Leita í fréttum mbl.is

Þetta átti Kaupþing að gera!

Það er búið að gagnrýna Kaupþing mikið fyrir að hafa fellt niður ábyrgðir starfsmanna sinna vegna hlutabréfakaupa.  Hér er Sparisjóðabankinn búinn að sýna Kaupþingi hvernig átti að fara að hlutunum. Gera veðkall og leysa síðan hlutina til sín.  Það er nákvæmlega ekkert athugavert við það og enginn hefði getað sagt neitt.  Starfsmennirnir hefðu vissulega þurft að láta hlutabréfin af hendi, en þau urðu hvort eð er að engu stuttu síðar.
mbl.is Sparisjóðabankinn eignast hlut Ómars í Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deutsche Bank neitar að borga!

Deutsche Bank hefur tilkynnt að bankinn muni ekki greiða EUR 1 milljarðs skuldabréfaflokk sem er á gjalddaga í janúar.  Hefur bankinn þannig reitt til reiði marga af tryggustu viðskiptavinum sínum um leið og þetta veldur mönnum áhyggjum yfir stöðu bankans.  Það sem veldur fjárfestum þá mestum áhyggjum er að fleiri bankar fari að fordæmi Deutsche Bank.

Nú er spurningin hvort spilaborgin sé að hrynja.  Ef Deutsche Bank hefur ekki efni á að endurgreiða ekki hærri upphæð, hver er þá staða annarra banka og hverjir fylgja í fótspor D Bank?

Á sama tíma vindur Madoff hneykslið upp á sig og sífellt koma í ljós nýir aðila sem hafa tapað háum fjárhæðum.  Það er alveg ljóst að fjármálaeftirlit um allan heim hafa verið blekkt á undanförunum árum eða sofið á verðinum.  Við hér þekkjum hve illa FME stóð vaktina, en nú kemur í ljós að frammistaða þeirra er hátíð á við bandaríska fjármálaeftirlitið.  Hvert hneykslið á fætur öðru hefur rekið á fjörur þess, allt frá glæpsamlegri hegðun matsfyrirtækjanna til ótrúlegs klúðurs íbúðalánasjóðanna og nú þessi að því virðist USD 50 milljarða svikamylla Bernard Madoff.

Niðurstaðan af þessu öllu er að regluverkið klikkaði, eftirlitið klikkaði, áhættustýringin klikkaði, en það sem er verst af öllu, að græðgi manna er engin takmörk sett.  Siðblinda margra velgefinna einstaklinga er slík að þeir eiga hvergi heima nema bak við lás og slá.  Það sem meira er, ég er reikna með að í ljós eiga eftir að koma verri tilfelli en Bernard Madoff.  Þá á ég við menn, sem tengjast stærstu vogunarsjóðunum.  Á sama hátt og peningar Madoffs virðast hafa gufað upp, þá sé ég fyrir mér að stór hluti eigna mjög margra vogunarsjóða hafi gert það líka.  Menn eru svo sem byrjaðir að tilkynna 50% tap hjá mörgum minni sjóðunum, en það mun fyrst hrikta verulega í stoðum, þegar stóru sjóðirnir koma með uppgjör sín fyrir þessa síðustu mánuði þessa árs.  Ég er farin að halda, að best sé að endurstilla heiminn um áramót, þannig að þá verði allt eins og það var í ársbyrjun 2007!Whistling

Loks finnst mér merkilegt, að Barclays metur krónuna ríflega kr. 15 sterkari gagnvart evru en skráningin er hér á landi.  Á vefsíðu bankans má sjá að 1 EUR = 155,655 IKR meðan 1 EUR = 171,57 IKR hjá Glitni.


Ályktunargáfa sem á sér ekki sinn líka

Mér brá nokkuð, þegar ég heyrði forsætisráðherrann, Geir H. Haarde, lýsa því yfir við fréttamann RÚV að hækkun opinberra gjalda á bensín og áfengi hefði ekki í för með sér hækkun á verðbólgu.  Hvernig getur hagfræðimenntaður maður sagt að hækkun á álögum og þar með útsöluverði valdi ekki meiri verðbólgu.  Það skiptir engu máli hvort verið er að "vinna upp" verðbólgu ársins eða ekki, hærra verð á áfengi og eldsneyti fer beint út í verðlagið og þar með mælist það í hækkun á vísitölu neysluverðs (eða minni lækkun, ef verðhjöðnun er í gangi).  Ingibjörg Sólrún viðurkenndi þó þessa staðreynd.

Annars hefur líka verið merkilegt að hlusta á ráðherra ríkisstjórnarinnar kenna AGS um niðurskurð útgjalda og hækkun skatta.  Það er eins og Ísland hafi ekki haft neina samningsstöðu í málinu.  Svo má líka rifja upp, að þetta sama fólk hefur haldið því fram að ekki eigi að hrófla við ýmsum þeim þáttum sem nú eru skornir niður.  Það er nákvæmlega ekkert að marka orð þeirra lengur.

Og eitt í lokin.  Valgerður Sverrisdóttir benti á í viðtali við fréttamann í gær, að lækkunin vegna útgjalda utanríkisráðuneytisins samkvæmt breyttu fjárlagafrumvarpi, séu ekki í raun lækkun heldur sé verið að taka til baka tillögur til hækkunar á útgjöldum.  Þetta er því bara talnaleikur, en ekki raunveruleg lækkun.  Þetta minnir mig á það þegar tekjuskattsprósentan var hækkuð, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fjármálaráðherra.  Þá hafði kvisast út að tekjuskattsprósentan myndi hækka um 6%, en Ólafur bar það til baka.  Það ætti bara að hækka hana um 3,5%!


mbl.is Forsætisráðherra fer ekki með rétt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?

Núverandi staða í þjóðfélaginu hefur kallað á mikla gagnrýni á notkun verðtryggingar. Lög nr. 13/1979 um stjórn efnahagsmála, o.fl. voru samþykkt frá Alþingi 7. apríl 1979 og tóku gildi þremur dögum síðar, 10. apríl 1979. Í VII. kafla laganna eru ákvæði...

Nú er búið að þurrmjólka þennan markað. Hvað næst?

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því hvernig spákaupmennirnir færa peningana sína á milli markaða. Eina stundina var það .com, þá var það hlutabréfamarkaðir, fjármála- og lánamarkaðir og hárvörumarkaðir. Þessum síðasta var skipt upp í nokkra...

Lofsvert framtak

Nú er komið að Alþingi að sýna hvað í því býr og samþykja án málalenginga þessa tillögu umhverfisráðherra að þrettán nýjum friðlýstum svæðum. Allt eru þetta mikilvægar friðlýsingar hvort heldur frá náttúrufarlegu sjónarhorni eða jarðfræðilegu. Í mínum...

Það er verðbólgan að baki sem er mesta vandamálið

Við síðustu mælingu á vísitölu neysluverð, þá reyndist 12 mánaða verðbólga vera komin yfir 17%. Miðað við hvað fleyting krónunnar hefur heppnast vel, þá má búast við að næsta verðbólgumæling verði ekki eins slæm og menn sáu fyrir. Sjálfur hef ég spáð...

Olíufatið lækkar úr 96 USD í 44 USD en dollarinn styrkist

Svona til að hafa samanburðinn sanngjarnan, þá hefur olíufatið lækkað úr 96 USD (3. okt) í 44 USD (5. des) (Brent Norðursjávarolía). Á sama tíma hefu USD styrkst um 9,4%. Við höfum því 54% lækkun á heimsmarkaði og 9,4% styrkingu USD gagnvart krónunni. 96...

FSA vill skylda banka til að fjárfesta í ríkisskuldabréfum

FSA í Bretlandi (FME Bretlands) er að skoða leiðir til að draga áhrifum sem lausafjárkreppa getur haft á breska banka í framtíðinni. Lausnin er í sjálfu sér einföld, en gæti gerbreytt viðskiptalíkani flestra banka. Hún gengur út á að bankar verði...

Ríkisstjórn og Seðlabanki hlustuðu ekki á ráð þeirra sem vissu betur!

Ég hef svo sem talað um þetta áður, en nú hefur jafnvel Morgunblaðið birt frétt um þetta. Ríkisstjórnir og seðlabankar helstu vinaþjóða okkar bentu ríkisstjórninni og Seðlabanka Íslands á það í sumar, að rétt væri að leita til AGS. Það þótti mönnum ekki...

Betra að fást við viðfangsefni en vandamál

Ég hef lengi haft þann sið, að þegar erfiðar aðstæður koma upp, þá reyni ég eftir kostum að kljást við það viðfangefni sem aðstæðunum fylgja. Að leita að lausnum frekar en að velta mér upp úr vandanum. Ég tekst aldrei á við vandamál, heldur verður hvert...

Bera menn veiruna á milli?

Samkvæmt frétt á visir.is, þá er farið að bera á sýktri síld úti fyrir Keflavík. Þetta er ennþá óstaðfest. Ef þetta reynist rétt, þá er spurning hvort flotinn sé sjálfur ábyrgur fyrir því að bera veiruna, sem veldur sýkingunni, á milli svæða. Ég þekki...

Lífseigur misskilningur að allt sé bankamönnum að kenna

Hún er alveg furðulegur þessi söguskýring forsætisráðherra, að staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar sé íslenskum bankamönnum einum að kenna. Efnahagsvandi þjóðarinnar er meira og minna stöðu krónunnar og háu stýrivaxtarstigi að kenna. Nýlega sett...

Gjaldeyrislögin - skynsemi eða afleikur?

Lögin sem sett voru í skjóli nætur sl. nótt komu mér ekkert á óvart. Þetta mátti lesa í þeim fátæklegu upplýsingum sem þó höfðu lekið út til almennings varðandi samning Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Samkvæmt þeim upplýsingum, þá átti að beita...

Hvar setjum við varnarlínuna?

Skyndilega er afrakstur vinnu ríkisstjórnarinnar síðustu vikurnar að koma fram. Ekki get ég sagt að ég sé sáttur við allt sem þar kemur fram, en annað er gott. Mér finnst eins og í sumum þáttum sé ekki alveg ljóst hvar menn ætli að staðsetja varnarlínuna...

Villandi, ef ekki rangur fréttaflutningur

Mér þykir ástandið í þjóðfélaginu alveg nógu klikkað og alvarlegt, þó svo að fjölmiðlar snúi ekki út úr upplýsingum á þann hátt sem hér um ræðir. Fyrirsögnin "Útlánin jukust um 3.500 milljarða á einu ári" er villandi, ef ekki beinlínis röng. Það er rétt...

Aðgerðaráætlun fyrir Ísland

Út um allt þjóðfélagið hafa verið mótaðir hópar, þar sem fólk er að ræða hvað þarf að gera til að koma þjóðfélaginu á skrið aftur. Eitt glæsilegasta framtakið af þessu er í mínum huga síða Kjartans Péturs Sigurðssonar, ljósmyndara og leiðsögumanns,...

Mikilvægast að varðveita störfin

Ég var að hlusta á Sjálfstætt fólk Jóns Ársæls, þar sem hann fékk nokkuð mikinn aðgang að forsætisráðherra þjóðarinnar. Það var fjölmargt áhugavert í viðtalinu og gaman að sjá Geir í þessu ljósi í stað þess atgangs sem hefur verið í kringum hann...

Er dómsmálaráðherra að hvetja til lögbrota!

Ég verð að viðurkenna, að ég átta mig ekki alltaf á dómsmálaráðherra þjóðarinnar. Hann heldur úti vefsíðu, þar sem hann tjáir sig sem einstaklingurinn Björn Bjarnason. Með þessu þá vill hann gera greinarmun á einstaklingnum Birni Bjarnasyni og...

Áfallastjórnun vegna bankanna lokið, en allt hitt er eftir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir steig í pontu í dag og lýsti því yfir að áfallastjórnuninni eftir fall bankanna væri lokið. Ég ætla ekki að mótmæla þeirri staðhæfingu hennar, að því leiti sem hún snýr að bönkunum og endurfjármögnun þeirra. Hitt er annað...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband