Leita í fréttum mbl.is

Endurútreikningur án samţykkis lántaka hefur enga merkingu - Afturvirk hćkkun vaxta er eign gamla bankans

Flest fjármálafyrirtćki hafa sent lántökum áđur gengistryggđra lána upplýsingar um endurútreikning ţeirra.  Jafnframt hefur lántökum veriđ tilkynnt ađ ţeir hafi takmarkađan tíma til ađ samţykkja útreikninginn og í sumum tilfellum velja leiđ, eins og ţađ er orđađ, ţ.e. form láns til framtíđar.  Mér finnst rétt ađ benda fólki á, ađ nýr samningur tekur ekki gildi fyrr en báđir ađilar hafa skrifađ undir.  Allt tal fjármálafyrirtćkja um annađ á sér ekki lagastođ.  Fallist lántaki ekki á útreikning fjármálafyrirtćkis, ţá er hann í fullum rétti ađ hafna honum eđa bara einfaldlega ađ gera ekki neitt.  Ţeir sem telja hag sínum betur borgiđ međ ţví ađ skrifa upp á nýjan samning ćttu ađ setja fyrirvara um betri rétt neytenda inn á skjaliđ.  Ég hef svo sem heyrt af ţví ađ fjármálafyrirtćki hafi hafnađ slíkri áritun og einnig ađ sýslumenn hafi tekiđ upp á ţví ađ neita ađ ţinglýsa slíkum skjölum.

Sem neytandi á ég fullan rétt á ţví ađ setja fyrirvara inn á samning sem ég er ađili ađ.  Samningurinn er á milli tveggja ađila og hafi eingöngu annar ađilinn heimild til ađ skrifa texta samningsins, ţá er ekki um samning ađ rćđa heldur krafa annars ađilans á hendur hinum.  Tekiđ er á ţví í neytendarétti, ađ samningsákvćđi sem sterkari ađili samnings ţvingar upp á veikari ađilann geti veriđ dćmt ólöglegt.  Um ţetta er líka fjallađ í lögum um neytendalán. 

Ţađ er ótvírćđur réttur neytandans ađ setja fyrirvara inn í samninga alveg eins og öll ţau ákvćđi sem sterkari ađilinn setur inn. Hafni lánveitandinn fyrirvaranum, ţá er vörn neytandans einföld:  Ekki skrifa undir.  Undirskrift bindur samninginn og innihald hans.  Međ ţví fćr fjármálafyrirtćkiđ vald til ađ innheimta kröfuna samkvćmt efni samningsins.  Hafi ekki veriđ skrifađ undir samninginn, ţá er fjármálafyrirtćkiđ ekki međ neitt í höndunum.  Vissulega er gamli samningurinn ennţá í gildi, en samkvćmt dómum Hćstaréttar nr. 30/2011 og 31/2011, ţá getur fjármálafyrirtćkiđ eingöngu innheimt kröfuna eins og hún sé í íslenskum krónum.  Samkvćmt dómi Hérađsdóms Reykjavíkur í máli E-5215/2010, ţá átti Arion banki ekki ađild ađ kröfu fyrr en eftir ađ hún komst í eigu bankans.  Ef viđ yfirfćrum ţađ á áđur gengistryggđ lán, ţá eiga núverandi eigendur lánanna ekki kröfu á lántaka fyrr en eftir ađ lánin komust í eigu fyrirtćkjanna (í sumum tilfellum hafa kröfur ekki skipt um hendur).  Nýju bankarnir eiga ţví ekki vaxtakröfuna á lántakana, heldur sá gamli. Nýi bankinn á ţví ekki kröfuna um höfuđstólshćkkun vegna afturvirkra vaxta.  Hann er samkvćmt dómi Hérađsdóms Reykjavíkur ekki málsađili.  Tekiđ skal fram, ađ ţađ var Arion banki sem beitti ţessari vörn í málinu, ţannig ađ hugmyndin er ekki frá lántakanum komin.  Krafan, sem nýi bankinn á, á hendur lántakanum er ţví upprunalegur höfuđstóll í íslenskum krónum ađ frádregnum (núvirtum) afborgunum/greiđslum inn á lániđ.  Síđan á nýi bankinn alveg örugglega ógreidda vexti frá uppkvađningu úrskurđar Hćstaréttar frá 16. september 2010 í máli 471/2010. Ekki er aftur ljóst hvađa vexti bankinn má krefjast frá ţví ađ krafan komst í hans eigu og ţar til dómurinn var kveđinn upp.

Bćđi umbođsmađur skuldara og talsmađur neytenda hafa fjallađ um lögmćti afturvirkrar hćkkunar vaxta.  Raunar komust ţessir ađilar ađ sameiginlegri niđurstöđu og hefur hún veriđ birt á vef beggja ađila, ţ.e. Um endurútreikning ólögmćtra gengislána af vef umbođsmanns og Leiđbeiningar til neytenda í kjölfar endurútreikninga gengislána af vef talsmanns neytenda.  Einnig vil ég vekja athygli á umsögn umbođsmanns skuldara um frumvarp ađ lögum nr. 151/2010, ţ.e. lögin sem endurreikningur lána byggir á.  Ţessir ađilar sem eiga ađ vernda rétt lántaka eru einróma um ađ afturvirk hćkkun vaxta sé óheimil eđa eins og segir hjá umbođsmanni:

Í umsögn sinni um breytingar ţćr sem gerđar voru á lögunum komu fram athugasemdir umbođsmanns skuldara ţar sem ţví var mótmćlt ađ lögin heimiluđu hćkkun eftirstöđvar höfuđstóls í kjölfar endurútreiknings sem og ađ skuldurum gćti veriđ gert ađ greiđa bakreikning vegna efndrar skuldbindingar. Umbođsmađur skuldara lagđi til ađ bćtt yrđi viđ frumvarpiđ almennri skýringarreglu ţess efnis ađ endurútreikningur skuli aldrei leiđa til viđbótarfjárútláta skuldara. Meirihluti alţingis studdi ekki ţessa tillögu.

Annars vegar taldi umbođsmađur skuldara verulegar líkur á ađ ađferđafrćđin viđ endurútreikning samkvćmt núgildandi lögum samrćmist ekki Evróputilskipunum um neytendavernd.

Hins vegar taldi umbođsmađur skuldara ađ hćkkun höfuđstóls og bakreikningar í kjölfar endurútreiknings feli í sér skerđingu eignarréttar og ađ hugsanlega felist í lögunum ólögmćt eignaupptaka.

Telur umbođsmađur ţví mikilvćgt ađ aflađ verđi ítarlegs lögfrćđiálits á ţví hvort lögin séu í samrćmi viđ ţćr skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist á grundvelli EES-samningsins og hvort lögin stangist á viđ eignarréttarákvćđi íslensku stjórnarskrárinnar. Hagsmunum skuldara er best borgiđ međ ţví ađ draga úr ţeirri óvissu hiđ fyrsta

Og í grein talsmanns neytenda segir:

Ţrátt fyrir dóm Hćstaréttar frá 14. febrúar sl. liggur ţví ekki fyrir dómur ţar sem fallist er á ađ endurútreikningur miđađ viđ nýja vexti, sem Seđlabanki Íslands hefur auglýst á hverjum tíma, geti leitt til ţess ađ neytandi standi í skuld.

Á hinn bóginn verđur ađ telja ađ ýmislegt bendi til ţess ađ slíkur bakreikningur standist ekki - hvorki ađ íslenskum lögum né Evrópurétti eđa jafnvel samkvćmt stjórnarskrá og ţjóđarétti. Er ţá m.a. byggt á meginreglum kröfuréttar um gildi fullnađarkvittana, sem margir dómar hafa gengiđ um, tómlćtisreglum og reglum neytendamarkađsréttar. Ţá kunna kröfur um slíka bakreikninga ađ vera fyrndar.

Í nýlegum dómi um fullnađarkvittun, sem stađfestur var međ vísan til forsendna í Hćstarétti, segir:

„Ţann 3. maí 2006 greiddi stefnda samkvćmt kröfu eftirstöđvar skuldabréfsins međ 766.799 kr. á skrifstofu [innheimtuađila]. Fékk stefnda kvittun um fullnađargreiđslu vegna ţessa. - Ţann 11. maí 2006 barst stefndu bréf frá lögmanni [...] ţar sem fram kemur ađ mistök hefđu átt sér stađ viđ innslátt skuldabréfsins og ađ greiđsla sú sem stefnda innti af hendi ţann 3. maí 2006 hafi ekki veriđ fullnađargreiđsla. [...] - Ekki liggur fyrir í málinu sönnun ţess ađ stefndu hafi veriđ eđa mátt vera ljóst ţegar hún fékk innheimtubréfiđ [...] og gekk í framhaldi af ţví frá greiđslu 3. maí 2006 ađ fjárhćđ kröfunnar vćri röng. Sjónarmiđ um óréttmćta auđgun eiga ţví ekki viđ. Stefnda fékk kvittun um fullnađargreiđslu og mátti ţví vćnta ţess ađ gengiđ hefđi veriđ frá fullnađaruppgjöri vegna skuldabréfsins, sem var í innheimtu hjá lögfrćđingi í umbođi stefnanda. Hefur ekki ţýđingu í ţví sambandi ţótt ţeirri veđsetningu, sem tryggja átti skuldina međ, hafi ekki veriđ aflýst. Ţá leiđa reglur um viđskiptabréf til ţess ađ stefnda getur boriđ greiđslukvittun fyrir sig gagnvart stefnanda, sbr. 2. gr. tilskipunar frá 9. febrúar 1798 um áritun afborgana á skuldabréf.“

Samkvćmt ţessu hefur falliđ dómur um ađ hafi greiđandi fengiđ kvittun fyrir greiđslu og ekki er gerđ athugasemd um ađ eitthvađ vanti upp á, ţá megi greiđandi vera í góđri trú um ađ rétt hafi veriđ gert upp.

En ţetta er ekki ţađ eina sem bendir til ţess ađ fjármálafyrirtćki álíti uppgjör endanlegt.  Ţau nefnilega ákváđu ađ leggja neytendum enn frekar liđ međ ţví ađ koma ekki međ bakkröfu á uppgerđa samninga eđa á fyrir eiganda, ţegar eigendaskipti hafa átt sér stađ.  Fjallađi ég m.a. um ţetta í fćrslunni Fjármálafyrirtćki í klemmu frá 2. mars sl. og talsmađur neytenda fjallar líka um ţetta í sínu áliti:

Ákvörđun Íslandsbanka-Fjármögnunar er svohljóđandi samkvćmt tölvuskeyti til talsmanns neytenda í dag:

„Uppgreiddir samningar sem falla undir dóma Hćstaréttar hjá Íslandsbanka Fjármögnun.

Ţeir samningar sem hafa veriđ greiddir upp og niđurstađa endurútreiknings felur í sér skuld lántaka miđađ viđ ţćr forsendur sem endurútreikningur byggist á ţá hefur Íslandsbanki Fjármögnun ákveđiđ ađ innheimta ekki ţá skuld sem er niđurstađa endurútreiknings.“

Eins og ég kem inn á í minni umfjöllun, ţá er Íslandsbanki-fjármögnun hreinlega ađ mismuna viđskiptavinum sínum.  Af hverju á ég, sem ennţá er ađ greiđa af láni, ađ greiđa afturvirka okurvexti međan sá sem var svo heppinn ađ losa sig viđ bifreiđ sína í ársbyrjun 2008, ţarf ţess ekki.  Ţetta er hrein og klár mismunun.

Loks snýst ţetta um neytendavernd í Evrópurétti.  Ítrekađ hefur veriđ óskađ eftir ţví viđ Hćstarétt og Alţingi ađ leitađ verđi álits Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) eđa EFTA-dómstólsins um ţetta um hvort ţađ standist neytendaverndartilskipun ESB ađ hćgt sé ađ hćkka vexti neytendalána afturvirkt.  Meira ađ segja lög nr. 38/2001 um vexti og verđbćtur gera ekki ráđ fyrir ţví ađ fjármálafyrirtćkiđ geti heimt vangreidda vexti afturvirkt heldur er ţađ eingöngu lántakinn sem getur krafiđ um ofgreidda vexti.

Undirbúningur er kominn á fullt međ ađ fara međ mál til ESA.  Nú stendur yfir söfnun á fáránlegum málum, ţar sem ljóst ađ engin skynsemi getur veriđ í afturvirkri vaxtakröfu.  Ég er međ dćmi um bílalán, ţar sem lántaki skuldar fjármálafyrirtćkinu aukalega, ţrátt fyrir ađ hafa alltaf stađiđ í skilum.  Einn lántaki var svo óheppinn ađ taka lán um mitt ár 2006 og endurreiknađar gjalddagagreiđslur viđkomandi verđa umtalsvert hćrri en hćstu greiđslur voru miđađ viđ allt ađ 130% hćkkun höfuđstóls.  Annar var međ kjörvexti Kaupţings á láninu sínu, en Arion banki telur ţá einnig eiga ađ víkja, ţrátt fyrir ađ ţeir hafi enga tilvísun í erlendar myntir.

Hvet ég alla ţá sem eru međ furđulega endurútreikninga ađ senda mér upplýsingar um ţá.  Ćtlunin er ađ ná saman góđu safni slíkra mála til ađ leggja fyrir ESA.  Ţví fáránlegri sem málin eru, ţess betra.  Einnig óskum viđ eftir ađ fá dćmi um mál, ţar sem lántaki hafđi samkvćmt öllu átt ađ skulda dágóđa upphćđ í vangreiddum vöxtum, en fjármálafyrirtćkiđ hefur falliđ frá kröfunni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Hvenćr er ćtlunin ađ leiđrétt hlut okkar sem ekki tókum lán umfram getu fyrir hrun?

Ég keypti mér íbúđ áriđ 2001 og lagđi til nćrri 40% af verđi hennar. Hitt tók ég ađ láni. Viđ bankahruniđ og eftir ţađ hefur lániđ stór hćkkađ, verđ íbúđarinnar lćkkađ og tekjur mínar stórlćkkađ. Nú á bankinn rúmlega 100% í íbúđinni, sem dugir ţó ekki til ađ ég fái lćkkun á láninu. Ţćr miljónir sem ég lagđi til í upphafi hefur bankinn nú eignast og á ég ekkert eftir. Ţađ sem verra er ađ tekjur mínar duga engan veginn til ađ borga af ţessu láni, ţó ég hafi enn stađiđ í skilum. Ţađ gerir mađur međ ţví ađ sleppa öllu sem hćgt er ađ sleppa og rúmlega ţađ.

Fyrir hrun átti ég stóran hluta í minni íbúđ. Ég tók ekki ţátt í ţví sem kallađ hefur veriđ "sukk í fjármálum", á 11 ára gamlan bíl skuldlausann. Ég var í ágćtis tekjum og gat borgađ mína reikninga og lagt á sparnađarreikning (sem reyndar rýrnađi niđur í nánast ekki neitt viđ hrun).

Eftir hrun lćkkuđu mínar tekjur verulega, bankinn hefur hirt allt sem ég átti í íbúđinni og rúmlega ţađ, bíllinn er lítilsvirđi og ég rétt skrimti. Hvers vegna er ekkert gert til ađ leiđrétta ţađ tap sem ég hef orđiđ fyrir.

Í sömu götu og ég bý, er mađur sem keypti sér íbúđ nokkru seinna en ég. Hann tók 100% lán fyrir henni og verslađi sér nýjan bíl á 100% bílaláni skömmu fyrir hrun. Nú er ţessi mađur ađ fá léđréttingu á sínum lánum upp á mun stćrri upphćđ en ég átti í minni íbúđ. Ţađ er gott fyrir hann, ţó ţađ dugi honum reyndar engan veginn og sér hann ekki fram á annađ en gjaldţrot. Hann kallar ţetta frestun fyrir sig.

Ég fć hins vegar enga leiđréttingu, ţó ljóst sé ađ hún muni bjarga mér frá gjaldţroti.

Gunnar Heiđarsson, 22.3.2011 kl. 00:26

2 identicon

Ţađ vćri gaman ađ vita hvađa SÝSLUMENN hafa neitađ ađ ţinglýsa skjölum međ betri rétt neytenda!

NAME THEM AND SHAME THEM!

Ragnheiđur Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráđ) 22.3.2011 kl. 11:32

3 identicon

ú er ljóst ađ Frjálsi gengur fram fyrir skjöldu međ okurvaxtaútreikninga á ólögmćtum gengislánum. Send voru út bréf ţess efnis, óundirrituđ međ textanum "starfsfólk Frjálsa Fjárfestingarbankans. Ţađ vita flestir ađ Frjálsi Fjárfestingarbankinn er í slitameđferđ (gjaldţrota) og bankanum var skipuđ 3ja manna slitastjórn. Ţađ ţýđir ađ ef Frjálsi er ađ senda út bréf varđandi endurútreiknings á lánum ţá ćtti undirskrift ţess ađ vera "fyrir hönd slitastjórnar Frjálsa Fjárfestingarbankans" eđa undirskrifađ af slitastjórn eđa starfsmönnum slitastjórnar. Bent skal á ađ útreiknigarnir ţýđa, (ef ţeir ná fram ađ ganga) ađ fólk missir einfaldlega íbúđirnar sínar og húsin sín. Ástćđan er einföld, afborganir slíkra endurreiknađra lána hćkka verulega, allt frá 60-90% til ađ byrja međ. Legg til ađ skođuđ verđi sérstaklega eftirfarandi tengsl: Hefur fyrirtćkiđ Drómi tekiđ ađ sér hagsmunagćslu fyrir Frjálsa. Í ţessu sambandi má nefna ađ greinileg tengsl eru milli Dróma og félags sem heitir Fasteignafélagiđ Hlíđ sjá www.hlid.is, en ţeir sjá vćntanlega um ađ leigja og selja fasteignir sem Drómi/Frjálsi stefnir nú ađ hirđa af fyrrum viđskiptavinum Frjálsa Fjárfestingarbankans. Ţarna er um greinilegt viđskiptatćkifćri ađ rćđa af hálfu Dróma viđ tengd félög, en á heimasíđu Hlíđar segir; "Fasteignafélagiđ Hlíđ er dótturfélag Frjálsa fjárfestingarbankans og sérhćfir sig í sölu og útleigu fasteigna bankans. Félagiđ starfar fyrst og fremst á höfuđborgarsvćđinu. Félagiđ er međ til útleigu bćđi íbúđar- og atvinnuhúsnćđi." Ég skora á alla lántakendur hjá Frjálsa ađ skrifa EKKI uppá nýja lánasamninga. Hvet fólk til ţess ađ fara međ óundirrituđ bréf sem berast frá Frjálsa eđa Dróma ađ fara međ bréfin í bankann og krefjast undirskriftar ráđandi ađila á stađnum, ţ.e. ţeim sem ritar gjaldţrota firmađ, ţ.e. slitastjórn. Ekki er nćgjanlegt ađ fá undirskrift starfsmanns ţví ţá er starfsmađurinn persónulega ábyrgur og ekki liggur fyrir hvar "starfsmađurinn" starfar.

Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 23.3.2011 kl. 23:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1673443

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2023
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband