Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hagkerfið í niðursveiflu og Seðlabankinn bíður átektar

Það verður bara að viðurkennast að peningamálastjórnun Seðlabankans er ekki að virka.  Meðal þess sem ég lærði í hagfræði í háskóla var að aðhaldsaðgerðir eiga að hefjast áður en uppsveiflan er orðin of mikil og þennsluvekjandi aðgerðir áður en kreppir of mikið að.  Þetta er sú hagfræði sem seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu fylgja.  Seðlabankinn Íslands er ekki að fylgja þessari hagfræði, svo mikið er víst (nema að hann telji að núverandi ástand sé ekki alvarlegt).  Við höfum undanfarna mánuði verið að ganga í gegnum tímabil með skörpum samdrætti.  Tímabil þar sem háir stýrivextir veikja hagkerfið í staðinn fyrir að örva það.  Seðlabanki Bandaríkjanna brást við húsnæðislánakreppunni með því að lækka stýrivextina fyrirvaralaust.  Hér á landi gerist ekkert og raunar hækkuðu vextir óvænt eftir að bankakreppan svokallaða skall á.  Það á ekki að vera markmið Seðlabankans að dauðrota hagkerfið, þó hann vilji kæla það.  Samkvæmt hagfræðikenningunni sem ég bent á að ofan, þá hefðu stýrivextir átt að byrja að lækka í september nákvæmlega eins og þeir hefðu átt að hækka strax og áhættustuðull vegna fasteignalána var lækkaður hér um árið.  (Lækkun þessa áhættustuðuls, sem kennd er við Basel-II, tvöfaldaði útlánagetu banka til fasteignalána á einni nóttu.)


mbl.is Segir stýrivaxtalækkun nauðsynlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikapóstur - fjársvik

Ég fékk póst áðan frá hinum mjög svo "nafntogaða" hr. George Garang sem segist vera sonur hr. John heitins Garand, fyrrverandi varaforseta í Súdan.  Eru mér boðið gull og grænir skógar, ef ég aðstoða hann við að nálgast USD 32.000.000 sem eru bundnir inni á einhverjum reikningi.  til að leyfa fólki að glöggva sig betur á þessu læt ég póstinn fljóta með:

 

I am Mr. George Garang the son of Late Mr. John Garang, the former Vice President to the Sudanese government. My late father died of the terrible helicopter crash on 1st August 2005 on his way coming back from Uganda for a peace talk between the two neighboring countries.

You can read more on these websites for clearer understanding:
 
http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2005/07/31/AR2005073101036.html
 
http://www.english.aljazeera.net/NR/exeres/9120880E-0287-443C-9355-C0076B47F915.htm


At Present I am here in Lome, Republic of Togo due to the political crisis in my country. This situation has led our family in a very bad/difficult situation here now, Which made me to contact you for an assistance in helping me to transfer out some huge amount of money which my father have in his private save in his account in Europe. The amount is (US$32,000,000.). The Government is not aware of this money in our custody now.
 
I would have invited you to Sudan to see things yourself, but the situation here will not be suitable for you to come. Now I needed your assistance to transfer the whole of this money into your Private or company account for investment. I would have operated with this money myself but due to the situation and my father's involvement in the country's political crisis in sudan, I cannot be allowed to use this fund here. Because we are under close monitor here.

Where your assistance could be possible, I will offer you 40% of the total sum (US$32,000,000.) and all your expenses will be taken care of immediately after the transaction. Please, your prompt reply will be highly appreciated to enable us conclude our internal arrangements here.

Thanks as you offer to assist our family.

BEST REGARDS,

Mr. George Garang

Hér er að sjálfsögðu á ferðinni enn ein tilraun til fjársvika.  Þetta er örugglega 10 pósturinn á síðustu 12 mánuðum sem ég fæ.  (Ég hef greinilega komist inn á einhvernlista yfir einstaklinga sem láta glepjast.)  Í þetta sinn er farin ný leið til að gera póstinn trúverðugan. Bætt er inn tenglum á fréttir þar sem minnst er á lát hr. Johns Garangs. 

Þessi póstur er það sem kallað hefur verið 419-svik (eða Nígeríu-svik) eftir þeirri grein í nígerískum hegningarlögum sem notuð er til að lögsækja gerendurna.  Oftast er væntanlegum fórnarlömbum boðnir happdrættisvinningar eða háar fjárhæðir sem sitja á bankareikningi eða í bankahólfi.  Sá sem sendir póstinn segist gjarnan vera fjöldskyldumeðlimur látins ráðamanns (eins og í póstinum að ofan), ríkisbubba eða opinbers starfsmanns í Afríku.  Vissulega eru líka til svikamillur tengdar öðrum löndum, þó þær séu ekki eins algengar.

Þessar svikamyllur eru ekki nýjar og hafa Íslendingar fallið í þær reglulega í gegnum árin.  Fyrir tíma tölvupóstsins var notað fax eða almennur póstur.

Eftir að fyrstu tengslum hefur verið komið á og fórnarlambið fallist á að taka þátt, er næsta skref að oftast það að greiða þarf einhverjum aðila mútur.  Talan er kannski ekki há miðað við "vinninginn", en í því fellast svikin.  Greiðsluna á síðan að framkvæma í gegnum Western Union eða MoneyGram, en ekki er hægt að rekja hver móttakandinn er eftir að greiðslan hefur verið móttekin. 

Stundum er notuð sú aðferð sem viðgengist hefur gagnvart ferðaþjónustuaðilum, að greiða upphæð með tékka sem er hærri en upphæðin sem á að greiða og biðja um að mismunurinn sé greiddur inn á tiltekinn reikning.  Eða að greiða með stolnu eða fölsuðu greiðslukorti, afpanta þjónustuna síðan og biðja um endurgreiðslu inn á einhvern allt annan reikning.

Það er alveg á hreinu að enginn heilvita maður greiðir ókunnugum einstaklingi USD 12,8 milljónir eða einhverja aðra háa upphæð til að geta nálgast fé læst inni á bankareikningi eða í formi happdrættisvinnings.  Ef peningarnir eru raunverulegir, þá er mun betra að fá sérfræðinga í verkið og borga þeim minna.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um Nígeríu-svik á fjölmörgum vefsíðum það sem fjallað er um 419 scam eða Nigeria scam.  Vilji einhver fá ráðgjöf um þetta efni, má hafa samband við mig á oryggi@internet.is.


Góður árangur í erfiðu árferði

Nú eru allir stóru bankarnir þrír búnir að skila uppgjörum sínum.  Eins og við var að búast dróst hagnaður þeirra eitthvað saman á milli ára.  Helsta ástæðan er líklega sú bankakreppa sem fór af stað á seinni hluta ársins.  Það jákvæða við uppgjörin er að allir skila hagnaði á öllum ársfjórðungum, sem er meira en ansi margir stórir erlendir bankar geta stært sig af.  Vissulega var uppgjör Glitnis ekki í samræmi við spár greiningaraðila, en á móti var hagnaður Kaupþings mun meiri.

Það getur vel verið að ég sé haldinn einhverju Pollyönnu heilkenni, en á þessum tímum bankakreppu, þar sem ljóst er að bankar um allan heim þurfa að vinda ofan af offjárfestingum, áhættulánum og mistökum í afleiðu viðskiptum, þá er full ástæða til að tala jákvætt um árangur íslensku bankanna.  Að enginn þeirra hafi fengið verulegan skell vegna bankakreppunnar sýnir að áhættustýringar þeirra eru að virka.  Þeir hafa tekið til í eignasafni sínu og breytt áherslum í útlánum.  Þetta er það er svo mikilvægt að sé rætt, án þess þó að líta framhjá því sem betur má.  Við verðum samt að vara okkur á því að of neikvæð umræða gæti komið af stað atburðarás, sem ekkert okkar vil sjá verða að veruleika.  Sem dæmi um þetta má taka nálgun mbl.is að þessari frétt. Mér finnst það, t.d., alveg jafn merkilegt að þrátt fyrir "bankakreppuna" að þá hafa bankarnir aðeins einu sinni áður skilað jafnmiklum hagnaði eða að þrátt fyrir mikla lækkun á hlutabréfamarkaði, þá hækkuðu heildareignir bankanna um rúm 30% á liðnu ári frá árinu á undan.


mbl.is Hagnaður bankanna dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru svarthol upphaf og endir alheimsins?

Sífellt eru að finnast fleiri og stærri svarthol í alheiminum með hjálp öflugra stjörnusjónauka.  Þetta nýjasta sem hefur verið uppgötvað virðist vera svo stórt og öflugt að heilu sólkerfin eru gleypt í einu lagi.  Önnur svvarthol eru talin vera í miðju stjörnuþoka og enn önnur á fleygiferð um himingeiminn.

Nýlegar kenningar (frá 2002) um upphaf alheimsins byggja á því að alheimurinn sé í stöðugri hringrás þess að þenjast út eftir mikla sprengingu (Stóra Hvell) og þess að dragast saman sem getur verið afleiðing þess að efnið sé að sogast inn í risa stórt svarthol.  Það sé svo þetta svarthol sem springi að lokum og valdi hvelli á við Stóra Hvelli.  Hver hringur í hringrásinni taki tug milljarða ára, t.d. er talið að minnst 13,7 milljarðar ára séu síðan núverandi alheimur varð til í sprengingu.

Það er gaman að segja frá því að elstu þekktu hugmyndir um tilvist alheimsins ganga út á svipaða hugmynd.  Þær eru frá Hindúum eru hafðar eftir Brahmanda í Rig-Veda hinni fornu bók Hindúa.  Þar segir að alheimurinn sé geimegg (cosmic egg) sem er í sífelldri hringrás sem felur í sér að þenjast út og falla saman.  Heimurinn er uppruninn í samþjöppuðum punkti sem kallaður er Bindu.  Kannski er Bindu bara svarthol sem springur.


mbl.is Gríðarstórt svarthol fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SocGen: Ekki við stjórn bankans að sakast!!

Hún er merkileg yfirlýsing framkvæmdarstjóra bankans, Daniel Bouton, að halda því fram að ekki sé við stjórnendur bankans að sakast.  Auðvitað gerist ekki svona nokkuð nema stjórnendur hafi sofið á verðinum.  Miðlarinn á ekki að geta verið með einhver einkaverkefni í gangi upp á tugi milljarða evra.  Auk þess er ábyrgðin á verkum starfsmanna bankans hjá stjórnendunum.

Eins og ég bendi á í öðru bloggi um þetta mál (Ótrúlegt að þetta sé hægt) og í bloggi mínu um Nick Leeson (Nick Leeson og Beringsbanki), þá sagðist Nick Leeson aldrei hafa geta gert það sem hann gerði nema með samþykki yfirmanna sinna.  Mér finnst það líka útilokað að yfirmaður Jerome Kerviel hefði getað stundað viðskipti, eins og hér virðast hafa verið í gangi, án þess að fólkið í kringum hann hafi vitað af því og samþykkt það.


mbl.is Í mál við verðbréfaþrjótinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátt er svo með öllu illt

Fyrri hálfleikur var góður, en svo kom í ljós hvort liðið hafði meira úthald.  Það var sláandi að sjá, þegar Alfreð tók leikhlé í síðari hálfleik hvað vonleysið skein út úr andlitum leikmanna.  Það sást hvort liðið hafði fengið meiri hvíld og síðan söknuðum við Sigfúsar.

Annars setja þessi úrslit mikla pressu á Þjóðverja og það er jákvætt fyrir Ísland.  Tapi Þjóðverjar fyrir Svíum og Ungverjar ná stigi á móti Frökkum, þá gætu Þjóðverjar endað í 5. sæti riðilsins, sem er nú varla heimsmeisturum sæmandi.  Vinni Þjóðverjar aftur Svía og Danir og Króatar lenda í 1. og 2. sæti í hinum riðlinum, þá er Ísland komið í undankeppni Olympíuleikanna.


mbl.is EM: Sjö marka tap gegn Spánverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki allir með sleggjudóma

Það er gaman að sjá, að til eru greiningaraðilar sem leita upplýsinga áður en dómar eru felldir.  Mér finnst allt of mikið af því að settir eru fram sleggjudómar sem ganga út á það að sé skotið nógu mörgum skotum, þá hljóta einhver að hitta. 

Þessi greining BNP Paribas stendur nokkuð út úr greiningum frá öðrum aðilum, þannig að bara reynslan leiðir í ljós hverjir hafa rétt fyrir sér.  Fyrirvararnir eru nokkuð margir hjá þeim, en þeir viðurkenna jafnframt að fyrri greiningar hafi verið full harðar.  Að viðurkenna slíkt sér maður almennt ekki hjá greinendum og telst því til nýbreyttni.  Vandamálið er að dómharka margra greiningaraðila á undanförnum mánuðum hefur alveg örugglega valdið talverðum skaða hér á landi, að maður tali nú ekki um mistök eins og komu fram í greiningu SEB á Exista í gær.  Það hlýtur að þurfa að gera þá kröfu til þeirra sem gefa út svona greiningar, að þeir séu vel töluglöggir.


mbl.is Ekki bráðnun í íslenska bankakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt að þetta sé hægt

Verðbréfamiðlari franska bankans Societe Generale svíkur út 4,9 milljarða evra með röð viðskipta sem áttu sér stað á síðasta ári og fyrstu dögum þessa.  Maðurinn, sem var áður einn af yfirmönnum bankans, kemst framhjá öryggisráðstöfunum vegna þess að hann þekkti leiðirnar.  Samkvæmt fréttum eru svikin talin sýna að ekki er allt sem sýnist í franska bankakerfinu.

Orðrómur er á kreiki um að bankinn hafi ekki haft sérstaka deild sem sér um áhættustýringu, sem verður að teljast gáleysi af hæstu gráðu ef satt reynist.  Aðrir segja að bankinn sé að reyna að breiða yfir mikið tap á bandarískum húsnæðislánum, en samhliða tilkynningu um svikin tilkynnti bankinn að hann hefði tapað rúmum 2 milljörðum evra á undirmálslánum.

Ef satt reynist, munu svikin hafa mikil áhrif á franska banka og jafnvel víðar.  Hlutabréf í SocGen höfðu þegar lækkað um 50% það sem af var ári, en viðskiptum með þau voru stöðvuð við opnum markaða í morgun.  Áhrifana gæti gætt hér á landi, þar sem íslenskir bankar eru með starfsemi eða dótturfélög í Frakklandi og svona lagað á það til að smita út frá sér.

Viðbót:

Samkvæmt frétt France 24, þá er verðbréfamiðlarinn týndur.  Þetta mun vera karlmaður á fertugsaldri sem hafði innan við 100.000 evrur í árslaun.  Hann mun hafa starfað einn og verið að veðja á framtíðarsamninga.  Ekki er talið að hann hafi sjálfur hagnast á viðskiptunum, þannig að hugsanlega er hér fyrst og fremst um gengistap að ræða en ekki svik í þeim skilningi.  Vandamálið var að færslurnar voru faldar fyrir innra eftirliti með flóknum aðferðum, þannig að hvorki innri eftirlit né yfirmenn mannsins áttuðu sig á því sem var að gerast.  Þessir aðilar hafa víst allir misst störf sín.

Fyrir nokkrum vikum var hinn alræmdi Nick Leeson hér á landi.  Honum tókst að setja Beringsbanka á hausinn með sínum viðskiptum sem fóru að hluta til fram með samþykki yfirmanna hans.  Leeson tókst að tapa rúmlega GBP 860 milljónum sem er eitthvað um 1,2 milljaðrar evra eða um fjórðungur af því sem þeim franska hefur tekist að tapa.

Þó tapið sé mikið, þá er fjárhagsstaða SocGen traust og eignir hans voru metnar á 467 milljarða evra í júní sl., sem hefur líklegast lækkað eitthvað í kreppu síðustu mánuða.

Viðbót 2:

Samkvæmt nýjustu upplýsingum var verðbréfamiðlarinn 31 árs tölvuséní, Jerome Kerviel.  Menn eru ennþá að furða sig á því hvernig einn miðlari geti haft svo mikið umleikis að honum takist án aðstoðar að tapa 5 milljörðum evra á nokkrum mánuðum.  Starfsmenn bankans um allan heim velta því fyrir sér hvort SocGen verði að öðru Arthur Andersen, en endurskoðunarfyrirtækið sem varð uppvíst að því að eyðileggja sönnunargögn í Enron-málinu um árið liðaðist í sundur og hætti starfsemi. (Er nú til undir nafninu Protiviti.)  Menn velta því fyrir sér hvort orðspor bankans hafi beðið slíkan hnekki að viðskiptavinir snúi sér annað.  Hafa verður í huga að peningarnir sem Kerviel tapaði nema um 16% af markaðsvirði bankans miðað við gengi í gær.

Nánari skoðun á málinu hefur leitt í ljós villu í upplýsingakerfi bankans, sem opnaði Kerviel leið framhjá öryggisventlum kerfisins.  Vegna þessarar villu tókst Kerviel að blekkja fimm kerfi sem ætluð eru til áhættustýringar og hefðu hvert um sig átt að koma í veg fyrir það sem hann gerði.  Margir óttast að þetta atvik geri það að verkum að menn muni vantreysta sjálfvirkum áhættustýringarforritum.  Sérstaklega þar sem margir bankar eru að nota sömu forritin.  Vissulega hafi Kerviel notið góðs af því að hafa verið hluti af bakvinnsluumhverfi SocGen, en það eigi við um marga starfsmenn annarra banka.

Áhrifin af þessu máli eiga líklegast eftir að verða víðtæk.  Fyrsta spurning er hvort SocGen lifi af.  Þegar eru farnar af stað vangaveltur um hvort BNP eða einhver annar stór evrópskur banki mun hreinlega yfirtaka bankann.  Franska stjórnin er í mun að bankinn lifi þessar hremmingar af vegna þess að menn óttast keðjuverkandi áhrif.  Næsta spurning er hvort fleiri svona mál eigi eftir að poppa upp á næstu vikum.  Eins og áður hefur verið bent á eru margir bankar að nota sömu áhættustýringarforritin og hugsanlega hafa fleiri fundið þessar holur.  Þriðja spurningin er hvaða áhrif mun þetta hafa á regluumhverfi fjármálafyrirtækja.  Undanfarin ár höfum við séð mikið regluverk (Sarbanes-Oxley) rísa upp í framhaldi af WorldCom og Enron málunum og gjörbreytingu á 8. fyrirtækjatilskipun Evrópusambandsins.  Mjög líklega mun franska fjármálaeftirlitið herða til muna ýmsar reglur og það mun örugglega smitast út.  Fjórða spurningin er hvort þetta mál muni auka á fjármálakreppuna í heiminum eða hvort þetta verði til þess að menn nái að beina athyglinni frá undirmálslánunum og þess vegna létta á kreppunni.  Ný vandamál eiga það oft til að stela athyglinni.  Að minnsta kosti varð þetta mál til þess að tap SocGen vegna undirmálslánanna hvarf í skuggann.


mbl.is Viðskipti stöðvuð með SocGen vegna fjársvika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er leikið um 7. sætið?

Ég hélt að samkvæmt reglum mótsins væri ekki leikið um 7. sætið.  Í staðinn lendir það lið í 7. sæti sem er með betri árangur í 4. sæti í riðlunum tveimur.  Sjá reglur mótsins á vef EHF.com:

Places 7 to 12

The teams ranked fourth (4) to sixth (6) in each group depart after the completion of the main round. The two teams ranked fourth in the main round will be ranked for the places 7 and 8, those ranked fifth for the places 9 and 10, those ranked sixth for the places 11 and 12 according to the following system:

  • The number of points gained after the end of the main round;
  • In the case that the number of points is the same, the goal difference of all matches shall be the deciding factor;
  • In the case that the number of points and the goal difference are the same, the ranking shall be based on the greater number of plus goals of all matches;
  • In the case that the number of points, the goal difference and the number of plus goals are the same, the team which played in the main round against the highest ranked team according to the final ranking will be ranked higher.

Aftur á móti hafa líkur Íslands á að komast í undankeppni Olympíuleikanna aukist verulega.  Sex þjóðir virðast helst geta orðið Evrópumeistarar, þ.e. Frakkar, Danir, Þjóðverjar, Króatar, Svíar og Norðmenn.  Af þeim er ein þjóð (Þjóðverjar) búin að tryggja sér sæti á Olympíuleikum og aðrar þrjár (Danir, Frakkar og Króatar) búnar að tryggja sér sæti í undankeppninni.  Verði einhver þessara þriggja þjóða Evrópumeistarar eða í 2. sæti á eftir Þjóðverjum fer viðkomandi þjóð beint til Kína og Ísland tekur sæti þjóðarinnar í undankeppninni. (Þetta er sagt með fyrirvara um að í skýringum IHF er þetta hvergi sagt beint, en má aftur lesa á vefnum teamhandballnews.com.)  Verði Svíar eða Norðmenn meistarar eða í 2. sæti á eftir Þjóðverjum, losnar ekkert sæti í undankeppninni.  Komist Ísland í undankeppnina lendum víð í riðli með Póllandi, Argentínu og þeirri þjóð sem endar efst á Evrópumótinu af þeim þjóðum sem ekki hafa tryggt sér sæti í undankeppninni.  Þær þjóðir sem koma til greina eru: Svíþjóð, Noregur, Ungverjaland og Slóvenía.  Sem stendur er Svíþjóð í þessu sæti og það er frekar langsótt að annað hvort Ungverjar eða Slóvenar nái þessu sæti.  Það má því segja að hugsanlega hafi sigurinn í dag skemmt fyrir möguleikum okkar á að komast á Olympíuleikana, svo fáránlegt sem það er.


mbl.is Ísland getur náð sjöunda sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hljómar eins og..

..bloggið mitt frá því fyrir helgi um innbrot í íbúðarhús í Kópavogi.  Það er greinilegt að fólk verður að muna að loka öllum gluggum þar sem aðkoma er auðveld og ekki sakar að setja öryggisfilmu innan á rúður í kringum hurðalæsingar.
mbl.is Brotist inn að degi til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1678172

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband