7.1.2009 | 16:41
Best að vera stærðfræðingur!
Viðskiptablaðið birtir oft litlar sætar fréttir á vb.is. Ein slík frétt ber yfirskriftina "Best að vera stærðfræðingur". Annars hljóðar fréttin svona:
Stærðfræðingar landa bestu störfunum í Bandaríkjunum samkvæmt rannsókn sem CareerCast.com stendur fyrir, en dagblaðið Wall Street Journal greinir frá þessu.
Í rannsókninni voru 200 störf í Bandaríkjunum metin út frá fimm þáttum: umhverfi, tekjum, atvinnuhorfum, líkamlegri áreynslu og stressi. Stærðfræðingar komu best út úr rannsókninni og skógarhöggsmenn verst, en á meðfylgjandi töflu má sjá fimm bestu og verstu störfin.
Miðgildi tekna stærðfræðinga nemur 94 þúsund dollurum á ári, sem samsvarar um 11 milljónum íslenskra króna á ári á núverandi gengi.
Önnur ákjósanleg störf samkvæmt rannsókninni eru sagnfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur. Meðal starfa sem komu illa út úr rannsókninni eru slökkviliðsmaður, málari og hjúkrunarfræðingur.
Þetta er mjög áhugaverð niðurstaða, þar sem það hefur jafnan þótt heldur púkó að vera stærðfræðingur, hvað þá greinandi áhættu og óvissu eða tölfræðingur, en allt þetta hefur þótt heldur nördalegt. Líffræðingar og tölvunarfræðingar hafa þótt meira spennandi. Ég ætti samkvæmt þessu að vera í góðum málum, þar sem að ég er tölvunarfræðingur, fæst við að greina áhættu og óvissu og er með tvær gráður í aðgerðarannsóknum, sem er sambland af stærðfræði, tölfræði og hagfræði/rekstrarfræði. Samkvæmt þessu, þá skora ég hátt í 4 af 5 þeirra faga sem þykir hvað best að stunda í henni Ameríku. (Síðan vann í 3 ár hjá deCODE.)
Ég ætti kannski að fara að skrá mig hjá CareerCast.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir hinar miklu hamfarir í haust er löngu orðið tímabært að huga að uppbyggingunni. Spurningin er hvernig uppbyggingu viljum við, hvert er það samfélag sem viljum hafa í stað þess sem brást okkur svo hrapalega? Mig langar að opna hér fyrir umræðu og hvet alla sem hafa einhverjar tillögur að setja þær hér inn.
Svo ég byrji, þá vil ég í stórum dráttum að við endurvekjum gamaldags félagshyggju, þar sem samtryggingarhugsunin verði mikilvægust.
Ég vil sjá uppstokkun í hinu pólitíska flokkakerfi og aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Ég vil sjá takmörkun á þeim tíma sem einstaklingar geta gengt embætti ráðherra og setu á Alþingi. Ég vil sjá virkara lýðræði og möguleika fólks til að kjósa hvort heldur lista eða einstaklinga. Ég vil sjá menn taka pólitíska ábyrgð með því að víkja úr embættum sínum verði þeim eða þeim sem undir þá heyra á í messunni.
Ég vil sjá faglega stjórnun hvort heldur í Seðlabanka, ráðuneytum eða öðrum opinberum embættum.
Ég vil sjá allsherjar endurskoðun á regluverki tengt fjármálamarkaði, kauphöll, verðbréfaskráningu, fyrirtækjalöggjöf, ábyrgð eigenda og stjórnenda, o.s.frv.
Ég vil sjá að hagsmunir heimilanna verði varðir af ekki minna afli en hagsmunir fyrirtækjanna.
Ég vil sjá að hagsmunir öryrkja og aldraða verði varðir.
Ég vil sjá verðtrygginguna afnumda af húsnæðislánum og vaxtaþak við 10% sett á þá vexti hægt er að krefjast af öllum lánum.
Það er margt annað sem ég vil sjá gerast á nýju ári, en nú væri gaman að sjá hvað aðrir segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.12.2008 | 11:20
En hann hefur samt skorað fleiri stig úr vítum en góðu skytturnar
Tölfræði getur stundum verið snúin. Hér er frétt um skotnýtingu Shaquille O'Neal, þar sem er verið að gera lítið úr hittni hans af vítalínunni. Það kemur fram að hann hafi "klúðrað" yfir 5.000 skotum, en jafnframt sagt að hann hafi 52,5% nýtingu, sem þýðir að hann hefur skorað meira en 5.100 stig af vítalínunni. Nokkuð góður árangur, sem er betra en meðaltal 12 bestu vítaskyttna NBA, en þær hafa að jafnaði tekið 1.350 færri vítaskot en Shaq hefur skorað úr! Eða þá liðfélagi Shaq, Steven Nash, sem vissulega er með 90% nýtingu, en aðeins úr 2.500 skotum. Miðað við þetta, þá er betra fyrir þau lið sem Shaq hefur spilað með að hann skori bara úr öðru hverju skoti, en að fyrir liðin með 12 bestu vítaskytturnar í NBA að þær skori úr 9 af hverjum 10. Best væri náttúrulega, að það væri jafnmikil ógn af þessum meistaraskyttum og af Shaq, þannig að menn væru sífellt að brjóta á þeim.
Ekki það, að ég hef aldrei verið aðdáandi Shaq og er alveg sama hvað hann "klúðrar" oft af vítalínunni. Það er bara tölfræðin í þessari frétt sem vekur áhuga minn. Stundum er nefnilega lakari árangur betri en góður árangur.
![]() |
Shaq hefur „klúðrað“ yfir 5.000 vítaskotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2008 | 14:59
Samsetning stjórna lífeyrissjóðanna ekki vandinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
23.12.2008 | 12:34
Misheppnuð handstýring?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2008 | 12:34
Bull rök fyrir háum stýrivöxtum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.12.2008 | 11:45
Það er vont en það venst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2008 | 21:13
385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
Bloggar | Breytt 23.1.2009 kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2008 | 22:24
Góðverk í gær leyfir ekki lögbrot í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.12.2008 | 21:29
Lánshæfi risabanka lækkað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 18:59
Þetta átti Kaupþing að gera!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 01:11
Deutsche Bank neitar að borga!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2008 | 16:20
Ályktunargáfa sem á sér ekki sinn líka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
11.12.2008 | 00:18
Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
10.12.2008 | 14:07
Nú er búið að þurrmjólka þennan markað. Hvað næst?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2008 | 13:04
Lofsvert framtak
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2008 | 21:57
Það er verðbólgan að baki sem er mesta vandamálið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2008 | 14:48
Olíufatið lækkar úr 96 USD í 44 USD en dollarinn styrkist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2008 | 23:27
FSA vill skylda banka til að fjárfesta í ríkisskuldabréfum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2008 | 17:30
Ríkisstjórn og Seðlabanki hlustuðu ekki á ráð þeirra sem vissu betur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði