23.3.2009 | 16:18
Áhugaverð lesning, svo ekki sé meira sagt
Mér finnst þetta skjal hin áhugaverðasta lesning. Meira í átt við hryllingssögu en fagurbókmenntir. Það er gott að búið er að birta þessar upplýsingar, en ég get ekki tekið undir það að þetta sé einhver syndaaflausn fyrir Seðlabankann. Langar mig að skýra það nánar.
Allt of víða í skjalinu er eins og hinir erlendu viðmælendur séu að vara Seðlabankann við einhverju sem bankinn átti að vita. Á blaðsíðu 5 er t.d. sagt:
Það var talin ein meginskýringin á háum CDS-kjörum þessara banka [Glitnis og Kaupþings], að þessi staða sem seðlabankamenn væru að kynnast til fulls núna og kyngja, væri tiltölulega vel þekkt á markaði..
Framhaldið af setningunni er síðan opinberun á því að Seðlabankinn hafi vitað í 6 vikur fyrir aðalfund bankans í lok mars á síðasta ári, að menn væru að taka skortsstöðu í íslensku bönkunum:
..og því hefði skortsstaða verið tekin á íslensku bankana í trausti þess að markaðir yrðu þeim algerlega lokaðir lengi..
Samkvæmt þessu var búið að vara Seðlabankann við því að gert yrði áhlaup á bankana og þar með krónuna líkt og átti sér stað 4 vikum síðar.
Seðlabankanum er því næst leiðbeint um það sem hann þyrfti að gera:
Sumir töldu það eina sem gæti slegið á þessi háu eftirá kjör væri ef íslenski Seðlabankinn gæti náð samningi við erlenda seðlabanka um að veita bankanum fyrirgreiðslu í nauð.
Síðan kemur eiginlega það sem mér finnst toppa allt:
Það er ljóst að íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir alveg sérstaklega, hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármálalífi, í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöngur, með ábyrgðarlausri framgöngu á undanförnum árum. Hættulegt er að hafast ekkert að í þeirri von að markaðir opnist óvænt og allur vandinn verði þá úr sögunni. Nauðsynlegt er að hefjast þegar handa við að vinda ofan af stöðunni svo hún verði ekki óleysanleg. [leturbreyting MGN]
Allar þessar tilvitnanir sem ég hef valið af blaðsíðum 5 og 6 í skýrslunni eru í mínum huga áfellisdómur á Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Í fyrsta lagið er sagt beint út að Seðlabankinn hafi ekki fylgst með, sofið á verðinum. Hann var, jú, að kynnast stöðunni til fulls á þessum fundum í febrúar og kyngja, þrátt fyrir að þessi staða væri vel þekkt á markaði. Í öðru lagi, þá Seðlabankinn upplýstur um að skortsstaða hafi verið tekin gegn bönkunum, þannig að menn voru þegar búnir að vera að grafa undan þeim. Það mátti því vera ljóst strax þá að gert yrði áhlaup á krónuna. Það liðu að vísu um 4 vikur, en ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvað gerði Seðlabankinn til að koma í veg fyrir það. Í þriðja lagi, þá er lagt til að Seðlabankinn sækist eftir nauðasamningi við erlenda Seðlabanka. Greint hefur verið frá því að Seðlabankinn hafi leitað til erlendra Seðlabanka, en það er minn skilningur að það hafi ekki átt sér stað fyrr en farið var að líða vel á vorið. Eins hefur kom fram að mönnum hafi þótt beiðnin óljós. Fjórða atriðið, sem mér finnst vera áfellisdómur á Seðlabankann er að hvatt er til þess að strax sé hafist handa við að vinda ofan af vandanum. Þetta var í febrúar 2008. Bankarnir féllu í október 7 og hálfum mánuði síðar. Vissulega var vandinn orðinn gríðarlegur í febrúar og því ekki víst að tími hafi gefist til að ljúka verkinu, en gott væri að vita hvað hafi verið gert á þessum tíma. Voru bankarnir hvattir eða neyddir til eignasölu? Var útþensla þeirra stöðvuð? Var reynt að koma ábyrgðum vegna þeirra úr landi? Nú spyr sá sem ekki veit.
Eitt veit ég: Í maí gaf Seðlabankinn út skýrslu um fjárhagslegan stöðugleika. Ekkert af þessum áhyggjum komu fram í þeirri skýrslu. Miðað við hryllinginn sem birtist í minnisblaðinu frá 12. febrúar, þá var maí skýrslan glæpsamleg rangfærsla á raunverulegri stöðu þjóðarbúsins, hagkerfisins og bankakerfisins. Skýrslan var algjör afneitun á ástandinu og sama á við um allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, Seðlabankans og bankanna. Það var jafnmikil afneitun á ástandinu að Seðlabankinn hafi samþykkt að lána smærri fjármálafyrirtækjum pening til að eiga endurhverf viðskipti við bankana þrjá. Hafi Sparisjóðabankinn t.d. haft aðgang að þessu minnisblaði, þá þykir ólíklegt að hann hefði tekið 150 milljarða að láni hjá Seðlabankanum til að kaupa í raun verðlaus skuldabréf af bönkunum. Seðlabankinn hafði, hafi hann á annað borð tekið mark á þessu minnisblaði, í höndunum upplýsingar sem sögðu í að bankarnir myndu falla með haustinu. Að hafa stefnt rekstrargrundvelli fjölmargra smærri fjármálafyrirtækja í voða með því að samþykkja hin endurhverfu viðskipti myndi ég segja að hafi verið glæpsamlegt og ekkert annað en vísvitandi tilraun til að fella fyrirtækin.
Í mínum huga, þá er þetta minnisblað meiri áfellisdómur yfir Seðlabankanum en syndaaflausn. Raunar vil ég ganga svo langt að segja, að með þeim upplýsingum sem þar koma fram (hafi þær ekki verið á vitorði manna í smærri fjármálafyrirtækjum) þá myndar minnisblaðið góðan grunn að skaðabótamáli fyrir smærri fjármálafyrirtæki á hendur Seðlabankanum. Ástæðan er einföld: Seðlabankinn bjó yfir upplýsingum um bankana þrjá sem bentu leynt og ljóst til þess að minnst tveir þeirra væru svo illa staddir að þeim yrði vart bjargað.
![]() |
Stefndu fjármálalífinu í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.3.2009 | 14:45
Enn hittir gagnrýnin gagnrýnandann heima
![]() |
Gerði Alþingi grein fyrir sparisjóðaaðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2009 | 14:59
Getur einhver útskýrt fyrir mér...
Ég get stundum verið svo tregur að það er með ólíkindum. Nú er svona fattleysi dottið yfir mig. Þetta eru raunar tvö aðskilin mál. Annað kom fram í málflutningi Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og hitt í frétt á visir.is. Tökum fyrst Sigríði.
Sigríður hélt því fram í Silfri Egils að það kostað of mikið að færa niður lán heimilanna og síðan væri algjörlega út í hött að færa niður lán þeirra sem ekki þurftu á því að halda. Vésteinn Gauti, félagi minn hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, setti fram þá hugmynd til að koma í veg fyrir það, þá væri einfaldlega dregið frá niðurfærslunni sú upphæð sem viðkomandi fékk gefins frá okkur skattborgurum, þegar ákveðið var að tryggja allar innistæður. Þannig að ef einhver "ríkisbubbi" ætti að fá 6 milljónir niðurfærðar af lánum sínum og hefði fengið 7 milljónir gefins vegna viðbótarinnistæðutryggingarinnar, þá einfaldlega fengi hann ekki neitt. Sigríður var snögg til svara, en hugsaði ekki eins búast má við af dóttur skákmeistara og lék því af sér. Hún sagði að það hefðu nú ekki verið svo margir sem hefðu fengið björgun! Stuttu áður hafði hún ekki neitað því að björgunin hefði ekki numið undir 600 milljörðum og ætti hún nú að vita töluna hafandi setið í bankaráði Seðlabankans. Hún sagði jafnframt að það væri of kostnaðarsamt að færa niður húsnæðislán heimilanna. Nú er það þetta sem ég fatta ekki: Ef örfáir aðilar (einstaklingar og fyrirtæki) fengu björgun upp á að minnsta kosti 600 milljarða með innistæðutryggingum, af hverju er verið að hafa áhyggjur af því þó þeir fái nokkrar milljónir í viðbót? Og í þessu samhengi: Var það virkilega nauðsynlegt að bæta þessum örfáu aðilum innistæður sínar upp í topp og koma þannig af stað icesave málinu? Hefði ekki verið nóg að tryggja innistæður almennings upp í topp, en setja þak á innistæðutryggingu hinna sem betur voru stæðir? Er ekki bara málið, að verið var að bjarga einhverjum flokksgæðingum. T.d. væri fróðlegt að vita hvað ráðherrar fyrri ríkisstjórnar högnuðust á botnlausri innistæðutryggingu.
En af því Sigríði finnst þessi aðgerð svo dýr, þá er ég búinn að reikna út hve mikið aðgerðir Hagsmunasamtaka heimilanna myndu kosta. Við leggjum sem sagt til að gengistryggð lán þeirra sem þess óska verði færð yfir í verðtryggð lán frá útgáfudegi. Þau taki verðbætur eins og önnur verðtryggð lán og afborganir til 1. janúar 2008 verði metnar inn á sama hátt og um verðtryggð lán væri að ræða. Frá 1. janúar 2008 komi 4% þak á árlegar verðbætur verðtryggðra lána (og þar með líka gengistryggðu lánanna sem breytt var í verðtryggð). Samkvæmt upplýsingum sem finna má með góðri yfirlegu yfir gögnum frá Seðlabankanum, þá voru gengistryggð húsnæðislána lánakerfisins eitthvað um 145 milljarðar. 107 milljarðar voru í lánum bankakerfisins (þ.e. þríburanna og sparisjóðanna) og síðan voru á að giska 37 milljarðar í útlánum annarra lánafyrirtækja. Hugsanlega eru þessi 37 milljarðar of há tala. Gerum nú ráð fyrir að helmingurinn af þessum 145 milljörðum sé tilkomin vegna falls krónunnar, þ.e. 72,5 milljarðar, og sama upphæð sé það sem eftir stendur af höfuðstól lánanna. Gerum nú ráð fyrir 15% verðbótum ofan á höfuðstólinn til 1. janúar 2008 og þá stendur hann í rúmlega 83 milljörðum. Loks bætist við 4% verðbótaþakið, þ.e. ríflega 3 milljarðar. 72,5 milljarðarnir af höfuðstólnum stendur þá í tæplega 87 milljörðum. Kostnaðurinn við breytinguna á gengistryggðum húsnæðislánum er þá 145 - 87 = 58 milljarðar.
Þá eru það verðtryggðu húsnæðislánin. Mér telst til að verðtryggð húsnæðislán alls lánakerfisins hafi verið um 1.250 milljarðar um síðustu ára mót. Ef verðbætur fyrir 2008 eru takmarkaðar við 4%, þá þurfum við fyrst að taka 17,9% hækkun ársins frá og bæta síðan 4% ofan á. Þá kemur í ljós að lánin stæðu í 1.102 milljörðum og kostnaðurinn við þessa leiðréttingu væri því 1.250 - 1.102 = 148 milljarðar. Samtals væri því kostnaðurinn af hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna 148 + 58 = 206 milljarðar.
Þetta er lægri tala en fór í peningasjóðina og þetta er líklegast vel innan við þriðjungur þess sem innistæðueigendum var tryggður með neyðarlögunum. Þetta er rétt rúmlega 3/4 af kostnaði við björgun Seðlabankans, sem síðan er búið kosta meira vegna þrots Sparisjóðabankans og SPRON og fyrirhugaðrar greiðslu ríkissjóðs inn í smærri fjármálafyrirtæki.
Þá er komið að hinu sem ég fatta ekki. Sparisjóðabankinn og smærri fjármálafyrirtæki tóku endurhverf lán hjá Seðlabankanum. Alls urðu þessi lán upp á 345 milljarða. Smærri fjármálafyrirtæki lögðu skuldabréf, sem þau höfðu keypt af þríburunum, sem veð fyrir lánunum. Við fall bankanna, þá gerði Seðlabankinn veðkall. Hann eignaðist skuldabréfin frá þríburunum og mat þau verðlaus. Samt seldi Seðlabankinn ríkissjóði bréfin á 270 milljarða, þ.e. með 75 milljarða afslætti. Mér sýnist Seðlabankinn virka þarna eins og versti handrukkari að ég tali nú ekki um bílalánafyrirtæki. Tekur eignina af eigandanum, en segir hann samt skulda öll lánin sem viðkomandi tók til að fjármagna eignina! Finnur samt góðan kaupanda að bréfunum og selur með litlum afslætti. Loks heldur hann áfram að ganga á upprunalega skuldarann og krefur um fullt uppgjör. Í mínum huga ætlar Seðlabankinn sér að fá töluna margfalda til baka. Getur einhver skýrt út fyrir mér í hverju hugsanavillan er fólgin?
Til að skýra þetta betur
Áður en bankarnir féllu:
- Kaup smærri fjármálafyrirtækja á skuldabréfum þríburanna: 345 milljarðar
- Endurhverf lán smærri fjármálafyrirtækja hjá Seðlabankanum: 345 milljarðar
- Veð Seðlabankans í skuldabréfum sem smærri fjármálafyrirtæki leggja til: 345 milljarðar
Við og eftir fall bankanna:
- Seðlabankinn tekur yfir veðin sem smærri fjármálafyrirtæki lögðu fram og þau tapa eign sinni: 345 milljarðar
- Seðlabankinn metur veðin verðlaus og biður um frekari veð: 345 milljarðar (hugsanlega lægri tala)
- Seðlabankinn selur ríkinu skuldabréfin og tekur á sig 75 milljarða afskrift: 270 milljarðar
- Ríkið ákveður að afskrifa skuldabréfin sem það keypti af Seðlabankanum, eftirstöðvar: 50 milljarðar
- Skuld smærri fjármálafyrirtækja við Seðlabankann: 345 milljarðar (a.m.k. þannig er þessu stillt upp)
- Ríkið rukkar smærri fjármálafyrirtæki vegna skuldabréfanna.
Ef ríkið er búið að afskrifa allt nema 50 milljarða af 345 milljarða skuldabréfa eign smærri fjármálafyrirtækja sem lögð var fram sem trygging, hvernig stendur á því að Sparisjóðabankinn skuldaði Seðlabankanum 150 milljarðar? Var þetta allt bara blöff? Gat ekki ríkið alveg eins keypt þessi bréf af smærri fjármálafyrirtækjunum beint og þau notað peninginn til að greiða upp lán sín hjá Seðlabankanum? Eins og ég segi. Ég er stundum svo einstaklega tregur og þetta fatta ég engan veginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
21.3.2009 | 18:45
SPRON in memoriam
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2009 | 15:51
Hækkun vaxtabóta - plástur á fótbrot!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2009 | 23:58
Bankarnir sísvangir eða gráðugir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2009 | 23:29
Rangar áherslur í slökkvistarfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2009 | 12:40
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2009 | 12:01
Afleiðing af reglubreytingu 30. júní 2003 - Blame it on Basel, taka tvö
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2009 | 16:12
Vandi Sparisjóðabankans og ráðþrot ríkisvaldsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2009 | 13:45
Stýrivextir geta lækkað meira
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
14.3.2009 | 22:31
Ofurhagfræðingur sammála Hagsmunasamtökum heimilanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
13.3.2009 | 12:45
Ávinningurinn skiptir máli, ekki kostnaðurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.3.2009 | 01:26
Við vitum vel að norrænir menn voru ekki fyrstir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.3.2009 | 21:05
Gjaldmiðlastríð að hefjast?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009 | 14:36
Tvö námskeið um stjórnun upplýsingaöryggis, áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 12:29
Uppstokkun almannatrygginga tímabær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 13:54
Áhugaverð lesning
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.3.2009 | 13:53
Bjargar ný króna málunum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 1682124
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði