29.4.2011 | 14:18
Þróun sem átt hefur sér langan aðdraganda og á eftir að versna
Hún er ekki björt lýsingin sem Berglind Nanna Ólínudóttir gefur af stöðu sinni. Því miður er hún ekki ein um þetta og þeim fer fjölgandi sem lenda í fátæktagildru íslenska "velferðarkerfisins". Ætli það séu ekki um 15 ár síðan að ég skrifaði mína fyrstu grein um þessi málefni og satt best að segja hefur lítið breyst. Stórum hluta landsmanna er ætlað að lifa af tekjum sem duga ekki fyrir framfærlsu.
Pétur Blöndal uppskar mikla reiði um miðjan 10. áratuginn, þegar hann af sínu alkunna yfirlæti talaði niður til lífeyrisþega og sagði ekkert mál að lifa á grunnbótum. Það er svo sem alveg rétt að hægt er að lifa á grunnbótum, en þá má viðkomandi ekki skulda krónu. Helst þarf viðkomandi að eiga maka sem er með góðar tekjur til að greiða allan húsnæðiskostnað, að maður tali nú ekki um óþarfaútgjöld á borð við tannlæknaþjónustu, sumarleyfi, tómstundir barnanna og fleira í þeim dúr. Raunar er ætlast til þess að fyrir einstæðan öryrkja, sem er með barn á sínu framfæri, þá eigi nær allur kostnaður vegna barnauppeldisins að koma frá velgjörðarmönnum.
Staðreyndir málsins eru, að "velferðarkerfið" gerir ekki ráð fyrir að einstaklingar þiggi "góðvild" þess nema í stuttan tíma á yngri árum. Það gerir líka ráð fyrir að sá sem þiggur stuðning þess hafi tekjur annars staðar frá. En jafnframt þá refsar það einstaklingum grimmilega fyrir slíka "heppni".
Ég þekki þetta af eigin raun, þar sem konan mín er MS-sjúklingur. Eins og algengt er um MS-sjúklinga, þá er starfsorka þeirra verulega skert og af þeim sökum eru þeir yfirleitt metnir 75 - 100% öryrkjar. Hér á árum áður var henni refsað fyrir það, að ég hefði mannsæmandi tekjur, en nú er búið að afnema þá vitleysu, en þó bara að hluta. Tekjur mínar skerða enn bætur hennar, ef tekjurnar heita fjármagnstekjur, hvort sem um er að ræða af bankabókinni minni (sem er að vísu tóm) eða ef mér dytti í hug sú vitleysa að vera með eiginrekstur í einkahlutafélagi. Þannig að sé maki öryrkja sjálfstætt starfandi er hann þvingaður af furðulegri löggjöf um almannatryggingar til að annað hvort vera með reksturinn undir eigin kennitölu eða verður að passa sig á því að greiða sér engan arð af starfseminni. Málið er nefnilega að 25% af fjármagnstekjum (hvort heldur viðkomandi eða makans) umfram frítekjumörk skerða lífeyri almannatryggingakerfisins.
Þetta atriði er sérlega varhugavert í núverandi ástandi í þjóðfélaginu. Mjög margt eldra fólk er fast í húsnæði sínu, þar sem það getur ekki selt nema taka á sig gríðarlegt tap. Það getur heldur ekki flutt í hagstæðara leiguhúsnæði eða inn til barnanna sinna og leigt í staðinn út húsnæðið sitt nema fá á sig skerðingu lífeyris. Staða þess er þessa stundina þannig, að það ræður ekki við afborganir lánanna sinna, og ef það reynir að moka sig út úr skaflinum, þá kemur almannatryggingakerfið (og raunar skattkerfið líka) og sturta stórgrýti í veg þeirra. Ef þessi lífeyrisþegi hefði á einhverjum tímapunkti stofnað leigufélag um húsið sitt, þá fengi hann að draga allan kostnað fyrst frá tekjunum áður en fjármagnstekjurnar byrjuðu að skerða lífeyrinn.
(Ekki má gleyma þeim fáránleika, að fjármagnstekjuskatturinn er ekki dreginn af tekjustofninum sem skerðir lífeyrinn!)
Ég fæ stundum pósta frá fólki sem er fast í gildrum stjórnvalda. Hér er eitt dæmi og vona ég að viðkomandi fyrirgefi mér að hafa ekki spurt um leyfi, en ég hef tekið allt út sem vísað gæti til viðkomandi:
Í byrjun árs 2008 ákváðum við að minnka við okkur og fara í litla blokkaríbúð fyrir aldraða. Við settum húsið á sölu í febrúar það ár. Markaðsverð var áætlað um [xx] miljónir. Strax fengum við nokkrar heimsóknir, enda húsið talið söluvænlegt. Eitt ófullnægjandi tilboð barst nánast strax og annar beið með að gera tilboð þar til honum tækist að selja sína eign. Þá kom bomban. Seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, kom fram í sjónvarpi allra landsmanna og tilkynnti að nú yrði um 30% verðfall á fasteignum. Þar með fór nánast öll sala í frost.
Við höfum ekki haft á stefnuskrá okkar að safna auði (á kostnað annarra). Fremur hefur verið reynt að gera þessu þjóðfélagi það gagn sem við höfum getað, enda unnið alla tíð og ekki þegið styrki af hinu opinbera. Umsögn starfsmanns hjá Umboðsmanni skuldara var líka sú að við værum í hópi skynsama fólksins! Nú er hins vegar svo komið að sjónvarpsstöðvum og prentmiðlum hefur verið sagt upp. Skrúfað hefur verið fyrir utanlandsferðir (eigum .. börn erlendis) og við hvorki reykjum né drekkum. Einnig hefur verið skrúfað fyrir leikhúsferðir, sem við höfum yndi af, sem og ferðum til lækna fækkað verulega. Við höfum selt jeppa og húsvagn sem við áttum og nú er sparnaður af reikningum, sem nota átti meðal annars í útfarkostnað búinn. Staðan er líka farin að hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan.
Þegar eign okkar var sett á sölu þóttumst við standa nokkuð traustum fótum í tilverunni og sáum fram á að geta átt einhverja aura fyrir útför og til að eiga út ævikvöldið. Nú er tilfinningin sú að staðið sé á bráðnandi ísmola með hengingaról um hálsinn. Hraði bráðnunar ræðst af aðgerðum yfirvalda og fjármálastofnanna.
Við ættum að vera sest í helga stein til að njóta elliáranna en sökum krafna, sem reynt er að standa skil á hefur húsbóndinn farið ítrekað [út á land], lagst í útlegð og snapað þar upp vinnu og mun enn gera. Ekki er sjálfgefið að einstaklingur á áttræðisaldri fái starf á Reykjavíkursvæðinu (né heldur annars staðar).
Síðan klikkir bréfritari út með orðunum:
Standist sú staðhæfing að best sé að aldrað fólk búi eins lengi og unnt er í eigin húsnæði verður að gera því fært að gera það. Fólk verður að fá að halda reisn sinni eins lengi og unnt er og koma verður í veg fyrir að fólk verði "hreppsómagar" að óþörfu.
Tekið skal fram að lánin sem eru að sliga þetta góða fólk eru venjuleg íslensk verðtryggð húsnæðislán!
Stjórnvöld verða að fara að vakna upp, ef hér á ekki að skapast allsherjar neyðarástand. Neyð margar er mikil núna, en ástandið ætti að vera viðráðanlegt, ef lagst er á árarnar við að laga það. Málið er, að stjórnvöld og fjármálafyrirtæki eru að róa í öfuga átt við þarfir almennings og atvinnulífsins. Skattar og afborganir lána eru að sliga fólk og fyrirtæki. Farið að vakna til vitundar um þetta áður en það verður um seinan.
![]() |
„Lágmarkstilvera er ekki í boði“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2011 | 23:46
Fáránleiki endurútreikninga: Skuldar háar fjárhæðir þó lánið hafi verið greitt upp 2007
Í síðari símatíma Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær (27.4.2011) hringdi inn kona sem sagði farir sínar ekki alveg sléttar. Mig langar að birta grófa endurritun samtalsins hér (þ.e. samfellt mál og öllum endurtekningum og mistökum sleppt).
Hringjandi: Góða kvöldið. Ég er að velta fyrir mér þegar skipt var um kennitölu á bönkunum, þ.e. gamla kennitalan og nýja kennitalan..
Útvarpsmaður: Þegar þeir fóru í kennitöluflakkið..
H: ..þá fengu erlendir kröfuhafar þetta með einhverjum afslætti. Ég er mikið að velta þessu fyrir mér. Ég er með erlent lán sem ég greiddi upp árið 2007og er að fá bréf um það, að ég skuldi um 600 þús. af láninu. Hvernig getur nýi bankinn eignast uppgreidda kröfu í gamla bankanum?
Ú: Ég vildi nú að ég hefði svar við því. Þetta er nú alveg óskiljanlegt.
H: Þetta skil ég ekki heldur. Eignuðust þeir gamla bankann alveg eða hvað eignuðust þeir?
Ú: Eignuðust þeir ekki kröfurnar?
H: Uppgreiddar kröfur líka?
Ú: Þú varst búin að borga?
H: Ég greiddi þetta lán upp 2007.
Ú: Hvað ertu að fá í hausinn núna?
H: 600 þúsund og ég má velja á milli fjögurra leiða.
Ú: Hvaða leiðir eru það?
H: Það eru alls konar leiðir, ég má velja hvernig ég gangi frá þessu.
Ú: Við höfum rætt við lögmenn um þetta og þeir segja að þeir sem lendi í þessu eigi bara að stefna bankanum.
H: Á ég að þurfa að fara kaupa mér lögfræðing út af láni sem ég er búin að borga út af einhverjum banka sem er í eigu ríkisins? Nýi bankinn er í eigu einhverra erlendra kröfuhafa. Ég er búin að borga þetta og ríkið á þetta uppgreidda lán.
Ú: Bankinn metur það þannig að miðað við endurútreikninga hafir þú greitt of lítið af..
H: Það er greinilegt. Þeir eru búnir að reikna það út. En ég skil ekki hvernig nýi bankinn geti eignast uppgreidda kröfu í gamla bankanum. Það er það sem ég er ekki alveg að kveikja á, skilurðu?
Ú: Það væri gaman að spyrja einhvern að því.
---
Ég er búinn að fjalla um fáránleika laga nr. 151/2010, gengislánalaganna, all nokkrum sinnum. Ég hef gert það út frá nokkrum sjónarhornum, en aldrei þeim sem hringjandinn nefnir, þ.e. að uppgreidd lán geti ekki talist eign, hvað þá eign nýja bankans. Hafa skal í huga, að við síðustu afborgun skal lánveitandi senda lántaka stimplað frumrit lánsins til merkis um að lánssamningurinn sé uppgerður. Um leið er láninu aflýst. Hann myndar því ekki lengur kröfu og þar með eign í bókum bankans. Hafi hann verið fluttur yfir í nýja bankann, þá var hann fluttur yfir á virðinu 0 kr. Það er ekki fræðilegur möguleiki að lán sem bankinn á ekki frumrit af, geti flust frá gamla bankanum til þess nýja sem hugsanlega framtíðarkrafa. (Tekið skal fram að ég er með annað svona mál hjá mér og þar er skuldin 850 þús.kr. vegna láns með upprunalegan höfuðstól upp á um 1.600.000 kr.)
Ég er búinn að senda tveimur af þeim þremur bönkum sem ég er með áður gengistryggð lán hjá yfirlýsingu, að ég viðurkenni ekki rétt þeirra til að endurreikna gjalddaga vegna tímabils þar sem lánin voru í fullum skilum. Í öðru tilfellinu voru lán gefin út af banka sem hrundi og síðan færð yfir í þann nýja samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Lánin voru í skilum við flutninginn, þ.e. allar innheimtar gjalddagagreiðslur höfðu verið inntar af hendi í samræmi við ákvæði lánasamninganna. Ég hef því bent bankanum á, að telji hann að ég skuldi vexti vegna gjalddaga meðan lánið var í eigu gamla bankans, þá sé nýi bankinn ekki aðili að því máli.
Í lögum nr. 50/2000 um lausafjárkaup segir í 81. gr. krafa sem ber vexti:
Kaup á kröfu sem ber vexti ná til áfallinna vaxta sem ekki eru gjaldfallnir á umsömdum afhendingartíma. Greiða skal jafnvirði vaxtanna sem viðbót við kaupverðið, enda hafi krafan ekki verið seld sem óvís krafa.
Þetta ákvæði segir að nýr eigandi kröfu skal greiða jafnvirði áfallinna, ógreiddra vaxta í kaupverði. Sé svo ekki, þá má gagnálykta að hann sé ekki eigandi vaxta vegna þess tíma, þegar lánið var ekki í hans eigu. Gamli bankinn á vextina, ef einhverjir vextir eru. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur E-5215/2010 ákveður dómarinn að kröfu Arion-banka, að bankinn eigi ekki aðild að endurgreiðslukröfu Sjómannafélags Íslands nema vegna þess tíma þegar lán Sjómannafélagsins var í eigu Arion banka.
Allt bendir til þess, að afturvirk vaxtahækkun sé í besta falli vafasöm og næsta örugglega ólögleg. Afturvirk vaxtahækkun á uppgreidd lán er örugglega ólögleg, þar sem greiðandi er búinn að fá afsal vegna lánsins og þar sem greiðandinn gerði ekkert ólöglegt og ekki er hægt að rekja nein mistök til hans, þá er nánast útilokað að hann verði gerður ábyrgur. Afturvirk vaxtahækkun á þegar greidda gjalddaga, þar sem lántaki stóð við ákvæði lánasamningsins, er nær örugglega ólögleg. Nú eigi afturvirk vaxtahækkun sér einhverja stoð, þá eiga gömlu bankarnir vaxtakröfuna, ekki þeir nýju.
Í lokin vil ég nefna, að Íslandsbanki - Fjármögnun hefur gefið það út, að ekki verði innheimt skuld á uppgreiddar kröfur komi í ljós við endurútreikning að slík skuld sé til staðar. Hvernig ætlar bankinn að réttlæta þetta en rukkar okkur hin um vexti fyrir sama tímabil.
Bendi fólki síðan á nokkrar eldri færslur:
Endurútreikningur án samþykkis lántaka hefur enga merkingu - Afturvirk hækkun vaxta er eign gamla bankans
Dæmt að Arion banki eigi ekki aðild að hluta máls - Skaut bankinn sig í fótinn?
Uppgreitt lán skal taka nýja vexti og lántakar skulda 3,5 m.kr. á eftir
Tímamótadómur í Héraðsdómi Reykjavíkur: Afturvirk vaxtabreyting ekki viðurkennd
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.4.2011 | 16:18
Vaxtahlé Icesave samninga var blekking - Icesave samninganefndin þarf að útskýra þetta
Dómar héraðsdóms um forgang Icesave innstæðna í þrotabú Landsbanka Íslands eru mikil lesning. Áhugavert er hvernig umfjöllun um einstök atriði sveiflast á milli löggjafar landanna og hafa dómarar lagt sig fram við að greina hvar hvert atriði á heima. Hvergi er hlaupið að neinu í niðurstöðunni, að ég fæ best séð, en löglærðir gætu verið á annarri skoðun.
Tvennt verkur sérstaka athygli mína. Fyrra er að vextir frá vanefndardegi til 22. apríl 2009 teljast forgangskröfur og kostnaður erlendu tryggingasjóðanna vegna samskipta við innstæðueigendur eru það ekki. Hvorutveggja snýr að Icesave-samningunum, en í fyrsta samningnum kröfðust erlendu sjóðirnir, FSCS í Bretlandi og DNB í Hollandi, að íslensk stjórnvöld ábyrgðust þetta tvennt. Og það sem meira er Svavarsnefndin samþykkti það. Síðara atriðið hefur (að ég best veit) hangið inni í hinum tveimur samningunum, en vextirnir duttu út fyrir framgreint tímabil. Í staðinn var Íslendingum talið trú um að stjórnvöld fengju "vaxtahlé". Nú kemur í ljós að það er var og er blekking.
DNB gerði kröfu um að Landsbankinn greiddi dráttarvexti vegna vanefndatímabilsins. Aðalkrafa þeirra var að íslenskir dráttarvextir giltu, þ.e. allt að 26,5% vextir, fyrsta varakrafa var að hollenskir dráttarvextir giltu, þ.e. 6%, ogönnur varakrafa að innlánsvextir Icesave giltu. FSCS gerði sams konar kröfur, nema skrefin eru fleir. Meðal krafna er að greiddir séu 8% dráttarvextir. Héraðsdómur fellst á dráttarvextina í báðum tilfellum, þ.e. 6% til Hollendinga og 8% til Breta. Samkvæmt hinum mjög svo "hagstæða" Icesave 3 átti að greiða rétt rúmlega 3% vexti og fá vaxtahlé í eitt ár eða svo. Þannig fékk íslenska samninganefndin það út að vextir yrðu innan við 3% á ári allan samningstímann. Nú kemur sem sagt í ljós, að þetta vaxtahlé var bara blekking. FSCS og DNB voru búnir að gera kröfu um mun hærri vexti í bú Landsbankans. Vissulega var sú krafa til skemmri tíma, en 6% vextir í hálft ár er 3% í heilt ár. Einnig var ekki öruggt að vextirnir yrðu viðurkenndir sem forgangskrafa, en hvers vegna áttu Íslendingar að bera hallann af því?
Næsta er að spyrja sig hverjir vissu af þessu sjónarspili. Vissu samningamenn Íslands af því? Fjármálaráðherra? Aðrir ráðherrar? Þingmenn? Lee Buchheit kom fram á blaðamannafundi og barði sér á brjósti vegna þessa vaxtahlés sem hafði fengist fram. Það var ekkert vaxtahlé. Kröfunni hafði bara verið beint annað.
Mér finnst svona blekkingarleikur heldur ómerkilegur. Þjóðinni er seld sú staðhæfing að tekist hafi að fá vaxtahlé sem spari 25-30 ma.kr., þegar staðreyndin er ekkert slíkt vaxtahlé var veitt. Menn höfðu farið með kröfuna þangað sem hún átti heima. Vá, þarna fauk út um gluggann hluti af áróðri já-sinna.
Annað sem fauk út um gluggann í dag var ógnin að neyðarlögin stæðust ekki. Ég óttaðist svo sem þann þátt ekkert, þar sem ESA hafði þegar gefið álit með þeirri niðurstöðu. Auðvitað er alltaf möguleiki á að íslenskir dómstólar komist að annarri niðurstöðu en ESA, en þá væri bleik brugðið.
![]() |
Lögmætt markmið neyðarlaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
27.4.2011 | 13:07
Er þetta nú alveg rétt, Árni Páll?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2011 | 00:37
Kvörtunin til ESA farin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
19.4.2011 | 20:35
Héraðsdómur leitar í smiðju Hæstaréttar - Misskilningur varðandi erlend lán og fjórfrelsið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.4.2011 | 13:13
Upplýsingaleynd og almannahagsmunir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.4.2011 | 18:19
Kynnir Arion banki sér ekki dóma Hæstaréttar? - Eru mörg gjaldþrot byggð á svona vitleysu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2011 | 23:53
Um hvað snýst áminningarbréf ESA og hver er vörn/sekt stjórnvalda?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
10.4.2011 | 00:58
Afgerandi NEI á fyrstu metrunum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.4.2011 | 18:13
Hugsanlega rétt niðurstaða en út frá röngum rökum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2011 | 14:14
Hvernig sem fer tapar þjóðin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (65)
5.4.2011 | 13:51
Skyldur stjórnvalda vegna innstæðutrygginga og neyðarlögin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.4.2011 | 12:40
Straumsmálið, þannig að þetta eru gamlar upplýsingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði