Leita ķ fréttum mbl.is

Hvernig er Ķsland ķ dag?

"Svona er Ķsland ķ dag" er eitthvaš sem viš lįtum okkur um varir hnjóta af alls konar įstęšum.  En hvernig er Ķsland ķ dag og hver er įstęšan?

Nżtt embętti, umbošsmašur skuldara, viršist vera žaš sem mestu skiptir fyrir marga landsmenn.  Žangaš leitar fólk mest megni vegna žess aš nokkrir "fjįrmįlasnillar" misstu tökin į starfinu sķnu.  Ķ stašinn fyrir aš fyrirtękin sem žeir unnu hjį (og sumir vinna hjį nżju kennitölunni) leišrétti mistökin sem snillarnir geršu, žį skal hné fylgja kviši og fólk gert eignalaust.  Er žetta ekki merkilegt?  Ef ég starfa hjį heildsölu og geri mistök, t.d. sel višskiptavini gallaša vöru sem kostar višskiptavininn hįar fślgur, žį er lķklegast aš heildsalan leišrétti mistökin.  En vinni ég hjį fjįrmįlafyrirtęki og geri rękilega ķ buxurnar gagnvart višskiptivini mķnum, žį koma Fjįrmįlaeftirlitiš og Sešlabankinn og reyna aš sannfęra višskiptavininn um aš ekkert réttlęti sé ķ öšru en aš hann žrķfi skķtinn upp, lįti mig fį nżjar buxur og hęrri laun, auk žess į višskiptavinurinn aš taka į sig allan afleiddan kostnaš af žvķ aš ég hafi gert ķ buxurnar, svo sem žrif į hśsnęši fjįrmįlafyrirtękisins, aš hylma yfir gjörninginn, greiša mér bętur fyrir įlitshnekkinn, borga sįlfręšihjįlp og svo framvegis.  Fjįrmįlafyrirtęki eru nefnilega verndašir vinnustašir.  Geri žau eitthvaš af sér, žį eru žau vernduš fyrir žvķ aš taka afleišingunum.  Jį, svona er Ķsland ķ dag!

Umbošsmašur skuldara er ķ žeirri sérkennilegu stöšu aš koma į samningum milli višskiptavina fjįrmįlafyrirtękja og fyrirtękjanna um žaš hve mikiš fjįrmįlafyrirtękiš fęr aš innheimta af kröfum sem hękkušu upp śr öllu valdi vegna įšurnefndu mistaka.  Vissulega voru ekki öll fjįrmįlafyrirtękin beinir gerendur, en ekkert žeirra afžakkaši įvinninginn.  Hvernig sem į žaš er litiš, žį eru fyrirtękin aš reyna aš innheimta fé sem er m.a. tilkomiš vegna žess aš mistök starfsmanna fjįrmįlafyrirtękja žykja ešlileg ķ žessu žjóšfélagi og žau mį alls ekki leišrétta.  Sum žessara fjįrmįlafyrirtękja eru meira aš segja, aš reyna aš innheimta kröfur sem eru ekki einu sinni til ķ bókhaldi žeirra.  Žau voru nefnilega svo heppin aš fį žęr į mikiš nišursettu verši.  En, eins og ég nefndi įšur, žį gilda einar reglur um fjįrmįlafyrirtęki og ašrar um önnur fyrirtęki į samkeppnismarkaši.  Fjįrmįlafyrirtęki mega nefnilega hafa samrįš um žaš aš innheimta sem mest.  Žvķ datt fyrirtękjunum, sem keyptu vöruna į nišursettu verši ekki ķ hug aš slį af verši hennar.  Nei, helv.. višskiptavinurinn skal greiša upp ķ topp, skķtt meš žaš žó viš hefšum gert mistök.  (Aušvitaš eru žaš "viš" vegna žess aš sama fólk vinnur hjį nżju kennitölunni og žeirri gömlu.)  Jį, svona er Ķsland ķ dag!

Višskiptasišferši fjįrmįlafyrirtękja hvarf śt ķ buskann ķ kringum einkavęšingu og hefur ekki fundist.  Žaš er tališ af, žó višskiptavinir fyrirtękjanna hafi ekki gefiš upp alla von um aš žaš snśi til baka.  Meš višskiptasišferšinu hvarf einnig sanngirni, réttsżni og jafnręši, ž.e. jafnręši allra.  Nś er žetta eins og ķ Animal Farm, aš allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en ašrir.  Sumir fį nefnilega ešilega, sanngjarna og réttlįta skuldaleišréttingu og heil ósköp til višbótar, mešan almenningur fęr nįnast ekkert sem ekki var hvort eš er tapaš fyrir fjįrmįlafyrirtękiš og žvķ bar samkvęmt alžjóšlegum bókhaldsstöšlum aš afskrifa. Jį, svona er Ķsland ķ dag!

Stór hluti fyrirtękja er svo illa staddur, aš hann į lķklegast bara um tvennt aš ręša:  Aš kasta sér ķ fašm fjįrmįlafyrirtękjanna eša hętta starfsemi.  Detti einhverjum eitthvaš annaš ķ hug, žį er lķka eins gott aš samkeppnisašili sé ekki kominn ķ fašm bankanna.  Hann fęr nefnilega syndaaflausn, fyrirgefiš, skuldaaflausn og getur žvķ keppt viš allt önnur rekstrarskilyrši.  Mér fannst t.d. góšur brandarinn hjį starfsmanni byggingavörurfyrirtękis haustiš 2009, žegar ég hrósaši fyrirtękinu hvaš žaš vęri oršiš samkeppnishęft ķ verši.  "Jį, svona er žaš žegar viš erum komnir ķ eigu ..banka."  Eftir aš eitt olķufélag fór ķ fašm bankans sķns, žį sįu tvö ķ višbót sig tilneydd til aš gera žaš sama, žvķ annars voru žau ekki samkeppnishęf.  Hvaš fęr eigendur žessara fyrirtękja til aš kasta frį sér eign sinni og lįta bankann taka hana yfir?  Lķklegast hafa žeir vitaš, aš möldušu žeir ķ móinn, žį fęri bankinn bara einhverja ašra leiš til aš taka fyrirtękiš yfir.  Skilvirkast er aš loka yfirdręttinum og sķšan öllum öšrum lįnalķnum.  Fyrirtęki sem lendir ķ žessu, lifir ekki vikuna.  En skuldir fyrirtękjanna höfšu hękkaš vegna mistakanna sem ég nefndi įšur.  Af hverju mįtti ekki leišrétta mistökin og lękka skuldir fyrirtękjanna žannig?  Nei, žaš er ekki hęgt.  Illa fenginn eša ekki, žį er kröfuréttur fjįrmįlafyrirtękja, svo einkennilegt sem žaš er, varinn af eignarréttarįkvęši stjórnarskrįrinnar.  Žaš er a.m.k. mat fjįrmįlarįšherra, efnahags- og višskiptarįšherra og allra žingmanna stjórnarflokkanna og žess vegna vęri veriš aš brjóta į stjórnskrįrvöršum rétti fjįrmįlafyrirtękjanna aš fį žau til aš skila hinum illa fengna įvinningi.  Jį, svona er Ķsland ķ dag!

Nś žykir einhverjum sem ég sé ósanngjarn ķ garš fjįrmįlafyrirtękjanna.  Sum žeirra tóku ekki žįtt ķ einu eša neinu og önnur voru ekki einu sinni til žegar allt hrundi.  Ég man ekki eftir einu einasta fjįrmįlafyrirtęki, sem sagši:  "Ég tek ekki žįtt ķ žessu!" eša "Ég žigg ekki veršbęturnar sem leggjast į lįnin vegna gręšgi bankamanna."  Ekki sagši Ķbśšalįnasjóšur žetta, ekki sögšu lķfeyrissjóširnir žetta og ekki einu sinni litlu sparisjóširnir sem stóšu kreppuna af sér.  Nei, allir tóku meš glöšu geši viš aršinum, gróšanum af afglöpum bankamannanna, vegna žess aš žannig er žaš sem fjįrmįlafyrirtęki vinna.  Žeim er alveg sama hvernig hękkun lįnanna er tilkomin, heišarlega eša ekki, žeir taka öllum hękkunum opnum örmum.  Og hefur žeim dottiš ķ hug aš skila einhverju?  Jį, af um 5-700 ma.kr. hękkun verštryggšra lįna frį seinni einkavęšingu til dagsins ķ dag (nenni ekki aš reikna žetta nįkvęmlega), žį ętla Ķbśšalįnasjóšur og lķfeyrissjóširnir aš skila ķ mesta lagi 50 mö.kr.  Restinni ętla žeir aš halda, žó svo aš žeir viti aš žessar hękkanir eru tilkomnar vegna vķsvitandi, óheišarlegra ašgerša annarra fjįrmįlafyrirtękja til žess einmitt aš hękka lįnin.  Kannski er ekki öll upphęšin komin til vegna žessa, en mun meira en žessir skķtnu 50 ma.kr. sem į aš skila.  Jį, svona er Ķsland ķ dag!

Žar sem višskiptasišferšiš hvarf, žį verš ég aš ganga śt frį žvķ aš innan fjįrmįlafyrirtękjanna rķki sišleysi.  Žaš lżsir sér m.a. ķ žvķ aš ķ stašinn fyrir aš bankarnir žrķr lękki lįn višskiptavina sinna til samręmis viš hiš nišursetta verš, sem žau voru yfirtekin į, žį hreyfist höfušstóllinn bara upp į viš.  Ok, höfušstóll įšur gengistryggšra lįna lękkaši hjį flestum, en žaš eru lķka einu mistökin sem hafa veriš leišrétt, en ekki fyrr en Hęstiréttur kvaš upp śr um žaš.  Og meira segja žó hann hafi gert žaš, žį tregšast ennžį sum fjįrmįlafyrirtękin viš.  Žau ętla nefnilega aš lįta reyna į žaš hvort önnur kommusetningin ķ einni lķnu breyti nišurstöšu mįlsins.  En ég var aš tala um sišleysiš.  Žaš er sišlaust, aš krefja višskiptavin um 10 m.kr. fyrir lįn sem bankinn tók yfir į 5 m.kr.  Raunar er žaš ekki bara sišlaust, žaš er glępsamlegt. Jį, svona er Ķsland ķ dag!

Halda nżju bankarnir virkilega aš fólk gleymi žessari framkomu ķ žess garš?  Veriš getur aš ķ augnablikinu séu ekki ašrir kostir en aš eiga višskipti viš kvalara sinn, en geti lķtill sparisjóšur ķ Žingeyjasżslu dregiš til sķn ķ višskipti stóran hóp Reykvķkinga, hvernig ętli žetta verši žegar nż innlįnsstofnun opnar dyr sķnar į höfušborgarsvęšinu.  Žį mun fólk muna eftir žvķ hvernig bankarnir fóru meš (višskipta)vini sķna og drķfa sig eitthvaš annaš meš višskiptin.  Ętli žaš sé Ķsland framtķšarinnar!

Annars er ég žannig geršur, aš ég vil ekki gefa upp alla von um aš nżju bankarnir sjįi villu sķns vegar.  Arion banki segist ekki eiga neitt eftir og kannski er žaš rétt.  Tölur ķ skżrslu fjįrmįlarįšherra um endurreisn bankanna gefa annaš ķ skyn, aš ég tali nś ekki um hagnašur bankans.  Vandi bankanna er aš trśveršugleiki žeirra er enginn.  Glitnir, Landsbanki Ķslands og Kaupžing sįu um aš fórna honum į altari gręšginnar įsamt żmsu öšru sem var fśslega fórnaš į kostnaš višskiptavina.  Ekki hafa žeir heldur gert margt til aš įvinna sér trśveršugleika.  Nśna tępum žremur įrum frį hruni telja žeir aš góšur hagnašur sé styrkleikamerki, žegar hann ber aftur vott um sišleysi ķ augum almennings.  Gręšgi.  "Sértu velkomiš, 2007!" var žaš fyrsta sem mér datt ķ hug, žegar bankarnir birtu hagnaš sinn.  Fór eitthvaš af honum ķ samfélagsleg verkefni?  Nei, vitaskuld ekki.  Hann į aš renna til eigendanna.  Jį, svona er Ķsland ķ dag!

Nś stjórnvöld eru sķšan kapituli śt af fyrir sig.  Fyrst var žaš rķkisstjórn Geirs H. Haarde, sem gat ekki sinnt nema einu verki ķ einu, ž.e. björgun bankanna.  Engum žar į bę datt ķ hug aš sporna žyrfti viš aukningu atvinnuleysis.  Žį koma žriggja mįnašastjórn VG og Samfylkingar meš stušningi Framsóknar.  Hśn einbeitti sér aš endurreisn bankanna.  Aftur fórst gjörsamlega fyrir aš sporna viš auknu atvinnuleysi.   Svo koma nśverandi rķkisstjórn.  Enn var žaš endurreisn bankanna og samningar um hana og mįl tengd hruninu.  Ekkert bólaši enn į žvi aš reynt vęri aš sporna viš aukningu atvinnuleysis.  Hafa menn ekki heyrt minnst į "multi-tasking"?  Mér skilst aš fjögur störf hafi oršiš til fyrir atbeinan rķkisstjórnarinnar į Vestfjöršum!  Jį, heil fjögur störf.  Žremur įrum eftir hrun eru menn aš hugleiša žaš aš byggja spķtala sem viš munum aldrei hafa efni į aš reka.  Nżbśiš er aš opna tónlistar- og rįšstefnuhśs, sem stendur ekki undir sér, fyrir starfsemi sem er haldiš uppi af rķkissjóši.  Hvar er atvinnuuppbyggingin sem įtti aš fara ķ gang haustiš 2009?  Vissulega hefur atvinnuleysi minnkaš samkvęmt tölum Vinnumįlastofnunar, en gleymum žvķ ekki aš nokkrir tugir žśsunda hafa flutt śr landi, grķšarleg fjölgun hefur oršiš ķ hįskólum og sķšan hafa sumir veriš svo lengi atvinnulausir, aš žeir eru dottnir śt af skrįm!  Jį, svona er Ķsland ķ dag!

Ég skil vel aš žörf hefur veriš į žvķ aš loka fjįrlagagatinu.  Lįntökur rķkissjóšs fóru śr 20 ma.kr. ķ 2.000 ma.kr. į 60 sekśndum og af žessum lįnum žarf aš greiša vexti.  Ķ stašinn fyrir aš hirša allan hagnaš af nżju kennitölum fjįrmįlafyrirtękjanna sem keyršu allt ķ kaf, žį fį žau aš halda honum en almenningur er skattpķndur eins og hęgt er og žegar ekki er hęgt aš ganga lengra ķ žį įttina, žį er velferšarkerfiš skoriš viš nögl.  Žannig hefur rķkinu tekist aš gera fleiri atvinnulausa og fęrt kostnaš af einum liš fjįrlagafrumvarpsins yfir į annan.  Mįliš er aš atvinnulķfiš borgar fyrir žann liš!  Hugmyndir sem byggjast į atvinnusköpun, laša aš erlenda fjįrfestingu, gera rekstrarumhverfi fyrirtękja betra meš žvķ aš nżju bankarnir skili til žeirra afslęttinum sem žeim var svo rausnarlega veittur, og fleira ķ žį įttina eiga aš žvķ viršist ekki upp į pallboršiš.  Kannski óttast menn aš įrangurinn verši góšur og žį geti menn hętt aš tala hve allt er erfitt.  Ķ hagfręši er til įkaflega skemmtileg formśla um samspil frambošs og eftirspurnar.  Hśn sżnir įhrif į eftirspurn, ef krónunum er fękkaš sem hęgt er aš nota ķ neyslu.  Ég hvet fjįrmįlarįšherra til aš kynna sér virkni hennar.  Ég hvet hann lķka til aš skoša hver efnahagsleg įhrif gętu oršiš aš žvķ aš skikka bankana žrjį meš lagasetningu aš skila oršalaust og įn tafa 80% af žeim afslętti sem žeir fengu til višskiptavina sinna eins og žessi afslęttir voru skilgreindir og reiknašir śt ķ skżrslu Deloitte LLP ķ London og stašfest var og yfirfariš af Oliver Wyman.  Samkvęmt tölum rįšherrans sjįlfs, žį eru žetta į bilinu 1.200 til 1.500 ma.kr. og žar af segjast bankarnir vera bśnir aš nżta 620 ma.kr.  Ef skuldir eru lękkašar um 600 - 900 ma.kr. til višbótar, žį er ég viss um aš atvinnulķfiš muni glęšast og störfum fjölga og fjįrlagagatiš minnka og velta aukast og velferšarkerfiš styrkjast og bankastarfsemi eflast og, og, og...  Svona gęti Ķsland veriš į morgun!


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sęll Marinó; ęfinlega !

Ķ hnotskurn; nįkvęmlega, er staša mįla - ekki aš furša, žó sumir fįi hland fyrir hjartaš, tękju Kķnverjar - sem ašrir fjarlęgir, upp į žvķ, aš reyna aš koma Ķslendingum į fętur, į nż - og fjarlęgja žaš liš, sem nišurnķtt hefir okkur, įrin löng - og eiga samt, aš teljast samlandar okkar (Stjórnsżsla; sem og svokallaš Banka kerfi).

Meš beztu kvešjum; sem jafnan, śr Įrnesžingi, utanveršu /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skrįš) 22.9.2011 kl. 20:59

2 identicon

Punktur

mbk.

Benedikt. (IP-tala skrįš) 22.9.2011 kl. 21:08

3 Smįmynd: Hrannar Baldursson

Žetta er nįkvęmlega žaš sama og ég sé.

Žś gętir notaš kjarnann ķ žessari grein fyrir ręšu 1. október.

Hrannar Baldursson, 22.9.2011 kl. 21:20

4 Smįmynd: Dexter Morgan

Minnstu nś ekki į umbošsmann sluldara ógrįtandi. Žetta apparat var bśiš aš eyšileggja, įšur en žaš komst į koppinn, žökk sé višskiptarįšherra sem ętlaši aš koma einkavini og flokksfélaga aš kjötkatlinum. Žessi kona sem žarna er ķ forsvari er mįttlaus strengjabrśša ķ höndum stjórnvalda (ĮPĮ). Svo auglżsir žessi stofnun "žjónustu" sķna eins og hver önnur pylsusjoppa eša vķdeóleiga. Alveg eins og veriš sé aš reyna aš lokka "višskiptavini" til lags viš sig. Žaš er skömm aš žessu. En, eins og ęfinlega, góšur pistill hjį žér Marinó.

Dexter Morgan, 22.9.2011 kl. 21:36

5 identicon

 Žaš er engu viš žetta aš bęta.

Benedikt Helgason (IP-tala skrįš) 22.9.2011 kl. 21:56

6 identicon

Žessi pistill er summan af žvķ sem flestir Ķslendingar hugsa. Rįniš sem fangelsismatur bankana framdi var nógu slęmt, ég verš verulega vonsvikin ef fęrri en 100 bankamenn/fjįrrónar sitja ekki ķ steininum įšur en yfir lķkur.

Rįniš sem stjórnvöld hafa stašiš aš sķšan er algerlega ófyrirgefanlegt, rįniš žegar stjórnvöld meš opin augun um bjartan dag seilast ķ vasa fólks og rżr žaš aleigunni.

Handvirk gengisskrįning og misgengi verbóta og launa hreinsar upp ęvisparnaš venjulegra Ķslendingaog fęrir aurin žeim er sķst skildi. Žetta er engin tilviljun, žetta er gert meš rįšnum hug.

Žaš veršur aldrei fyrirgefiš, viš žekkjum andlitin og kunnum nöfnin.

Jónas Jónsson (IP-tala skrįš) 22.9.2011 kl. 22:50

7 Smįmynd: Gunnar Skśli Įrmannsson

Mjög góš fęrsla Marinó,

nśna er bara eftir aš neyša žį til aš gera žetta!

Gunnar Skśli Įrmannsson, 23.9.2011 kl. 19:56

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Mars 2023
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband