Leita í fréttum mbl.is

Hvar er skjaldborgin um heimilin?

Tíminn líður hratt og nú eru réttar 4 vikur frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við.  það var minna kossaflens í kringum hana og fáar yfirlýsingar.  Þær sem komu voru þó afdráttarlausar:

Slá skal skjaldborg um heimilin

Nú spyr ég: Hvar er skjaldborgin?  Lögð hafa verið fram lagafrumvörp um stöðvun aðfara og nauðungaruppboða til 31. ágúst 2009 og frumvarp um greiðsluaðlögun. Þau eru stopp í nefnd og er ekki vitað hvenær þau koma þaðan út.

Ég auglýsi eftir aðgerðum sem nýtast heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.  Nei, ég krefst aðgerða af hálfu ríkisvaldsins og fjármálafyrirtækja, sem koma til móts við síversnandi efnahag heimilanna og fyrirtækjanna.  Um þessar mundir eru 12 mánuðir síðan hrun krónunnar hófst.  Það eru 18 mánuðir síðan fyrsta "verðbólguskotið" kom.  Og á þessum 12 - 18 mánuðum hefur ríkisvaldið EKKERT gert til að hjálpa heimilum og fyrirtækjum í landinu.  Það eina sem kemur er "Það er ekki hægt.."  Hér er röng hugsun í gangi.  Í staðinn fyrir að segja "þetta er ekki hægt", þá á spyrja "hvernig getur við farið að þessu" og "hver er ávinningurinn af því að fara þessa leið".

Þjóðfélagið er fullt af fólki sem er til í að tala allar hugmyndir niður.  Gefum því frí núna og virkjum fólkið sem er með hugmyndirnar.  Notum aðferðir hugflæðifunda við að leita lausna, en þá er fyrst öllum hugmyndum hent fram og er bannað á því stigi að gagnrýna hugmyndirnar.  Næst eru hugmyndir flokkaðar og þær efnilegustu útfærðar nánar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þjóðfélagið er fullt af fólki sem er til í að tala allar hugmyndir niður. Það er satt hjá þér því miður höfum við jafn ólíkar skoðanir og við erum margir. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinn stafar eingöngu út af því að hér er fámennur hópur að taka ákvarðanir fyrir heila þjóð. Þessi hópur vill gera vel en í raun veit ekki hvað er besta lausnin.

Engin hugmynd er gallalaus og ef ég sé gallana veigra ég mér ekki við að segja mína skoðun á því. Hvort sem þú telur það vera að tala hugmynd niður eður ei þá tel ég það frekar vera ábending til umbóta.

Mér líst best á hugmyndir framsóknarflokksins og vill hæla þeim fyrir að vera fyrstir stjórnmálaflokka til að koma með hugmyndir til úrlausna. Þessum hugmyndum þarf að safna saman og skoð með tiliti til kosta og galla. Eru kostirnir meir virði en gallarnir.

Þú og þín samtök eiga heiður skilið fyrir þáttöku í þessari leit að úrbætum og ég vona að þú gefist ekki upp þótt á móti blási.

Offari, 27.2.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er nú ekki að tala um þetta á þeim nótum, sem þú hefur verið að taka þátt í umræðunni, Starr.  Ég á meira við um þá sem segja að þetta sé ekki hægt, þar sem þá fari Íbúðalánasjóður á hausinn eða lífeyrissjóðirnir.  Ég á við "þetta er ekki hægt"-liðið.  Þú flykkir ekki þann hóp.

Marinó G. Njálsson, 27.2.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Offari

Ok Það er allt hægt sé viljinn fyrir hendi. Ég er þér sammála að það megi aldrei útiloka neinn möguleika heldur skoða kosti og galla áður en endanlegt val er tekið.

Ég tel að of hátt fasteignaverð sé megin orsök vandans. Þú hefur sjálfur bent á það að almennigur hefur ekki lengur neyslufé á milli handana til að geta haldið hagkerfinu gangandi.

Hagkerfið byggðist á stöðugri veltu sem nú er nánast stopp. Fyrst stöðvaðist fasteignamarkaðurinn og svo hrundi ökutækjamarkaðurinn í kjölfarið. Það er búið að slíta hagkerfiskeðjuna og það þarf að gera við veikust hlekkina til að koma henni aftur í gang.

Gallinn er hinsvegar að þetta er heimsvandamál og því þarf að sameina allan heiminn um aðgerðir. Forseti Bandaríkjana byggir efnahagsaðgerðir sínar á því að reyna að koma í veg fyrir fall fasteignaverðs.

Ég ætlla ekki að fullyrða að það sé röng aðferð en samt tel ég svo vera. Ég held að það verði ekki hægt að hindra fall fasteignaverðsins og tel að allar þær tafir sem verði á því falli geri bara fallið stærra þegar það gerist.

Ég er þér sammála að það eigi að gera allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir að heimilin fari á hausin. Einfaldlega vegna þess að ég hef tekið eftir siðferðisbreytingu á fólki sem eitt sinn hefur verið gjaldþrota það er skítt sama um það hvort það verði gjaldþrota aftur því þá er bara að stofnar aftur nýja kennitölu.

Ef stórhluti þjóðarinar fer að haga sér þannig er lítil von á úrbótum. Það er hægt að taka hús af fólki án þess að slíkt sé gert með gjaldþroti (þ.e.a.s ef að viljinn sé fyrir hendi) Það er hægt að setja húsið í skilanefnd og leigja fyrverandi eigendu íbúðina á kaupleigusamning sem hægt verður að breyta aftur í kaupsamning þegar rétt íbúðrverð er komið fram.

Offari, 27.2.2009 kl. 15:15

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst ekki rétt að einblína lausnina á eitthvað eitt, eins og fasteignamarkaðinn.  Það þarf að tryggja að veltan í hagkerfinu komist af stað.  Hvernig gerum við það?  Jú, með því að hleypa peningunum út í neysluna í staðinn fyrir að þeir leiti allir beint til bankanna.  Neyslan ratar svo þangað sem fólk og fyrirtæki vilja, m.a. út á fasteignamarkaðinn.  Þannig sé ég þetta fyrir mér.  Kannski að tala um snöru í hengds manns húsi.  Látum markaðinn ráð hvert peningarnir rata, ekki peningamarkaðinn.

Marinó G. Njálsson, 27.2.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hefði kannski átt að segja "ekki fjármálamarkaðinn".

Marinó G. Njálsson, 27.2.2009 kl. 15:50

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er til fólk sem er að leita lausna, er að framkvæma, skapa tekjur í erlendum gjaldeyri, þ.e. sprotafyrirtæki sem meiningin var að hlúa að.  Ég veit um eitt slíkt í Grindavík.  Gallinn er sá að þetta sprotafyrirtæki sem er með yfir tuttugu manns í vinnu og er að skila þjóðfélaginu gjaldeyri, fær litla sem enga fyrirgreiðslu. 

Ríkisstjórnin og Reykjavíkurborg telja mikilvægt að setja 13milljarða í tónlistarhús sem kemur eingöngu til með að verða kostnaðarbaggi á ríkinu til ókominnar framtíðar.  Tónlistarhúsið kemur ekki til með að verða gjaldeyrisskapandi.  

Hefði ekki verið nær að nota þessa fjármuni til að "hlúa að sprotafyrirtækjum" [vinsælt orðatiltæki meðal stjórnmálamanna] og til atvinnuuppbyggingar ásamt því að hjálpa heimilunum í landinu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.2.2009 kl. 15:59

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Forgangsatriðið í dag er að tryggja að auðlindirnar lendi ekki í klóm auðmanna. Ef það gerist þá er mjólkurkýrin horfin og eftir situr snauð þjóð hvað sem öllum björgunaraðgerðum líður.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 17:36

8 identicon

Þessi ríkisstjórn virðist lítið vera að gera að gagni.  Fyrir þremur dögum spurðist ég fyrir um það hjá mínum banka hvort eitthvað hefði gerst í "aukalífeyrissparnaði".  Svarið var nei, það er víst stopp í nefnd !  Auk þess heyrði ég í fréttum að sú breyting hefði verið gerð á frumvarpi fyrri ríkisstjórnar að nú mætti aðeins greiða út að hámarki einni milljón sem skipta þyrfti niður á 6 til 9 mánuði.  Eins og frumvarpið hafði verið samþykkt í nefnd fyrri ríkisstjórnar átti fólk að geta ráðið úttektarupphæðinni sjálft og þess vegna tekið hana út í einu lagi.  Þær upplýsingar hef ég eftir þáverandi stjórnarþingmanni sem gaf það í skyn að ákvörðunarfælni þeirra hátt-settustu væri orsök þeirra tafa sem þá voru í gangi.  Það er skítt ef atvinnulaust fólk fær ekki einu sinni að nýta þær fáu krónur sem það á til að halda sér á floti í einhvern tíma eða alla vega frjálst val hvernig það nýtir þessar krónur og á hve löngum tíma það tekur þær út, það þekkir best þarfir sínar í því.   Auk þess fær nú ríkiskassinn væna sneið af kökunni. 

Ég fatta ekki þetta tal um hátt fasteignaverð og hrun ökutækjamarkaðar á "þessari stund" "kreppunnar" ? Ég set mörg spurningarmerki við Tónlistarhús ?

Stóra málið er að gera eitthvað raunhæft STRAX en ekki á morgun eða hinn og ég tek undir að allt er hægt ef viljann skortir ekki og ef allt er í lagi hjá þessu liði sem er að vinna fyrir OKKUR þá verður það að hafa í huga að fólk er farið að horfa á það í fullri alvöru hvort einhverja framtíð sé hægt að treysta á í þessu landi.  Ég hef heyrt nokkuð marga vera að íhuga alvarlega brottflutning þegar skólum lýkur í vor.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:50

9 identicon

Ég er bara ekki það vel að mér í hagfræði eða stærfræði til að meta þessa -20% afsláttar hugmynd Framsóknarflokksins til að segja hvort hún sé góð eða slæm. EN ef það er rétt að hún gæti kostað Íbúðarlánasjóð og bankana það mikið að þeir ráði ekki við að missa þessa fjármunni út í bláinn, er þá ekki hætta á því að þetta dragi ennþá frekar úr fjarmagni sem þeir gætu lagt út í þjóðfélaið í formi lána til fyrirtækja sem þurfa á þeim að halda?

Í kreppu er ekki gott að loka á allar framkvæmdir, þótt að tónlistarhúsið sé ekki gjaldeyriskappandi framkvæmd þá er hún i það minnsta atvinnuskappandi og mest af þessum fjármunnum sem fara í byggingu hennar munnu koma aftur í kassan í formi skatta og neyslu. Búið er að greiða fyrir lang mestan efniskostnað þannig að ekki erum við að eyða miklum (ef einhverjum) gjaldeyrir í efniskaup og vinnuaflið verður vonandi íslenskt.

Skjaldborg um heimilinn er ekkert annað en slagorð sem þingmenn byrjuðu að hamrast á seint á síðasta ári, núna eru all flestir á þingi of uppteknir við að koma sér að aftur og engin þeirra munn þorra að taka óvinsælar eða nauðsynlegar aðgerðir, hverjar svo sem þær ættu að vera. Við munnum sjá "populista" skamtíma aðgerðir einsog þessi frestun á nauðungaruppboðum (ekkert að hallmæla þeim per say) en við eigum eftir að sjá hvað þetta lið gerir eftir kosningar þegar þeir þurfa ekki að hugsa um hverja einustu ákvörðun sem þeir taka eða skoða hverja einustu hugsun út frá kosningaslagnum sem þeir eru á leið í.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:28

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hannes, hvernig geta menn sagt beint út að ÍLS fari á hausinn ef hann afskrifar hlutina strax í staðinn fyrir að afskrifa eftir 6-12 mánuði.

Að einhver skuli síðan láta það út úr sér að 20% afskrift af lánasöfnum, sem þegar er búið að færa yfir á 50% virði, skil ég ekki.  Mér virðist sem bankinn hafi þá 30% til að nota í aðrar afskriftir.  Ég hlustaði á viðtalið við Jón Steinsson og hann var með mjög fyrirvara við orð sín og sagði alls ekki að þetta væri ekki hægt.  Það þyrfti að taka til annarra þátta líka.

Marinó G. Njálsson, 27.2.2009 kl. 19:50

11 identicon

Marinó, einsog ég segi þarna strax, þá þekki ég þetta ekki nógu vel EN, stórt EN. Ef þetta settur ÍLN á hausinn er þetta náturlega ekki eitthvað sem við viljum gera.

Svo er spurning með réttlætið, ef fella á niður skuldir fólks á kostnað annara sem ekki hafa tekið þessi lán.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 20:55

12 Smámynd: Offari

Páll.

Ég fatta ekki þetta tal um hátt fasteignaverð og hrun ökutækjamarkaðar á "þessari stund" http://marinogn.blog.is/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Wink.png"kreppunnar" ?

Ég verð þá að reyna að útskýra þessa kenningu mína betur.  Hagkerfið byggist á penigaflæði. Að peningarnir gagi á milli manna . Verkamaðurinn vinnur vinnu sína td í álveri eins og ég og fær fyrir það laun. Launin fara í húsnæði og fæði. Afgangurinn fer í aðra neyslu, tildæmis bílakaup flatskjá og tölvukaup.  Hækkun húsnæðisverðs veldur því að meiri hluti teknana fer í að afla sér húsnæðis.

 

Verkamaður þarf að draga saman útgjöldin. Ekki getur hann lækkað húsaleiguna því húseigandinn þarf að fá sitt til að standa í skilum með afborganir eða ef verkamaðurinn á sjálfur húsið þarf hann að standa í skilum með afborganir. Það er mögulegt að hann geti dregið eitthvað saman í fæðisöflunini en getur samt ekki hætt að borða. Þetta endar með því að hann hættir að eyða í iðnaðarvöruna.

 

Verkamaðurinn verður því að hætta að kaupa bíla tölvur og flatskjái.  Þetta þíðir samdrátt hjá framleiðendum þessa varnings í mörgum tilvikum algjört stopp.  Jú það virðist vera allt í lagi því hann hefur í sig og húsaskjól þótt öðru þurfi að sleppa.  En vandamálið er að þegar framleiðsla stöðvast á bílum minkar líka eftirspurnin eftir álinu sem verkamaðurinn er að framleiða.

 

Aftur þarf hann að draga saman en getur hann ekki dregið saman í húsnæðiskostnaðinum svo  nú verður hann að spara meir í matarinnkaupum taka slátur og rækta sínar kartöflur sjálfur. Þá fara kartöflubændur að draga saman í sinni neyslu og  hætta kaupum  á bílum og en dregst saman hjá álverkamanninum. Þegar hann hættir að geta borgað af húsinu missir hann kofan og fasteignaverðið hrynur.

 

Leiguverð lækkar og uppgangurinn getur hafist aftur því um leið og húsnæðiskostnaðurinn minnkar þá verður aftur til afgangur til annara neyslu og sparnaðar. Eftir því sem þetta óstand varir lengur er hættara við að erfiðara verði að koma hagkerfinu aftur í gang þegar húsnæðisverðið hrynur. Ástæðan er að sparnaður dregur líka úr neyslu og löng neyslusveltun hvetur menn frekar til sparnaðar en að nota fjármagn í neysluvörur sem menn í raun geta vel lifað án.

 

Þetta er vissulega bara kenning  byggð á því að húsnæðisverð hefur hækkað gífurlega um allan heim undanfarin ár. Og kreppan kom í kjölfarið.  Vissulega eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf líka tölverðan þátt í leknum en hlutabréfaverði hrund líka af því að neyslan stöðvaðist. Ef hægt er að handstýra lækkun húsnæðisverðs  með flatri skuldaafskrift um heim allan reikna ég með að hjól hagkerfisins fari að snúast aftur. 

Offari, 27.2.2009 kl. 21:00

13 identicon

Verð að segja að mér líst vel á hugmyndina um 20%  afskriftirnar eða miða við einhverja ákveðna dagsetningu fyrir ca ári eins og einhvers staðar heyrðist. Tek fram að ég myndi fá núll í hagfræðiprófi, en... fer ekki ÍLS á hausinn líka ef stór hluti heimila hættir að geta borgað og hann fær allt það húsnæði í fangið, óseljanlegt?

Solveig (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:39

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Solveig, ég held að þetta snúist ekki um hagfræði heldur rökfræði og stærðfræði.  Og ég sé að þú ert sterk í þessu tvennu.  Það er ekki bara að ÍLS og bankarnir þurfi að afskrifa þetta síðar, heldur mun draga verulega  úr neyslu ef ekki er dregið úr greiðslubyrðinni.  Þegar neyslan dregst saman þurfa fyrirtækin að draga ennþá frekar seglin með tilheyrandi uppsögnum.  Hvorutveggja mun bitna á tekjum ríkissjóðs, samneyslunni og velferðarþjónustunni.  Þannig magnast vandamálið og verður illviðráðanlegt.

Marinó G. Njálsson, 27.2.2009 kl. 22:59

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mér lýst satt að segja mjög illa á þess hugmynd. Þeir sem hafa verið með hæstar tekjur hafa tekið hæstu lánin (þannig virkar greiðslumat bankanna) og nú eiga þeir að fá mestu ríkisstyrkina til þess að greiða af lánum sínum. Þetta er arfavitlaust dæmi.

Betra væri að setja bara á vaxtabætur sem tækju mið af tekju og breyta gjaldþrota lögum þannig að fólk geti skilað húsnæði sem það hefur ekki efni á að búa í lengur án þess að lenda í ævilangri skuldaánauð. Að eftirstöðvar skuldar yrði t.d. felld niður eftir tiltekin tíma ef viðkomandi stendur í skilum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 00:06

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Minni á að þessi hugmynd kemur frá framsókn en reynslan hefur sýnt að þeir reikna ekki dæmin til enda þegar þeir gefa kosningaloforð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 00:07

17 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jakobína, við getum farið tvær leiðir til þess að lækka greiðslur.  Önnur er almenn þar sem allir standa jafnir.  Hin er sértæk, þar sem ferlið tekur óheyrilegan tíma.  Það er ekkert að því að fara almenna leið, ef sett er þak á hvað fólk getur fengið.  Hún er fljót virk og einföld.  Sértæka leiðin er leið greiðsluaðlögunar, sem mun taka mörg ár í framkvæmd.  Hún er í lagi, þegar við erum með 100 - 200 aðila sem þurfa slíka lausn á hverju ári, en nú erum við að tala um 40-50 þúsund manns, ef ekki fleiri.  Það er hreinlega nauðsynlegt að grípa fyrst til almennra aðgerða.

Annars lagði ég til vaxtabótaleiðina í færslu 6. október (sjá Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning), auk þess sem ég lagði í fyrsta sinn til niðurfærslu lána:

Einnig væri hægt að fara út í mikla niðurfærslu höfuðstóla húsnæðis- og bílalána, en það bætir ekki upp útgjöld þessa árs.  Niðurfærsluna mætti framkvæma þannig, að hluti lánsins væri tekinn til hliðar, þ.e. geymdur, og lántakandi þyrfti eingöngu að hafa áhyggjur af því sem eftir stæði.  Ef svo kæmi í ljós að ytri aðstæður breyttust svo mikið til hins betra, þá þyrfti lántakandinn að greiða af hlutfallslega stærri hluta. Þessi leið gæti verið innlegg fjármálafyrirtækjanna í að rétta efnahag landsins við.  Það kemur hvort eð er nokkuð út á eitt hvort bankarnir hirða húsnæðið af fólki og selji það öðrum á lægra verði eða að þeir lækki höfuðstól lána núverandi eigenda.

Þetta er áður en bankarnir falla eins og spilaborg, meðan þjóðin var að bíða eftir því hvað ríkisstjórnin ætlað að gera.  Svo kom Geir fram nokkrum mínútum síðar og sagði að spennun hefði verið létt!

Nú nokkrum dögum síðar (9. okt., sjá Tillögur talsmanns neytenda) útfærði ég þessar tillögur nánar eftir að talsmaður neytenda hafði fellt þær inn í skjal til félagsmálaráðuneytisins (sjá Hagur neytenda verði tryggður við yfirtöku á erlendum íbúðarlánum).

Marinó G. Njálsson, 28.2.2009 kl. 00:26

18 identicon

Jú, Jakobína, víst finnst manni fúlt að einhverjir bubbar fái meira í krónum talið en meðaljóninn ef hlutfallið er jafnt. En í ljósi þess sem nú þegar hefur verið gert er ég alveg tilbúin til að sætta mig við jafnar afskriftir frekar en halda áfram að láta bubbana fá allt en meðaljóninn ekkert.
http://www.visir.is/article/20090227/FRETTIR01/28622877

http://www.visir.is/article/20090226/VIDSKIPTI06/888193418

Solveig (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 01:05

19 identicon

Fyrirgefðu sníkjublogg Marinó, verð samt að fá að útskýra innlegg  mitt áðan. Átti bara við að ég skil Jakobínu og er að vissu leyti sammála. En eins staðan er núna er um að ræða að láta sig hafa það að einhverjir sem ekki eru í beinum vandræðum njóti góðs af afskriftum. Stór hópur er hins vegar þannig staddur að ráða ekki við að greiða af sanngjarnri stærð húsnæðis, vissi ekki betur þegar lagt var í kaupin en að þau myndu ráða við greiðslubyrðina en forsendur eru brostnar. Af mannavöldum. Ríkisvaldsins jafnvel. Því verður að koma til móts við þennan hóp, núna, ekki einhvern tíma seinna. Þó það kosti álögur á þjóðina. Betra að álögurnar fari í þetta og haldi þannig fólki á staðnum, borgandi skatta og skyldur en að það sé annað hvort í félagslegu húsnæði eða flutt af landi brott.

Solveig (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 01:36

20 identicon

Ef að vísitala neysluverðs á höfuðstól yrði færð í stöðu samkvæmt  segjum ca. 1.jan 2008 er þá ekki komin þessi 20% lækkun án skuldaniðurfellinga? Það býr hvort sem er engin verðmæta aukning að baki þeirri hækkun sem orðið hefur á þessum tíma, þetta eru bara pappírspeningar. þessi verðtrygging sem er hér á Íslandi er nátturlega bara ómanneskjuleg og kemur engum að gagni nema lánastofnunum og fjármagnseigendum.

Það vafðist ekki fyrir þessum mönnum að tyggja innistæður í bönkum hjá fólki og hef ég ekki heyrt nokkurn mann kvarta yfir því að mönnum var mismunað þar! Ekki áttu allir jafnháar innistæður. 

Siggi Helga (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband