Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Greiddi alltaf það sem var rukkað, en vangreiddi!

16. september 2010 féll dómur í Hæstarétti í máli nr. 471/2010 Lýsing gegn Guðlaugi Hafsteini Egilssyni.  Í því máli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að vextir áður gengistryggðra lána skuli taka mið af hvort heldur er hagstæðara fyrir viðskiptavininn verðtryggðum eða óverðtryggðum vöxtum Seðlabanka Íslands, skv. 10. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.  Það sem meira er, svo virðist sem Hæstiréttur ætlist til að vextirnir gildi frá lántökudegi og jafnt um greiðslur sem hafa átt sér stað og þær sem eftir eru.  Niðurstaða réttarins hentaði vel í hinu sérvalda máli sem þarna var til meðhöndlunar, en í mjög mörgum tilfellum þá skilur endurútreikningur lána samkvæmt forskrift dómsins lántaka með hærri greiðslubyrði, hærri skuldabyrði eða hvorutveggja.

Í DV í dag er frétt um mann sem sviptur var bíl sínum.  Fram að endurútreikningi SP-fjármögnunar á láni mannsins (í samræmi við túlkun fyrirtækisins á dómi Hæstaréttar), þá átti maðurinn, sem alltaf hafði greitt þær rukkanir sem komu frá SP-fjármögnun, að hafa vangreitt af láninu!  Hvernig getur greiðandi hafa vangreitt, ef hann hefur alltaf greitt það sem farið var fram á?  Það skil ég ekki, en þannig túlka fyrirtækin dóm Hæstaréttar og þannig túlkun tókst efnahags- og viðskiptaráðherra að þvinga í gegn um Alþingi í desember sl.

Hæstarétti varð á

Ég hef sagt það áður og get alveg sagt það aftur:  Hæstarétti varð á í úrskurði sínum 16. september 2010.  Hann gerði ótrúleg mistök, en það var lögð fyrir hann gildra og vörnin var gjörsamlega gagnslaus.

Í umræðunni hafa menn haft það á orði, að framið hafi verið mannréttindabrot vegna þess máls sem Hæstiréttur dæmdi í.  Hafa menn skýrt það þannig, að Lýsing hafi handvalið málið sem fór fyrir Hérðasdóm Reykjavíkur, með því hafi verjandinn líka verið handvalinn og dómarinn.  Hvernig  komast menn að þessari niðurstöðu?

Stefnt var upphaflega í máli Lýsingar gegn Guðlaugi Hafsteini Egilssyni fyrri hluta árs 2010 og var búið að úthluta málinu dómara hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fyrirtaka átti að eiga sér stað.  Lýsing ákvað aftur að draga málið út úr dómi, þ.e. hætta við málarekstur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.  Dómarinn, sem fékk málinu úthlutað upphaflega, var Arnfríður Einarsdóttir.  Þegar dómar Hæstaréttar féllu 16. júní 2010 um ólögmæti gengistryggingarinnar var talið mikilvægt að fá hratt og vel skorið úr um vexti lánanna.  Einhverra hluta vegna tók Lýsing að sér að finna mál og leggja það fyrir dóm.  Fyrirtækið ákvað að halda ekki áfram með mál sem voru á dagskrá, heldur var ákveðið að endurvekja mál sem dregið hafði verið til baka.  Þ.e. mál var handvalið af fyrirtækinu frekar en að tilviljun væri látin ráða eða að samkomulag væri gert um það að valið yrði mál sem gæti tekið á ágreininginum frá sem flestum sjónarhornum.  Lögmaður stefnda hafði enga reynslu af gengistryggðum málum og aldrei mér vitanlega tekið þátt í umræðu áhugafólks um þessi mál.  Þannig tókst Lýsingu að velja mál með lögmann án reynslu.  Lítið mál hefði verið að velja mál sem Björn Þorri Viktorsson rak fyrir umbjóðanda og þannig verið hægt að fá baráttu tveggja reynslubolta.  Nei, í staðinn var valinn einhver sem auðvelt var að ráða við, eins og kom á daginn.  Þá er það Héraðsdómur Reykjavíkur.  Þar ákvað dómstjóri að senda málið aftur til þess dómara sem skipaður var á það í upphafi.  Hvort sem það var viljandi eða ekki hafði Lýsingu því tekist að handvelja mál sem var slæmt sem fordæmi, lögmann hins stefnda og dómara málsins.

Hvers vegna var mál Guðlaugs Hafsteins Egilssonar ekki gott sem fordæmisgefandi mál?  Ég hef útskýrt það áður, en ástæðan er tvíþætt:

1.  Lánið var tekið 21. nóvember 2007 og því sýndu mismunandi vaxtaútreikningar alltaf að krafan á hendur skuldara mundi lækka sama hvaða vaxtaforsendur, sem komu til greina, yrðu valdar.

2.  Málið var uppgjörsmál og því kæmi framtíðargreiðslur ekki inn í ákvörðun dómstóla.

Ég hef aldrei fett fingur út í niðurstöðu héraðsdóms.  Hún var hvort eð er bara aðgöngumiðinn að Hæstarétti.  Aftur á móti hef ég aldrei náð að skilja niðurstöðu Hæstaréttar og lít svo á að hann hafi verið leiddur í gildru.

Dómstólar eiga að jafnaði ekki að taka á öðrum kröfum en gerðar eru fyrir dómi.  Í þessu tilfelli voru það aðalkrafa og varakröfur stefnanda og ein krafa stefnda.  Ekki má gleyma því, að  um uppgjörsmál var að ræða og því þurfti rétturinn ekkert að velta fyrir sér hvað tæki við á næstu mánuðum.  Hæstiréttur féll í gildruna sem spennt var og dæmdi því að því virðist afturvirka breytingu vaxta sem hefur haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir lántaka, sbr. sagan sem DV segir í dag.

Var í skilum en vangreiddi

Fram að hruni bankanna fyrir þremur árum, hafði ég nánast alltaf greitt alla greiðsluseðla fjármálafyrirtækja á réttum tíma.  Ég man eftir einu láni frá LÍN árið 1991 sem komst í 60 daga vanskil og kannski tvisvar eða þrisvar fóru lán í 30 daga vanskil.  Ég er m.a. með þinglýsta pappíra frá einum banka, þar sem segir í þeim að þar sem lánið sé í skilum (í október 2008), þá geti ég fengið þá skilmálabreytingu sem hið þinglýsta skjal fjallar um.  Í dag þremur árum síðar, þá segir þessi sami banki, að ég hafi vangreitt af láninu fram að október 2008 og skuldi honum nokkrar milljónir vegna þessarar vangreiðslu.  Ég velti því fyrir mér hvort dómarar Hæstaréttar, þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson sem dæmdu í máli nr. 471/2010, telja að það hafi verið ætlun þeirra með niðurstöðu sinni.  (Ég er til í að ræða það mál við hvert þeirra sem er undir fjögur augu, ef þau vildu vera svo væn að hafa samband.)  Hvernig má það vera, að ég, sem missti ekki úr eina einustu greiðslu af lánum teknum árin 2004 og 2005, hafi vangreitt svo nemur milljónum af þessum lánum og fjármálafyrirtæki eigi bakreikning á mig vegna þessa?

Höfuðstóll lækkar en greiðslur hækka

Í öðrum tilfellum hef ég séð dæmi um að lántaki hafi vissulega ofgreitt og höfuðstóll lánsins hafi því verið lækkaður, en mánaðargreiðslubyrðin hafi hækkað um  tugi þúsunda, þ.e. greiðslur eftir endurútreikning eru umtalsvert hærri en þær voru fyrir endurútreikning.  Heildargreiðslur til lánveitandans á lánstímanum verða því umtalsvert hærri samkvæmt túlkun fjármálafyrirtækja (og Árna Páls Árnasonar) á dómum Hæstaréttar, en ef fólk hafði haldið áfram að greiða af stökkbreyttum höfuðstóli lána sinna.  Niðurstaðan er að Hæstiréttur og Alþingi hafa fest í sessi forsendubrestinn sem vanhæf fjármálafyrirtæki ollu í undanfara hrunsins.

Braut Hæstaréttar gegn dómum Evrópudómstólsins um neytendarétt?

Í ritgerð nokkurra nemenda í lögfræði við Háskólann að Bifröst, þá kemur fram að Evrópudómstóllinn hefur nokkrum sinnum úrskurðað að staðbundnum dómstólum hafi  borið að víkja frá kröfum, sem hafðar eru uppi fyrir dómi í, þar sem ekki sé gætt nægilega neytendaréttar.  Nú geri ég ekki ráð fyrir að dómarar Hæstaréttar liggi yfir öllum dómum Evrópudómstólsins, en málið dómar Evrópudómstólsins eru samt fordæmisgefandi fyrir Ísland vegna þátttöku okkar í EES.  Því ber Hæstarétti að hafa niðurstöður þeirra í huga, þegar hægt er að jafna saman aðstöðu málsaðila.  Þegar annar málsaðili er neytandi, þá eru það skýr skilaboð Evrópudómstólsins, að dómstólar (sama hvert dómstigið er) eiga að taka tillits til neytendaréttar, þó svo að slíkar málskröfur séu ekki hafðar uppi.

Í einu af þeim málum sem dómstóllinn úrskurðaði um brot á neytendarétti var um mjög tæknilegt atriði að ræða.  Í umræddu máli, þá var fjármálafyrirtæki staðsett í Barcelona en neytandinn átti heimili í bæ í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð.  Niðurstaða Evrópudómstólsins var að brotið hefði verið á rétti neytandans með því að taka dómsmálið fyrir í Barcelona, þ.e. varnarþingi fjármálafyrirtækisins, en ekki í heimabæ neytandans, sem var hans varnarþing.  Með þessu hafi neytandinn verið beittur misrétti í málsmeðferðinni og honum í reynd gert óhægt um vik að verja sig.  Þetta atriði var samt ekki ástæðan fyrir því að málinu var skotið til Evrópudómstólsins!

Neytendaréttur var borinn til grafar hér á landi í september í fyrra.  Fyrst var það dómur Hæstaréttar í máli nr. 471/2010 og síðan voru það dómar Héraðsdóms Reykjavíkur í málum X93/2009 og X97/2009.  Ég skil hvorki af hverju við höfum neytendalöggjöf né hvers vegna við höfum lög um samningsrétt.  Í þeim tilfellum undanfarin ár, þegar neytendur hafa reynt að bera þessi lög sér til varnar, þá hafa dómstólar nær undantekningarlaust litið framhjá þeim eða leitað uppi lögskýringar sem eru neytandanum andstæðar.  Sorglegt, en því miður allt of satt.


Þakka ber það sem vel er gert

Ég hef ekki oft verið uppfullur hróss til fjármálafyrirtækjanna og er það svo sem ekki heldur núna, en ég vil hrósa Landsbankanum fyrir framtak sitt til lækkunar á skuldum viðskiptavina sinna.  Munar þá örugglega um þessa 23,1 ma.kr. sem dreifast á nærri 60.000 einstaklinga.

Nú verður bæði fróðlegt að sjá hvað aðrir bankar gera og ekki síður skattayfirvöld.  Einhverjar hótanir heyrðust frá fjármálaráðuneytinu um að þessar leiðréttingar yrðu skattlagðar, en ég vona innilega að menn standist þá freistingu.  Nóg hefur fólk mátt líða á undanförnum árum, þó ekki sé bætt á.

Hvort þetta er stórt skref eða lítið í átt til réttlætis verður hver maður að meta fyrir sig.  Aðgerðin tók hátt í þrjú ár og margur hefur mátt líða kvalir og angist á þeim tíma.  Ég er þess sannfærður að bankinn hafi meira svigrúm (a.m.k. benda hagnaðartölur til þess), þó ég sé ekki viss um að hann líti svo á málin.  Það sem mestu skiptir núna er að þetta skref var tekið og þakka ber fyrir það.


mbl.is Skuldir lækkuðu um 23 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa

Í tilefni þess að þrjú ár eru frá þjóðnýtingu Glitnis:  Almenningur óskar eftir sannleikanum varðandi hrunið, aðdraganda þess og eftirmála

29. september 2008 vaknaði þjóðin upp við þá frétt að þá um nóttina hefði Glitnir verið tekinn yfir af ríkissjóði  (og Seðlabanka Íslands).  Hlutafé bankans hafði verið fært niður um 75%.  Nokkrum dögum áður hafði farið í gang atburðarrás sem ekki marga óraði fyrir hvernig myndi enda.

Vinnuvikan sem hófst 29. mars 2008 og sú sem fylgdi á eftir eru líklegast tvær æsilegustu vikur sögu efnahags þjóðarinnar.  Þessa daga fór fullorðið fólk að sofa með hnút í maganum og vaknaði með ógleði og ennþá verri magaverki.  Var íslenskt þjóðfélag að hrynja?  Hvað mun gerast næst?  Ráðum við við ástandið?  Ráða stjórnvöld við ástandið?

Ég var einn af þeim sem áttaði mig ekki á hvað hafði gerst og hvers vegna ríkisstjórnin samkvæmt ráðgjöf frá Seðlabankanum fór þá leið að nánast þjóðnýta Glitni.  Skrifaði ég færslu hér, þar sem ég spurði:  Var sleggju beitt þar sem hamar hefði dugað?  Ég veit ekki enn hvort hamar hefði dugað, vegna þess að ég veit ekki enn hvað gekk í raun og veru á bak við tjöldin þessa afdrifaríku helgi og hvað hafði í raun gerst innan stjórnsýslunnar, hjá Fjármálaeftirliti, Seðlabanka Íslands og bönkunum þremur mánuðina á undan.  En ég trúi því í dag, að það sem var gert þessa aðfaranótt 29. september 2008 hafi verið gert í þeirri trú stjórnvalda og Seðlabanka að ekkert annað væri í stöðunni.  Þar með er ég hvorki að segja að svo hafi verið né að svo hafi ekki verið.  Ég veit það ekki vegna þess að því er að hluta haldið leyndu fyrir þjóðinni.

Skýrsla RNA er ófullkomin

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis upplýsir ýmislegt, en inn í hana vantar nánast alveg sjónarhorn eins málsaðila, þ.e. bankanna.  Hún er líka gríðarlega löng og þó maður lesi bara yfirlitskafla, þá er efnið svo þungt og tormelt að það er ekki fyrir venjulegan einstakling að skilja hlutina.  Efni hennar er, mér liggur við að segja, fyrir innvígða og innmúraða eða einstaklinga sem geta leyft sér þann munað að setja tíma í að lesa hana orð fyrir orð, teikna upp ferla, tengingar, ferð fjármuna, samband ákvarðana o.s.frv.  Ég viðurkenni fúslega, að barátta mín fyrir hagsmunum heimilanna hefur verið í forgangi og því hefur mér gengið hægt að vinna mig í gegn um Skýrsluna.

Ég er heldur ekki viss um að Skýrslan segi allan sannleikann.  Raunar held ég að stórlega vanti á hann.  T.d. vantar hreinlega játningar bankamanna á því sem þeir gerðu.  Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða maðurinn á gólfinu (gjaldkeri, ráðgjafi, þjónustufulltrúi), millistjórnendur, efri stjórnendur, æðstu stjórnendur og stjórnarmenn.  Flestar sögur tengdar þessu fólki eru annað hvort ósagðar eða hálf sagðar.  Síðan er það þáttur eigenda og stærstu viðskiptavina.  Þeirra sögur hafa verið að birtast í bútum eftir því sem fjölmiðlafólk nær að grafa upp eitt og eitt mál, en við þekkjum ekki heildarmyndina.  Hver fékk hvað?  Hver átti hvað?  Hvert fóru peningarnir?  Hvar eru peningarnir?  Hvers vegna var þessi flétta sett á svið eða hin?

Sannleikurinn er sagna bestur

"..sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa" (Jóh. 8:32) er líklegast ein frægasta tilvitnun í Nýja testamenntið án þess að menn átti sig á því að um Biblíu tilvitnun sé að ræða.  Ég er þeirrar trúar, að sannleikurinn muni gera marga menn frjálsa undan því oki sem á þeim hvílir vegna þáttar þeirra í aðdraganda hrunsins og einnig eftirmálum. 

Sá hópur fólks, sem ég hef unnið með, hefur ekki farið fram á neitt annað en að fá að vita sannleikann og njóta réttlætis, jafnræðis og sanngirnis.  Við höfum haft það að leiðarljósi að vinna með sannleikann og tala sannleikann, en við getum það ekki alltaf ef hann er hulinn fyrir okkur.  Þess vegna hef ég gætt mig á því að vitna aldrei í neinar tölur eða fara með þær, nema að ég hafi opinberar heimildir fyrir þeim.  Ég hef aftur aldrei geta treyst því fullkomlega að opinberar tölur séu réttar, vegna þess að allt of oft eru þær birtar í ákveðnum tilgangi og hann er ekki alltaf að segja rétt og satt frá.

Ég hef verið óhræddur við að segja sannleikann þegar hann hefur ekki stutt málflutning minn eða Hagsmunasamtaka heimilanna.  Ég hef meira að segja lent í orðaskaki við mína félaga, þegar ég hef ekki viljað birta slíkar upplýsingar jafnvel þó auðvelt hefði verið að birta þær ekki.  Bara nýlegt dæmi er þegar ég gaf það út að útreikningar fjármálafyrirtækja á verðtryggðum lánum væri réttur samkvæmt þeim forsendum sem fjármálafyrirtækin gæfu sér.  Ekki voru allir sáttir við þá niðurstöðu, en hún var sannleikanum samkvæmt og þess vegna birti ég hana.  Ég hef alltaf viljað viðurkenna það sem vel er gert og umorðalaust gangast við mistökum. Hrósa ber þeim sem hrós eiga skilið.

Rangfærslum mótmælt

Á móti hef ég verið óhræddur við að hnýta í það, þegar menn reyna að hagræða sannleikanum.  Ég hef gagnrýnt Geir H. Haarde, Árna Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Gylfa Magnússon, Gylfa Arnbjörnsson, Árna Pál Árnason, Steingrím J. Sigfússon, Jóhönnu Sigurðardóttur, félaga mína í "sérfræðingahópi" um skuldavandaheimilanna, þingmenn, bankastjóra og nú síðast framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja.  Ég hef meira að segja komið upp í pontu á fundi og leiðrétt misskilning í málflutningi félaga minna í Hagsmunasamtökum heimilanna.  Ástæðan er einföld:  Í þessu máli, þ.e. um hrunið, aðdraganda þess og eftirmála, er svo mikilvægt að komið sé fram af heiðarleika og hreinskilni.

Sannleiksnefnd gerir meira en nokkrir refsidómar

Í október 2008 stakk ég upp á því að stofnuð væri sannleiksnefnd í anda þess sem gert var í Suður-Afríku.  Alvarleiki málanna hjá okkur er ekki nándar nærri eins mikill hjá þeim, en samt fannst mönnum það ekki rétt.  Sett var á fót rannsóknarnefnd á vegum Alþingis.  Gögn hennar gætu verið lokuð í 120 ár, ef ekki lengur.  Ég skil ekki alveg hvaða lærdóm framtiðar kynslóðir eiga að draga af gögnum, þegar þau verða opnuð almenningi.  Við þurfum upplýsingarnar núna, þar sem það er núna sem við þurfum að læra.

Satt best að segja, þá vil ég frekar fórna því að einhverjir gerendur í aðdraganda hrunsins sleppi við refsingu en að missa af því að heyra sannleikann.  Þó ég hafi óbilandi trú á góðum vini mínum, Ólafi Þór Haukssyni, þá hef ég ekki sömu trú á getu dómskerfisins að fást við málin.  Ekki vegna þess að dómarar landsins séu ekki hæfir faglega, heldur vegna þess að málin eru óendanlega flókin og sakborningar munu örugglega kaupa þá bestu mögulegu vörn sem fáanleg er hér á landi.

Rétt svör óskast

Ekki þarf Ólaf Þór til að fá sannleikann um sum mál.  Fjármálaeftirlitið, fjármálaráðuneytið, efnahags- og viðskiptaráðuneytið og fjármálafyrirtækin (gömul og ný) búa yfir hafsjó upplýsinga sem gætu varpað ljósi á ýmislegt.  Bara mál málanna í dag, þ.e. hver afskrifaði hvað hjá hverjum.  Hvað fengu nýju bankarnir mikinn afslátt af útlánum gömlu bankanna, hvernig skiptist hann á milli hópa, hvernig hefur hann verið nýttur og hvað er eftir?  Hver er skýring á hinum mikla mun sem er á tölum Seðlabanka Íslands og þeim sem bankarnir halda á lofti?  Af hverju eru afskriftir í reikningum bankanna í engu samræmi við afskriftir sem efnahags- og viðskiptaráðherra hefur tvisvar birt í svari til þingmanna?

Síðan er ég með langan lista af spurningum sem ég vildi líka fá svarað.  Hér eru örfá atriði:

  • Hver voru boð og bönn AGS í tengslum við meðferð útlána gömlu og nýju bankanna?
  • Hvers vegna ráðherrar, þingmenn og fjöldinn allur af öðrum aðilum kýs að halda sannleikanum frá okkur?
  • Hvers vegna Lýsing valdi uppgjörsmál sem dregið hafði verið úr dómi sem prófmál vegna vaxta áður gengistryggðra lána og hvers vegna hvorki héraðsdómi né Hæstarétti voru boðnir allir þeir kostir sem voru mögulegir um niðurstöðuna?
  • Hvers vegna Alþingi fékk ekki allar nauðsynlegar upplýsingar áður en það samþykkti lög nr. 151/2010?
  • Hvers vegna Alþingi ákvað að hunsa vilja neytenda um að leita til EFTA áður en lögin voru samþykkt?
  • Hvers vegna Hæstiréttur hefur neitað héraðsdómi um að leita til EFTA-dómstólsins í nánast hvert sinn sem þess er óskað?
  • Hvers vegna ríkisstjórn Íslands hefur tekið upp hanskann fyrir kröfuhafa gömlu bankanna gegn hagsmunum almennings?
  • Hvers vegna þingmenn geta ekki hagað sér almennilega og unnið saman að nauðsynlegum verkefnum?
  • Hvers vegna menn sitja í sætum sínum um allt þjóðfélag þrátt fyrir að hafa logið, misbeitt valdi sínu eða sýnt fáránlegt vanhæfi?
  • Hvers vegna þingmenn sem skrifa upp á drengskaparheiti brjóta það til að þóknast formanni sínum?
  • Hvers vegna það er óvanalegt að formaður stjórnarandstöðuflokks vinni að hagsmunum þjóðarinnar?
  • Hvers vegna meira skiptir hver leggur fram mál á Alþingi en hvert málið er?
  • Hvers vegna Frjálsi/Drómi drepur allt í Dróma sem þeir snerta í staðinn fyrir að drepa það úr Dróma eins og Fenrisúlfurinn gerði?
  • Hvers vegna Lýsing er ekki með í samkomulagi fjármálafyrirtækja og stjórnvalda?
  • Hvers vegna bankarnir halda að 110% leiðin sé góð fyrir viðskiptavini sína?
  • Hvers vegna enginn hefur verið sóttur til sakar fyrir refsivert brot á vaxtalögum með því að bjóða gengistryggð lán?
  • Hvers vegna stjórnvöld hafa ekki gefið út kæru á alla helstu stjórnendur og stjórnarmenn í gömlu bönkunum?
  • Hvers vegna fjármálafyrirtækin eru ósnertanleg?
  • Hvers vegna fjármálafyrirtækin eru spurð oftar um atriði sem tengjast rétti viðskiptavina þeirra, en viðskiptavinirnir?
  • Hvers vegna lög frumvarp að lögum nr. 151/2010 var annað hvort samið af fjármálafyrirtækjunum eða a.m.k. fór í yfirlestur þeirra áður en það var lagt fyrir Alþingi?
  • Hvers vegna ábendingar neytenda eða þær sem eru neytendum hagstæðar eru nær undantekningarlaust hunsaðar af nefndum Alþingis, en ekki ábendingar sem eru þeim óhagfelldar?
  • Hvers vegna hafa íslenskir dómstólar ekki virt neytendarétt í íslenskum lögum og evrópurétti þegar mörg fordæmi eru fyrir því í dómum Evrópudómstólsins, að það sé skylda dómstóla að taka til skoðunar atriði sem vernda neytandann, þó svo að ekki sé gerð krafa um það í máli?
  • Hvers vegna dómari í Héraðsdómi Suðurlands mat efnahagshrunið haustið 2008 ekki vera nóg til að segja að forsendubrestur hafi orðið?
  • Hvers vegna eignaréttur kröfuhafa er ríkari eignarétti húseiganda?
  • Hvers vegna fjármálafyrirtæki og stjórnvöld telji það sjálfsagðan hlut að lántakar séu réttlausir gagnvart þeim miklu svikum, blekkingum, lögbrotum og prettum sem lýst er í fjölmörgum skýrslu að hafi átt sér stað fyrir hrun?

Ég gæti haldið endalaust áfram og er ég viss um að aðrir eiga lengri lista.  Mergur málsins er:

Ég vil fá að vita sannleikann! 

Mér er sama hversu hræðilegur sannleikurinn er, ég vil fá að vita hver hann er.  Þegar ég hef fengið að vita sannleikann, þá á ég mun auðveldara að halda áfram með lífið.  Ég verð þá vonandi kominn í þá stöðu geta breytt því sem ég vil breyta, sætt mig við það sem ég get ekki breytt og haft betri þekkingu til að greina þar á milli.


15 staðreyndavillur Guðjóns Rúnarssonar í Kastljósi kvöldsins

Ég var að horfa á Kastljóssþátt kvöldsins, þar sem m.a. sátu fyrir svörum Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.  Umræðu efnið var afskriftir af útlánum gamalla og nýrra banka.

Þátturinn byrjaði með samantekt þáttarstjórnenda og var ekki alveg farið rétt með allt þar, en hægt er að fyrirgefa þeim mistökin, þar sem þetta mál er einstaklega flókið.  Eina villu í inngangi stjórnanda verð ég þó að leiðrétta.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði að nýju bankarnir ættu að nýta allt svigrúm sitt til afskrifta, hvorki krónu minna né krónu meira.  Hann sagði líka að ekki kæmi til greina að láta einn hóp lántaka greiða fyrir afskriftir annarra, sem þýðir að afskriftir á lánum heimilanna (sem áttu sér stað í gömlu bönkunum) eiga að renna að öllu leiti til heimila sem tóku lán í þeim bönkum.

Guðjón Rúnarsson hefur ekki í langan tíma komið í fjölmiðla (svo ég hef séð) og sagt undanbragðalaust frá staðreyndum.  Hann gerði það ekki heldur í kvöld.  Ég taldi minnst 15 staðreyndavillur í málflutningi hans.  (Einhver myndi tala um lygar, en ég læt það ógert.)  Ari fróði Þorgilsson sagði að hafa ætti það sem sannara reynist og langar mig að hlýða hans ráði.

Spurður um hvernig lánin voru flutt á milli, hvers vegna þau voru afskrifuð í gömlu bönkunum og hvað þetta þýddi fyrir nýju bankana:

1. Guðjón þekkir vel þá list að svara ekki óþægilegum spurningum, þannig að hann reyndi að víkja sér undan og reyndi því að slá ryki í augu áhorfenda.  Hann lætur sem upplýsingar í fjölmiðlum, þá líklegast hjá mér og DV, byggi á misskilningi, þar sem lán til erlendra aðila og hluta til innlendra aðila hafi ekki verið færð á milli.

Staðreynd:  Í málflutningi mínum og DV hefur þess verið gætt að horfa fyrst og fremst til stöðu lána heimila og fyrirtækja, ekki eignarhaldsfélaga og alls ekki erlendra aðila.  Ég hef t.d. alltaf passað mig á að benda á, að lán eingarhaldsfélaga hafi að talsverðum hluta orðið eftir í gömlu bönkunum.  Enginn annar fjölmiðill hefur birt aðrar tölur en hafa komið frá ráðherrum og þær hafa verið byggðar á upplýsingum frá Fjármálaeftirliti sem aftur fékk þær frá bönkunum.  Enginn aðili hefur ruglað saman erlendum aðilum og innlendum aðilum.  Meira að segja hafa menn reynt að áætla hlut útlána SPRON og tengdra fyrirtækja í mismuninum á tölum Seðlabanka Íslands fyrir september 2008 og leiðrétta þannig lækkun á virði útlána um þá upphæð.

2.  Guðjón bætir svo við að "sama var um stóran stabba af íbúðarlánum bankanna, sem veðsettur var Seðlabanka Íslands" og gefur þannig í skyn að verið sé að ofreikna niðurfærslu íbúðalána sem nemur "stórum stabba af íbúðarlánum bankanna".

Staðreynd:  Eingöngu íbúðalán Kaupþings urðu eftir hjá Seðlabankanum vegna veðkalls sem hann gerði.  Slitastjórn Glitnis keypti íbúðalán sín til baka strax í október og færði þau inn í Íslandsbanka.  Þau voru því strax inni í útlánatölum Íslandsbanka vegna október 2008 og alveg örugglega inni í tölum fyrir júlí 2011, sem DV notar.  Slitastjórn Kaupþings keypti lánin til baka í janúar 2010 og færði inn í Arion banka.  Lánin voru því ekki inni í tölum í október 2008, en eru inni í tölu fyrir júlí 2011, sem DV notar.  Landsbanki Íslands veðsetti engin lán til Seðlabanka Íslands.  Þannig að eingöngu hluti íbúðalána eins banka fóru til Seðlabanka Íslands og þau voru færð til baka í janúar 2011.

3.  Guðjón segir að "talnamengun sé í gangi, þar sem ýmist er verið að tala um gamla og nýja bankakerfið eða tölur sem snúa bara að nýja..".  Með þessu virðist hann segja, að ekki megi bera saman upplýsingar um gömlu bankana og nýju bankana.

Staðreynd:  Ekki er hægt að skoða meintar afskriftir nema skoða tölur frá bæði gamla og nýja bankakerfinu.  Í því fellst engin "talnamengun".  Í mínum skrifum hef ég alltaf vitnað í opinberar tölur.  Ég hef alltaf reynt að vera varkár í mati og notast við tölur frá fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra, þegar það hefur verið hægt.  DV notast við tölur Seðlabanka Íslands.  Það er engin talnamengun í gangi nema að Seðlabankinn, Steingrímur J og  Árni Páll hafi fengið mengaðar tölur.

4.  Spurður að því hvað svigrúmið þýði, þá svarar hann því ekki, en segir svo:  "Tveir bankar segjast vera búnir að nýta svigrúmið vegna íbúðalána."

Staðreynd:  Samkvæmt tölum bankanna sjálfra sem Samtök fjármálafyrirtækja birtu, þá höfðu bankarnir afskrifað 23,9 ma.kr. af lánum heimilanna á árunum 2009 og 2010.  Í árshlutareikningi bankanna vegna fyrri hluta árs 2011 fer mjög lítið fyrir afskriftum á skuldum heimilanna.  Séu tölur Seðlabanka Íslands skoðaðar, þá hefur staða útlána vegna verðtryggðra húsnæðislána bankakerfisins lækkað um 296 ma.kr. frá september 2008 til júlíloka 2011.  Lækkunin milli september og október 2008 var 248 ma.kr.  Gefum okkur að SPRON hafi átt 50 ma.kr. í verðtryggðum húsnæðislánum og Byr og SpKef umtalsvert minna eða um 30 ma.kr. samanlagt.  Þá eru 216 ma.kr. eftir af þessari tölu.  SFF segir að 23,9 hafi verið afskrifaðir, en útlánin lækka um 216 ma.kr. Þó hægt væri að skýra 100 ma.kr. með öðrum hætti (sem ég efast um), þá væru samt rúmlega 90 ma.kr. eftir.

5.  Guðjón mótmælir því að tala um markaðsmisnotkun.

Staðreynd:  Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er ítrekað talað um markaðsmisnotkun.  Sama á við um skýrslur sem erlendir endurskoðendur unnu fyrir skilanefndri og slitastjórnir gömlu bankanna.  Kominn er tími til að SFF og framkvæmdastjóri þeirra hætti að kóa gömlu bankana og stjórnendur þeirra.  Lögbrot, blekkingar, svik og markaðsmisnotkun gömlu bankanna eru því miður, að því virðist, óhrekjanlegar staðreyndir, ef marka á þær heimildir sem ég vísa til.

6.  Guðjón:  "Menn eru að skipta milli þess að tala um tölur sem snúa að gamla bankakerfinu og þeim sem snúa að því nýja.  Það er ruglingslegt."  (Kannski ekki orðrétt eftir honum sagt.)

Staðreynd:  Ég hef notast við tölur frá fjármálafyrirtækjunum, ráðherrum og Seðlabanka Íslands.  Þessir aðilar hafa reynt að gera umræðuna ruglingslega með því að birta sem mest af ósamanburðarhæfum upplýsingum.  Þess vegna var svar Steingríms J við fyrirspurn Guðlaugs Þórs einmitt svo gott (svo langt sem það náði).  Þar var i fyrsta skipti hægt að sjá svart á hvítu hvaða afslátt tveir af bönkunum fengu á útlánum.   Áhugavert er að sjá hvað þessar tölur eru ólíkar afskriftartölum þeirra.

7.  Guðjón:  "Það er búið að lækka skuldir heimilanna um 144 ma.kr. og meira er í gangi.  Einn banki er búinn að tilkynna um á þriðja tug milljarða í viðbót, þannig að talan er komin upp í 170 ma.kr."

Staðreynd:  Bankarnir segjast vera búnir að afskrifa 23,9 ma.kr., SFF fullyrðir að talan sé 144 ma.kr.  Þessir 120 ma. sem munar koma hvergi fram í bókhaldi fjármálafyrirtækjanna.  Síðan má nefna, að öll gengistryggð lán, heimila og fyrirtækja, voru lækkuð um 50% samkvæmt mati Deloitte LLP.  Stóran hluta tímabilsins frá október 2008 til dagsins í dag hækkuðu vaxtatekjur bankanna af þessum lánum vegna áhrifa af lögum nr. 151/2010.  Þessi hækkun vóg upp hluta af 120 ma.kr. lækkuninni, að ég tali nú ekki um vaxtahækkun fyrir það tímabil sem lánin voru í eigu fyrri kröfurhafa.  Engir útreikningar hafa verið birtir sem styðja þá fullyrðingu að áður gengistryggð lán hafi lækkað um 120 ma.kr. og meðan svo er, þá er talan fengin upp úr hatti sjónhverfingarmannsins.

8.  Guðjón vitnar í tölu frá Árna Páli um 90 ma.kr. svigrúm bankanna til að lækka húsnæðislán.

Staðreynd:  Þessi tala á eingöngu við verðtryggð húsnæðislán.  Hún á ekki við gengistryggð, þar sem öll gengistryggð lán voru, samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankakerfisins, færð yfir með 50% afslætti.  Auk þess er ég ekki viss um að þessi tala eigi við nokkur rök að styðjast.  Henni hafi verið slengt fram vegna þess að ráðherra var í vörn.  Bara tölur Seðlabanka Íslands hafa allt aðra sögu að segja, þ.e að verðtryggð íbúðalán hafi lækkað um 248 ma.kr. frá september 2008 til júlí 2011 og gengistryggð íbúðalán stóðu í 107,6 ma.kr í september 2008 og hefðu því átt samkvæmt 50% reglunni að lækka í 53,8 ma.kr.  Þó einhver skekkja sé í tölunum, þá endar svigrúmið í mun hærri tölu en 90 ma.kr.  (Guðjón væri ekki að vitna í tölu Árna Páls nema vegna þess að hún kemur fjármálafyrirtækjunum betur en rétt tala.)

9.  Guðjóni var tíðrætt um erlend lán.

Staðreynd:  Þau lán sem hann talar um sem "erlend lán" hafa verið úrskurðuð af Hæstarétti sem íslensk lán í íslenskum krónum.  Orðfærið "erlend lán" er notað til að rugla.

10.  Guðjón minntist á sérfræðingahópinn sem ég sat í.  Segir hann að "mat sérfræðingarnefndar var að vandinn lægi á bilinu 100-120 ma.kr.", ber þetta svo við 144 ma.kr. tölu SFF og telur að um réttan samanburð sé að ræða.  Þannig ályktar hann að búið sé að gera helling.

Staðreynd:  100-120 ma.kr. töluna þarf að bera við 23,9 ma.kr. ekki 144 ma.kr.  (sjá næsta villa).

11.  Guðjón telur að nefndin, sem ég sat í, hafi ekki tekið tillit til dóma Hæstaréttar og því hafi lög nr. 151/2010 verið óvænt viðbót.

Staðreynd:  Dómar Hæstaréttar féllu 16. júní og 16. september 2010.  Nefndin skilaði af sér í byrjun nóvember 2010.  Að sjálfsögðu tók hún tillit til dóma Hæstaréttar.  Hún gekk út frá sjálfvirkri leiðréttingu lána vegna dóma Hæstaréttar og því væri ekki þörf á því að fara út í sértækar aðgerðir vegna þeirra.

12.  Guðjón segir lög nr. 151/2010 lækka álögur á fólk.

Staðreynd:  Lög nr. 151/2010 virka mjög misjafnlega á lán eftir útgáfudegi.  Að teknu tilliti til vaxtahækkunar, þá hækkaði greiðslubyrði hjá mér á einu láni meðan annað stóð nánast í stað.  Bæði voru með mun hærri greiðslubyrði á eftir en t.d. í desember 2008.  Þegar vextir hækka mikið á lægri höfuðstól, þá getur niðurstaðan verið óhagkvæmari en lágir vextir á hærri höfuðstól.

13.  Þetta er svona til dæmi um ónákvæmni Guðjóns varðandi hugtök:  "Verðbólga er bara lögfest.."

Staðreynd:  Ef svo væri, þá væri hægt að koma böndum á hana.  Það er að sjálfsögðu verðbæturnar sem lúta lögum.

14.  Bönkunum gengur vel að keyra í gegn úrræði.

Staðreynd:  Nú eru tæp þrjú ár frá hruni.  Ennþá bíða þúsundir, ef ekki tugþúsunda eftir úrlausn sinna mála.  Samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar með lögum um úrræði fyrir einstaklinga, heimili og fyrirtæki vegna gengis- og bankahruna, svo kallaðrar Maríu-nefndar, þá gengur bönkunum þá og því aðeins vel að keyra í gegn úrræði, ef viðskiptavinurinn er eingöngu með viðskipti á einum stað og ef hann velur það úrræði sem bankinn vill að hann velji!  Á þeim tíma sem sértæk skuldaaðlögun var í höndum bankanna fóru mjög fáir í gegn um það úrræði.  Eina ástæðan fyrir því að bankarnir vilja taka þetta af umboðsmanni skuldara er til að þeir stjórni vinnunni.

15.  Guðjón skaut inn í lokaorð Andreu:  "Búið er að nýta svigrúmið að fullu, íbúðalánin a.m.k."

Staðreynd:  Þetta er rangt og það sýna allar tölur.  Það getur verið að Arion banki sé lengst kominn með sitt svigrúm gagnvart heimilinum, en hvers vegna veitti hann ekki fjármálaráðuneytinu umbeðnar upplýsingar þegar til hans var leitað.  Samkvæmt tölum Seðlabankans voru útlán til heimilanna bókfærð á 1.032 ma.kr. í lok september 2008.  Í lok júlí 2011 stóðu þessi sömu útlán í 487 ma.kr. mismunur upp á 545 ma.kr.  Um 70-75 ma.kr. voru lán hjá SPRON og skyldum fyrirtækjum, einhver hluti af lánum heimilanna fóru til lífeyrissjóðanna, SFF segir að búið sé að afskrifa 144 ma.kr.  Eftir eru því 545 mínus 75 mínus 144 mínus það sem lífeyrissjóðirnir keyptu eða alls 326 ma.kr. mínus það sem lífeyrissjóðirnir keyptu sem var í mesta lagi 100 ma.kr. virði.  Síðan hafa lántakar greitt af lánum sínum og einhver ný lántaka hefur átt sér stað.  Hvernig sem ég skoða þessar tölur og reyni að vera eins vilhallur bönkunum í útreikningum mínum, þá telst mér til að um 200 ma.kr. sé lágmark þess sem eftir er af afskriftum þeim sem gömlu bankarnir veittu miðað við neðri mörk mats Deloitte LLP á virði lánasafna heimilanna sem fóru til nýju bankanna.  Ég hef áður skorað á bankana að gera hreint fyrir sínum dyrum og endurtek hér með áskorun mína.

--

Mér finnst grátlegt, þegar maður sem vinnur fyrir fagsamtök, eins og Samtök fjármálafyrirtækja, þarf að grípa til þess ráðs að fara rangt með staðreyndir í sjónvarpsviðtali til að fegra ásýnd samtakanna.  Ennþá verra finnst mér að enginn var í sjónvarpssal til að reka þetta þveröfugt ofan í hann.  Guðjón Rúnarsson skuldar þjóðinni afsökunarbeiðni og síðan ætti hann að venja sig á að segja satt.


Var einhver sem vissi þetta ekki?

Ég hélt að fjármálakreppan sem núna er að ganga yfir, hefði fyrir löngu leitt í ljós að ríkisstjórnir ráða ekki á meðan þær eru sífellt að gefa eftir.  Sá sem lætur sífellt undan er undir stjórn þess sem knýr á undanhaldið.  Goldman Sachs er öflugasti banki í heimi og hann hefur átt fleiri ráðherra í ríkisstjórnum Bandaríkjanna en mér liggur við að segja Demókrataflokkurinn.  Sterkasta blandan er að vera úr Ivy league skóla, þ.e. háskólum kenndum við Brown, Cornell, Columbia, Harvard, Princeton og Yale, og hafa unnið hjá Goldman Sachs.  (Þó svo að Ivy league sé að forminu til íþróttasamstarf, þá hefur hugtakið náð langt út fyrir það.)

Þegar menn hafa krufið fall Bears Stern (BS) og Lehman Brothers (LB), þá hefur komið í ljós, að núverandi og fyrrum yfirmenn Goldman Sachs (GS) komu þar talsvert við sögu.  Liggur við að hefnd og samkeppnisofsi þessara manna hafi haft meira að segja um niðurstöðuna en nokkuð annað.  Hank Paulson, þáverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi GS stjórnandi, var þar fremstur í flokki.  Sagt er að allar ákvarðanir hans á þessum örlagatíma hafi byggst á svarinu við spurningunni:  Hvað þýðir það fyrir GS?  Ráðamenn um allan heim voru orðnir agndofa yfir þessu og hristu víst bara hausinn.  Í viðtölum síðar hafa fyrrverandi fjármálaráðherrar í þremur löndum lýst því yfir að þeir hafi efast um vilja Hank Paulson til að koma í veg fyrir hrun BS og LB vegna þess að það hentaði GS betur að hinir færu undir græna torfu.  Á hinn bóginn gat AIG tryggingafélagið ekki farið í gjaldþrot, vegna þess að þar átti GS of mikið undir og þannig var það um önnur fyrirtæki sem fengu fyrirgreiðslu eða björgun.  Ef það þýddi fjárhagslegt tjón fyrir GS, þá var peningum dælt í fyrirtækin til að bjarga þeim, en annars var þeim leyft og meira að segja ýtt undir það að þau féllu.

Valdi ummæli Alessio Rastani uppnámi, þá er það bara vegna þess að menn hafa lifað í afneitun.  Fjármálafyrirtækin ráða og þannig verður það, þar til ríkisstjórnir um allan heim stoppa þau af.  Þær ríkisstjórnir sem hafa reynt það, hafa fengið á baukinn eins og Perkins (Economic Hit-man) lýsti því svo vel í Silfri Egils á sínum tíma.  Meira að segja stórþjóð á borð við Bretland fékk á baukinn, þegar Bretar ögruðu "markaðnum".

Hér á landi hafi Samtök atvinnulífsins hrósað sér af því að hafa komið 90% breytingatillagna sinna í gegn um þingið.  Ég reikna með að skorið hjá Samtökum fjármálafyrirtækja sé jafnvel hærra og þegar það tekst ekki, eins varðandi lög um vexti og verðtryggingu árið 2001, þá hunsa menn bara lögin og enginn segir eitt eða neitt fyrr en áhugasamtök um hagsmuni heimilanna neita að láta troða sér í mótið sem fjármálafyrirtækin hönnuðu.

Ein öflugustu samtök í heimi er Alþjóðagreiðslubankinn (Bank of Internation Settlement, BIS) í Sviss.  Þar situr bankafólk og ræður ráðum sínum.  Ekki stjórnmálamenn, heldur bankafólk.  Það sem er ákveðið hjá BIS verður að alheimslögum áður en langt um líður.  Ekkert er samþykkt hjá BIS nema stærstu bankar heims hafi fallist á hugmyndina.  (Hægt er að sjá allar umsagnir um tillögur og lesa hvað m.a. GS segir í hverju máli.)  Haldi menn að stjórnmálamenn ráði nokkru um reglur fjármálakerfisins, þá er það mikil misskilningur.  Þeir hlýða BIS og BIS hlýðir bönkunum.  Maður þarf ekki annað en að skoða Basel II reglur BIS til að sjá það.  Í þeim opnar BIS fyrir bóluhagkerfið.  Bankarnir voru búnir að kvarta yfir því að þeir væru of bundnir í útlánum og BIS opnaði dyrnar upp á gátt.  Þegar menn í framtíðinni fara að skoða ástæðuna fyrir fjármálahruninu á árunum 2007 til 2015 (ég segi bara svona), þá eiga menn eftir að beina spjótum sínum að BIS.  Í dag þorir enginn að gera það (nema ég).


mbl.is Miðlari veldur uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtæki í vanda leita til hlutahafa, en fjármálafyrirtæki í vanda til skattgreiðenda!

Efnahagsvandinn sem gengið hefur yfir hinn vestræna heim hefur afhjúpað það staðreynd að önnur lögmál gilda um fjármálafyrirtæki en önnur fyrirtæki.  Hin almenna regla er að lendi fyrirtæki í vanda vegna rangra ákvarðana stjórnenda þess, þá lendir skellurinn á hluthöfum þess, sem jafnan eru þá beðnir um að auka hlutafé sitt í fyrirtækinu.  Er það gert með útboði á nýju hlutafé samhliða því að eldra hlutafé er fært niður til samræmis við stöðu fyrirtækisins.  Oft á niðurfærslan sér stað á markaði, en slíkt kemur fyrirtækinu sjálfu í sjálfu sér ekki við.  Lendi aftur á móti fjármálafyrirtæki í vanda, þá er eins og það komi hluthöfunum þá og því aðeins við, að allt fari í kalda kol.  Fjármálafyrirtæki virðast einhverra hluta vegna vera sér á báti og geta leitað til skattborgara, þegar áhættustýringin klikkar.

Ég hef skrifað um þetta áður og á örugglega eftir að gera það aftur.  Mitt mat er að orsök fjármálakreppunnar sem gengið hefur yfir heiminn frá miðju ári 2007 megi fyrst og fremst rekja til þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja tók eigin hag fram yfir hag fjármálafyrirtækjanna.  Eða eins og haft er Geraint nokkrum Anderson, fyrrverandi ráðgjafa hjá Dresdner Kleinwort, í myndinni Meltdown.

The whole game is increading your bonuses. You don't go into the City to do the world some good.  You go there to make money as quickly as possible.  If that means lying, cheating and stealing, that is what you do.

Já, svo mörg voru þau orð.  Innan fjármálageirans náði varkárni bara til þess að viðkomandi starfsmaður tapaði engu, en hvorki afkoma fyrirtækisins né viðskiptavinarins var höfð í öndvegi.  Þetta heitir að sniðganga áhættustýringu.

Afleiðingin af þessari óvarkárni (einhver segði græðgi) starfsmanna og stjórnenda fjármálafyrirtækjanna hefur heldur betur komið í ljós á undanförnum árum.  Ferlar og eftirlitskerfi sem áttu að koma í veg fyrir áhættuna máttu síns lítls gegn grægðinni.  Hér á landi voru t.d. starfsmenn Fjármálaeftirlitsins keyptir yfir í stóru bankana í stórum stíl og sérstaklega ef þeir urðu of hnýsnir um viðkvæm mál (ef marka má skýrslu RNA og viðtal við Elínu Jónsdóttur, fyrrum forstjóra Bankasýslunnar í Morgunblaðinu i janúar 2009).

Nú er þessi grægði að koma í andlitið á fjármálafyrirtækjunum.  Starfsmennirnir sem gerðu lánasamningana við Grikki (og fengu verulega bónusa) eru líklegast löngu horfnir á braut með kaupauka sem duga þeim sem eftir er ævinnar.  Eftir situr fjármálafyrirtækið með sárt ennið og kallar til mömmu (ríkissjóðs) að kyssa á bágtið.  Aumkunarvert, svo ekki sé meira sagt.

Höfum í huga að þessi fjármálafyrirtæki sniðgengu reglur sem áttu að koma í veg fyrir það sem þau gerðu eða a.m.k. hagræddu hlutunum þannig að svo virtist sem allt væri eftir orðanna hljóðann.  Því verður ekki neitað að reglurnar, í þessu tilfelli Basel II, gerðu ráð fyrir heiðarleika og ráðvendi, en þeir fuglar eru sjaldséðir í skógum fjármálaheimsins, þar sem ránfuglar og skrautfuglar eru algengastir.

En af hverju leggja eigendur fjármálafyrirtækja þeim ekki til meira eigið fé?  Vegna þess að það er ekki í eðli þeirra!  Stórir fjárfestar verða ekki stórir nema vegna þess að þeir kunna flest trixin í bókinni.  Eitt mikilvægasta er að einkavæða hagnað og ríkisvæða tap.  Þá skiptir engu máli, þó þeir tapi einhverjum hluta hlutabréfa sinna.  Hagnaður hafði verið greiddur jafnóðum út sem arður og eftir sátu skuldsett hlutabréf í sjóði/eignarhaldsfélagi með takmarkaða ábyrgð eigandans.  Ef settar væru reglur um að hægt væri að krefjast endurgreiðslu arðs í allt að 10 ár aftur í tímann, þá er ég viss um að eigendur hlutabréfanna væru ekki svona fúsir til að leita til ríkisins.

Mér finnst með ólíkindum að ríkisstjórnir í vestrænum lýðræðisríkjum skuli falla fyrir þessari vitleysu.  Eins og bankamenn hafi ekki vitað að kerfið í Grikklandi var gerspillt.  Kæmi mér ekki á óvart að þeir hafi þurft að greiða undirskriftarþóknunar fjölmargra opinberra starfsmanna, þegar lántakann fór fram.  Sú þóknun var tekin örugglega tekin af útborgun lánsins, þannig að menn vissu alveg að hverju þeir gengu og tóku þátt í leiknum vitandi vits.  Svo þegar það kemur í ljós sem þeir vissu, þá axla þeir ekki ábyrgð heldur vísa henni á ríkissjóð.

Því stærri og alþjóðlegri sem fyrirtæki verða, virðast þau treysta meira á völd sín gagnvart ríkisvaldinu.  Á sama hátt, þá virðast ráðherrar í ríkisstjórnum bera sífellt óttablandnari virðingu fyrir fyrirtækjum eftir því sem þau stækka, að maður tali nú ekki um verða alþjóðlegri.  Samt er það þannig, eins og t.d. Enron málið sannar, að alþjóðleg fyrirtæki varða ósvífnari í undanskotum sínum eftir því sem þau eru stærri.  Það er nefnilega ekki bara á Íslandi sem viðskiptasiðferði er horfið til feðra sinna.

Ég skrifaði einu sinni færslu undir fyrirsögninni Vogunarsjóðirnir 1 - Evrópa 0.  Núna held ég að staðan sé hið minnsta 5 - 0 og stefnir í ennþá stærra tap.  Þetta ástand breytist ekki meðan Evrópusambandið leikur jafn lélegan varnarleik og raun ber vitni.  Eina vörn ESB í þessu máli er að segja: 

Okkur er alveg sama hve mikið högg fjármálakerfið fær vegna Grikkja, Íra, Portúgala, Ítala, Spánverja og allra hinna.  Fjármálafyrirtækin sem lánuðu þessum löndum verða að finna lausn á greiðslu- og skuldavanda þjóðanna.  Slík lausn getur falið í sér lækkun vaxta, lengingu lánstíma og/eða niðurfellingu skulda. Fjármálafyrirtækin fóru óvarlega í útlánum sínum og verða að taka afleiðingum þess sjálf.

Ef ESB sendir þessi skilaboð út, þá er ég viss um að fjármálafyrirtækin verða fljót til að leysa málið.  Vandinn er að fjármálafyrirtækin eru með lobbíista um allt í Brussel og eiga líklega marga af þeim stjórnmálamönnum sem máli skipta og því verður þetta aldrei sagt.  Ég spái því að leikurinn endi 20 - 0, þar sem varnarþjálfari ESB er gjörsamlega úti á þekju.


mbl.is Ætti að þola skuldalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar sjást 206 ma.kr. afskriftir í bókum Landsbankans? - Staðreyndir um afskriftirnar

Ég skoraði um daginn á Landsbankann hf. (áður NBI hf.) að sýna fram á hvar í bókum fyrirtækisins afskriftir upp á 206 ma.kr. kæmu fram.  Nú kemur Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegs í "fyrirtækjabanka" Landsbankans, og heldur því fram á opinberum fundi að bankinn hafi afskrifað 206 ma.kr., en þar af "aðeins" 11 ma.kr. hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. 

Af hverju eru þessar tölur ekki sýnilegar í reikningum Landsbankans?  Af hverju hafa eignir Landsbankans hf. ekki minnkað sem nemur þessum 206 ma.kr. afskriftum?  Hvernig stendur á því að eignir sem teknar voru yfir á 661 ma.kr. standa ekki í dag í 460 ma.kr. eða þar um bil, þrátt fyrir að bankinn hafi verið svona duglegur að afskrifa?  Ég verð að viðurkenna að bókhaldsreglur hafa eitthvað breyst frá háskólaárum mínum og stundakennararnir sem kenndu mér bókfærslu og reikningshald I, II og III, hafa verið algjörlega út á þekju í kennslunni, ef ekki er þörf á að sýna 206 ma.kr. afskriftir í ársreikningum eða árshlutareikningum fyrirtækis.  Ég geri mér grein fyrir að ýmislegt hefur breyst frá því að ég sat í þessum kúrsum, en ég þori að veðja aleigunni upp á að þetta hefur ekki breyst.

Lygavefur spunninn af miklu hraða

Nú hafa á tveimur dögum birst fréttir um meintar afskriftir nýju bankanna.  Í gær var það skýrsla Maríu-nefndarinnar og í dag er það þessi frétt um afrek Landsbankans hf.  Kannski finnst mönnum bara allt í lagi að eigna nýju bönkunum eitthvað sem þeir eiga ekki snefil í.  Málið er nefnilega að það var Deloitte LLP í London sem kom upp með afskriftartölurnar og nýju bankarnir töldu þær of varfærnislegar. Þeir vildu meira, ef marka má skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankakerfisins.  Og núna þremur árum eftir hrun, þá vilja þeir hagnast á afskriftunum sem gömlu bankarnir veittu með því að skila þeim ekki til viðskiptavinanna í samræmi við mat Deloitte LLP og samkomulag sem gert var við flutning eigna frá gömlu bönkunum til þeirra nýju.

Staðreyndir um afskriftirnar

Ég er farinn að hljóma eins og biluð plata.  Sífellt að endurtaka mig.  En ég vil enn einu sinni skýra út hvað gerðist með lánasöfn gömlu bankanna:

I.  Við hrun Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands, þá voru útlán fjármálafyrirtækja til innlendra aðila tæplega 4.800 ma.kr.  Þetta má sjá í upplýsingum frá Seðlabanka Íslands sem birtar eru undir hagtölum á vefsvæði bankans.  Ekki er fyllilega ljóst hve stór hluti þessarar upphæðar var hjá bönkunum þremur, en líklegast ekki undir 3.562 ma.kr., þ.e. að lágmarki 1.247 ma.kr. hjá LÍ, 905 ma.kr. hjá Glitni og 1.410 ma.kr. hjá Kaupþingi.  Upphæðin var hærri og er þetta algjört lágmark.

II.  Hluti þessara lána var færður yfir í nýju bankana við stofnun þeirra og svo í janúar 2010.  Áður en lánasöfnin voru færð yfir, þá var ráðgjafa- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte LLP í London fengið til að fara yfir söfnin og meta raunvirði þeirra og þar með hve mikið nýju bankarnir ættu að greiða fyrir söfnin.  Deloitte treysti sér ekki til að koma með eitt mat, heldur gaf fyrirtækið út efri og neðri mörk á virði lánanna.  Nýju bankarnir gerðu síðan sitt eigið mat á lánasöfnunum og að fenginni niðurstöðu þess, þá töldu þeir að virði lánasafnanna væri við neðri mörk Deloitte meðan slitastjórnir og kröfuhafar gömlu bankanna (og þá sérstaklega kröfuhafarnir) vildu miða við a.m.k. efri mörkin.  Samkomulag var um að miða við neðri mörkin með möguleika á hækkun upp að eftir mörkunum.

III.  Nýju bankarnir keyptu lánasöfnin af gömlu bönkunum á lægra virðinu og bókfærðu þau þannig inn í reikninga sína.  Upplýsingar um þetta hafa birst í ársreikningum bankanna, skýrslum minnst tveggja ráðherra til þingsins, gögnum Seðlabanka Íslands og víðar.

IV.  Gömlu bankarnir færðu eignir sínar niður sem nam bókfærðu virði lánasafnanna sem fóru til nýju bankanna.  Þ.e. þeir lækkuðu lánasöfnin um kaupverðið, en líka það sem var umfram kaupverðið.  Þó var hluti upphæðarinnar, þ.e. munurinn á efra og neðra mati Deloitte, settur á einhvers konar uppgjörsreikning þar sem hugsanlega fengist sú upphæð greidd til viðbótar við upphaflegt kaupverð  Sem sagt:  Gömlu bankarnir afskrifuðu hjá sér mismuninn bókfærðu virði lánasafnanna og efra matsvirði lánasafnanna samkvæmt mati Deloitte.

V.  Nýju bankarnir litu einhverra hluta vegna á hina nýkeyptu eigna sína, sem einhvers konar happdrættisvinning.  Lánasöfn sem fyrri eigandi, hafði afskrifað um hátt í 2.000 ma.kr. (nákvæm tala er ekki ljós, þar sem Arion banki hefur ekki gefið upp hlutföllin hjá sér) átti núna að innheimta eins og engar afskriftir hafi átt sér stað.  Þrátt fyrir það höfðu bankarnir sjálfir gert mat hjá sér, þar sem niðurstaðan var að raunvirði lánasafnanna væri að hámarki sú upphæð sem þeir greiddu fyrir lánin.

VI.  Eftir ákaflega tímafreka baráttu áhugafólks um skuldastöðu heimilanna hafa bankarnir notað 24 ma.kr. af þessum hátt í 2.000 mö.kr. til að lækka skuldir heimilanna.  Hluti upphæðarinnar er eftirgjöf vaxta á kröfu (eða kannski réttar að segja hluta kröfu) sem var afskrifuð hjá hrunbönkunum.  Virkilega höfðinglegt.  Hluti upphæðarinnar er sá hluti sem var afskrifaður hjá hrunbankanum.  Einnig ákaflega höfðinglegt.  En fátt bendir til þess að bankarnir hafi afskrifað verulegar upphæðir af þeim hluta krafna sem í raun og veru var greitt fyrir.  Þannig að bankarnir hafa verið uppteknir við að gefa eftir það sem þeir fengu ókeypis.  Þetta hefur fengið Samtök fjármálafyrirtækja til að upphefja bankana fyrir gjafmildi og miskunnsemi.  Á meðan bankarnir hafa verið að gefa heimilunum eftir 24 ma.kr. sem þeir fengu ókeypis, þá hafa þeir hagnast um minnst 150 ma.kr. m.a. á vöxtum af kröfum sem þeir greiddu ekkert fyrir.  Menn keppast við að úthúða erlendum kröfuhöfum og að þeir hafi fengið skotleyfi á heimilin, en gleyma alveg sjálftöku nýju bankanna þegar að þessu kemur.

Nýju bankarnir sitja á 156 - 206 mö.kr. af afskriftum heimilanna

Mig langar til að vita hvort nýju bankarnir geti talist eigendur þess hluta kröfu sem gömlu bankarnir afskrifuðu.  Er hægt að líta svo á, að nýju bankarnir hafi bara eignast kröfur upp að því virði sem þeir greiddu fyrir þær?  Eða er nýju bönkunum alveg í sjálfsvald sett að ákveða hvernig þeir skipta afslættinum á milli viðskiptavina sinna?

AGS var tíðrætt um að ekki væri hægt að koma til móts við hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna, þar sem ekki mætti nota peninga sem eyrnamerktir höfðu verið til ákveðinna afskrifta í eitthvað annað.  Stofnunin leit nefnilega svo á, að mat Deloitte væri bindandi, þ.e. að hið dæmigerða heimili ætti að fá niðurfærslu skulda í samræmi við forsendur mats Deloitte, en ekki sem einhverja hlutfallstölu sem fengist við að setja þak á árlegar verðbætur annars vegar og breyta þá gengistryggðum lánum í samræmi við kröfur HH.  Bankarnir gripu þetta á lofti og höfnuðu hugmyndum HH, en þeir eru að ganga lengra.  Þeir eru að eigna sér til hækkunar á innheimtuvirði lánasafna heimilanna afskriftir sem lagðar voru til af Deloitte (þó svo að miðað sé við efri mörk mats).

Hvað eru þetta háar tölur sem hér um ræðir?  Samkvæmt gögnum Seðlabanka Íslands stóðu útlán innlánsstofnana til heimilanna í 1.032 mö.kr. hinn 30. september 2008 en lækkuðu í 585 ma.kr. 31. október sama ár.  Lækkun upp á 447 ma.kr.  Þar sem engar aðrar innlánsstofnanir höfðu ástæðu til að endurmeta útlán sín um þetta leiti, þá kemur þessi lækkun öll fram hjá bönkunum þremur.  Fyrri talan er úr bókum gömlu bankanna, en sú síðari úr bókum nýju bankanna.  Hafa verður þó í huga að Seðlabanki Íslands tók yfir hluta húsnæðislána Kaupþings.  Skýrir það hluta lækkunarinnar.  Eftir standa þó í kringum 350 ma.kr.

Skoðum þessa 350 ma.kr. betur.  Samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra, þá ætti hún að endurspegla afskriftir miðað við neðra mat Deloitte.  Sé miðað við efra matið, þá gæti verið að hún lækki um u.þ.b. 50 ma.kr.  Bankarnir hafa skilað um 144 ma.kr. lækkun á höfuðstól lána heimilanna, sem þýðir að minnst 156 ma.kr. og mest 206 ma.kr. hefur ekki verið skilað til þeirra lántaka sem mat Deloitte gekk út frá að þyrfti að afskrifa hjá. Segja má að nýju bankarnir sitji á 156 - 206 mö.kr. af afskriftum sem gömlu bankarnir veittu heimilum landsins.  Einhvers staðar þætti það lélegt viðskiptasiðgæði.


mbl.is Afskrifaði hlutfallslega minnst hjá sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð skýrsla en sama villa um afskriftir

Ég er búinn að skanna í gegn um skýrslu Maríu-nefndarinnar, eins og hún var kölluð á sínum tíma.  Ég sakna þess að sjá ekki á áberandi stað í skýrslunni hverjir sitja í nefndinni og hafa starfað fyrir hana.  Skýrslan er áhugaverð fyrir margra hluta sakir og lýsir vel hinum flóknu verkferlum sem kosið var að innleiða í stað einfaldleikans sem ég, sem fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna, lagði til í vinnu starfshóps í fyrra haust.

Ég vil hrósa Maríu og hennar fólki fyrir góða vinnu, en get þó ekki neitað því að margar spurningar vakna við lestur skýrslunnar.  Nefndin gerir ýmsar góðar athugasemdir sem ég tel að bankarnir þurfi að taka til athugunar.  T.d. af hverju er Lýsing ekki með í 110% leiðinni?

Ólíkt nefndinni, þá er ég bara ánægður að sjá, að bankarnir eru ekki allir steyptir í sama mótið varðandi lausn mála.  Það að minnsta kosti gefur skuldsettum heimilum von um að einhver þeirra brjóti sig að lokum út úr samflotinu og komi að alvöru til móts við kröfur fólks um réttlæti.  Mér finnst 110% leiðin ekkert réttlæti og raunar alveg kolklikkuð aðferð.  Hvaða réttlæti er í því að einstaklingur A sem var með 90% veðsetningu á húsnæði sínu fyrir hrun og hún fór síðan upp í 165% (fasteignaverð lækkaði og skuldir hækkuðu) fær niðurfærslu í 110%, en sá sem var með 40% veðsetningu sem fór upp í 70%, hann fær ekkert.  Tjón beggja var hlutfallslega jafn mikið, þ.e. vetsetning hækkaði um 75%, en annar á að bera tjón sitt að fullu meðan hinn fær tjón sitt bætt að fullu og jafnvel gott betur.  En þessi færsla fjallar um skýrslu Maríu-nefndarinnar.

Afskriftir fyrirtækja

Fjallað eru um afskriftir yfir 1 ma.kr. í kafla 9 sem hefst á blaðsíðu 68 í skýrslunni (bls. 70 í pdf-skjalinu).  Þar eru birtar upplýsingar  með meintum afskriftum til fyrirtækja fram til 30. júní 2011.  Ekki er gefið upp frá hvaða tíma er byrjað að telja afskriftirnar, en sterklega er gefið í skyn að um sé að ræða afskriftir hjá nýju bönkunum og öðrum fjármálafyrirtækjum eftir hrun. Upplýsingunum er skipt í tvær töflur, illu heilli, þar sem í annarri er "eftirgjöf skulda" en í hinni upplýsingar um nauðasamninga, eins og í þeim felist ekki "eftirgjöf skulda".  Ég sakna þess að sjá ekki hverjar skuldirnar eru eftir aðgerðir.  En séu heildartölurnar lagðar saman, þá kemur í ljós að eftirgjöf skulda hjá viðkomandi fyrirtækjum í töflunni um "eftirgjöf skulda" nam 336,1 ma.kr., en eftirgjöf skulda í töflunni um "nauðasamninga" nam 217,7 ma.kr.  Alls gerir þetta 553,8 ma.kr. sem er 50 ma.kr. hærri upphæð en í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem hann gaf Alþingi í núna í september.  Það þýðir að önnur fjármálafyrirtæki en bankarnir þrír hafa afskrifað að minnsta kosti 50 ma.kr. hjá fyrirtækjum og eignarhaldsfélögum sem fengið hafa meira en 1 ma.kr. í eftirgjöf skulda.  (Þ.e. ef svar ráðherra er satt og rétt hvað tölur varðar.)

Maríu-nefndin fellur í sömu gryfju og aðrir opinberir aðilar, að eigna nýju bönkunum þær afskriftir sem þeir láta góðfúslega ganga til fyrirtækja, þegar staðreyndin er sú, að þessar afskriftir áttu sér stað í gömlu bönkunum.  Hvenær ætla opinberir aðilar að viðurkenna, að nýju bankarnir hafa aldrei átt löggilda kröfu upp á bókfært virði lánanna sem þeir tóku yfir, eins og það stóð í bókum gömlu bankanna.  Mér sýnist Steingrímur J. Sigfússon vera eini aðilinn sem ekki reynir í sínum skýrslum að breiða yfir þá staðreynd að það voru gömlu bankarnir sem framkvæmdu afskriftina, en eru nýju bankarnir að reyna láta svo út líta að þeir séu að afskrifa.

Tölur Seðlabankans tala sínu máli

Ég átti spjall við Vilhjálm Birgisson, formann VLFA, í gær.  Við vorum að fara yfir tölur frá Seðlabanka Íslands um útlán innlánsstofnana.  Ég hef birt þessar upplýsingar nokkrum sinnum áður hér á síðunni, en greinilega er þörf á því að birta þær einu sinni enn. 

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tölur um stöðu hinna og þessa atriða hjá fjármálafyrirtækjunum.  Er þetta birt í excel-skjölum sem uppfærð eru í hvert sinn undir liðnum hagtölur á vefsvæði bankans.  Upplýsingunum er skipt niður í flokka og einn þeirra heitir "Lánakerfi", sem síðan er skipt í reikningar lánakerfisins, bankakerfi, efnahagur Seðlabankans, lífeyrissjóðir, ýmis lánafyrirtæki, verðbréfa- og fjárfestingasjóðir og tryggingafélög.  Með því að smella á bankakerfi, þá birtist síða með upplýsingum frá bönkunum, þ.e. reikningar innlánsstofnana, útlán og innlán.  Áhuga verð er yfirlýsing sem gefin er á síðunni, en þar segir:

Útlán Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og NBI hf. eru í þessum tölum metin á kaupvirði þ.e. því virði sem þessir aðilar keyptu útlánasafnið á af fyrirrennurum sínum. Lánasöfnin eru endurmetin reglulega sem getur leitt til hækkunar eða lækkunar á virði einstakra lána. Breytingar á útlánasafni þessara aðila geta því stafað af endurmati á virði lána eða af raunverulegum lánahreyfingum. Seðlabankinn hefur nú samræmt gögn um útlán og niðurfærslur bankanna þriggja sem urðu til í október 2008. Þessi samræming leiðir til þess að höfuðstóll útlána þessara þriggja aðila hækkar, frá fyrri birtingu gagnanna, ásamt framlagi á niðurfærslureikning þeirra.

Já, Seðlabankinn færir upplýsingarnar um útlán á "kaupvirði, þ.e. því virði sem þessir aðilar keyptu útlánasafnið á af fyrirrennara sínum".  Hér er enn ein viðurkenningin á því að nýju bankarnir fengu verulegan afslátt af lánunum, en hafa þrátt fyrir það reynt að rukka þau í botn eða eru að telja sér til tekna að vera að afskrifa eitthvað sem ekki er til í bókum þeirra.

Næst er áhugvert að smella á tengilinn Útlán undir tímaraðir.  Þá fær maður upplýsingar um hver breytingin hefur verið á útlánum milli mánaða langt aftur í tímann.  Séu sérstaklega skoðaðir dálkar BJ og BK, þá sér maður hvert bókfært virði lánasafnanna var (m.a. í gömlu bönkunum) í lok september 2008 (dálkur BJ) og í október 2008 (dálkur BK) en núna eru lánin komin yfir í nýju bankana og gömlu bankarnir eru dottnir út.  Tekið skal fram að aðrar fjármálastofnanir eru inni í tölunum fyrir báða dálka og ekki er vitað hve mikið virði útlána þeirra hefur breyst á milli mánaða og síðan fóru ekki öll lán gömlu bankanna yfir í nýju bankana, þannig að ekki er allur mismunurinn afsláttur sem nýju bankarnir fengu. 

Hér fyrir neðan eru teknar saman upplýsingar yfir útlán alls og síðan sérstaklega til fyrirtækja, eignarhaldsfélaga og heimila úr skjali Seðlabankans.  (Seðlabankinn skiptir lántökum í sjö hópa, en þessi þrír eru stærstir.)  Fremst eru tölur úr dálki BJ (sept.08) í excel-skjalinu, síðan út dálki BK (okt.08), þá tölur yfir stöðuna 31.12. 2008, 2009 og 2010 og loks staðan í lok júlí á þessu ári.  Áhugavert er að bera saman hinn mikla mun sem er á tölum í fremstu tveimur dálkunum en tölurnar fyrir október 2008 gefa hugmynd um þær miklu afskriftir sem áttu sér stað í gömlu bönkunum áður en lánasöfnin voru keypt af nýju bönkunum.

HAGTÖLUR SEÐLABANKANS

      
       

Flokkun útlána innlánsstofnana - tímaraðir

      
       

M.kr

sep.08

okt.08

des.08

des.09

des.10

júl.11

Innlendir aðilar, alls (liðir 1-9)

4.789.137

1.973.245

1.964.101

1.679.011

1.710.880

1.656.069

        Fyrirtæki

1.987.460

1.192.529

1.245.311

1.162.071

1.129.433

1.097.100

        Eignarhaldsfélög

1.609.173

359.119

425.824

226.200

231.190

199.926

        Heimili

1.032.026

584.939

592.039

512.742

528.487

486.564

                þ.a. íbúðalán

606.886

310.749

331.726

285.104

300.604

269.380

2   Yfirdráttarlán

251.515

156.480

139.331

145.122

149.370

130.186

        Fyrirtæki

110.918

79.135

73.644

66.998

61.089

57.568

        Eignarhaldsfélög

33.979

7.244

6.823

7.207

4.750

2.317

        Heimili

78.280

59.529

48.773

51.013

55.082

42.895

4   Óverðtryggð skuldabréf

630.305

157.403

198.815

250.696

331.278

428.968

        Fyrirtæki

150.670

63.616

88.877

148.897

155.405

224.482

        Eignarhaldsfélög

415.679

70.969

82.992

77.333

119.903

111.778

        Heimili

26.724

18.128

18.455

15.674

53.314

88.047

                þ.a. íbúðalán

 

298

283

1.614

28.234

45.383

5   Verðtryggð skuldabréf

973.626

510.842

534.939

511.864

532.267

533.810

        Fyrirtæki

191.832

140.483

151.369

170.639

207.720

216.161

        Eignarhaldsfélög

54.433

19.047

20.079

22.578

19.207

19.374

        Heimili

627.091

346.424

358.432

313.667

296.095

289.942

                þ.a. íbúðalán

499.333

251.893

266.513

235.943

217.061

203.166

6   Gengisbundin skuldabréf

2.855.024

1.261.437

1.302.065

974.854

866.318

679.321

        Fyrirtæki

1.441.289

856.910

878.013

728.915

665.443

553.662

        Eignarhaldsfélög

1.057.930

240.791

262.095

115.272

80.828

64.222

        Heimili

271.950

145.699

151.133

122.260

111.538

55.209

                þ.a. íbúðalán

107.553

58.558

64.930

47.547

55.309

20.831

7   Eignarleigusamningar

57.823

29.609

30.374

26.291

27.637

31.398

        Fyrirtæki

34.631

17.908

18.681

19.129

16.980

21.395

        Eignarhaldsfélög

0

298

303

119

211

424

        Heimili

22.136

11.033

11.011

6.513

9.817

8.979

8   Gengisbundin yfirdráttarlán

110.735

48.607

59.169

31.684

31.909

28.095

        Fyrirtæki

51.295

27.712

24.733

25.176

21.168

22.548

        Eignarhaldsfélög

42.345

15.401

27.403

2.558

5.154

1.543

        Heimili

5.207

3.644

3.554

3.223

2.407

1.347

9    Niðurfærslur

-102.180

-203.770

-337.458

-265.360

-230.900

-177.407

 

      

Heimild: Upplýsingasvið SÍ.

      

Lítið fer á milli mála að "kaupverð" nýju bankanna á þeim hluta lánasafna gömlu bankanna sem færðist yfir, var langt undir bókfærðu virði í gömlu bönkunum.  Þegar vara er keypt á niðursettuverði, þá hefur seljandi greinilega fært verðið niður hjá sér, þ.e. afskrift hefur átt sér stað hjá seljandanum.  Nú er þessi vara ekki venjuleg neysluvara, heldur lán til viðskiptavinar.  Ef eigandi kröfunnar lækkar bókfært virði kröfunnar, þá er hann jafnframt að segja að innheimtuvirðið sé ekki í samræmi við nafnvirði fyrir niðurfærslu.  Að nýr eigandi kröfunnar kjósi að líta framhjá afskrift gamla kröfueigandans er skiljanlegur hlutur þegar um vogunarsjóð er að ræða, en að viðskiptabanki viðkomandi lántaka skuli haga sér þannig er gjörsamlega út í hött.  Höfum þá líka í huga, að kröfuhafar gamla bankans hafa samþykkt virðisrýrnunina og tilgangurinn með selja nýja bankanum kröfurnar eftir að þær höfðu verið afskrifaðar verulega var einmitt til að koma til móts við lánatakana en ekki nýjan kröfueiganda. Íslensk stjórnvöld fengu Deloitte LLP og Oliver Wyman einmitt til að endurmeta lánasöfnin vegna þess að ekki var talið að lántakar stæðu undir hinni hækkuðu greiðslubyrði eða að þeir höfðu orðið fyrir slíku tjóni vegna eignarýrnunar eða tekjumissis að ólíklegt væri að kröfurnar fengjust innheimtar eins og höfuðstóll þeirra stóð.  Það er því siðlaust með öllu og svik við þá samninga sem gerðir voru, að nýju bankarnir ætli að láta sem engar afskriftir hafi átt sér stað hjá gömlu bönkunum. Því miður fellur Maríu-nefndin í þá gildru að telja afskriftir, sem tilheyra ekki nýju bönkunum, þeim til eigna.  Er það dapurlegt að mínu mati.

Sagan endurrituð

En tölur Seðlabankans hafa ekki alltaf litið svona út.  Hafa þær raunar tekið allverulegum breytingum í tímans rás.  Að sjálfsögðu breytast þær í lok hvers tímabils, en það er ekki það sem ég á við.  Nei, tölur sem eiga að gilda fyrir t.d. 31.12.2008 og 31.12.2009 hafa ítrekað breyst á milli útgáfa af skjali SÍ.  Ég hef haft það fyrir sið að hlaða þessu skjali niður tvisvar eða þrisvar á ári.  Hef ég því breytingasögu talnanna í grófum dráttum.   Hér fyrir neðan birti ég árslokatölurnar fyrir 2008 og 2009 eins og þær litu út í sama skjali sem ég hlóð niður 14.7.2010, þ.e. fyrir 15 mánuðum. Maður hefði nú haldið að í júlí 2010, þá væri komin mynd á stöðu mála í árslok 2008, en svo er alls ekki.  Ég hef meiri skilning á því að árslokatölur fyrir 2009 hafi tekið einhverjum breytingum frá 14.7.2010, en þær eru samt full miklar að mínu mati og mér liggur við að segja grunsamlegar.

HAGTÖLUR SEÐLABANKANS

    
     

Útlán innlánsstofnana - tímaraðir

    

Staða í skjali frá júlí 2010 borið saman við stöðu í skjali tekið út í september 2011

    
 Skjal frá júlí 2010 Skjal frá sept 2011
Skjal frá júlí 2010
Skjal frá sept 2011

Staða M.kr

des.08

des.08

des.09

des.09

Innlendir aðilar, alls (liðir 1-9)

1.963.161

1.964.101

1.678.578

1.679.011

        Fyrirtæki

1.150.971

1.245.311

1.074.056

1.162.071

        Eignarhaldsfélög

408.243

425.824

208.962

226.200

        Heimili

558.050

592.039

476.012

512.742

                þ.a. íbúðalán

300.677

331.726

248.451

285.104

2   Yfirdráttarlán

129.727

139.331

124.903

145.122

        Fyrirtæki

68.808

73.644

62.373

66.998

        Eignarhaldsfélög

6.695

6.823

9.593

7.207

        Heimili

46.658

48.773

47.269

51.013

4   Óverðtryggð skuldabréf

193.519

198.815

226.837

250.696

        Fyrirtæki

83.270

88.877

134.746

148.897

        Eignarhaldsfélög

82.716

82.992

70.510

77.333

        Heimili

17.970

18.455

14.948

15.674

                þ.a. íbúðalán

 

283

 

1.614

5   Verðtryggð skuldabréf

517.841

534.939

491.687

511.864

        Fyrirtæki

149.555

151.369

163.853

170.639

        Eignarhaldsfélög

18.802

20.079

22.744

22.578

        Heimili

344.637

358.432

300.304

313.667

                þ.a. íbúðalán

242.683

266.513

207.947

235.943

6   Gengisbundin skuldabréf

1.194.558

1.302.065

885.623

974.854

        Fyrirtæki

799.916

878.013

670.968

728.915

        Eignarhaldsfélög

248.255

262.095

102.465

115.272

        Heimili

135.570

151.133

105.269

122.260

                þ.a. íbúðalán

57.994

64.930

40.505

47.547

7   Eignarleigusamningar

26.323

30.374

21.332

26.291

        Fyrirtæki

16.314

18.681

15.770

19.129

        Eignarhaldsfélög

304

303

98

119

        Heimili

9.361

11.011

4.994

6.513

8   Gengisbundin yfirdráttarlán

55.345

59.169

30.293

31.684

        Fyrirtæki

23.400

24.733

24.274

25.176

        Eignarhaldsfélög

25.343

27.403

2.429

2.558

        Heimili

3.196

3.554

2.891

3.223

9    Niðurfærslur

-190.711

-337.458

-105.649

-265.360

 

    

Heimild: Upplýsingasvið SÍ.

    

Eins og hægt er að sjá, þá hefur orðið talsverð breyting og finnst mér það sæta furðu.  Helst lítur út sem fjármálafyrirtækin séu með "bókhaldsbrellum" að breyta upplýsingum svo þær henti betur síðari tíma skýringum á atburðum.  Spurning hvort Seðlabankinn eigi ekki að birta sögu svona breytinga, ef þær fara yfir eitthvert tiltekið lágmark.  T.d. breytast niðurfærslur í lok árs 2008 um nærri 77% á milli útgáfa af tölunum og um 151% í árslok 2009.  Þetta eru meiri breytingar en svo að þær verðskuldi ekki sérstakra skýringa.


mbl.is Fengu 170 milljarða afskrifaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SFF hefur áhyggjur af álögum á fjármálakerfið

Hræðilegt er að heyra af hinum illu hugmyndum ríkisstjórnarinnar að leggja 10,5% launaskatt á aumingja fjármálafyrirtækin.  Ég kemst bara nærri því við að lesa viðtalið við Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), sem birt er á visir.is.  Hann hefur svo miklar áhyggjur af því, greyið karlinn, að samkeppnisstaða bankanna versni og nóg borgi þeir nú líka til ríkisins.  Æ, æ, æ.  Ég meina bankarnir þrír högnuðust bara, já bara, um litlar 42.000 m.kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins og þeir eru sko ekki aflögufærir um meira en þeir þegar greiða.  Það voru bara 115 m.kr. á dag, sem náttúrulega skiptist í þrennt.  Sko, Arion banki greiðir t.d. 242 m.kr. af 10.000 m.kr. hagnaði í sérstakan bankaskatt sem standa á undir tjóninu sem Kaupþing olli.  (242 m.kr. eru innan við 9 daga hagnaður.)   Mig minnir að tjón af Kauðþingi hafi verið meira en 1.000.000 milljónir eða voru það 6.000.000 milljóna.  Með þessu áframhaldi verður Arion banki búinn að greiða um tjónið niður á 2.066 árum miðað við lægri upphæðina og að bankinn greiði 242 m.kr. hálfsárslega.  (Um 12.400 ár ef hærri upphæðin er tekin.)

Ég velti því oft fyrir mér í hvaða veruleika Guðjón Rúnarsson lifir.  Höfum í huga að þetta er maðurinn sem skrifaði umsögn um frumvarp að lögum um vexti og verðbætur árið 2001 og varaði við því að yrði frumvarpið óbreytt að lögum, þá yrði ólöglegt að veita gengistryggð lán.  Hann hylmdi yfir með fjármálafyrirtækjunum í fleiri, fleiri ár og þrætti út í rauðan dauðann að lánin væru ólögleg, en samt varaði hann sjálfur við því að slík lánveiting yrði ólögleg væri ákvæðið sett í lög.  En þetta er kannski dæmigert fyrir starfsemi fjármálafyrirtækja:  Ekki að láta lögin flækjast fyrir manni, þegar gróði er handan við hornið.  A.m.k. sannaðist það í þessu máli.

Þessi skattur er svo sem hvorki góður né vondur, en mér finnst eðlilegast að refsa bara þeim sem haga sér illa.  Þarna verður Guðjón að beina umvöndunum sínum til stóru strákanna og stelpunnar sem hafa hækkað launakostnað hjá sér á hvern starfsmann langt umfram það sem hinir minni þola.  Ríkisstjórnin er bara að bregðast við hegðun sem ekki er talin ásættanleg.  Ef bankarnir kynnu sér hóf og sýndu samfélagslega ábyrgð, þá þyrfti ekki að nota skattkerfið til að leiðbeina þeim.  Um það snýst málið.  Þeir sem misbjóða þjóðarsálinni geta átt von á því að hún bíti frá sér.

Brilliant skattur á bankana

Annars er ég með aðra hugmynd að skatti á bankana þrjá:

Leiði endurmat lánanna, sem þeir fengu með verulegum afslætti frá gömlu kennitölunni sinni, til þess að virði þeirra hækkar í bókum bankanna, skal skattleggja þetta endurmat um 95%.  Einnig skulu greiðslur (afborganir og vextir) sem eru umfram það sem orðið hefði, ef staða lánanna væri eins og hún var bókfærð í stofnefnahagsreikningi, skattleggjast um 95%.  Þó skulu engar tölur tvítaldar.  Bönkunum verður heimilt að draga frá skattstofninum sannanlegar afskriftir sem þeir hafa veitt eða töp sem þeir verða fyrir af þessum lánum, en í staðinn koma þær tölur ekki til frádráttar annars staðar í reikningum þeirra.

Þessi skattur gefur bönkunum í reynd tvo kosti:  1.  Borga skattmann 95% af því sem rukkað er inn umfram yfirtökuvirði lánanna, þ.e. það sem bankarnir greiddu gömlu kennitölunni (og þar með kröfuhöfum hennar) fyrir lánasöfnin.  2.  Skila afskriftunum sem fóru fram í gömlu bönkunum til lántaka eins og lýst er í skýrslu Deloitte LLP, yfirfarið var af Oliver Wyman og samþykkt af slitastjórnum gömlu bankanna og fulltrúum kröfuhafa.

Telji bankarnir að þessi skattur sé ósanngjarn, þá hvet ég bankastjórana að setja sig í okkar spor eru svo kallaðir viðskiptavinir þeirra.  Okkur finnst ekkert sanngjarnt við það að lánin okkar hafi fyrst hækkað upp úr öllu valdi vegna gerða (og aðgerðarleysis) vanhæfra stjórnenda, stjórnarmanna og eigenda gömlu bankanna og svo þegar gömlu bankarnir reyna að leiðrétta skaðann, þá séu nýju bankarnir að drepast úr græðgi og neiti að láta afskriftir gömlu bankanna ganga til okkar.  Ég hef nokkrum sinnum bent á að það hefur fallið dómur í máli svipaðs eðlis, þ.e. rafverktaki fékk afslátt á ljósum sem hann setti upp hjá viðskiptavini og rukkaði viðskiptavininn upp í topp án afsláttar.  Dómstóll skikkaði rafverktakann til að láta afsláttinn ganga til viðskiptavinarins.  Í mínum huga er enginn munur á þessum málum, þ.e. út frá lögunum.  Í báðum tilfellum er vara keypt með afslætti, í báðum tilfellum er viðskiptavinurinn svikinn um að njóta afsláttarins og niðurstaða dómstólsins í máli rafverktakans ætti því að vera fordæmisgefandi fyrir nýju bankana.

Samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankakerfisins, afskrifuðu gömlu bankarnir milli 1.800 og 2.120 ma.kr. af eignum sem færðar voru yfir í nýju bankana áður en þær voru færðar yfir.  Efnahags- og viðskiptaráðherra og SFF hafa upplýst okkur auman almúgann að bankarnir séu búnir að nota 620 ma.kr. af þessu.  Það þýðir að 1.180 - 1.500 ma.kr. eru eftir.  Ef þeir velja að innheimta það allt í topp (eins og þeir hafa verið að reyna), þá gæfi það litlar 1.121. til 1.425 ma.kr. í tekjur fyrir ríkið.  Þá upphæð mætti nota til að greiða upp drjúgan hluta af skuldum ríkissjóðs, sem hann, nota bene, tók á sig vegna afglapa stjórnenda og eigenda gömlu bankanna.  Ef bankarnir velja að rukka bara það sem þeir greiddu fyrir, þá mun efnahagslífið taka kipp, fólk mun fá trú á að réttlæti sé til, bankarnir munu hugsanlega hljóta fyrirgefningu fyrir ósvífni sína og fækka mun í hópi þeirra sem telja að þetta þjóðfélag sé ekki hollt fyrir börnin þeirra.


Hvernig er Ísland í dag?

"Svona er Ísland í dag" er eitthvað sem við látum okkur um varir hnjóta af alls konar ástæðum.  En hvernig er Ísland í dag og hver er ástæðan?

Nýtt embætti, umboðsmaður skuldara, virðist vera það sem mestu skiptir fyrir marga landsmenn.  Þangað leitar fólk mest megni vegna þess að nokkrir "fjármálasnillar" misstu tökin á starfinu sínu.  Í staðinn fyrir að fyrirtækin sem þeir unnu hjá (og sumir vinna hjá nýju kennitölunni) leiðrétti mistökin sem snillarnir gerðu, þá skal hné fylgja kviði og fólk gert eignalaust.  Er þetta ekki merkilegt?  Ef ég starfa hjá heildsölu og geri mistök, t.d. sel viðskiptavini gallaða vöru sem kostar viðskiptavininn háar fúlgur, þá er líklegast að heildsalan leiðrétti mistökin.  En vinni ég hjá fjármálafyrirtæki og geri rækilega í buxurnar gagnvart viðskiptivini mínum, þá koma Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn og reyna að sannfæra viðskiptavininn um að ekkert réttlæti sé í öðru en að hann þrífi skítinn upp, láti mig fá nýjar buxur og hærri laun, auk þess á viðskiptavinurinn að taka á sig allan afleiddan kostnað af því að ég hafi gert í buxurnar, svo sem þrif á húsnæði fjármálafyrirtækisins, að hylma yfir gjörninginn, greiða mér bætur fyrir álitshnekkinn, borga sálfræðihjálp og svo framvegis.  Fjármálafyrirtæki eru nefnilega verndaðir vinnustaðir.  Geri þau eitthvað af sér, þá eru þau vernduð fyrir því að taka afleiðingunum.  Já, svona er Ísland í dag!

Umboðsmaður skuldara er í þeirri sérkennilegu stöðu að koma á samningum milli viðskiptavina fjármálafyrirtækja og fyrirtækjanna um það hve mikið fjármálafyrirtækið fær að innheimta af kröfum sem hækkuðu upp úr öllu valdi vegna áðurnefndu mistaka.  Vissulega voru ekki öll fjármálafyrirtækin beinir gerendur, en ekkert þeirra afþakkaði ávinninginn.  Hvernig sem á það er litið, þá eru fyrirtækin að reyna að innheimta fé sem er m.a. tilkomið vegna þess að mistök starfsmanna fjármálafyrirtækja þykja eðlileg í þessu þjóðfélagi og þau má alls ekki leiðrétta.  Sum þessara fjármálafyrirtækja eru meira að segja, að reyna að innheimta kröfur sem eru ekki einu sinni til í bókhaldi þeirra.  Þau voru nefnilega svo heppin að fá þær á mikið niðursettu verði.  En, eins og ég nefndi áður, þá gilda einar reglur um fjármálafyrirtæki og aðrar um önnur fyrirtæki á samkeppnismarkaði.  Fjármálafyrirtæki mega nefnilega hafa samráð um það að innheimta sem mest.  Því datt fyrirtækjunum, sem keyptu vöruna á niðursettu verði ekki í hug að slá af verði hennar.  Nei, helv.. viðskiptavinurinn skal greiða upp í topp, skítt með það þó við hefðum gert mistök.  (Auðvitað eru það "við" vegna þess að sama fólk vinnur hjá nýju kennitölunni og þeirri gömlu.)  Já, svona er Ísland í dag!

Viðskiptasiðferði fjármálafyrirtækja hvarf út í buskann í kringum einkavæðingu og hefur ekki fundist.  Það er talið af, þó viðskiptavinir fyrirtækjanna hafi ekki gefið upp alla von um að það snúi til baka.  Með viðskiptasiðferðinu hvarf einnig sanngirni, réttsýni og jafnræði, þ.e. jafnræði allra.  Nú er þetta eins og í Animal Farm, að allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir.  Sumir fá nefnilega eðilega, sanngjarna og réttláta skuldaleiðréttingu og heil ósköp til viðbótar, meðan almenningur fær nánast ekkert sem ekki var hvort eð er tapað fyrir fjármálafyrirtækið og því bar samkvæmt alþjóðlegum bókhaldsstöðlum að afskrifa. Já, svona er Ísland í dag!

Stór hluti fyrirtækja er svo illa staddur, að hann á líklegast bara um tvennt að ræða:  Að kasta sér í faðm fjármálafyrirtækjanna eða hætta starfsemi.  Detti einhverjum eitthvað annað í hug, þá er líka eins gott að samkeppnisaðili sé ekki kominn í faðm bankanna.  Hann fær nefnilega syndaaflausn, fyrirgefið, skuldaaflausn og getur því keppt við allt önnur rekstrarskilyrði.  Mér fannst t.d. góður brandarinn hjá starfsmanni byggingavörurfyrirtækis haustið 2009, þegar ég hrósaði fyrirtækinu hvað það væri orðið samkeppnishæft í verði.  "Já, svona er það þegar við erum komnir í eigu ..banka."  Eftir að eitt olíufélag fór í faðm bankans síns, þá sáu tvö í viðbót sig tilneydd til að gera það sama, því annars voru þau ekki samkeppnishæf.  Hvað fær eigendur þessara fyrirtækja til að kasta frá sér eign sinni og láta bankann taka hana yfir?  Líklegast hafa þeir vitað, að mölduðu þeir í móinn, þá færi bankinn bara einhverja aðra leið til að taka fyrirtækið yfir.  Skilvirkast er að loka yfirdrættinum og síðan öllum öðrum lánalínum.  Fyrirtæki sem lendir í þessu, lifir ekki vikuna.  En skuldir fyrirtækjanna höfðu hækkað vegna mistakanna sem ég nefndi áður.  Af hverju mátti ekki leiðrétta mistökin og lækka skuldir fyrirtækjanna þannig?  Nei, það er ekki hægt.  Illa fenginn eða ekki, þá er kröfuréttur fjármálafyrirtækja, svo einkennilegt sem það er, varinn af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.  Það er a.m.k. mat fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og allra þingmanna stjórnarflokkanna og þess vegna væri verið að brjóta á stjórnskrárvörðum rétti fjármálafyrirtækjanna að fá þau til að skila hinum illa fengna ávinningi.  Já, svona er Ísland í dag!

Nú þykir einhverjum sem ég sé ósanngjarn í garð fjármálafyrirtækjanna.  Sum þeirra tóku ekki þátt í einu eða neinu og önnur voru ekki einu sinni til þegar allt hrundi.  Ég man ekki eftir einu einasta fjármálafyrirtæki, sem sagði:  "Ég tek ekki þátt í þessu!" eða "Ég þigg ekki verðbæturnar sem leggjast á lánin vegna græðgi bankamanna."  Ekki sagði Íbúðalánasjóður þetta, ekki sögðu lífeyrissjóðirnir þetta og ekki einu sinni litlu sparisjóðirnir sem stóðu kreppuna af sér.  Nei, allir tóku með glöðu geði við arðinum, gróðanum af afglöpum bankamannanna, vegna þess að þannig er það sem fjármálafyrirtæki vinna.  Þeim er alveg sama hvernig hækkun lánanna er tilkomin, heiðarlega eða ekki, þeir taka öllum hækkunum opnum örmum.  Og hefur þeim dottið í hug að skila einhverju?  Já, af um 5-700 ma.kr. hækkun verðtryggðra lána frá seinni einkavæðingu til dagsins í dag (nenni ekki að reikna þetta nákvæmlega), þá ætla Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir að skila í mesta lagi 50 mö.kr.  Restinni ætla þeir að halda, þó svo að þeir viti að þessar hækkanir eru tilkomnar vegna vísvitandi, óheiðarlegra aðgerða annarra fjármálafyrirtækja til þess einmitt að hækka lánin.  Kannski er ekki öll upphæðin komin til vegna þessa, en mun meira en þessir skítnu 50 ma.kr. sem á að skila.  Já, svona er Ísland í dag!

Þar sem viðskiptasiðferðið hvarf, þá verð ég að ganga út frá því að innan fjármálafyrirtækjanna ríki siðleysi.  Það lýsir sér m.a. í því að í staðinn fyrir að bankarnir þrír lækki lán viðskiptavina sinna til samræmis við hið niðursetta verð, sem þau voru yfirtekin á, þá hreyfist höfuðstóllinn bara upp á við.  Ok, höfuðstóll áður gengistryggðra lána lækkaði hjá flestum, en það eru líka einu mistökin sem hafa verið leiðrétt, en ekki fyrr en Hæstiréttur kvað upp úr um það.  Og meira segja þó hann hafi gert það, þá tregðast ennþá sum fjármálafyrirtækin við.  Þau ætla nefnilega að láta reyna á það hvort önnur kommusetningin í einni línu breyti niðurstöðu málsins.  En ég var að tala um siðleysið.  Það er siðlaust, að krefja viðskiptavin um 10 m.kr. fyrir lán sem bankinn tók yfir á 5 m.kr.  Raunar er það ekki bara siðlaust, það er glæpsamlegt. Já, svona er Ísland í dag!

Halda nýju bankarnir virkilega að fólk gleymi þessari framkomu í þess garð?  Verið getur að í augnablikinu séu ekki aðrir kostir en að eiga viðskipti við kvalara sinn, en geti lítill sparisjóður í Þingeyjasýslu dregið til sín í viðskipti stóran hóp Reykvíkinga, hvernig ætli þetta verði þegar ný innlánsstofnun opnar dyr sínar á höfuðborgarsvæðinu.  Þá mun fólk muna eftir því hvernig bankarnir fóru með (viðskipta)vini sína og drífa sig eitthvað annað með viðskiptin.  Ætli það sé Ísland framtíðarinnar!

Annars er ég þannig gerður, að ég vil ekki gefa upp alla von um að nýju bankarnir sjái villu síns vegar.  Arion banki segist ekki eiga neitt eftir og kannski er það rétt.  Tölur í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankanna gefa annað í skyn, að ég tali nú ekki um hagnaður bankans.  Vandi bankanna er að trúverðugleiki þeirra er enginn.  Glitnir, Landsbanki Íslands og Kaupþing sáu um að fórna honum á altari græðginnar ásamt ýmsu öðru sem var fúslega fórnað á kostnað viðskiptavina.  Ekki hafa þeir heldur gert margt til að ávinna sér trúverðugleika.  Núna tæpum þremur árum frá hruni telja þeir að góður hagnaður sé styrkleikamerki, þegar hann ber aftur vott um siðleysi í augum almennings.  Græðgi.  "Sértu velkomið, 2007!" var það fyrsta sem mér datt í hug, þegar bankarnir birtu hagnað sinn.  Fór eitthvað af honum í samfélagsleg verkefni?  Nei, vitaskuld ekki.  Hann á að renna til eigendanna.  Já, svona er Ísland í dag!

Nú stjórnvöld eru síðan kapituli út af fyrir sig.  Fyrst var það ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem gat ekki sinnt nema einu verki í einu, þ.e. björgun bankanna.  Engum þar á bæ datt í hug að sporna þyrfti við aukningu atvinnuleysis.  Þá koma þriggja mánaðastjórn VG og Samfylkingar með stuðningi Framsóknar.  Hún einbeitti sér að endurreisn bankanna.  Aftur fórst gjörsamlega fyrir að sporna við auknu atvinnuleysi.   Svo koma núverandi ríkisstjórn.  Enn var það endurreisn bankanna og samningar um hana og mál tengd hruninu.  Ekkert bólaði enn á þvi að reynt væri að sporna við aukningu atvinnuleysis.  Hafa menn ekki heyrt minnst á "multi-tasking"?  Mér skilst að fjögur störf hafi orðið til fyrir atbeinan ríkisstjórnarinnar á Vestfjörðum!  Já, heil fjögur störf.  Þremur árum eftir hrun eru menn að hugleiða það að byggja spítala sem við munum aldrei hafa efni á að reka.  Nýbúið er að opna tónlistar- og ráðstefnuhús, sem stendur ekki undir sér, fyrir starfsemi sem er haldið uppi af ríkissjóði.  Hvar er atvinnuuppbyggingin sem átti að fara í gang haustið 2009?  Vissulega hefur atvinnuleysi minnkað samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, en gleymum því ekki að nokkrir tugir þúsunda hafa flutt úr landi, gríðarleg fjölgun hefur orðið í háskólum og síðan hafa sumir verið svo lengi atvinnulausir, að þeir eru dottnir út af skrám!  Já, svona er Ísland í dag!

Ég skil vel að þörf hefur verið á því að loka fjárlagagatinu.  Lántökur ríkissjóðs fóru úr 20 ma.kr. í 2.000 ma.kr. á 60 sekúndum og af þessum lánum þarf að greiða vexti.  Í staðinn fyrir að hirða allan hagnað af nýju kennitölum fjármálafyrirtækjanna sem keyrðu allt í kaf, þá fá þau að halda honum en almenningur er skattpíndur eins og hægt er og þegar ekki er hægt að ganga lengra í þá áttina, þá er velferðarkerfið skorið við nögl.  Þannig hefur ríkinu tekist að gera fleiri atvinnulausa og fært kostnað af einum lið fjárlagafrumvarpsins yfir á annan.  Málið er að atvinnulífið borgar fyrir þann lið!  Hugmyndir sem byggjast á atvinnusköpun, laða að erlenda fjárfestingu, gera rekstrarumhverfi fyrirtækja betra með því að nýju bankarnir skili til þeirra afslættinum sem þeim var svo rausnarlega veittur, og fleira í þá áttina eiga að því virðist ekki upp á pallborðið.  Kannski óttast menn að árangurinn verði góður og þá geti menn hætt að tala hve allt er erfitt.  Í hagfræði er til ákaflega skemmtileg formúla um samspil framboðs og eftirspurnar.  Hún sýnir áhrif á eftirspurn, ef krónunum er fækkað sem hægt er að nota í neyslu.  Ég hvet fjármálaráðherra til að kynna sér virkni hennar.  Ég hvet hann líka til að skoða hver efnahagsleg áhrif gætu orðið að því að skikka bankana þrjá með lagasetningu að skila orðalaust og án tafa 80% af þeim afslætti sem þeir fengu til viðskiptavina sinna eins og þessi afslættir voru skilgreindir og reiknaðir út í skýrslu Deloitte LLP í London og staðfest var og yfirfarið af Oliver Wyman.  Samkvæmt tölum ráðherrans sjálfs, þá eru þetta á bilinu 1.200 til 1.500 ma.kr. og þar af segjast bankarnir vera búnir að nýta 620 ma.kr.  Ef skuldir eru lækkaðar um 600 - 900 ma.kr. til viðbótar, þá er ég viss um að atvinnulífið muni glæðast og störfum fjölga og fjárlagagatið minnka og velta aukast og velferðarkerfið styrkjast og bankastarfsemi eflast og, og, og...  Svona gæti Ísland verið á morgun!


Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1681234

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband