19.12.2008 | 01:11
Deutsche Bank neitar að borga!
Deutsche Bank hefur tilkynnt að bankinn muni ekki greiða EUR 1 milljarðs skuldabréfaflokk sem er á gjalddaga í janúar. Hefur bankinn þannig reitt til reiði marga af tryggustu viðskiptavinum sínum um leið og þetta veldur mönnum áhyggjum yfir stöðu bankans. Það sem veldur fjárfestum þá mestum áhyggjum er að fleiri bankar fari að fordæmi Deutsche Bank.
Nú er spurningin hvort spilaborgin sé að hrynja. Ef Deutsche Bank hefur ekki efni á að endurgreiða ekki hærri upphæð, hver er þá staða annarra banka og hverjir fylgja í fótspor D Bank?
Á sama tíma vindur Madoff hneykslið upp á sig og sífellt koma í ljós nýir aðila sem hafa tapað háum fjárhæðum. Það er alveg ljóst að fjármálaeftirlit um allan heim hafa verið blekkt á undanförunum árum eða sofið á verðinum. Við hér þekkjum hve illa FME stóð vaktina, en nú kemur í ljós að frammistaða þeirra er hátíð á við bandaríska fjármálaeftirlitið. Hvert hneykslið á fætur öðru hefur rekið á fjörur þess, allt frá glæpsamlegri hegðun matsfyrirtækjanna til ótrúlegs klúðurs íbúðalánasjóðanna og nú þessi að því virðist USD 50 milljarða svikamylla Bernard Madoff.
Niðurstaðan af þessu öllu er að regluverkið klikkaði, eftirlitið klikkaði, áhættustýringin klikkaði, en það sem er verst af öllu, að græðgi manna er engin takmörk sett. Siðblinda margra velgefinna einstaklinga er slík að þeir eiga hvergi heima nema bak við lás og slá. Það sem meira er, ég er reikna með að í ljós eiga eftir að koma verri tilfelli en Bernard Madoff. Þá á ég við menn, sem tengjast stærstu vogunarsjóðunum. Á sama hátt og peningar Madoffs virðast hafa gufað upp, þá sé ég fyrir mér að stór hluti eigna mjög margra vogunarsjóða hafi gert það líka. Menn eru svo sem byrjaðir að tilkynna 50% tap hjá mörgum minni sjóðunum, en það mun fyrst hrikta verulega í stoðum, þegar stóru sjóðirnir koma með uppgjör sín fyrir þessa síðustu mánuði þessa árs. Ég er farin að halda, að best sé að endurstilla heiminn um áramót, þannig að þá verði allt eins og það var í ársbyrjun 2007!
Loks finnst mér merkilegt, að Barclays metur krónuna ríflega kr. 15 sterkari gagnvart evru en skráningin er hér á landi. Á vefsíðu bankans má sjá að 1 EUR = 155,655 IKR meðan 1 EUR = 171,57 IKR hjá Glitni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 108
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég tek heilshugar undir með þér. Heimska, siðblinda, kæruleysi....þetta fólk er hættulegt......Gott væri ef hægt væri að endurstilla.
Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki sé hægt að gefa skít í öll þessi kerfi. Hugsa bara um auðlindirnar og mannauðinn og hanna nýtt kerfi ofan á það.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.12.2008 kl. 01:47
Bandaríski efnahagurinn er bara ein risastór Ponzi skema. Fólk út í heimi er alveg hætt að nenna að gera sér upp hneykslun á viðskiptaháttum þar ytra. Hver hefur t.d orðið fjúkandi reiður hér á landi vegna þess að gaur þessi hafði 20 milljón dollara af Novator? Enginn. Þetta er bara venjulegir viðskiptahættir á Wall Street liggur við.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.12.2008 kl. 15:02
Það er líka ástæða til að fylgjast vel með því hvort eitthvað Icesave dæmi komi upp hjá þýskum, enskum eða hollenskum banka.
Sjáum hvort ESB-löndin taki eins harkalega á þeim bönkum eins og okkar og frysti enskar eða þýskar eigur.
Ef þeir ganga ekki að bönkum sem geta ekki borgað sparifjáreigendum eigum við að krefjast þess að skuldbindingar vegna Icesave og annarra slíkra reikninga verði felldar niður.
Theódór Norðkvist, 19.12.2008 kl. 16:23
Theódór, franski seðlabankinn er búinn að komast að þeirri niðurstöðu, að tryggingasjóður innstæðueigenda geti ekki átt að standa undir kröfum í kerfishruni, líkt og hér. Hugsanlega mun það verða okkur til hjálpar síðar meir.
Það sem mér finnst sorglegast í þessu máli, eru allar ábyrgðirnar sem við hefðum getað hafnað, ef stjórnvöld hefðu nýtt sér undanþágurnar í tilskipun ESB. Málið var bara, að verið var að verja íslenska reikningseigendur, þegar lögin voru sett og engum datt í hug að breyta lögunum, þegar bankarnir fóru að safna erlendum innistæðum.
Marinó G. Njálsson, 19.12.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.