Leita í fréttum mbl.is

Verðtrygging vs. gengistryggingu

Í tilefni af færslu á Silfri Egils, þá langar mig að birta þetta graf.  Það sýnir þróun gengis nokkurra gjaldmiðla, gengisvísitölu og verðbólgu síðustu 9 ár eða svo.  Með því að smella tvisvar á myndina, sést hún í fullri stærð.


Uppþurrkun eiginfjár

Ég fékk póst áðan sem ég verð bara að birta.  (Ég vona að sendandanum sé sama.)  Pósturinn fjallar um erindi Vilhjálms Bjarnasonar sem hann hélt í gær hjá Oddfellow reglunni.

Vilhjálmur hafði samband við mig og sagði innihald póstsins ekki sannleikanum samkvæmt.  Hef ég því fjarlægt póstinn, en læt þráðinn halda sér.


Hin níu áður ógnvænlegu orð sem allir vilja heyra í dag

Financial Times heldur úti mikilli umræðu um hina alþjóðlegu efnahagskrísu.  Í grein í dag (Seeds of its own destruction) er fjallað um fall átrúnaðargoðs, þ.e. frjálsræðis án ríkisafskipta.  Það er sérstaklega vitnað í orð Ronald Reagans forseta Bandaríkjanna, en hann sagði:

The nine most terrifying words in the English language are: ‘I’m from the government and I’m here to help.’

Nú eru þetta orðin sem allir vilja heyra, sérstaklega þeir sem kunnu ekki með frelsið að fara.

Alan Greespan, fyrrverandi seðlabankastjóri, sagði:

Governments bad; deregulated markets good

Og síðan sagðist hann vera í sjokki yfir:

over the failure of the “self-interest of lending institutions to protect shareholders’ equity”

Höfundur greinarinnar klikkir svo út með eftirfarandi tilvitnun í Galdrakarlinn í Oz:

“I’ve a feeling we’re not in Kansas any more,” said Dorothy after a tornado dropped her, her house and dog in the land of Oz. The world of the past three decades has gone. Where we end up, after this financial tornado, is for us to seek to determine.

 


Jafnræði sparnaðarforma

Það skapaðist mikil umræða á eyjan.is í tengslum við hjálparkall Magnúsar Ólafssonar. Sumum, sem þar skrifuðu athugasemdir, finnst besta mál að bankarnir hirði eignir upp í skuldir af þeim sem offjárfestu í góðærinu. Þá þurfa þeir sem fóru varlega að...

Eru þetta ekki samningar Sjálfstæðisflokksins?

Það er alveg ótrúlegt að hlusta á (lesa um) málflutning Sjálfstæðismanna. Það er bara eins og flokkurinn hafi ekkert komið að landsstjórninni hér undanfarin 17ár eða svo. Dæmin eru svo mörg þar sem þeir moldviðrast yfir hverju málinu á fætur öðru, sem...

Virkur markaður með krónur erlendis

Ég fékk spes verkefni í vikunni sem varð til þess að ég þurfti að setja mig i samband við erlendan aðila sem hefur þekkingu á gjaldeyrismarkaðnum. Ég fékk tiltekna spurningu, sem ég hafði verið beðinn um að svara við. Eftir nokkra eftirgrennslan, þá var...

Einkennileg umferðarstjórnun

Ég keyrði framhjá staðnum eftir að skólaakstrinum var lokið. Umferðin inn í Reykjavík var frekar létt og svo kom ég þar að sem bíllinn stóð brunninn uppi á umferðareyju. Lögreglubíll með blikkandi ljós stóð á akreininni við hlið eyjunnar og svo teygði...

Er nýr banki að koma?

Ég get ekki annað en velt því fyrir mér, þegar ég sé ítrekað fréttir um brotthvarf lykilstjórnenda frá Kaupþingi, hvort nýr banki sé í burðarliðunum. Það er ekki eins og menn í þessum stöðum vaði í atvinnutækifærum hér á landi og varla er orðspor...

Svona á að fara að þessu

Ég get ekki annað en furðað mig á þeim ummælum Jóhönnu Sigurðardóttur, að hún átti sig ekki á því hvar eigi að taka þá peninga sem þarf til þess að færa niður húsnæðislán heimilanna. Einnig furða ég mig á að hún tali um að lækka skuldir hálaunafólks,...

Furðuheimar bílalánasamninga

Ég get ekki annað en furðað mig á þessum sögum sem flæða yfir okkur um uppgjör bílalánasamninga. Ef bílum er skilað, þá er verð bílsins fyrst lækkað í samræmi við markaðsverð og síðan er það lækkað vegna viðgerðarkostnaðar, ástandsskoðunar, þrifa,...

Hvar er skjaldborgin um heimilin?

Tíminn líður hratt og nú eru réttar 4 vikur frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við. það var minna kossaflens í kringum hana og fáar yfirlýsingar. Þær sem komu voru þó afdráttarlausar: Slá skal skjaldborg um heimilin Nú spyr ég: Hvar er...

Á óvenjulegum tímum duga engin venjuleg ráð

Í dag sendu Hagsmunasamtök heimilanna sendur frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í dag: Á óvenjulegum tímum duga engin venjuleg ráð Hagsmunasamtök heimilanna telja tillögur Framsóknarflokksins í efnahagsmálum, sem fela m.a. í sér almennar aðgerðir...

Saga af venjulegum manni

Ég hef margoft talað um hina miklu eignaupptöku sem er að eiga sér stað í skjóli verð- og gengistryggingar. Í leiðinni hef ég gagnrýnt að ábyrgðin á gengis- og verðbreytingum sé öll hjá lántakendum, sem hafa takmörkuð eða engin áhrif á þróun gengis og...

Verðbólgan leyfir mikla lækkun stýrivaxta

Það er gott að verðbólgan er aftur farin að vera fyrirsjáanleg. Þó verðbólgan sé ennþá talsverð, þá er 3 mánaða verðbólguhraðinn kominn niður í 10,9% sem mér finnst vera sterkasta vísbending um að hægt sé að lækka stýrivexti verulega. Hér áður fyrr voru...

Það er víst hægt að færa lánin niður

Nú eru menn farnir að rífast um það hvort hægt sé að færa niður lán heimilanna um 20% eins og Framsókn gerir tillögu að. Forsætisráðherra segir slíkt setja Íbúðalánasjóð á hausinn og Henny Hinz hjá ASÍ telur þær of kostnaðarsamar. Mér finnst hvorugur...

25% af ráðstöfunartekjum þrátt fyrir frystingu lána!

Morgunkorn Greiningar Íslandsbanka birtir hér áhugaverðar tölur. Á tveimur árum óx hluti afborgana og vaxta um þriðjung af ráðstöfunartekjum, þrátt fyrir launahækkanir í þjóðfélaginu. Þessar launahækkanir voru ríflega 8% á milli ára frá 2006 til 2008 eða...

Ræðan mín í dag

Ég er búinn að setja ræðuna mína frá því í dag inn á bloggið mitt og er hana að finna hér: Stöndum vörð um heimilin - Ræða flutt á Austurvelli 21.02.2009

Stöndum vörð um heimilin - Ræða flutt á Austurvelli 21.02.2009

Það er komin ný ríkisstjórn og það örlar á breytingum, enda tími til kominn. Um þessar mundir er tæpt ár frá því að efnahagslífið tók sína fyrstu skörpu dýfu sem endaði í hruninu í haust. Það var nefnilega í mars á síðasta ári sem krónan féll og...

Verð með ræðu á Austurvelli í dag kl. 15

Ég verð í púlti á Austurvelli í dag kl. 15.00. Þar mun ég fjalla um mín hjartans mál, þ.e. verðtryggingu, gengistryggingu og hagsmuni heimilanna. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Það má svo nefna að í dag er Þorraþræll, síðasti dagur Þorra. Á...

Verð- og gengistrygging böl heimilanna - 760 milljarða skattur á 8 árum

Greining Glitnis, nei, Íslandsbanka birtir áhugaverðar tölur um þróun skulda heimilanna. Gerður er samanburður við skuldastöðu heimila í öðrum löndum og er staða þeirra ekki jafn slæm. En þessi samanburður er ekki sanngjarn. Annars vegar eru skoðaðar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1682124

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband