Leita í fréttum mbl.is

Eiríkur Guđnason biđst afsökunar

Eiríkur Guđnason, fyrrverandi seđlabankastjóri, hefur sent frá sér eftirfarandi afsökunarbeiđni vegna ummćla sinna um ađ lántakar sem tóku gengistryggđ lán hafi veriđ samsekir:

Ég sé eftir ţví ađ hafa notađ stórt orđ í viđtali viđ blađamann Pressunnar ţegar ég benti á ađ báđir ađilar ađ lánasamningi gengisbundinna lána hafi brotiđ lög. Vil ég biđjast afsökunar á ţví. Nú ţegar fram er komiđ ađ gengisbinding vissra lána stenst ekki lög er ljóst ađ ţađ voru mistök ađ gera slíka samninga. Ţó ég hafi bent á ađ báđir ađilar ađ slíkum samningi hafi gert mistökin skal hitt fúslega viđurkennt ađ stađa lánţega viđ samningsgerđina er gerólík stöđu lánafyrirtćkisins. Flestir lánţegar treysta ţví ađ sjálfsögđu ađ samningur sem lánafyrirtćki hefur útbúiđ standist lög og reglur.

21. júlí 2010
Eiríkur Guđnason

Er ţađ gott ađ Eiríkur hafi séđ sig um hönd og virđi ég ţađ viđ hann.  Orđ hans í Pressuviđtalinu voru utan allra skynsemis- og velsćmismarka.  Er hann mađur međ meiru ađ viđurkenna mistök sín og biđjast afsökunar.   Mćttu fleiri hér á landi taka hann sér til fyrirmyndar og bregđast hratt og vel viđ,  ţegar ţeir hafa orđiđ uppvísir af mistökum, klúđri, bulli, ađ ég tali nú ekki um, svindli og svínaríi, eins og riđiđ hefur húsum í ţessu ţjóđfélagi síđustu 4 - 6 ár eđa svo.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Tek undir međ ţér Marinó eins og oft áđur.

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 23.7.2010 kl. 11:01

2 identicon

Eiríkur Guđnason fyrrv. seđlabankastjóri var einn höfunda frumvarpsins um vexti og verđtryggingu nr. 38/2001 ţar sem bannađi gengisbindingu höfuđstóls krónulána.  Ţađ fer ţví vart milli mála ađ Seđlabanka Íslands var ljóst frá upphafi ađ slík gengisbinding var ólögleg.

Talsmenn lánastofnana lögđust gegn viđkomandi ákvćđi frumvarpsins á sínum tíma.  Ţađ er ţví tvennt til í málinu:

1. Ađ stjórnendur lánastofnana allir sem einn höfđu međ sér samráđ um lögbrot sem hafa orđiđ afdrifarík fyrir einstaklinga, heimili, fyrirtćki og ţjóđarbúiđ allt.

2. Ađ stjórnendur lánastofnana hafi fengiđ lögfrćđilega ráđgjöf í ţá veru ađ gengistryggđur höfuđstóll krónulána jafngilti GJALDEYRI skv. reglum SÍ varđandi gjaldeyrisjöfnuđ lánastofnana sem kveđiđ er á um í 13. gr. laga um Seđlabanka Íslands nr. 36/2001.

Ef lögfrćđileg ráđgjöf í ţessa veru var forsenda ákvörđunar stjórnenda lánastofnana ađ brjóta gegn ótvírćđu banni laga nr. 38/2001 varđandi gengisbindinginu höfuđstóls KRÓNUlána, ţá eru báđir ađilar málsins sekir um lagabrot - viđkomandi ráđgefandi ađili og stjórnendur lánastofnana.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráđ) 23.7.2010 kl. 11:08

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ţá bíđum viđ bara eftir ađ ráđherrar biđjist afsökunar á ađ hafa ekki gripiđ til ađgerđa fyrir ári síđan eđa svo ţegar ţeim átti ađ vera ljóst ólögmćti gengistryggđa lána, eđa gerđu ekkert. Ţađ hefđi mátt koma í veg fyrir tjón margra fjölskyldna og fyrirtćkja ef ţađ hefđi veriđ gert sem umbođsmađur neytenda hvatti stjórnvöld til ađ gera.   

Jón Baldur Lorange, 23.7.2010 kl. 11:32

4 identicon

Ein eldsnögg spurning Marinó.

Hver er munur á gengistryggingu á kaupleigu og fjármögnunarleigu? Var ekki gengistryggingin sem slík dćmd ólögleg?

Fyrirtćkin ćtla ađ rukka sem fyrr eins og ekkert hafi í skorist međ fjármögnunarleigusamninga ađra sem falla ekki undir kaupleigu.

Stenst ţetta skođun?

Tralli (IP-tala skráđ) 23.7.2010 kl. 12:13

5 identicon

Úr frétt af pressan.is: Eiríkur Guđnason, fyrrverandi Seđlabankastjóri, segir Seđlabankann ekki hafa haft vitneskju um einstaka samningsskilmála og ţannig vitađ ađ skilmálar gengistryggđu lánanna vćru međ ţeim hćtti sem nú hefur komiđ í ljós ađ var ólögmćtur. Telur hann vandséđ hvernig hćgt er ađ halda vöxtum erlenda gjaldmiđilsins til streitu ţegar tengingin viđ gengi erlendrar myntar hefur veriđ dćmd ólögleg. 

Sjá http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/fyrrverandi-sedlabankastjori-vissum-ekki-ad-samningsskilmalar-gengislananna-voru-med-thessum-haetti

 

Umsögn.

 

Gengisbinding höfuđstóls krónulána getur veriđ međ tvennum hćtti:

 
  1. Međ beinni hćkkun höfuđstóls krónulána í samrćmi viđ breytingu á dagsgengi frá einhverjum viđmiđunartíma.
  2. Međ óbeinni hćkkun slíks höfuđstóls í mynd hćkkunar vaxtastigs í samrćmi viđ breytingu á dagsgengi frá einhverjum viđmiđunartíma.
 

Efnislega er hér um ađ rćđa tvćr mismunandi útfćrslur á markmiđi gengisbindingar, sem er ađ flytja gengisáhćttu frá lánastofnunum á herđar lántakenda.

 

Ţađ er hártogun á vilja löggjafans ađ telja 2. valkost vera lögmćtan ef Hćstiréttur Íslands hefur dćmt valkost 1. brjóta gegn ákvćđum laga nr. 38/2001.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráđ) 23.7.2010 kl. 12:17

6 identicon

Ef t.d. yfirlćknir sjúkrahúss vissi ađ deildarlćknar vćru ađ mćla međ og gefa sjúklingum lyf sem hefđu í för međ sér stórfelldar aukaverkanir, gćfu einungis skammgóđan bata og sem í raun vćri búiđ ađ banna. Og ađ ţetta vissi starfsfólkiđ og hefđi alltaf vitađ - en ekki sjúklingarnir.

Gćti hann ţá lýst ţví yfir ađ já jú vissulega hefđi hann alltaf vitađ ađ lyfin vćru hćttuleg, en auđvitađ vćri ábyrgđin líka sjúklinganna ţannig séđ - ţeir tóku jú lyfin. Eđa ok ţađ vćri kannski ekki sanngjarnt ađ stilla ţví upp ţannig, fólk ţyrfti auđvitađ ađ geta treyst sérfrćđingum.

Gćti hann ţađ???

Hrćdd um ekki.

Hulda (IP-tala skráđ) 23.7.2010 kl. 12:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband