Leita í fréttum mbl.is

Notaðu starfsþrekið til að verja heimilin

Það er fagnaðarefni að Geir H. Haarde telur sig hafa fullt starfsþrek og ég vona að hann haldi því þrátt fyrir þessu alvarlegu veikindi.  Óska ég honum alls hins besta.

Ég vil eindregið hvetja hann til að finna það atriði á verkefnalista ríkisstjórnarinnar sem heitir "verjum heimilin í landinu".  Ég efast ekkert um að slíkt atriði er á listanum.  Ástæðan er einföld.  Sem stjórnarmanni í Hagsmunasamtökum heimilanna berast mér til eyrna alls konar sögur frá fólki sem segir farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum við ríkisbankana.  Harkan hjá þeim er slík við innheimtu, að 1 milljón króna skuld á síðari veðrétti er vísað í nauðungaruppboð án nokkurra möguleika á samningum.  Hvað er í gangi?  Eru ríkisbankarnir ekki búnir að fá skýr tilmæli frá ríkisstjórninni að sýna fólki biðlund?

Ein aðalkrafa Hagsmunasamtaka heimilanna er að aðförum að heimilunum sé hætt.  Að sett sé tímabundið bann með lögum við nauðungaruppboðum á íbúðarhúsnæði fjölskyldna í landinu.  Það er ekki að ástæðulausu, sem þessi krafa er sett fram.  Tilmæli eru ekki nóg.

Ég hef fullan skilning á þörf ríkisbankanna til að innheimta skuldir, en mér finnst að þeir eigi að hafa í huga, að það voru þeirra gjörðir sem komu þjóðinni í þá stöðu sem hún er í.  Það er þjóðin sem er að borga fyrir misgjörðir þeirra og þjóðin á það inni hjá bönkunum að þeir haldi að sér höndum með innheimtuaðgerðir.  Þjóðin á það líka inni að bankarnir létti undir með fólkinu og fyrirtækjunum.

Ég vil hvetja alla sem hafa sögur um óbilgirni ríkisbankanna eða harkalegar innheimtuaðgerðir, sérstaklega út af léttvægu vanskilum, að senda þær til Hagsmunasamtaka heimilanna á póstfangið heimilin@heimilin.is.


mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft var þörf en nú er nauðsyn

Báðir formenn stjórnarflokkanna eru hættulega veikir.  Geir og Ingibjörg eru ekki í neinu standi til að leiða það endurreisnarstarf sem er í gangi.  Eina lausnin á þessu er, að hér verði stofnuð einhvers konar neyðarstjórn.  Hún getur verið þjóðstjórn, utanþingsstjórn eða sambland af þessu tvennu.

Veikindi Ingibjargar og Geirs gera ekkert annað en að styðja við þá kröfu að ríkisstjórnin fari frá.  Ég skil ekki eftir hverju er verið að bíða.  Veikindi þeirra beggja eru lífshættuleg, þó æxlið hjá Ingibjörgu séu ekki illkynja.  Í morgun fékk ég póst frá lækni sem sagði:

Það undrar mig að einhver með sjúkdóm sem Ingibjörg, sé ekki búinn að segja af sér. Það þarf fulla dómgreind til að stjórna og kannski þarf dómgreind til að vita að sjúkdómurinn sem hún hefur getur truflað dómgreind. 

Nú hafa veikindi Geirs bæst við.  Með fullri virðingu fyrir þeim tveimur, þá eru það hagsmunir þjóðarinnar, að þau víki sætum.  Hér er ekki pláss fyrir pólitískan menntað eða misskilda ættjarðarást.  Ég geri mér fulla grein fyrir því að þau telja sig færa um að takast á við verkið, en þau eru það ekki.  Það er ábyrgðarhlutur að þau haldi áfram.  Ég sætti mig ekki við það, að þau setji sig á þann stall, að þau séu ómissandi.  Þau eru það ekki.  Raunar það er þeim báðum fyrir bestu að víkja sætum hleypa nýju fólki að.

Ég er raunar þeirrar skoðunar, eins og ég hef marg oft lýst yfir, að fara þurfi í gagngera endurskoðun á stjórnskipulagi lýðveldisins.  Svo ég ítreki enn einu sinni, það sem ég hef skrifað hér, þá eru tillögur mínar í stórum dráttum eftirfarandi:

  1. Við taka ný ríkisstjórn, nokkurs konar þjóðstjórn/neyðarstjórn. Háskóla rektor verði falið að velja einstaklinga úr samfélaginu til að gegna störfum ráðherra.  Engar hömlur verði settar á það hvaða starfi viðkomandi gegnir í dag.  Hlutverk þessarar ríkisstjórnar verði að taka yfir endurreisn hagkerfisins með öllum tiltækum ráðum, auk þess að sinna öllum hefðbundnum verkum ríkisstjórnar.
  2. Sett verði á fót stjórnlagaþing og kosið til þess.  Hlutverk stjórnlagaþingsins verði að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá og nýja stjórnskipan.
  3. Alþingi verði áfram starfandi og heldur sínu striki, en jafnframt verði boðað til þingkosninga sem fari fram í vor. Tilgangur hins nýja þings verði fyrst og fremst að fara yfir lagasafnið, áhættugreina það, kostnaðargreina, finna veilur í því og leggja fram frumvörp til breytingar með það að markmiði að gera lagaumhverfið manneskjulegra og koma á siðbót í íslensku samfélagi. Hlutverk þess verði jafnframt að breyta lögum í samræmi við niðurstöður stjórnlagaþingsins, en ljóst er að margar breytingar þarf að gera.  Sérstaklega á að skoða innleiðingu á lögum og reglum sem tengjast EES samningnum. Þetta þing sitji í takmarkaðan tíma 12-18 mánuði.
  4. Haustið 2010 verði boðað aftur til kosninga í samræmi við nýja stjórnskipan. Neyðarstjórnin sitji fram að þessum seinni kosningum, en eftir þær verði mynduð ríkisstjórn í samræmi við nýja stjórnskipan.
  5. Inni í nýrri stjórnskipan verði algjör aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdarvalds.
  6. Stofnuð verði ný fastanefnd innan þingsins, laganefnd, sem hafi það hlutverk að framkvæma (með hjálp færustu sérfræðinga) áhættu- og kostnaðarmat á öllum frumvörpum sem lögð eru fyrir Alþingi.  Jafnframt sjái hún til þess, að slíkt mat sé framkvæmt á núgildandi lögum og reglum.  Einnig verði það hlutverk nefndarinnar að tryggja, að hjá Alþingi verði til skilningur á frumvörpum áður en þau eru lögð fram, kynna þau fyrir þjóðinni með því að birta þau, t.d. á opnu umræðusvæði á vefnum, og óska eftir ábendingum um það sem betur mætti fara.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún komin heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunasamtök heimilanna

Merki samtakanna

 

Ég vil minna fólk á að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna.  Við erum þegar farin að ná athygli ráðamanna og þeir vilja tala við okkur.  Næstkomandi laugardag, 24. janúar, milli kl. 11 og 13 verður opinn vinnufundur í Borgartúni 3.  Á fundinum verður rætt um verðtryggð lán, gjaldeyrislán (myntkörfu) og lagabreytingar.  Allir eru velkomnir.

Hjálpið okkur að standa vörð um heimilin sem grunnstoð samfélagsins.  Sendið okkur erindi og uppástungur á heimilin@heimilin.is.  Takið þátt í að móta kröfur til stjórnvalda og tillögur um það hvernig bæta má hag heimilanna og koma þeim út úr þeim ógöngum sem mikil verðbólga, háir stýrivextir og hrun krónunnar hafa orsakað.  Allt of mörg heimili líða fyrir þetta, þó sem betur fer það eigi ekki við öll heimilin í landinu.


Af hverju er svæðið ekki girt af?

Svo virðist sem óeirðir síðustu tvö kvöld hafi af stofni til verið haldið uppi af ungmennum undir lögaldri. (Ég kalla þetta "óeirðir" vegna þess að ég geri greinarmun á mómælunum og því að kveikja elda og kasta grjóti í lögreglu.) Þessi ungmenni hafa af...

Aðgerðaráætlun fyrir nýtt Ísland

Nú hyllir undir það, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fari loks að þeim kröfum almennings að víkja. Í sjálfu sér fæst ekkert með því nema á hreinu sé, að það sem við tekur skili betri árangri. Ég er talsmaður þess að sett verði á fót...

Þingræðið á bak við múr lögreglumanna

Á eyjunni er athugasemd þar sem segir að lýðræði sé bak við múr lögreglumanna. Þetta er náttúrulega ekki rétt. Þingræðið er bak við múrinn, en lýðræðið fyrir framan hann. Fólk er að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla því ástandi sem hefur...

Piparúða beitt á fólk sem er að hörfa!

Ég er að horfa á útsendingu sjónvarpsins og þar sést lögreglan úða á fólk sem er að labba í burtu. Hver er tilgangurinn að úða á fólk sem er að hörfa? Getur einhver útskýrt það fyrir mér. Getur lögreglan ekki skilið að hópur kemst ekki eins hratt aftur á...

Tillaga um aðgerðir fyrir heimilin

Þessi færsla er framhald og nánari skýring á síðustu færslu Björgunaraðgerðir vegna Seðlabankans geta nýst heimilunum . Það getur vel verið að þessi hugmynd gangi ekki upp óbreytt, en ég held að hún sé þess virði að skoða betur. Svo ég skýri hana betur,...

Björgunaraðgerðir vegna Seðlabankans geta nýst heimilunum

Ákveðið hefur verið að ríkissjóður kaupi af Seðlabanka Íslands skuldir fjármálafyrirtækja að andvirði 350 milljarðar króna. Seðlabankinn mun veita ríkissjóði afslátt af þessum kröfum, þannig að alls hljóðar greiðslan upp á 270 milljarða. Í staðinn fær...

Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er grein með yfirskriftinni "100 dagar frá hruni". Greininni fylgir mynd sem á að sýna til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hefur gripið til að m.a. létta undir með heimilunum. (Ýmsu öðru er líka lýst á myndinni.) Morgunblaðið...

Öryggi á ferðamannastöðum

Á visir.is er stutt umfjöllun um grein David Bauder, blaðamanns AP fréttastofunnar, til Íslands í desember sl. Þessi grein Bauders hefur birst í blöðum um allan heim á síðustu dögum. Fréttastofur á borð við ABC og FOX, stórblöð, tímarit, flugfélög og...

Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar

Ég veit ekki hvað það eru margir sem hafa lesið svarið hans Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum við spurningunni Hvað eru jöklabréf? Ég vil hvetja alla til að kynna sér þetta svar, vegna þess að það gæti verið...

Skynsöm ákvörðun

Þetta eru góðar fréttir fyrir útgerðirnar og mun auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar um tugi milljarða. Það sem kannski vekur furðu, er að Einar K. Guðfinnsson hefur neitað fram í það rauða undanfarna mánuði að fara þessa leið. Hvers vegna þessi...

Hagsmunasamtök heimilanna stofnuð

Í kvöld voru stofnuð í Háskólanum í Reykjavík ný hagsmunasamtök, Hagsmunasamtök heimilanna (HH). Ég fór á stofnfundinn og mun sitja í varastjórn samtakanna á fyrsta kjörtímabili þeirra. Grunnurinn að stofnun þessara samtaka er að standa vörðu um hagsmuni...

Traustur maður valinn

Minn ágæti vinur, Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, hefur gefið kost á sér og verið valinn til að gegna embætti sérstaks saksóknara. Þar fer góður og traustur maður. Vona ég að hann fái að vinna verk sitt, því ég veit að hann mun gera það af...

Nær skuldlaus ríkissjóður skuldar 653 milljarða!

Ég verð að viðurkenna, að það er eitthvað í þessari frétt sem stemmir ekki við fyrri yfirlýsingar um "nær skuldlausan ríkissjóð". Samkvæmt fréttinni eru skuldir ríkissjóðs "rúmir 653 milljarðar króna án tillits til allra skuldbindinga sem falla á...

Búa Íslendingar við þingræði eða flokksræði?

Í tilefni viðtals Egils Helgasonar við Njörð P. Njarðvík í dag langar mig að endurbirta grein eftir mig sem birt var í Morgunblaðinu fyrir all nokkru. Einnig langar mig til að vera með getraun um það hvenær þessi grein var birt. Ég tek það fram að...

Rök fyrir háum stýrivöxtum standast ekki

Ég hef oftar en einu sinni bent á það, að rökin fyrir því að halda stýrivöxtum háum standast ekki. Hér á landi er núna það ástand, sem á máli hagfræðinga kallast "stagflation", þ.e. óðaverðbólga samfara stöðnun eða samdrætti í hagkerfinu. Hagfræðingar...

Hafa stýrivextir eitthvað með gengi krónunnar að gera í þessu árferði?

Ég hef skrifað um þessi mál áður og fullyrt að rökin fyrir háum stýrivöxtum standist ekki. Nú er enn einu sinni verið að telja okkur trú um að við verðum að hafa stýrivexti háa til að styrkja gengi krónunnar. Mér finnst þetta ekki standast. Mikilvægasta...

Sigmundur pissar í skóinn sinn.

Svona út frá fyrirsögn fréttarinnar: Er ófjandsamleg yfirtaka á stjórnmálaflokki til? Ég er að velta fyrir mér hvernig ófjandsamleg yfirtaka fer fram. "Heyrið þið mig gott fólk, er ykkur ekki sama þó þið takið yfir flokkinn?" Það heitir ekki yfirtaka,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1682111

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband