Leita í fréttum mbl.is

Mikil verðmæti í Nýja Kaupþingi

Ég hef kynnt mér gögn sem birt hafa verið um líklegan stofnaefnahagsreikning Nýja Kaupþings og verð að segja, að í bankanum liggja mörg tækifæri.  Sérstaklega hlýtur að vekja athygli hin gríðarlega háa upphæð, sem felst í niðurfærslu útlána bankans til innlendra viðskiptavina.  Sú upphæð nemur 935 milljörðum til viðbótar við þá 19 milljarða sem áður höfðu verið lagðir til hliðar.  Alls nemur þetta 67% af heildarútlánum innanlands.

Það þarf ekki harða innheimtu til að búa til mikinn hagnað út úr þessari upphæð.  Á móti kemur, að fari þessi upphæð ekki í afskriftir og niðurfærslur, þá nýtist það ekki til endurreisnar fyrirtækja og heimila sem voru/eru í viðskiptum við Kaupþingin tvö.

Tvennt sem ég velti fyrir mér í þessu:  Mun sala á Nýja Kaupþingi til kröfuhafa þýða að ríkissjóður mun ekki þurfa að leggja bankanum til nýtt eigið fé?  Og hitt:  Hafa kröfuhafar áhuga á því að reka banka á Íslandi?

Komi erlendur eigandi að bankanum, þá gæti það opnað fyrir gjörbreytingu á viðskiptabankastarfsemi hér á landi.  Lánalíkön, vextir, áhættustýring og þjónustulínur gætu tekið miklum breytingum. Hvort það yrði innlendum viðskiptavinum til góða er vandi um að spá.


mbl.is Áforma að selja körfuhöfum Nýja Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir heimilanna eru hagsmunir þjóðarinnar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sannað tilverurétt sinn.  Á þeim stutta tíma frá því að samtökin voru stofnuð hafa þau náð augum og eyrum ráðamanna, fjölmiðla og almennings.  Tillögur samtakanna hafa vakið athygli og fengið hljómgrunn vegna þess að þar eru lagðar fram almennar og nauðsynlegar aðgerðir til endurreisnar heimilum landsins.

Stefnumálin:

  • Almennar leiðréttingar á gengis- og verðtryggðum lánum heimilanna.
  • Afnám verðtryggingar.
  • Jöfnun á áhættu milli lánveitenda og lántakenda.
  • Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði.
  • Samfélagslega ábyrgð lánveitenda.

eru sjálfsagðar kröfur um jafnrétti.  Þessar kröfur útiloka ekki aðrar kröfur eða ganga á rétt annarra.  Það er bara verið að fara fram á að heimilin séu varin.

Við, hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, gerum okkur grein fyrir að kröfur okkar kosta sitt.  En hver er hin hliðin?  Mig langar raunar ekkert að tala um hina hliðina nema óbeint.  Ég vil einblína á ávinninginn af því að þessum kröfum verði mætt.  Ávinningurinn er að mínum mati að lágmarki eftirfarandi:

  1. Skuldir heimilanna lækka og greiðslubyrði lána minnkar
  2. Fleiri eiga kost á því að halda heimilum sínum
  3. Heimilin hafa meiri pening til að standa í skilum með aðrar skuldbindingar sínar
  4. Meiri peningur fer í neyslu sem fer þá inn í hagkerfið
  5. Veltuskattar til ríkisins dragast ekki eins mikið saman og annars hefði orðið.
  6. Meiri tekjur ríkisins þýðir að ríkissjóður þarf að skera minna niður, en annars, eða á meiri möguleika á að standa undir vaxtagjöldum
  7. Fyrirtækin fá meiri veltu, sem eykur líkur á því að þau lifi af.
  8. Fyrirtækin hafa meiri pening til að greiða laun og önnur útgjöld með tilheyrandi ruðningsáhrifum.  M.a. munu þau eiga auðveldara með að greiða skatta til ríkisins og mótframlag launagreiðanda til lífeyrissjóðanna.
  9. Færri þurfa að fara á atvinnuleysisbætur

Mér finnst þetta vera alveg nóg til þess að menn íhugi þessa leið af fullri alvöru.

Ég vil hvetja alla, sem áhuga hafa og ekki eru félagar í samtökunum, að skrá sig í þau á www.heimilin.is (hægt er að fara beint í skráningu hér).  Þá vil ég vekja athygli á því að ég verð ræðumaður á opnum fundi Radda fólksins á Austurvelli næst komandi laugardag.  Umfjöllunarefni mitt verður hagmunir heimilanna og fleira því tengt.

Loks auglýsi ég eftir stefnumótun og aðgerðum frá stjórnvöldum, sem byggja á tillögum frá hagsmunaaðilum á vinnumarkaði, fjármálafyrirtækjum, framleiðslufyrirtækjum, hagsmunahópum og almenningi, þar sem sett er fram framtíðarsýn um uppbyggingu landsins.  Ég hef ítrekað stungið upp á að settir verði á fót aðgerðahópa á vegum stjórnvalda um eftirfarandi málefni:

  1. Fjármálaumhverfi: Verkefnið að fara yfir og endurskoða allt regluumhverfi fjármálamarkaðarins.
  2. Bankahrunið og afleiðingar þess:  Verkefnið að fara yfir aðdraganda bankahrunsins svo hægt sé að læra af reynslunni og draga menn til ábyrgða.
  3. Atvinnumál:  Verkefnið að tryggja eins hátt atvinnustig í landinu og hægt er á komandi mánuðum.
  4. Húsnæðismál:  Verkefnið að finna leiðir til að koma veltu á fasteignamarkaði aftur á stað.
  5. Skuldir heimilanna:  Verkefnið að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu.
  6. Ímynd Íslands:  Verkefnið að endurreisa ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
  7. Félagslegir þættir:  Verkefnið að byggja upp félagslega innviði landsins.
  8. Ríkisfjármál: Verkefnið að móta hugmyndir um hvernig rétta má af stöðu ríkissjóðs.
  9. Peningamál: Verkefnið að fara ofan í peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, endurskoða hana eftir þörfum og hrinda í framkvæmd breyttri stefnu með það að markmiði endurreisa traust umheimsins á Seðlabanka Íslands
  10. Gengismál:  Verkefnið að skoða möguleika í gengismálum og leggja fram tillögur um framtíðartilhögun.
  11. Verðbólga og verðbætur:  Verkefnið að fara yfir fyrirkomulag þessara mála og leggja til umbætur sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika.
  12. Framtíð Íslands - Á hverju ætlum við að lifa: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi nýja atvinnuvegi.
  13. Framtíð Íslands - Hvernig þjóðfélag viljum við:  Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi inniviði þjóðfélagsins.

(Þessi listi var fyrst birtur 6. nóvember 2008.) 

Vissulega hefur eitthvað verið gert, en betur má ef duga skal. Annars förum við leið fjárhagslegs og andlegs gjaldþrots.


mbl.is Vilja meira jafnræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ósi skal stemma: Leynifélög á Tortola afhjúpa galla í lögum

Hún er sífellt að vinda upp á sig þessi saga um eyjuna Tortola sem skyndilega allir Íslendingar vita um.  Eigendur félaganna eru sagðir óþekktir, en ég held að við vitum hverjir flestir þeirra eru.  Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en í mínum huga eru þetta stærstu gerendurnir í hruni íslenska hagkerfisins.  Þetta er fólkið, sem nýtti sér götótt íslensk lög til hins ýtrasta.  Hákarlarnir sem rifu netin meðan við smáfiskarnir komumst ekkert.

Með fullri virðingu, þá er ekki nema ein lausn á þessu máli.  Gera þarf upptækar allar eignir þessara félaga á Íslandi!  Eftir því sem meira er fjallað um þessi félög, þá bendir flest til þess að tilgangur þeirra sé að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og koma þeim aftur í umferð með því að  fela eignarhald.  Í mínum huga er þetta peningaþvætti, þar sem óhreinum peningum er komið aftur í umferð í gegnum skúffufyrirtæki sem enginn veit hver á eða hvernig það aflaði tekna.

Þá er nauðsynlegt að breyta reglum um fjármálamarkað og Kauphöll, þannig að allar upplýsingar verða að liggja upp á borðinu, þegar viðskipti eiga sér stað, og upplýsingar um öll viðskipti verða að vera aðgengilegar.  Krafa fjármagnseigenda og fjárfesta um sífellt meiri leynd yfir viðskiptum er ein af orsökum fjármálahrunsins.  Ógagnsæi í viðskiptum hefur aukist, þrátt fyrir reglur sem áttu að tryggja gagnsæið og rekjanleikann.  (Þá er ég að tala um svo kallaðar MIFiD reglur um gagnsæi í fjármálafærslum.)  Nú verður að vinda ofan af fáránleika eignarhaldsfélaga sem eiga keðju eignarhaldsfélaga, þannig að raunverulegt eignarhald hefur verið grafið undir þykku pappírsfargi.  Setja þarf skorður á að eignarhaldsfélögum eigi eignarhaldsfélag.  Banna þarf að félag eigi sæti í stjórn annars félags.  Skilyrða þarf að minnst einn aðili úr hópi aðaleigenda sé skráður forsvarsmaður félagsins og nafn viðkomandi sé tengt öllum skráðum viðskiptum.  Það á sem sagt ekki að vera nóg að vita að félagið AA ehf. hafi keypt hlut í Glitni eða Kaupþingi, heldur skal fylgja skráningunni að forsvarsmaður félagsins úr hópi aðaleigenda sé Jón Ásgeir eða Ólafur Ólafsson eða hver það nú er.  Vissulega gæti aðaleigandi verið hlutafélag, en þá yrðu að liggja fyrir upplýsingar um 10 stærstu eigendur þess.  Þannig verði tryggður rekjanleiki upplýsinganna og ekki þurfi að fara í fyrirtækjaskrár í mörgum löndum til að finna út hver á hvað.

Ég geri mér grein fyrir að svona regluverk þarfnast nánari yfirlegu.  Einnig verða glufur í því til að byrja með, en þær er hægt að þétta.  Mikilvægast er að setja fyrir þetta bull sem hefur verið í gangi, þar sem fáeinir auðmenn hafa í skjóli bankaleyndar í Lúxemborg og með hjálp siðblindra einstaklinga tekist að blóðmjólka samfélagið og setja það í leiðinni á hliðina.


mbl.is Félög skráð á Tortola-eyju fluttu peninga frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

USD 700 milljarða tap hjá vogunarsjóðum

Samkvæmt lítilli frétt sem ég rakst á, þá kemur fram að vogunarsjóðir hafi tapað um USD 700 milljörðum á síðasta ári, sem er nálægt þriðjungi eigna þeirra. Þar af mælist tap þeirra á nýmörkuðum (sem Ísland telst til) vera yfir 50%. Þetta eru háar tölur,...

Björgun í gegnum fjármálageirann full reynd

Mér sýnist sem fjármálageirinn Vestanhafs vilji blóðmjólka ríkissjóðs Bandaríkjanna eins og frekast er kostur. Það er þegar búið að dæla yfir 1.000 milljörðum dala inn í kerfið og nú á að bæta 787 milljörðum við, en samt er það ekki nóg. Er það ekki bara...

Gott fyrsta skref - ábendingar til bóta

Það er ánægjulegt að ríkisstjórnin er að hlusta á ábendingar þeirra sem standa í fararbroddi fyrir því að verja hagsmuni heimilanna. Þarna koma fram þrjú mikilvæg atriði í baráttunni, en mér sýnist tvö þeirra mætti bæta örlítið, til að gera gott mál...

Game over - Gefa þarf upp á nýtt

Það stefnir í uppgjör í Monopoly spilinu sem fjármálastofnanir austan hafs og vestan hafa verið að spila undanfarin ár. Í fréttum dagsins er spáð falli ríkja víða um Evrópu og nú hefur pestin breiðst til Persaflóa. Í Japan var á síðasta ársfjórðungi...

Undanfari falls og uppbygging: Tenglar á skrif mín

Hér fyrir neðan er samansafn af þeim færslum sem ég hef skrifað undanfarin tæp 2 ár um það sem snýr að aðdragandi falls bankanna/hagkerfisins og neðst eru þær tillögur sem ég hef sett fram til að takast á við vandann. Elstu færslurnar eru efst og á meðal...

Eftirlitið ber ekki sök á glannaskap bankanna, bara á að hafa ekki stoppað hann

Á ýmsu átti ég von en því að hið veika íslenska fjármálaeftirlit hafi verið margfalt betur mannað hlutfallslega en hið stóra öfluga Financial Services Authority (FSA) í Bretlandi. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að FSA væri fyrirmynd annarra...

Er hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga?

Hækkun höfuðstóls verðtryggðra og gengistryggðra lána á undanförnum mánuðum vekur upp spurningar um réttmæti slíkra samninga. Mjög margir skuldarar standa frammi fyrir því að eigið fé húseigna þeirra hefur ekki bara gufað upp, heldur er andvirði verð-...

Ekki spyrja um kostnað heldur ávinning

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, sagði fyrir stundu á Rás 2, að niðurfærsla verðbóta kosti Íbúðalánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina 280 milljarða. Þarna getur hagfræðingurinn ekki verið annað en að tala gegn betri vitund. Í fyrsta lagi, þá eru...

Heartland málið er grafalvarlegt

Það er stutt á milli stóru kortasvika málanna. Heartland málið er búið að vera mikið í umfjöllun erlendra fjölmiðla, þó það hafi ekki ratað hingað fyrr en nú. Fyrirtækið tilkynnti um öryggisbrotið daginn áður en Obama tók við embætti og var gert grín að...

Litlir strákar eiga að leika sér úti

Ég tek heilshugar undir með Ragnheiði. Það má segja að glöggt sé gests auga. Annars á ég færslu frá því í mars 2007 um svipaða óvirðingu þingmanna við starf sitt: Og allt of oft bara til að tala Þá lagði ég til að við verðlaunuðum eða refsuðum þingmönnum...

Taka á sig tapið hjá þeim stóru, en hvað með litlu aðilana?

Á næstu mánuðum mun það verða algeng sjón að sjá fréttir um að stór þekkt fyrirtæki séu tekið yfir af lánadrottnum sínum. Líklegast hafa hvorki stjórnarmenn né stjórnendur í fyrirtækinu þurft að gangast í persónulegar ábyrgðir og því mun enginn missa...

Vandi heimilanna: Tilraun til greiningar

Það eru alls konar vangaveltur í gangi í þjóðfélaginu um það hvernig á að leysa vanda skuldsettra heimila í kjölfar þess ástands sem skapaðist við fall krónunnar, verðbólguna sem fylgdi á eftir og síðan lánsfjárþurrðar á innlendum lánamarkaði. Þetta...

Stórgóð hugmynd að fá lífeyrissjóðina til að kaupa jöklabréfin

Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu eru í gangi þreifingar um það hvernig hægt er að hleypa erlendum fjárfestum með fé sitt úr landi án þess að það hafi of mikil áhrif á gengi krónunnar. Ein hugmynd er að skipta þessum peningum yfir í ríkisskuldabréf, önnur...

Ástæðan fyrir því að bankastjórn Seðlabankans á að víkja

Burt séð frá öllu öðru, þá tel ég vera eina ástæðu fyrir því að bankastjórn og stjórn Seðlabankans hefðu átt að víkja til hliðar í einu lagi strax um miðjan október: Bankastjórn Seðlabankans, með Davíð Oddsson innanborðs, og stjórn Seðlabankans settu...

Heggur sá er hlífa skyldi - Nýi Kaupþingbanki í ham

Samkvæmt væntanlegum stofnefnahagsreikningi Nýja Kaupþings (sjá mynd), þá er áætlað að lán til viðskiptavina á Íslandi sem færast frá Gamla Kaupþingi (GK) séu upp á 1.410 milljarða króna. Það er jafnframt mat manna, þ.e. skilanefndar, FME og sérfræðinga...

Rétt innleidd stjórnun rekstrarsamfellu hefði breytt miklu

Á vef Viðskiptablaðsins er birt viðtal við Valgerði Sverrisdóttur. Ber það yfirskriftina Valgerður Sverrisdóttir: Ekki hægt að stoppa útrásarþenslu bankanna vegna EES reglugerða . Mér finnast þessi ummæli fyrrverandi viðskiptaráðherra heldur aum....

Styrking krónunnar er það besta sem gæti gerst

Hver sér sínum augum gullið. Hvernig dettur einhverjum manni í hug að það sé slæmt að krónan styrkist? Vissulega kom veiking hennar lífeyrissjóðunum til góða í haust, þegar bankarnir hrundu. Að styrking hennar núna komi lífeyrissjóðunum illa, sýnir bara...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband