstjórn og er ţađ sem sagt skýringin á ţví ađ ég veriđ "off-line" síđustu daga.  Svo merkilegt sem ţađ er, ţá eiga fćstir okkar í mótsstjórn stúlkur sem leika fótbolta.  Ţrátt fyrir ţađ er ţriđja helgin í júlí ár hvert eyrnamerkt ţessu móti, međ öllum ţeim undirbúningi sem ţessu fylgir.  Sýnir ţađ bara hve skemmtilegt starf ţađ er ađ standa ađ svona móti.  Ekki skemmir ţađ, ţegar samningar viđ veđurguđina ganga svona vel upp, eins og hefur gerst ţrjú af síđustu fjórum árum. 

Hápunktur mótsins er leikur "landsliđs" og "pressuliđs", sem fór fram seinni hluta laugardags á ađalleikvanginum.  Ţar kepptu stúlkur úr 5. flokki fyrir trođfullri stúku.  Var stemmningin stórkostleg og leikmönnum fagnađ gríđarlega vel.  Hver veit nema međal ţessara stúlkna leyndist framtíđar landsliđskonur.  A.m.k. er vitađ ađ í gegn um tíđina hafa margar núverandi og fyrrverandi landsliđskonur keppt viđ góđan orđstír.  Um kvöldiđ kom töframađur í heimsókn, Solla stirđa og svo Ingó í Veđurguđunum, sem heillađi allar stelpurnar upp úr skónum frá tveggja ára og upp úr.  Sáust margar ömmur dilla sér undir söngi hans.

Oft var stutt á milli hláturs og gráturs, enda var stefnan sett hátt.  Mörg óvćnt úrslit litu dagsins ljós, sérstaklega í útsláttarhluta mótsins.  Einnig varđ spilastokkurinn örlagavaldur margra liđa, ţegar ýmist ţurfti ađ skera úr um röđ liđa í riđlum eđa úrslit leikja, ţegar ekki tókst ađ fá úrslit í venjulegum leika og framlengingu.  Međan eitt liđ fagnađi gríđarlega, ţá féllu tár úr augum annarra.

Í ár var í fimmta sinn sem ég sá um röđun mótsins.  Á ţeim tíma hefur orđiđ talsverđ breyting á mótinu.  2006 tóku t.d. bćđi 3. fl. og 4. fl. ţátt í mótinu og keppt var bara í A og B-liđum í öllum flokkum nema 5. fl., ţar sem einnig voru C-liđ.  Núna voru A, B, C og D liđ í bćđi 5. og 6. fl. og A, B og C-liđ í 7. fl.  Yngstu keppendur eru ţví ennţá í leikskóla.

Í lokin langar mig ađ ţakka öllum sem lögđu leiđ sína í Kópavogsdalinn á síđustu dögum fyrir komuna og vonandi koma sem flestir ađ ári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Sćll Marinó

Ég á eina ömmustelpu sem var á mótinu. Hún heitir Ásrún Jónatansdóttir og er fćdd 1998. Hún spilar međ ÍA.

Daman er reyndar ađ flytja til Noregs en brottför móđur hennar og brćđra varđ ađ dagsetja  EFTIR  SÍMAMÓTIĐ.

Gott ađ mótiđ tókst vel og enn betra ađ veđriđ var frábćrt.

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 19.7.2010 kl. 01:47

2 identicon

Ţađ er svo merkilegt ađ ţarna voru 1.400 stelpur ađ keppa.  Ţarna mćttu foreldrar međ börnum sínum, ömmur, afar, frćndur, frćnkur, hundar og kettir.  Ćtli ţađ hafi ekki um 4-5.000 manns í allt komiđ á ţetta mót.

Og ekki orđ um ţađ í prentmiđlunum og ekki dettur sportsíđunum í hug ađ fjalla um ţađ.

Björn I (IP-tala skráđ) 19.7.2010 kl. 07:32

3 identicon

Jćja.  Nú ţarf ég ađ éta ofan í mig fyrra svar ađ hluta, ţar sem Fréttablađiđ birti í dag heila síđu af símamótsumfjöllun og myndum af KA.

Björn I (IP-tala skráđ) 19.7.2010 kl. 09:51

4 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Takk fyrir ćđislega helgi! Og ekki skemmdi afraksturinn: bronsverđlaun í farteskinu. Ég verđ nú ađ segja ađ allt skipulag mótsins var til fyrirmyndar og eiga allir sem ađ ţví stóđu mikinn heiđur skilinn.

Okkar liđ átti nokkra leiki inni í Fífunni, og ţađ var talsverđur léttir ađ komast í smá skjól frá steikjandi verđurblíđunni.

Guđmundur Ásgeirsson, 20.7.2010 kl. 03:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1678166

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband