Leita í fréttum mbl.is

Eru þetta ekki samningar Sjálfstæðisflokksins?

Það er alveg ótrúlegt að hlusta á (lesa um) málflutning Sjálfstæðismanna.  Það er bara eins og flokkurinn hafi ekkert komið að landsstjórninni hér undanfarin 17ár eða svo.  Dæmin eru svo mörg þar sem þeir moldviðrast yfir hverju málinu á fætur öðru, sem eru þeirra eigin verk.  Í þessu tilfelli smygluðu, að mati Péturs, menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins) og fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen, Sjálfstæðisflokki) inn heimild um byggingu tónlistahúss framhjá Alþingi.

Í annarri ræðu í morgun, gagnrýndi Sigurður Kári Kristjánsson ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gert neitt fyrir heimilin í landinu.  Svo sem réttmæt gagnrýni og hefði ég gjarnan viljað sjá meira gert.  Málið er bara að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gerði nánast ekkert fyrir heimilin og fyrirtækin frá því að krónan hrundi í mars fyrir ári og þar til hún var hrakin frá völdum í búsáhaldabyltingunni.

Ég held að þingmenn Sjálfstæðisflokksins væri nær að líta í eigin barm og óska eftir fyrirgefningu þjóðarinnar á mistökum sínum.  Sýna svo eðlilega iðrun með því að hætta þátttöku í stjórnmálum í staðinn fyrir að misbjóða siðferðiskennd kjósenda með því að bjóða sig aftur fram.  Í mínum huga hafa ALLIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, sem kosnir voru á þing árið 2007 sýnt það og sannað, að þeim er ekki treystandi til að fara með stjórn landsmála. Vissulega stóðu einhverjir sig betur en aðrir, þeir kóuðu restina og eiga því að víkja.


mbl.is Glundroði í málum tónlistarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvert orð. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sitja hjá í (alla vega) eina umferð. Samfylkingin ætti að skipta öllum út nema Jóhönnu og Valgerði.

Kolla (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:12

2 identicon

Mitt mat er að Sjálfstæðisflokkurinn sé einfaldlega rotnasta stofnun á Íslandi í dag og að Sigurður Kári sé jafnhlægilegasti stuttbuxnadrengur flokksins.

Stefán (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Hjalti Tómasson

Þegar ég heyri sjálfstæðisþingmenn tjá sig um annarra verk þá dettur mér oft í hug sagan um flísina og bjálkann. Það er alveg ótrúlegt að heyra fólk sem vill láta taka sig alvarlega skuli gera sig sekt um annað eins bull og heyrst hefur síðustu vikur inni á þingi. Og skýrsla hreinsunarnefndar flokksins var svo til að fullkonma glæpinn.

Hjalti Tómasson, 6.3.2009 kl. 21:41

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er engu líkara en allt ómerkilegasta fólk á Íslandi hafi safnast saman í þessum andskotans flokki. Sem er auðvitað gott ef það væri ekki einlægt að plata heiðarlegar manneskjur til fylgilags við sig.

Árni Gunnarsson, 7.3.2009 kl. 10:18

5 identicon

Hinn rotni og úrkynjaði flokkur spillingar ætti að víkja og þagna þangað til þeir hafa e-ð gagnlegt og heiðarlegt að segja við fólkið í landinu.

EE elle (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 11:02

6 identicon

Og er að vísu sammála Marinó að báðir flokkarnir sem voru í síðustu ríkissjórn ættu að vikja.  Og þagna í svip.

EE elle (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 11:09

7 identicon

Rakst þó núna á þarflega umræðu á síðu Jóns Magnússonar, nýs sjálfstæðismanns, um eyðslu í tónlistarhús.  Og samkvæmt honum hafði Pétur Blöndal vakið umræðuna.  Og var hissa að fá þannig umræðu úr þeim flokki.

EE elle (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 12:50

8 identicon

Sorglega ómálefnaleg umræða.  Væntanlega þurfum við á öllum góðum höndum og höfðum að halda óháð flokkum.  Því miður eru rotinn egg í öllum flokkum minni á tengsl Samfylkingar og Jón Ásgeir.  Sá flokkur sem stýrt hefur lengst er Framsóknarflokkurinn og það var Halldór Ásgrímsson sem leiddi síðustu 2 ár fyrri ríkistjórnar og bankamálaráðherra var Valgerður og Finnur Ingólfsson sáu um einkavæðingu bankanna.  Samfylkingin hefur stýrt síðustu 18 mánuði og þá tel ég að það hefði miklu mátt forða en annað hvort skorti innsýn eða þor eða samtöðu.  Það verður fróðlegt að sjá mat sagnfræðinga og óháðra aðila á þessu.

Ef þessi hugsunarháttur ættu Vinstri grænir að stýra en þeir eru gamla Alþýðubandalagið.   Já ekki lán hjá IMF engir samningar væntanlega leið einangrunar og fátæktar.
Mikilvægt að fólk játi mistök og það þarf að forðast þessi sömu mistök aftur.  Pólitískar ráðningar.  Já er það ekki Ásmundur bankastjóri Landsbankans og Svavar Gestsson yfir samninganefnd Íslands við Breta.  Hann er ólærður fyrrum blaðamaður á Þjóðviljanum kann ekkert í hagfræði, ekkert um banka, ekkert um lög og ekkert um enskt efnahagslíf.  Já við fetum þennan sama veg aftur með nýjum formerkjum. 

Gunnr (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:36

9 identicon

Í raun hefur aðgerðarleysisstjórnin verið leyst af ráðleysisstjórninni sem ekki gerir sér grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að þetta er í raun umboðslaus minnihlutastjórn sem er varin trausti af Framsóknarflokknum.  Það er hefð fyrir því að þingrof verði 6 vikum fyrir kosningar er það ekki annars 12.3.  Umboðið er takmarkað til bráðabirgðalaga í raun hafa þeir sýnt sín spil og þar virðist ráðleysið algjör.  
Undirritaður heldur að ástandið sé mikið mun alvarlegra en þjóðinni er gerð grein fyrir og sá sannleikur kemur ekki fram fyrr en eftir kosningar.  Það þarf að skera ríkisútgjöld um 1/3 og það er næstu árin og varanlega.  Viðbúið að það verði atgerfisflótti.  Væntanlega mun tæknimenntað fólk og fólk í heilbrigðisgeiranum flýja land enda er eftirspurn eftir því fólki sem margt hvert hefur haft sérmenntun sína erlendis.  Bendi á að heimilislæknir á góðum stað í Noregi hefur 4 föld laun íslensk heimilislæknis og viðkomandi þarf að vinna í Noregi í 3 mánuði til að hafa árslaunin á Íslandi.  Þetta fólk á núna að lækka í launum um 20% á Íslandi.

Gunnr (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:47

10 identicon

Því miður er ástandið það alvarlegt að allir Íslendingar standi saman og dragi vagninn en því miður virðist alla samtöðu skorta og þessi furðulega afstaða að kenna einum stjórnmálaflokki um allt er náttúrulega fáránleg og í raun dæmir sig sjálf.  Það verða um 30-35% sem kjós Sjálfstæðismenn og um 15-20% Framsóknarmenn og næsta stjórn verður annað hvort 3 flokka vinstristjórn, VG og Sjálfstæðisflokkur en ég efast um að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur nái meirihluta að óbreyttu.  Við gætum setið uppi með þá staðreynd að eini 2 flokka valkosturinn væri VG og Sjálfstæðismenn.  Óttast að eftir ómálefnalega kosningabáráttu sem gengur út á innistæðulaus loforð komi löng stjórnarkreppa enda er það ekkert sérstakt keppikefli að taka við stjórnartaumum í þessu árferði.  

Gunnr (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:59

11 identicon

2svar notaði Gunnar orðið ómálefnalegt, fyrst um ofanverða umræðu og seinna um kosningar.  Nú spyr ég hann: Hvað er málefnalegt?

EE elle (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:02

12 identicon

Já EE. Mér finnst lítið málefnalegt koma frá Íslandi engur enda byggist umræðan á hræðslu, fáfræði og reiði.

Fólk heldur að heimurinn snúist um Ísland og vandamálið þar en það er algjör misskilningur.  Það er svo að það eru gríðarmiklir erfiðleikar í austur Evrópu.  Í Póllandi hefur gjaldmiðillinn fallið um 40% á árinu og einnig eru Baltnesku löndin á hausnum og draga með sér Svíþjóð og Finnland sem hafa fjárfest gríðarlega þar að ógetnum vandamálum Bandaríkjanna og yfirvofandi heimskreppu.  Við erum álitin molbúar fjármálanna og erum eins og hver annar brandari það sem verra er það er farið að álíta okkur óheiðarleg.  "Brálæðingarnir á Range Rover eyjunni ætla að hirða sparifé þegna okkar og afskrifa það".  Það mun vera stórskaðlegt ef við ætlum að hygla innlendum lánþegum á kostnað erlendra aðila og mun geta sett okkur í áralangt og kannski áratuga efnahagslega einangrun.   Þetta var það vitfirrt að raðhús á höfuðborgarsvæðinu kostaði 1 miljón dollara þegar krónugengið var hvað brjálaðast og vitfirriningin í algleymingi.



Gunnr (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:21

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er alveg sammála Gunnr í því að lítið málefnalegt er í gangi.  Ég fékk þá skýringu í dag, að ástæðan fyrir því að Sigurður Kári og Birgir væru að sperra sig svona mikið núna, væri að flokksvaldið hafi barið þá til hlíðni í fyrri ríkisstjórn.  Mér finnst þetta ekki merkileg rök, en sé það satt, þá er eitthvað stórvægilegt að í Flokknum.

Ég vil gjarnan fá fram umræðu á þingi og í þjóðfélaginu um vanda hagkerfisins og hvernig á að leysa hann.  Ég vil gjarnan að fleiri aðilar séu kallaðir til samráðs, þannig að hagsmunasamtök almennings komi að borðinu, en ekki bara hagsmunasamtök fjármagnsins.  Þetta er það sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum verið að reyna, en gengið illa.  Vissulega hlustar fólk og flokkar, en það er ekki nóg að hlusta.  Það verður að taka tillit til athugasemda okkar og ábendinga.  Við erum ekki að biðja um að allt sé gert nákvæmlega eins og við segjum, en okkar rök eru sterk fyrir því að hér mun allt hrynja ef heimilin eiga að taka skellinn.

Marinó G. Njálsson, 7.3.2009 kl. 19:52

14 Smámynd: Offari

Pólitíkin eitrar óstandið. Ég held að sjálfstæðisflokkurinn geri sér ekki grein fyrir því hvað ástandið er allvarlegt. "Þetta reddast takkinn" virkar ekki núna. Þegar heimsmarkaðsverðið lækkar þarf lækkunin að fylgja öllum pakkanum. Og afskriftir skulda því nauðsynlegar.

Samt vill ég biðja þig að tala varlega í gagnrýni þinni á stjórnmálaflokkum. Ég er ekki að segja að þú megir ekki hafa skoðanir en ég tel að samtökin þurfi talsmann sem geti talað við alla stjórnmálaflokka.

Offari, 7.3.2009 kl. 21:07

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Starri, það sem ég segi hér eru mínar skoðanir, ekki samtakanna.  Annars myndi ég skrifa undir innleggin sem slíkur.  Að ég sitji sem varamaður í stjórn samtakanna heftir ekki tjáningafrelsi mitt.

Marinó G. Njálsson, 7.3.2009 kl. 21:20

16 Smámynd: Offari

Fyrirgefðu ég einhvernveginn taldi þig vera formanninn. En það á reyndar heldur ekkert að banna þér að segja þínar skoðanir.

Offari, 7.3.2009 kl. 21:28

17 identicon

Gunnar:"Fólk heldur að heimurinn snúist um Ísland og vandamálið þar en það er algjör misskilningur".  Gunnar, það er akkúrat það sem ég hef verið að benda fólki á oft.  Og þar er ég 100% sammála.  Í því samhengi vil ég benda á bloggsíðu, þar sem ég skrifaði á þessum nótum síðast í dag, 2 comments, það fyrsta að vísu ýkt til að ná fram þessum punkti, að við séum bara ekkert merkilegt númer í hinum stóra heimi.  Það er blogg:Íslendingar með augum útlendinga, bloggari Ómar R. Valdimarsson.

EE elle (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:51

18 identicon

Og er líka sammála Gunnari að vitfirringin hafi verið í algleymingi.  Og er að vísu enn.  Nú á að eyða vitfirrtum fjárhæðum í tónlistarhús úr gulli og silfri.  Ja, nánast.  Eins og peningarnir fljóti bara á hverjum drullupolli.

EE elle (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:58

19 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er svo sammála þér Marinó! Finnst Árni líka skemmtilega beittur eins og honum einum er lagið

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 687
  • Frá upphafi: 1677709

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband