17.1.2009 | 15:26
Öryggi á ferðamannastöðum
Á visir.is er stutt umfjöllun um grein David Bauder, blaðamanns AP fréttastofunnar, til Íslands í desember sl. Þessi grein Bauders hefur birst í blöðum um allan heim á síðustu dögum. Fréttastofur á borð við ABC og FOX, stórblöð, tímarit, flugfélög og ferðaskrifstofur hafa birt grein hans á vefum sínum.
Ég renndi í gegnum greinina um daginn, en þar sem visir.is er með tilvitnun í hana, þá langar mig að gera einu atriði í henni nánari skil. Það snýr að öryggi á ferðamannastöðum:
The temperature the day we toured was a few degrees shy of freezing, and there was a thick coat of ice on the ground frosted by a dusting of snow.
In other words, about as treacherous as you can get. Virtually everyone in our party slipped and fell at some point. It made you realize the difference between tourist spots in Iceland and, say, in the U.S. With these conditions, U.S. tourist spots would no doubt be closed, or the ice chipped, salted and sanded into messy oblivion.
Not in Iceland. You're responsible for your own safety. Gingerly heading down a path to get a closer view of Gullfoss, one woman slipped and if she hadn't grabbed a rope railing as she was sliding under it, she would have slid perilously close to the edge.
At Geysir, you can walk so close to the volcanic pools that if you're silly enough to stick your hand in to see if it's really as hot as they say, you can. Watch the kids.
Þarna bendir Bauder á atriði sem er til skammar á ferðamannastöðum á Íslandi, þ.e. öryggismál. Leiðsögumenn hafa reynt að vekja athygli á þessu, en við dauf eyru ráðamanna.
Banaslys í ferðamennsku hér á landi hafa verið nokkur á undanförnum árum. Skemmst er að minnast banaslyssins í Reynisfjörum, annað varð við Dettifoss og svona mætti halda áfram. Þó svo að þessi slys hafi orðið í skipulögðum hópferðum, þá hafa flest verið þar sem einstaklingar eða hópar hafa verið á eigin vegum.
Aðstaðan við Gullfoss og Geysi bjóða hreinlega upp á slys. Á hverju ári brennist fólk á hverasvæðinu við Geysi, þegar heitt vatn úr gjósandi hver skvettist á það eða þegar það stígur fæti eða stingur hendi ofan í sjóðandi heitt vatnið. Það eru vissulega einhver skilti á svæðinu, sem var ferðamenn við, en þau hafa lítið að segja, þegar ekkert er gert í að hindra fólk í að komast að sjóðheitu vatninu. Í besta falli eru snúruspottar strengdir á milli járnstanga sem ná að hámarki 20-30 cm upp úr jörðinni. Hvaða hindrun er það? Fyrir utan að snúruspottinn hangir á milli stanganna og nemur því víða við jörðu. Lítil börn skilja ekki að þessi spotti þýðir, að ekki má fara inn fyrir hann. Og ekki hamlar hann fullorðnu fólki að nálgast hveraskálarnar.
Við Gullfoss eru margar slysagildrur. Stígurinn sem liggur niður að fossinum er varhugaverður í bleytu og stórhættulegur í frosti. Texti aðvörunarskilta er óskýr (efnislega) eða máður. Skiltin eru fjarri fossinum og ekki er víst að allir, sem ætla að fossinum, fari framhjá þeim. Það er eiginlega með ólíkindum að ekki verði þarna mörg banaslys á hverju ári miðað við þann fjölda sem þarna fer um.
Aðstaða og öryggi við ferðamannastaði er víða úrbótavant. David Bauder bendir réttilega á, að búið væri að loka fyrir aðgengi að þessum stöðum í Bandaríkjunum og líklegast líka í flestum löndum í kringum okkur. Eftir hverju er verið að bíða? Fleiri banaslysum? Lögsóknum? Ég veit það ekki, en óttast það versta.
Ég hef lagt það til, að aðgerðir til útbóta á ferðamannastöðum, sé eitt af þvi sem hægt er að fara í til að fjölga störfum í landinu. Sem sérfræðingur í öryggismálum og verðandi leiðsögumaður, þá hrís mér hugur við að sjá hve vanbúnir ferðamannastaðir eru varðandi öryggi ferðamanna. Það er heldur ekki góð landkynning, þegar gagnrýni á þetta birtist í fjölmiðlum um allan heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.1.2009 | 00:41
Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Ég veit ekki hvað það eru margir sem hafa lesið svarið hans Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum við spurningunni Hvað eru jöklabréf? Ég vil hvetja alla til að kynna sér þetta svar, vegna þess að það gæti verið lykill að því hve auðvelt er að niðurfæra stóran hluta erlendra lána sem tekin hafa verið í gegnum innlend fjármálafyrirtæki. Skoðum fyrst svar Gylfa, eða öllu heldur hluta þess:
Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hvað útgefandinn er erlendur í öðru tilfellinu og innlendur í hinu. Í báðum tilfellum á sá sem kaupir bréfið kröfu á útgefandann um greiðslu á vöxtum og höfuðstól í íslenskum krónum. Erlendir aðilar hafa hins vegar yfirleitt ekki mikinn áhuga á að skulda í krónum og þurfa þar með bæði að búa við gengisáhættu og háa vexti. Því semja útgefendur jöklabréfa alla jafna við íslenskan banka um vaxta- og gjaldmiðilskipti. Með því er átt við að íslenski bankinn tekur að sér að greiða vexti og afborganir í krónum. Íslenski bankinn tekur á sama tíma lán í erlendri mynt sem útgefandi jöklabréfsins tekur að sér að greiða af í staðinn. Íslenski bankinn fær síðan krónurnar sem fengust fyrir sölu jöklabréfsins en útgefandi jöklabréfsins fær andvirði erlenda lánsins. Alla jafna eru reyndar ýmsir milliliðir í þessu ferli en það breytir lítt heildarmyndinni og verður hlutverk þeirra því ekki rakið hér.
Hér erum við með þá stöðu, að erlendir aðilar gáfu út jöklabréfin. Kaupendur voru ýmsir aðilar, bæði erlendir og innlendir. Íslensku bankarnir tóku að sér a selja bréfin og líka að greiða þau til baka. Á móti tóku íslensku bankarnir erlend lán, sem útgefendur jöklabréfanna taka að sér að greiða. Hvor um sig tekur því áhættu í eigin mynt þó lánin/skuldabréfin séu í mynt annars lands.
Peningarnir sem komu inn í íslensku bankana með jöklabréfunum voru m.a. notaðir til að lána út í erlendri mynt til innlendra aðila. Þó upphaflega skuldbindingin hafi verið í erlendri mynt, þá er endurgreiðslan í íslenskum krónum, en ekki erlendum gjaldeyri. Það þýðir að upphæðin sem við (almenningur) skuldum í CHF, EUR, USD eða JPY yfirfært á núverandi gengi er ekki sama upphæð og bankarnir skulda vegna þessara útlána. Við þessar aðstæður hefur því í reynd myndast gríðarlegur gengishagnaður.
Segjum að innlendar fjármálastofnanir hafi lánað út 100 milljarða í gengiskörfum fyrir tveimur árum. Í dag eru þessi gengistryggðu lán komin í 220 milljarða miðað við upphaflegu fjárhæð í hverri mynt fyrir sig. (Vissulega er hækkun GVT ekki svona mikil en hlutur JPY og CHF er hærri en annarra mynta í útlánunum og skýrir það mismuninn.) Við þetta bætast síðan vextir og vaxtaálag sem í þessu dæmi eru reiknað alls 5%. Að teknu tilliti til þess að gengið hefur verið misjafnt á þessu tveggja ára tímabili, þá gef ég mér að vaxtagreiðslur nemi alls 5 milljörðum. Á bakvið þetta stendur hins vegar 135 milljarða skuld bankanna í íslenskum krónum, þ.e. upprunalegu 100 milljarðarnir auk 17,5% vaxta á ári í 2 ár. Þarna hefur því myndast rými fyrir bankana til að lækka skuldina um allt að 85 milljarða án þess að bankinn sé að tapa neinu. Raunar væri hægt að segja að bankarnir hefðu meira svigrúm, þar sem lántakendur eru búnir að borga vexti af þessum lánum. Vandamálið er líklegast, að ekki tóku allir bankar að sér að selja jöklabréf og því er svigrúm einstakra banka til að lækka kröfur ekki eins mikið og annarra. Á móti kemur að þeir bankar sem ekki gerðu vaxtaskiptasamninga vegna jöklabréfanna, fengu að öllum líkindum lán frá bönkum sem gerðu það.Nú er spurningin hvort bankarnir vilja láta viðskiptavinina njóta þess, að skuldir bankanna vegna erlendu lánanna til viðskiptavinanna hafa ekki hækkað eins mikið og gjaldmiðlarnir sem notaðir voru til viðmiðunar í gengiskörfum lánanna. Svigrúmið er augljóslega fyrir hendi. Síðan má ekki gleyma því að það voru m.a. þessir vaxtaskiptasamningar sem áttu ekki hvað minnstan þátt í hruni krónunnar.
Nánari útskýring fyrir þá sem hafa gaman af tölum
Best er að nota dæmi til að sýna hvað þetta þýðir í raun og veru. Hér er stillt upp dæmi, þar sem tekin eru lán og gefin út jöklabréf til tveggja ára. Miðað er við að útgáfudagur sé 3. janúar 2007 og gjalddagi því 3. janúar 2009:
- Íslenskur banki tekur lán til tveggja ára í CHF (svissneskir frankar) með LIBOR vöxtum. Andvirði lánsins er 100 milljarðar króna eða CHF 1,75 milljarðar miðað við gengi CHF = 57,28 IKR.
- Erlendur aðili gefur út jöklabréf fyrir 100 milljarða til tveggja ára með 17,5% vöxtum.
- Þessir aðilar gera með sér vaxta- og gjaldmiðilsskipti, þannig að erlendi aðilinn fær fjárhæð CHF lánsins og tekur yfir greiðslur vegna þess, en íslenski bankinn sér um sölu á jöklabréfunum, fær andvirðið til sín og tekur að sér að greiða bréfin að lánstímanum liðnum. Í samningi aðila er gerður upp vaxtamunur á þessu tveimur lánum.
- Í bókum íslenska bankans koma fram lánið í CHF, skiptisamningurinn og jöklabréfin.
- Íslenski bankinn notar peningana sem hann fær vegna jöklabréfanna til að lána til innlendra aðila. Þar sem bankinn tók upphaflega lán í CHF, þá lánar hann út með viðmið í CHF alls 100 milljarða kr. eða CHF 1,75 milljarða. Þessi lán eru til langs tíma, segjum 20 ára, og eru án greiðslu af höfuðstól fyrsta árið en með 3% vaxtaálagi.
- Að tveimur árum liðnum koma bæði lánið sem bankinn tók í CHF og jöklabréfin á gjalddaga. Erlendi aðilinn greiðir CHF-lánið, en íslenski bankinn jöklabréfin. Þá kemur upp forvitnileg staða. Skuld íslenska bankans er 100 milljarðar króna plús vextir eða alls 135 milljarðar króna. Skuld erlenda aðilans er CHF 1,75 milljarðar auk vaxta. Gefum okkur að vextir hafi verið 2% á ári. Það þýðir að endurgreiðslan er CHF 1,82 milljarða eða alls kr. 207 milljarðar. Málið er að upphæð CHF-lánsins skiptir ekki máli í krónum talið, þar sem að erlendi aðilinn tekur að sér að greiða lánið.
- Staða lána innlendu aðilanna fylgir aftur gengi CHF. Þær greiðslur sem íslenski bankinn er búinn að fá eru vaxtagreiðslur vegna alls lánsins fyrir 2007 sem eru 5% af CHF 1,75 milljörðum eða 87,5 milljónir CHF = 4,9 milljarða króna miðað við að 1 CHF = 56 IKR. Seinna árið greiða lántakendur til baka 1/19 af láninu og 5% vexti af höfuðstól hverju sinni. Höfuðstólsgreiðslan er því CHF 92 milljónir og vaxtagreiðslan um CHF 85 milljónir eða alls CHF 177 milljónir sem gerir 14,2 milljarða króna miðað við meðalgengi CHF á síðast ári upp á 80,36 IKR. Alls hafa greiðslur til íslenska bankans því numið rúmlega 19 milljörðum króna. Eftirstöðvar lánanna eru aftur CHF 1,66 milljarðar eða kr. 190 milljarðar miðað við gengi CHF = 114,76.
- Niðurstaðan er að íslenski bankinn situr upp með kröfu vegna jöklabréfa upp á kr. 135 milljarða, en á kröfu á innlenda lántakendur upp á kr. 190 milljarða auk þess að hafa fengið 19 milljarða greidda. Hagnaður íslenska bankans á þessu viðskiptum á uppgjörsdegi jöklabréfanna er því 74 milljarðar IKR plús/mínus greiðslur sem fara á milli íslenska bankana og hins erlenda útgefenda jöklabréfanna í samræmi við ákvæði samningsins. Þetta er dágóður gengishagnaður og nemur hann 74% af upphaflegu fjárhæðinni. Ekki slæm ávöxtun það.
Það er örugglega margt gagnrýnivert í þessu dæmi og því væri fróðlegt, ef einhver sem hefur betri upplýsingar um eðli svona vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamninga gæti endurreiknað þetta. Eftir stendur að hagnaður íslenska bankans er gríðarlegur vegna gengisfalls krónunnar. Þennan hagnað er hægt að nota til að færa lánin niður, t.d. með því að miða við annað gengi á CHF. Ef við tökum t.d. upphæð eftirstöðva í CHF ákveðum að sú upphæð eigi að jafngilda 135 milljörðum, þá fáum við út gengið 1 CHF = 81,33 IKR sem er alveg ásættanlegt gengi miðað við hamfarir síðustu mánaða. Ef notaður er upphaflegi höfuðstólinn, þ.e. 1,75 milljarða, þá fæst út gengið 1 CHF = 77,14 IKR.
Ef ég er alveg út í móa með þessar pælingar mínar, þá þætti mér vænt um að fá ábendingu um slíkt og ég mun strax endurskoða útreikninga mína eða fjarlægja færsluna. Komi ekki slíkar ábendingar, þá lít ég svo á, að ég hafi talsvert til míns máls.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2009 | 11:38
Skynsöm ákvörðun
Þetta eru góðar fréttir fyrir útgerðirnar og mun auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar um tugi milljarða. Það sem kannski vekur furðu, er að Einar K. Guðfinnsson hefur neitað fram í það rauða undanfarna mánuði að fara þessa leið. Hvers vegna þessi sinnaskipti núna, veit ég ekki, en mig grunar að væntanlegur landsfundur Flokksins hafi eitthvað með það að gera. Mig grunar líka að á næstu dögum munum við sjá fleiri svona stórar ákvarðanir kynntar fyrir þjóðinni, enda virðast landsfundarsamþykktir Flokksins vera öllu æðra.
En varðandi aukningu veiðiheimilda, þá er allt sem segir að þetta sé skynsöm ákvörðun. Sjómenn hafa sagt nægan þorsk vera í sjónum, aukning heimilda mun ekki kollvarpa uppbyggingarstarfinu og verð á afurðum er hátt. Það sem þarf að tryggja, er að þessi 30 þúsund tonn fari til vinnslu innanlands og skapi þannig fleiri störf hér á landi.
![]() |
Þorskkvóti aukinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.1.2009 | 00:30
Hagsmunasamtök heimilanna stofnuð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.1.2009 | 17:03
Traustur maður valinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.1.2009 | 11:32
Nær skuldlaus ríkissjóður skuldar 653 milljarða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.1.2009 | 22:28
Búa Íslendingar við þingræði eða flokksræði?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.1.2009 | 13:43
Rök fyrir háum stýrivöxtum standast ekki
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.1.2009 | 22:47
Sigmundur pissar í skóinn sinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.1.2009 | 16:41
Best að vera stærðfræðingur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.12.2008 | 11:20
En hann hefur samt skorað fleiri stig úr vítum en góðu skytturnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2008 | 14:59
Samsetning stjórna lífeyrissjóðanna ekki vandinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
23.12.2008 | 12:34
Misheppnuð handstýring?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2008 | 12:34
Bull rök fyrir háum stýrivöxtum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.12.2008 | 11:45
Það er vont en það venst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2008 | 21:13
385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
Bloggar | Breytt 23.1.2009 kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2008 | 22:24
Góðverk í gær leyfir ekki lögbrot í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.12.2008 | 21:29
Lánshæfi risabanka lækkað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði