24.4.2010 | 12:07
Matsfyrirtækin fá útreið hjá bandarískri þingnefnd - Staðfesta það sem ég hef áður skrifað um
Ekkert í þessari frétt Morgunblaðsins kemur mér á óvart. Þetta er nákvæmlega það sem ég hef sagt í nokkrum pistlum mínum um matsfyrirtækin og vinnubrögð þeirra. Líta verður á fyrirtækin sem mjög mikilvægan hlekk í svikamyllu fjármálafyrirtækjanna, t.d. varðandi undirmálslánin. Þessi svikamylla teygði anga sína hingað til lands. Dæmi voru um að skuldabréfaflokkar íslensku bankanna með veði í húsnæðislánum hafi fengið AAA mat, þó svo að enginn aðili hér á landi fékk svo mikið sem AA. Annars er hægt að lesa fyrri pistla mína um þetta með því að fylgja tenglunum hér fyrir neðan:
Hrunið - hlutar 4 og 5: Basel II og matsfyrirtæki (16.2.2010)
Svindl matsfyrirtækjanna og Basel II reglurnar (25.10.2008)
Bandaríkin þurfa að bæta skaðann (17.10.2008) (Lokaorðin eru bæði rétt og röng!)
Löngu tímabær aðgerð (16.10.2008)
Geta þeir ekki hætt þessari vitleysu? (11.10.2008)
Sökudólgurinn fundinn! Er það? (16.9.2008)
Matsfyrirtækin fá ákúru frá SEC og ESB (17.7.2008)
Eru matsfyrirtækin traustsins verð? (3.4.2008)
Eru matsfyrirtækin traustsins verð - hluti 2 (23.4.2008)
Ég geri mér fulla grein fyrir að ekki stenst allt í þessum skrifum þá naflaskoðun sem birtist í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis eða hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarna 18-20 mánuði. En það er samt eiginlega lyginni líkast hve oft mér ratast rétt á. Hafa skal í huga að elstu færslurnar eru meira en tveggja ára gamlar, þ.e. frá því áður en hinn almenni Íslendingur hafði minnsta grun um hvað biði okkar.
Hörð gagnrýni á matsfyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ofmat þessara fyrirtækja á skuldabréfum sem tryggð voru með lélegum og jafnvel sviksamlegum lánveitingum, skapaði þann vanda sem kenndur hefur verið við þessi "undirmálslán". Þessi skuldabréf höfðu verið gefin út að því er virðist óskipulega og seld bönkum út um allan heim með þeim afleiðingum að sama undirliggjandi eignin varð í raun margveðsett og lánin því í reynd ótryggð. Þetta er öðru fremur talið hafa hrundið af stað þeirri lausafjárkrísu sem leiddi til fjármálahrunsins.
Meðal þeirra banka sem fengu að kenna á afleiðingum þessa var Kaupþing, sem eignaðist svona eiturbréf að nafnvirð 20 milljarða við kaupin á hollenska bankanum NBIC en færði þau í dótturfélag til að þurfa að ekki að afskrifa þessi eiturbréf í bókhaldi bankans. Bréf voru auðvitað fölsun alveg frá byrjun, en eftir að vandamálið komst í hámæli urðu falsanir á borð við þær sem hér er lýst enn víðtækari þegar margar fjármálastofnanir þurftu að berjast fyrir lífi sínu út af þessu.
Ég vil benda áhugasömum á mjög upplýsandi greinar sem eru skrifaðar af manni sem vann við hugbúnaðargerð fyrir eitt af þeim fyrirtækjum sem voru hvað duglegust við að framleiða þessa eiturpappíra. Ég vara ykkur samt við, það er hætt við að fólki ofbjóði lesningin:
Life Inside a Wall Street Chop Shop in 2006
“Lehman Was the Leading Purveyor of Liar’s Loans in the World” — Incidents of Fraud at 90%
P.S. Fyrst að Bretar ætlast til að við bætum þeim það tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna Landsbankans, þá ætti íslenska sendinefndin að spyrja á móti: "Og hvenær ætlið þið að senda reikning til Washington fyrir tjóninu af völdum glæpastarfsemi Lehman Brothers og Goldman Sachs?"
Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2010 kl. 12:43
LOKSINS
Samt sem áður halda þessi fyrirtæki áfram að "meta" eins og ekkert hafi misfarist.
Hver er ábyrgð þessara aðila? Engin???
Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.4.2010 kl. 13:22
já tími til kominn að það skyldi vera bent á þetta. tvímælalaust ein af skýringum hrunsins.
Þórarinn (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 15:57
Þakka gott efnisval og góðar upplýsingar að venju
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.