Leita í fréttum mbl.is

Greiðsluaðlögunarfrumvörp missa marks

Þingheimur vaknaði með sprengingu í dag, þegar þrjú frumvörp til greiðsluaðlögunar voru lögð fram.  Eftir að hafa kynnt mér efni þeirra lauslega, þá fæ ég ekki betur séð en þau lepji sömu vitleysuna hvert eftir öðru.  Tvær eru veigamestar:

  1. Einstaklingur sem er í atvinnurekstri getur ekki fengið greiðsluaðlögun, þó svo að engar ábyrgðir vegna rekstursins hvíli á viðkomandi eða greiðsluörðugleikarnir eigi ekkert skylt við afkomu rekstrarins.  (Framsóknarfrumvarpið er með leið framhjá þessu að hluta.)
  2. Veðlán sem rúmast á eigninni miðað við verðmæti hennar geta ekki fallið undir greiðsluaðlögun. (Frumvarp Framsóknar eingöngu)

Með þessu er í reynd verið að útiloka að stór hluti heimila geti nýtt sér greiðsluaðlögun og það er verið að tryggja að ekki verði gefinn nokkur afsláttur af veðskuldum.

Gríðarlegur fjöldi einstaklinga eru með sjálfstæðan rekstur á einu formi eða öðru.  Sumir hafa stofnað um reksturinn einkahlutafélag, meðan aðrir eru með reksturinn á eigin kennitölu.  Langflestir eru ekki með neinar eða ákaflega takmarkaðar fjárhagslegar skuldbindingar vegna rekstrarins, kannski yfirdráttarheimild í banka sem hugsanlega er tryggð með tryggingarbréfi á húseign viðkomandi eða tekið hefur verið lágt lán til koma rekstrinum af stað.  Öll frumvörpin þrjú gera ráð fyrir að þessir einstaklingar geti ekki óskað eftir greiðsluaðlögun.  Óskiljanlegt með öllu.  Og það sem meira er, það þurfa að líða 3 ár frá því að viðkomandi slítur sig frá rekstrinum, þar til hann/hún hefur rétt á að sækja um greiðsluaðlögun.  Mér finnst þetta fáránlega þröngt skilgreint og taka allt bit úr hugmyndinni.

Eingöngu má beita greiðsluaðlögun vegna veðlána, ef höfuðstóll þeirra er orðinn hærri en verðmæti eignarinnar sem lánin hvíla á.  Hér er önnur steypa á ferðinni.  Það á að vera grundvallaratriði í greiðsluaðlögun að miða við ráðstöfunartekjur heimilisins en ekki upphæð eða gerð lánanna.  Áhrif gengisfalls krónunnar á gengistryggð lán og verðbólgunnar á verðtryggð lán síðustu 18 mánuði hefur gert það að verkum, að fólk ræður ekki lengur við greiðslubyrði lánanna, þrátt fyrir að höfuðstóll lánanna sé vel undir verðmæti eignarinnar.  Fólk í þannig stöðu, þarf alveg jafnmikið á greiðsluaðlögun að halda og hinir sem skulda meira en veðrými eignarinnar segir til um.  Raunar hefur greiðsluaðlögun ekkert með upphæð lána að gera eða veðrými á eign.  Hún hefur fyrst og fremst með tímabundna greiðslugetu að ræða.  Ég segi tímabundna, þar sem fyrir flesta er ómögulegt að segja til um hvaða tekjur viðkomandi hefur eftir nokkra mánuði, hvað þá nokkur ár í því árferði sem nú ríkir.

Ég skora á þingheim að sníða þessa agnúa af frumvörpunum.  Ef þessum atriðum verður ekki breytt munu þau missa marks og nýtast fáum.


Heimilin eiga að fjármagna bankana með fasteignum sínum

Ríkisstjórnin er rétt orðin 48 tíma gömul, þegar í ljós kemur að hún hefur ekkert upp á að bjóða.  Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Gylfi Magnússon hafa sagt að ekkert verði gert til að létta af heimilunum þeim mikla skuldaklafa sem efnahagsóstjórn síðustu ára hefur skellt á þau.  Finnst mér fljótt falla á heilagaleika Jóhönnu við stólaskiptin.

Ég skil vel að endurfjármagna þurfi bankakerfið, en að rétta einum hópi háar upphæðir á kostnað annarra er út í hött.  Ég skil ekki af hverju innistæðueigendur eigi að fá tjón sitt bætt meðan íbúðaeigendur eiga bera sitt að fullu.  Ef einhver getur skýrt þetta út fyrir mér, þá er ég ekkert nema eyrun.  Hver eru rökin fyrir því að ríkissjóður leggi innistæðueigendum til tugi, ef ekki hundruð milljarða hér á landi og erlendis, en þeir sem lögðu sparifé sitt í steinsteypu eiga að tapa sínu bótalaust?  Ég er ekki að fara fram á neitt annað en að jafnræðis sé gætt á milli sparnaðarforma.

Sparnaðarformin eru fleiri en þessi tvö.  Þar má nefna hlutabréfaeign, lífeyrissparnaður, skuldabréf og peningamarkaðssjóðir.  Vissulega eru fleiri leiðir, en ég læt þessar duga.  Ríkisstjórn Íslands ákvað í fljótræði við setningu neyðarlaganna, að ein sparnaðarleið ætti að njóta ríkisverndar.  Allar aðrar sparnaðarleiðir eiga á hinn bóginn að blæða fyrir efnahagsóstjórn undanfarinna ára.  Eigið fé okkar í húseignum okkar á að brenna upp, vegna getuleysis Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar að halda jafnvægi í hagkerfinu.  Hlutafjáreign almennings (ég geri greinarmun á fagfjárfestum og almenningi) fær að hverfa óbætt, vegna þess að stjórnvöld létu það gerast að bankakerfi landsins hrundi.  Það er í lagi að hluti af lífeyrissparnaði landsmanna glataðist vegna þess að hlutabréfa- og skuldabréfaeign þeirra í bönkunum urðu verðlaus á einni nóttu.  Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar gerði í buxurnar, þegar kemur að efnahagsstjórn undanfarinna 20 mánaða.

Það á eftir að koma í ljós hve mikið rangar ákvarðanir bankanna spila í þessum hildarleik.  Ætla ég ekkert að draga úr ábyrgð þeirra.  Það á líka eftir að koma í ljós hve stóran hlut röng peningamálastjórn Seðlabankans skipti, þó ég hafi það á tilfinningunni að áhersla rannsóknaraðila verði ekki mikil á þeim þætti.  Að ég tali nú ekki um jábræðrakór stjórnmálamanna með útþenslu bankanna.

Ætli núverandi ríkisstjórn aðeins að bjarga einu sparnaðarformi og láta öll hin sigla sinn sjó, þá var verr af stað farið en heima setið. 

Mjög margir sem eru í erfiðleikum með húsnæðislánin sín áttu ekkert val.  Þetta fólk var í leit að húsnæði.  Verð fasteigna hafði hækkað mikið og tók þau lán sem buðust.  Sum hjá Íbúðalánasjóði, önnur hjá bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum.  Nú hafa þessi lán hækkað um hátt í 25% á 18 mánuðum.  Hvers á þetta fólk að gjalda?  Var það ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka að halda verðbólgunni í skefjum?  Var það ekki hlutverk Seðlabankans að halda genginu stöðugu?

Það er ákaflega seigur misskilningur, að vandi heimilanna hafi byrjað við fall bankanna.  Svo er alls ekki.  Vandi heimilanna er búinn að vera stigvaxandi undanfarin 8 ár.  Frá því að Seðlabankinn tók upp verðbólgumarkmið sín hefur vísitala neysluverðs hækkað úr 204 stigum í 334,8 stig eða tæp 65%.  Á þessu tímabili hefur Seðlabankinn örsjaldan náð að halda verðbólgunni innan markmiða sinna.  Ef Seðlabankanum hefði tekist til eins og hann ætlaði sér hefði hækkun verðbólgan á þessu tíma (frá 1. apríl 2001 til dagsins í dag) verið innan við 22%.  Það er þessi 43% munur sem er vandamálið og síðan má bæta við það, að samkvæmt rannsóknum Seðlabankans, þá hafa verðbætur á lán verið ofmetnar um 0,5-2% á ári, sem gerir á bilinu 4 - 17% á þessum tæpum 8 árum.  Þetta er vandi heimilanna vegna verðtryggðra lána, ekki fall bankanna.  Verðbólgan frá því að bankarnir féllu mælist bara 6,1%, en næstu 12 mánuði þar á undan mældist hún 15,5%.  Það er nærri því tvöföld sú verðbólga sem búast má við frá október 2008 til október 2009 og þre- til fimm föld sú verðbólga sem búast má við næstu 12 mánuði.

Síðan heldur þetta áfram með því að Seðlabanka og fjármálafyrirtækjum er bjargað með því að kaupa af þeim skuldabréf útgefin af gömlu bönkunum.  Eða er það þannig, að þar sem Seðlabankinn fékk ekki lán fjármálafyrirtækjanna að fullu greidd, þá skulda þau Seðlabankanum ennþá þessa 70 - 75 milljarða sem nemur afslættinum sem ríkissjóður fékk.  Þannig er því farið með húseigendur sem missa húsnæði sitt á nauðungarútsölu.  Það er svo merkilegt, að hægt hefði verið að bjarga heimilunum með þessari aðgerð ríkissjóðs til stuðnings Seðlabankanum, eins og ég hef útskýrt áður (sjá Tillaga um aðgerðir fyrir heimilin).

Ef það er niðurstaðan að ekki á að bjarga heimilunum með niðurfærslu skulda, þá hvet ég Hörð Torfason til að halda áfram með fundina sína á laugardögum.  Ég hvet jafnframt fólk til að láta í sér heyra og taki upp þráðinn sem frá var horfið við að berja á búsáhöldum.  Ef það er ætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að keyra heimilin í gjaldþrot, þá þarf að kæfa þær hugmyndir ekki seinna en strax.

Ég hvet fólk að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna, því við ætlum að berjast með kjafti og klóm gegn þessu óréttlæti.  Við ætlum ekki að láta það líðast að heimilin verði látin fjármagna endurreisn bankakerfisins með fasteignum sínum.


Er þetta langlífisgen eða sjúkdómavarnargen?

Á árunum 1997 - 2000 vann ég hjá Íslenskri erfðagreiningu.  Ég hafði m.a. undir höndum þann starfa að undirbúa umsóknir vegna rannsókna til Tölvunefndar (nú Persónuvernd).  Ein allra áhugaverðasta rannsóknin sem þá fór í gang var rannsókn á langlífi.  Inn á mitt borð komu því alls konar gögn um þetta mál og fékk ég því færi á að kynna mér hinar ýmsu hliðar þess.  Sú sem mér fannst skipta mestu máli, var ekki spurningin um hvað veldur langlífi, heldur hvað kemur í veg fyrir að fólk fái sjúkdóma sem dregur það til dauða.  Ég leit því á þessa rannsókn, sem kjörið tækifæri til að finna sjúkdómavarnargen.

Mér finnst nefnilega ekki skipta máli hvort einstaklingar verði sextugt, sjötugt, áttrætt, nírætt eða tírætt, heldur að fólk njóti  góðra lífsgæða meðan það lifir.  Að það þurfi ekki að berjast við erfiða sjúkdóma, sem skerða hæfi þess til að lifa góðu lífi, binda það í langan tíma á sjúkrasæng eða í tímafrekum læknismeðferðum.  Verði hægt að "bólusetja" fólk fyrir sjúkdómum, mun það hafa gríðarleg áhrif á hið sístækkandi og óseðjandi heilbrigðiskerfi.  Á móti kemur að útgjöld til lífeyrisþega munu aukast og spurningin er því hvort vegur þyngra, sparnaðurinn í heilbrigðiskerfinu eða aukinn kostnaður í tryggingakerfinu.

Mikilvægast er þó að auka lífsgæði fólks helst með því að koma í veg fyrir að það veikist, annars með því að draga úr þjáningum þess.


mbl.is Langlífisgenið fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir fyrir heimilin

Ég vil byrja á því að fagna þeim ásetningi hinnar nýju ríkisstjórnar að stoppa nauðungarsölur á íbúðarhúsnæði næstu 6 mánuði. Þetta er mikilvægt skref til að koma í veg fyrir að fjölskyldur verði sendar út á Guð og gaddinn. Í mínum huga eru nokkur...

Af hverju núna en ekki í október?

Það er svo merkilegt með Sjálfstæðisflokkinn, að hann fer ekki að vinna skipulega fyrr en hann missir völdin. Hér er flokkurinn að setja á fót endurreisnarnefnd, sem mjög gott framtak. Málið er að ég hef það á tilfinningunni að hún eigi frekar að vera...

Hið dulda atvinnuleysi á Íslandi

Þetta er hátt hlutfall, en það má ekki gleymast að á Íslandi er eiginlega ekkert langtíma atvinnuleysi. Þegar Páll Pétursson var félagsmálaráðherra ákvað hann að færa alla sem höfðu verið atvinnulausir “of lengi” af atvinnuleysisskrá yfir í...

Nauðsynlegt að færa niður verðmæti/höfuðstól veðlána

Ég tel nauðsynlegt að við þetta mat verði höfuðstóll veðlána heimilanna hjá bönkunum færður niður í þá tölu sem þau stóðu í 1. janúar 2008 og síðan afborganir síðustu 12 mánaða dregnar frá. Það er út í hött að gera ráð fyrir að þessi veðlán innheimtist í...

Hvaða óstöðugleiki er á gjaldeyrismarkaði?

Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki þessa yfirlýsingu Marks Flanagans. Hvaða óstöðugleiki er á gjaldeyrismarkaði? Það eru gjaldeyrishöft, þannig að enginn má fara út með pening nema að hann hafi leyfi til þess. Varla telst það "óstöðugleiki". Þeir sem...

Verðbólgumæling gefur tilefni til bjartsýni og lækkunar stýrivaxta

Hægt er að segja margt um þessa verðbólgumælingu og þó furðulegt sé flest jákvætt. 0,57% hækkun vísitölu neysluverð verður að teljast mjög temmilegt miðað við allar hækkanir ríkisstjórnarinnar á síðustu vikum síðasta árs og svo þær hækkanir sem urðu um...

Vernda hagsmuni heimilanna

Það er gott að sjá að Samfylkingin er með aðgerðaáætlun til að vernda hagsmuni heimilanna. Nú er bara að fá nægan liðstyrk til að hrinda þessu í framkvæmd ekki seinna en strax. Staða heimilanna og fyrirtækjanna er orðin erfið. Aðgerðir síðustu rúmlega...

Notaðu starfsþrekið til að verja heimilin

Það er fagnaðarefni að Geir H. Haarde telur sig hafa fullt starfsþrek og ég vona að hann haldi því þrátt fyrir þessu alvarlegu veikindi. Óska ég honum alls hins besta. Ég vil eindregið hvetja hann til að finna það atriði á verkefnalista...

Oft var þörf en nú er nauðsyn

Báðir formenn stjórnarflokkanna eru hættulega veikir. Geir og Ingibjörg eru ekki í neinu standi til að leiða það endurreisnarstarf sem er í gangi. Eina lausnin á þessu er, að hér verði stofnuð einhvers konar neyðarstjórn. Hún getur verið þjóðstjórn,...

Hagsmunasamtök heimilanna

Ég vil minna fólk á að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna . Við erum þegar farin að ná athygli ráðamanna og þeir vilja tala við okkur. Næstkomandi laugardag, 24. janúar, milli kl. 11 og 13 verður opinn vinnufundur í Borgartúni 3. Á fundinum verður rætt...

Af hverju er svæðið ekki girt af?

Svo virðist sem óeirðir síðustu tvö kvöld hafi af stofni til verið haldið uppi af ungmennum undir lögaldri. (Ég kalla þetta "óeirðir" vegna þess að ég geri greinarmun á mómælunum og því að kveikja elda og kasta grjóti í lögreglu.) Þessi ungmenni hafa af...

Aðgerðaráætlun fyrir nýtt Ísland

Nú hyllir undir það, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fari loks að þeim kröfum almennings að víkja. Í sjálfu sér fæst ekkert með því nema á hreinu sé, að það sem við tekur skili betri árangri. Ég er talsmaður þess að sett verði á fót...

Þingræðið á bak við múr lögreglumanna

Á eyjunni er athugasemd þar sem segir að lýðræði sé bak við múr lögreglumanna. Þetta er náttúrulega ekki rétt. Þingræðið er bak við múrinn, en lýðræðið fyrir framan hann. Fólk er að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla því ástandi sem hefur...

Piparúða beitt á fólk sem er að hörfa!

Ég er að horfa á útsendingu sjónvarpsins og þar sést lögreglan úða á fólk sem er að labba í burtu. Hver er tilgangurinn að úða á fólk sem er að hörfa? Getur einhver útskýrt það fyrir mér. Getur lögreglan ekki skilið að hópur kemst ekki eins hratt aftur á...

Tillaga um aðgerðir fyrir heimilin

Þessi færsla er framhald og nánari skýring á síðustu færslu Björgunaraðgerðir vegna Seðlabankans geta nýst heimilunum . Það getur vel verið að þessi hugmynd gangi ekki upp óbreytt, en ég held að hún sé þess virði að skoða betur. Svo ég skýri hana betur,...

Björgunaraðgerðir vegna Seðlabankans geta nýst heimilunum

Ákveðið hefur verið að ríkissjóður kaupi af Seðlabanka Íslands skuldir fjármálafyrirtækja að andvirði 350 milljarðar króna. Seðlabankinn mun veita ríkissjóði afslátt af þessum kröfum, þannig að alls hljóðar greiðslan upp á 270 milljarða. Í staðinn fær...

Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er grein með yfirskriftinni "100 dagar frá hruni". Greininni fylgir mynd sem á að sýna til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hefur gripið til að m.a. létta undir með heimilunum. (Ýmsu öðru er líka lýst á myndinni.) Morgunblaðið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband