Ég hef oft minnst á það, að hrun krónunnar sem varð í undanfara og kjölfari hruns fjármálakerfisins, sé stærsta vandamál íslenska hagkerfisins. Þetta sést t.d. berlega í vanda Orkuveitu Reykjavíkur, bágri stöðu íslenskra fyrirtækja, skuldavanda íslenskra heimila, fáránlega klikkaðri stöðu margra sveitarfélaga í landinu og svo að sjálfsögðu erfiðri stöðu ríkissjóðs. Staðreyndin er nefnilega að ef við þurrkum út áhrifin af hruni krónunnar, þá hverfur stærsti hluti vandans. Vissulega má segja að krónan hafi verið of sterkt skráð og því hafi hún þurft leiðréttingar við, en léleg hagstjórn á árunum fyrir hrun sá til þess að krónan fékk að haldast svona sterk.
Hvað væri öðruvísi, ef krónan hefði ekki hrunið? Mig langar að gera tilraun til greiningar. Ég er viss um að mér yfirsést eitthvað og tel annað með sem lesendur eru ekki sammála um.
1. Gengisbundin lán væru 40 - 60% lægra skráð í íslenskum krónum, en fjármálafyrirtækin hafa viljað halda á lofti undanfarin ár. Þar með hefði greiðslubyrði þeirra haldist óbreytt og viðráðanleg fyrir flesta. Engum hefði dottið í hug að efast um lögmæti þeirra. Þar með hefði sparast ótrúlega mikill tími einstaklinga og fyrirtækja sem hefur farið í þennan slag um "erlend lán". Efnahagur Orkuveitu Reykjavíkur væri bara í góðum málum, fjármögnunarleigur væru ekki í hópi erkióvina bíleigenda, Álftanesbær væri í góðum málum og þyrfti ekki að sameinast Garðabæ, greiðslubyrði gengistryggðra húsnæðislána væri í dúr og moll við greiðsluáætlun og ég væri nánast óþekktur ráðgjafi um upplýsingaöryggismál.
2. Verðbólga hefði haldist innan við 5% á ári frá september 2007 til dagsins í dag. Og meira að segja líklegast innan við 3% stóran hluta tímans. Þetta hefði þýtt hóflega hækkun verðtryggðra skuldbindinga landsmanna. Húsnæðislán hefðu hækkað um innan við 10% frá ársbyrjun 2008 í staðinn fyrir þau rúmlega 30% sem reyndin er. Óánægja landsmanna með verðtrygginguna væri því hverfandi enda yfir litlu að kvarta.
3. Efnahagur bankanna hefði ekki blásið jafnmikið út og raun bar vitni. Stór hluti bólgnunar á efnahagsreikningi bankanna varð vegna falls krónunnar, en ekki vegna útlánaaukningar í nýjum lánum.
4. Erlendar skuldir þjóðarbúsins væru ekki eins ógnvænlegar í krónum talið og þær eru í dag. Vissulegu hefðu þær hækkað eitthvað vegna lána sem stjórnvöld hafa þurft að taka. Upphæð sem er 4.000 ma.kr. í dag væri t.d. ekki nema í kringum 2.000 ma.kr.
5. Icesave-skuld Landsbankans væri um 600 ma.kr. í staðinn fyrir 1.200 ma.kr., en á móti væru eignir bankans líka helmingi minni. Reikningurinn sem Icesave samningurinn snýst um, væri á bilinu 20 - 120 ma.kr. en ekki 40 - 240 ma.kr.
6. Hrun bankanna hefði ekki orðið eins svakalegt í íslenskum krónum og þar með skuldir þeirra við erlenda kröfuhafa. Hugsanlega hefði ríkissjóður átt fleiri kosti og Seðlabankinn líka.
7. Kostnaður ríkissjóðs af endurreisn fjármálakerfisins hefði ekki orðið eins mikill. Helgast það af því að gæði lánasafna bankanna hefði verið betra, þ.e. færri lán í vanskilum eða með greiðslubyrði umfram greiðslugetu lántaka.
8. Minna hefði verið gefið út af "ástarbréfum" og þar með hefði gjaldþrot Seðlabanka Íslands orðið mun minna umfangs. Endurreisn SÍ hefði kostað ríkissjóð verulegar upphæðir, en líklegast innan við 200 ma.kr.
9. Efnahagsaðstoð AGS hefði orðið mun minni að umfangi í íslenskum krónum talið og líklegast líka í erlendri mynt. Það þýðir lægri vaxtabyrði ríkissjóðs.
10. Heimilin og fyrirtækin hefðu haft meiri fjármuni til að nota í neyslu, veltu og fjárfestingar. Vissulega hefði húsnæðisverð lækkað, en það hefði bara hjálpað til við að halda aftur af verðbólgunni.
11. Þrátt fyrir að ríkissjóður hefði tapað einhverjum tekjustofnum vegna hruns bankanna, þá hefði þörfin fyrir hækkun skatta verið mun minni og sama gildir um niðurskurð. Þar sem margar aðgerðir stjórnvalda frá hruni hafa leitt af sér meiri harðindi, þá hefði stöðug króna hjálpað mikið til við að forða slíku.
12. Vissulega hefði þurft kröftuga stjórnun á gjaldeyrismálum þjóðarinnar, þar sem hér á landi er mikið fjármagn í erlendri eigu sem gjarnan vill út. En stöðug króna hefði aukið trúverðugleika hagkerfisins og þar með dregið út flótta fjármagns úr landi.
Á neikvæðu hliðinni, þá hefði ekki dregið eins mikið úr innflutningi og verðmæti útflutnings ekki aukist í íslenskum krónum. Við værum því enn að kljást við óhagstæðan gjaldeyrisjöfnuð. Fjármálakerfið hefði líklegast ekki fengið þennan harða skell, sem það gjörsamlega þurfti á að halda. Hugsanlega hefði ríkisstjórn Geirs H. tekist að bjarga einhverjum banka og þar með haldið að ástandið væri ekki eins alvarlegt og það var. Staða okkar væri nær því sem er að gerast í Írlandi, Portúgal og á Spáni.
Þetta eru vissulega vangaveltur um veröld sem var eða hefði geta orðið.
En aftur að OR. Já, menn fóru geyst þar og talsvert fram úr sér. Menn gleymdu að huga að aðskilnaði milli almenningsveitu og orkuöflunar fyrir stóriðju. Farið var í gæluverkefni með litlu eigin fé. Málið er bara að þetta hefði allt bjargast, ef bara við hefðum verið með einhvern annan gjaldmiðil en krónuna. Gjaldmiðil sem ekki hefði skoppað eins og korktappi í ólgusjó.
Stærstu hagstjórnarmistök síðari ára var að binda ekki krónuna við einhvern annan gjaldmiðil árið 2001. Örmyntin krónan hafði og hefur ekki enn burði til að lifa sjálfstæðu lífi, a.m.k. með þá efnahagsstjórn sem Íslendingar hafa mátt búa við. Hún hefur raunar aldrei haft þá burði. Í árdaga ævi sinnar var hún jafnsterk dönsku krónunni og allt fram til 1920 að farið var að skrá hana sjálfstætt. Síðan erum við búin að sníða tvö núll aftan af og samt er ein dönsk króna yfir 21 íslensk króna. Virði íslensku krónunnar er í dag innan 0,05% af upphaflegu virði hennar fyrir hátt í öld. Hún hefur tapað tapað árlega 8,2% af virði sínu! Frá myntbreytingu er rýrnunin 10,3% árlega, en ef við látum duga að skoða rýrnunina til 31.12.2007, þá er árleg rýrnun (miðað við danska krónu) 9,6%. Verr tókst sem sagt til við að halda genginu stöðugu frá 1981 til áramóta 2007/8, en frá 1920 í gegn um heimskreppu og stríð til ársins 1981!
Ef sama þróun hefði haldið áfram 2008-10 og var frá 1981, þá væri danska krónan 16,59 íslenskar krónur, þ.e. 34,7% hækkun í staðinn fyrir 76,7% hækkun. Munurinn á því gengi og gengi dagsins í dag (1 DKK = 21,773 IKR) er 31,2% en það tekur ekki nema um 3 ár að vinna það upp.
Getuleysi stjórnvalda og Seðlabanka (og Landsbanka fyrir stofnun SÍ) til að hafa stjórn á krónunni er vandamálið. Menn geta falið sig bak við, að hún hafi bjargað einhverju eftir hrun, en gleyma því þá í leiðinni að vangeta stjórnvalda og Seðlabanka til að hafa stjórn á henni var orsök hrunsins, sem og óábyrg háttsemi fjármálakerfisins í undanfara hrunsins. Halda menn að stjórnvöld eða Seðlabankastjórnendur framtíðarinnar reynist þeir töframenn að halda krónunni stöðugri í ólgusjó alþjóðagjaldeyrismála? Ég hef enga trú á því. Framtíð myntmála Íslands verður fjarri íslensku krónunni.
Hvað gerist þangað til? Svarið kom fyrir helgi: Gjaldeyrishöft. Og eftir að þeim líkur verður tekin upp ný mynt, Evra.
![]() |
Áætlun um fjármögnun OR rædd á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
28.3.2011 | 14:48
Upphaf Internetsins - Í minningu Paul Baran
Menn geta deilt um það hvor þeirra Pauls Barans eða Tims Berners-Lees sé faðir Internetsins eða kannski voru þeir það báðir. Óumdeilt er að Paul Baran er sá sem þróaði aðferð til pakkasamskipta milli tölva og Tim Barners-Lee þróaði http-samskiptaaðferðina svo hægt væri að birta snið upplýsinganna með myndrænum hætti.
Á árunum 1992 til 1995 skrifaði ég um tölvumál í Morgunblaðið. Þetta var á þeim árum, þegar Internetið tók sín fyrstu alvöru skref inn í heim almennings, þ.e. eftir að veraldarvefurinn varð að veruleika. Af þeim sökum var leitað til mín um að skrifa stutta bók um notkun Internetsins í viðskiptalegum tilgangi. Var bók undir því heiti gefin út sem hluti af ritröð Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands og Framtíðarsýnar hf. árið 1995. Hvað sem því líður því hvor skiptir meira máli Baran eða Berners-Lee langar mig að birta undirkafla úr bókinni "Internetið í viðskiptalegum tilgangi" þar sem lýst er tilurð netsins.
Tilurð netsins
Internetið á rætur sínar að rekja til ógna kaldastríðsins. Bandarísk hernaðaryfirvöld óttuðust kjarnorkuárás frá Sovétríkjunum sálugu og voru að velta fyrir sér hvernig hægt væri að hald uppi vörnum ef gerð væri árás á aðalstöðvar hersins. Um líkt leyti sendu Sovétmenn Spútnik á loft (1957) og sýndu svo ekki varð um villst að flaugar þeirra gætu hæft Bandaríkin. Í framhaldi af því fór fram gagnger endurskoðun á mennta- og vísindastefnu Bandaríkjanna.
Innan varnarmálaráðuneytisins var stofnuð sérstök rannsóknadeild, Advanced Research Projects Agency (ARPA), sem átti meðal annars að endurskoða stjórnun hersins með kjarnorkuárás í huga. Rúmlega tíu árum síðar var kynnt í tilraunaskyni tölvusamskiptanet, svo kallað ARPANET, sem var fyrsta kerfið til að leyfa pakkasendingar milli fjarlægra staða (packet-switched computer network). Við hönnun netsins þurfti að takast á við margs konar vandamál. Eitt af þeim var öryggismál. Þeirra tíma tækni bauð ekki upp á mikið öryggi. Þannig gat bilun í einni tölvu orðið til þess að allt samskiptakerfið hrundi, sem var að sjálfsögðu ekki boðlegt. Markið var sett á kerfi sem gat starfað þó einstakir hlutar þess yrðu óstarfhæfir af einhverjum orsökum. Einnig var talið mikilvægt að allar tölvur á netinu yrðu að vera jafnréttháar, þ.e. netið varð að vera jafningja net. Niðurstaðan af þessari hönnunarvinnu var svo sett fram árið 1974 er birt var forskrift að TCP/IP samskiptareglunum. (TCP/IP - Transmission Control Protocol/Internet Protocol ...) Nokkru síðar var ARPANETið tekið í notkun.
Til að byrja með var vöxtur ARPANETs mjög hægur, enda einangraður við rannsóknastofur og stjórnstöðvar hersins. Um miðjan síðasta áratug [(níunda áratuginn)] lagði Vísindaráð Bandaríkjanna (National Science Foundation) það til að háskólar notuðu það til að tengjast ofurtölvum víðvegar um Bandaríkin. Eftir því sem fleiri háskólar tengdust því varð til nýtt fyrirbrigði, sem kallað var Internet. Jafnframt var hernaðarhluti netsins (MIL-NET) skilinn frá til að koma í veg fyrir fikt. Samskipti á Internetinu urðu brátt mikil þrátt fyrir að vera takmörkuð við vísindi og menntamál. Notendur áttuðu sig á hinum miklu möguleikum þess og þægindum sem fylgdu rafrænum samskiptum.
Almenningur áttaði sig líka fljótlega á þessu. Háskólanemar komu út á vinnumarkaðinn og vildu halda í þægindi tölvusamskiptanna. Fyrirtæki settu upp eigin Internetþjóna, en svo nefnist sá tölvubúnaður sem veitir Internet þjónustu. Þróun var hafin sem ekki er séð fyrir endann á. Á hverju ári frá 1989 hefur fjöldi notenda að minnsta kosti tvöfaldast. Árið 1993 var fjöldi notenda í fyrirtækjum í fyrsta sinn í meirihluta. Vöxturinn er slíkur að hann er að sprengja netið. Í janúar 1988 fóru 17,2 gígabæti (GB) af gögnum um menntahluta Internetsins. Tæplega sex árum síðar, í desember 1993, var gagnamagnið á Internetinu orðið 19,2 terabæti (TB).
---
Þetta er hluti kafla sem ritaður var 1995. Margt hefur breyst á þessum tíma og er svo komið að rekstur margra fyrirtækja hreinlega stöðvast komi upp bilun í netsamskiptum. Ótrúlegast af öllu er að nútímatölvusamskipti séu Spútnik að kenna/þakka.
![]() |
Faðir internetsins látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2011 | 11:33
Lífeyrissöfnun þingmanna og ráðherra - Kerfi sem er löngu úr sér gengið
Enn einu sinni hefur verið bent á fáránleikann í tengslum við lífeyrissöfnun þingmanna og ráðherra. Tilefnið er í þetta sinn skilnaður, en umræðan er þörf.
Þegar ég var að googla áðan um lífeyrissjóð alþingismanna, þá rakst ég m.a. á grein sem birtist í Morgunblaðinu árið 1991, þ.e. fyrir 20 árum. Þá áttuðu a.m.k. einhverjir sig á því að lífeyrissöfnunarkerfi alþingismanna og ráðherra gengi ekki upp og ekki hefur ástandið skánað síðan. Sjálfur ritaði ég grein í Morgunblaðið 1996 um sama efni og hef tjáð mig um það í opinberri umræðu í tengslum við eftirlaun núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem á víst réttindi á hverju ári frá störfum sínum sem borgarstjóri, forsætisráðherra og seðlabankastjóri. Hvernig hann semur um sín réttindi við einkaaðila er algjörlega hans mál, en að embættismaður fái stóraukin lífeyrisréttindi eftir nokkur ár í áberandi starfi er gjörsamlega út í hött. Nú tek ég ritstjórann bara sem dæmi til að lýsa göllum kerfisins. Bið ég fólk um að hafa það í huga við ritun athugasemda, að þetta snýst ekki um persónur heldur kerfið.
Eðlilegast er að allir launþegar sitji við sama borð í lífeyrissöfnun, þ.e. að þeir ávinni sér hlutfallsleg réttindi á hverju ári miðað við þau laun sem þeir hafa. Hér er miðað við 2% sem hærra en lífeyrissöfnun á almennum vinnumarkaði er. (Þetta er kerfið eins og ég tel að það eigi að virka.) Þannig hefði borgarstjórinn áunnið sér um 2% á ári af launum sínum fyrir hvert ár sem hann var borgarstjóri, forsætisráðherrann hefði áunnið sér um 2% á ári af launum sínum fyrir hvert ár sem hann gegndi starfi forsætisráðherra, seðlabankastjórinn hefði áunnið sér um 2% á ári af launum fyrir þann tíma sem hann var seðlabankastjóri og ritstjórinn væri að ávinna sér um 2% á ári af launum sínum sem ritstjóri. (Ath. að þetta eru árleg réttindi.) Davíð sat 17 ár í borgarstjórn, þar af 9 sem borgarstjóri. Hann hefði því áunnið sér 34% af meðallaunum þess tímabils (verðtryggt með 3,5% árlegri raunávöxtun), þá var hann forsætisráðherra og utanríkisráðherra í um 14 ár og hefði því samkvæmt þessu átt ávinna sér 28% af meðallaunum þess tímabils (aftur verðtryggt og með 3,5% árlegri raunávöxtun), tæp fjögur ár sat hann í Seðlabanka Íslands sem gera 7-8% af meðlaunum í lífeyrisréttindi og síðan er það spurning hvað hann verður lengi ritstjóri, en verði það til sjötugs, þá verða það 9 ár sem gefa 18% af meðallaunum í lífeyrisréttindi. (Tekið skal fram að vægi uppsöfnunar minnkar eftir því sem líður á starfsævina.) Samtals gerir þetta dágóða uppsöfnun lífeyrisréttinda. Þó tölurnar verði samanlagt hátt í 90%, þá eru þær reiknaðar af mismunandi upphæðum og ekki hægt að leggja þær þannig saman. En í staðinn fyrir þetta, þá eru eftirlaunin 1) eftirlaun sem borgarstjóri; 2) full eftirlaun ráðherra; 3) eftirlaun seðlabankastjóra; og 4) eftirlaun sem hann ávinnur sér sem ritstjóri. Vegna ráðherra sposlunnar þá fær hann fær hann líklegast umtalsvert hærri tekjur á mánuði þegar hann kemst á eftirlaun, en hann nokkru sinni fékk sem launaþegi. (Tekið fram að ég fékk símtal þar sem bent var á villur í fyrri upplýsingum og þeim því breytt.)
Tekið skal fram að ég tek Davíð Oddsson bara sem dæmi um fáránleika kerfisins. Hann hefur vissulega komið að ákvörðunum um þessi mál, en í einhverjum tilfellum varð það til að draga úr fáránleiknum, þó í öðrum tilfellum var það til að auka við hann.
Ég get alveg skilið rök fyrir því að kjörinn fulltrúi sem gegnir áburðarmikilli stöðu eigi að fá góð eftirlaun, en þá og því aðeins að viðkomandi hafi ekki haft möguleika á að afla sér frekari lífeyrisréttinda eftir að hann hætti því starfi. Sama gildir um prófessora, sendiherra, yfirmenn ríkisstofnana eða seðlabankastjóra. Með fullri virðingu fyrir þessum störfum, þá er ekkert sem réttlætir að skattgreiðendur pungi út margföldum eftirlaunum til einstaklings bara vegna þess að honum tókst að koma sér vel fyrir innan kerfisins eða að pólitískir samstarfsmenn útveguðu viðkomandi góðri stöðu eftir að viðkomandi nennti ekki að vera lengur í pólitík eða kjósendur höfnuðu viðkomandi. Að ráðherra geti áunnið sér á 8 árum réttindi sem tekur almennan ríkisstarfsmann 30 ár að ávinna sér, er út í hött. Gleymum ekki því, að hin 22 árin ávann ráðherrann sér líka réttindi. Hann er því kominn sem 44% ávinning af meðallaunum þessara 22 ára auk 60% af ráðherralaunum. Síðan á viðkomandi líklegast 10 ár af starfsævinni eftir sem bæta 20% við. Meðan almenni ríkisstarfsmaðurinn ávinnur sér 80% á 40 árum, þá nær ráðherrann 124%.
Aftur vil ég ítreka að þessi færsla snýst ekki um persónur heldur alvarlega galla í kerfinu. Ég hefði alveg eins getað fjallað um sjónvarpsfréttamanninn, þingmanninn, ráðherrann og sendiherrann Eið Svanberg Guðnason; ritstjórann, þingmanninn, ráðherrann og aftur ritstjórann Þorstein Pálsson; eða endurskoðandann, þingmanninn, ráðherrann og framkvæmdastjórann Halldór Ásgrímsson. Einnig hefði ég getað tekið dæmi um eftirlaun þess sem fetaði slóð lögmanns, prófessors, héraðsdómara og hæstaréttardómara. Málið er að í seinni tíð er mjög algengt að þingmenn og ráðherrar hafi ekki lokið starfsævi sinni þó þingmennsku og ráðherradómi ljúki, svo eru þeir sem enginn vill sjá. Eftirlaunakerfið verður að taka tillit til þess. Séu þessi störf svona erfið að það taki tugi ára að jafna sig á þeim, þá er eðlilegt að það endurspeglist í þóknun fyrir störfin en ekki í sérréttindaeftirlaunum. Eins á að vera gjörsamlega bannað, að menn þiggi eftirlaun frá hinu opinbera meðan þeir sinna launuðu starfi á þess vegum. Má segja Davíð Oddssyni það til hróss að hann þáði ekki ráðherraeftirlaun samhliða launum seðlabankastjóra, þó hann hefði haft rétt á því. Ýmsir aðrir fyrrum stjórnmálamenn hafa ekki allir verið eins vandir að virðingu sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2011 | 18:48
Skortir bankana aðild að hluta endurútreiknings lána og hvað þýðir það fyrir endurútreikning lánanna
Bloggar | Breytt 23.3.2011 kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2011 | 12:04
Ríkisskattstjóri svarar fyrirspurn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 22:51
Endurútreikningur án samþykkis lántaka hefur enga merkingu - Afturvirk hækkun vaxta er eign gamla bankans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2011 | 00:10
110% leiðin leikur Íbúðalánasjóð grátt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2011 | 00:36
Bréf til ríkisskattstjóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.3.2011 | 21:59
NBI tapar málum fyrir Hæstarétti þar sem varnaraðili mætti ekki - Hefur áhrif á skattframtalið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
12.3.2011 | 12:39
Skjöl frá stjórn Sparisjóðs Svarfdæla og Saga Capital
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.3.2011 | 16:14
Nýr blóraböggull fundinn - Kröfuhafar eiga að koma í veg fyrir að lán séu leiðrétt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
7.3.2011 | 23:43
Kröfuhafar fá afsláttinn til baka í gegn um hagnað nýju bankanna - Bankarnir fjármagna sig á lágum innlánsvöxtum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2011 | 22:44
Icesave - Á að borga og þá hver á að borga?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
7.3.2011 | 12:05
11,2 milljarðar kr. - Hringt var í neyðarlínuna og NBI ehf. svaraði - Sameining sparisjóðanna drepur hugmyndafræði þeirra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2011 | 20:49
Óásættanleg áhætta fyrir skattgreiðendur - Gera á kröfu um tryggingar, stjórnun rekstrarsamfellu og viðbragðsáætlanir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2011 | 13:01
Hagnaður Íslandsbanka 2010 meiri en hjá Glitni 2007 þrátt fyrir mun minni efnahagsreikning
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.3.2011 | 11:20
Fjármálafyrirtæki í klemmu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði