11.10.2008 | 22:11
Geta þeir ekki hætt þessari vitleysu?
Enn halda matsfyrirtækin að níðast á íslenskum fyrirtækjum. Og hver er tilgangurinn? Það eru sjálfuppfyllandi spádómar þessara matsfyrirtækja sem í raun hafa valdið mestum skaða hér á landi. Það er enginn vandi fyrir matsfyrirtækin að spá versnandi horfum, þegar þau eru sjálf búin að skerða lánamöguleika með mati sínu. Þetta er svo mikið bull, að stundum held ég að það sé sömu samráð við útgáfu lánshæfieinkunna fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki og var á milli matsfyrirtækjanna og mats þeirra á verðlausum pappírum fjárfestingabanka í Bandaríkjunum. Þá á ég við undirmálslánavafningana.
Það er eins og þau kunni ekki að skammast sín fyrir þann skaða sem þau hafa valdið fjármálakerfi heimsins. Nei, það skal gengið lengra og engu er vært. Bara svo ég rifji hér aðeins upp:
Í júní fór bandaríska fjármálaeftirlit, SEC, í heimsókn í nokkur matsfyrirtæki. Frumniðurstaða þeirrar heimsóknar var að fyrirtækin hefðu orðið uppvís að alvarlegum hagsmunaárekstrum, þegar þau voru m.a. að meta verðbréf sem tryggð voru með undirmálslánum og öðrum eignum. Dæmi voru um að sami starfsmaður sá um samninga við fjármálafyrirtæki um mat og framkvæmdi matið. Matsfyrirtækin brutu ítrekað verklagsreglur sínar um framkvæmd mats. Og þau voru sökuð um að beita ótrúverðugum aðferðum við að meta pappírana. Það sem meira er, SEC fann dæmi um að matsfyrirtækin hafi komið með ráðgjöf um það hvernig fjármálafyrirtæki gætu breytt vafningum sínum til að hækka matið! Ég spyr bara: Eru þessi fyrirtæki trúverðug?
En skandalnum er ekki lokið. Í skýrslu SEC með frumniðurstöðum þá er að finna ólýsanlega fáránlega hluti. Hér eru tvö dæmi:
Tölvupóstur sendur 15. des. 2006 milli tveggja greinenda í sama fyrirtæki að lýsa CDO (collateralized debt obligations):
Let's hope we are all wealthy and retired by the time this house of cards falters.''
Pælingar starfsmanns í tölvupósti frá 2004 um hvort viðskiptavinur fari annað ef greiningin sé óhagstæð:
I am trying to ascertain whether we can determine at this point if we will suffer any loss of business because of our decision and if so how much.''
Ég fæ ekki betur séð en þetta þætti glæpsamlegt athæfi, ef þetta ætti sér stað innan verðbréfafyrirtækis.
Skýrslu SEC er að finna í heild á vefsíðu SEC og má nálgast hana með því að smella hér. Ég get bara sagt að málin versna eftir því sem meira er lesið. (Ég bloggaði um þetta í júlí og má lesa þá færslu hér.)
Í myndbandi hjá Láru Hönnu Einarsdóttur er að finna ákaflega góða mynd sem lýsir vanhæfi matsfyrirtækjanna ennþá frekar. (Ég man ekki í hvaða hluta fjallað er um þetta, en myndin er þess virði að horfa á hvort eð er.)
Það sem er furðulegast við þessa lækkun lánshæfismats OR nú er að í síðustu viku fékk fyrirtækið stórt lán með 9,8 punktaálagi. Eignir fyrirtækisins eru gríðarlegar og tekjur tryggar. Jæja, þeir hafa sínar reglur.
En eyðileggingarmáttur matsfyrirtækjanna er gífurlegur. Það hefur hrun íslenska bankakerfisins sannað. Það sem meira er, að óvægni þeirra er svo mikil, að í mars þegar allir íslensku bankarnir voru fjármagnaðir meira en ár fram í tímann, þá töldu matsfyrirtækin samt ástæðu til að lækka lánshæfismat sitt á þeim! Gjörsamlega óskiljanlegt. Það var svo á endanum lánshæfismatið sem feldi bankakerfið, vegna ákvæða í lánasamningum. Ef þau hefðu dregið andann djúpt, þá hefðu Landsbankinn og Kaupþing komist í gegnum áfallið sem varð við þjóðnýtingu Glitnis. Nei, matsfyrirtækin unnu hratt og fumlaust. Á einum degi, án þess að heimsækja Ísland, svo ég viti, var fallöxinni beitt. Og við hvin hennar var skorið á lífsnauðsynlegar lánalínur Landsbankans. Þannig varð spádómur matsfyrirtækjanna um greiðsluhæfi bankanna sjálfuppfyllandi.
Raunar var barátta íslensku bankanna orðin vonlaus strax í vor. Mánuðina á undan höfðu matsfyrirtækin lækkað lánshæfismat fyrst eins banka og hinir voru settir á athugunarlista. Vegna þess að bankarnir voru á athugunarlista fór ríkissjóður líka á athugunarlista. Þar sem ríkissjóður fór á athugunarlista endaði á því að bankarnir voru lækkaðir. Eftir lækkun bankanna, lækkaði ríkið. Af þessum ástæðum hækkaði skuldatryggingarálagið. Þar sem skuldatryggingarálagið hækkaði, lækkaði lánshæfismatið fyrst hjá bönkunum og svo ríkinu. Komin var í gang spíral, þar sem með hverri lækkun lánshæfismats hækkaði skuldatryggingarálag sem í staðinn lækkaði lánshæfismat. Ég get ekki að því gert, en stundum finnst mér sem þriðji aðili hafi verið að braska með hinum tveimur. Ég er ekki að segja að svo hafi verið, en miðað við hve ófaglega matsfyrirtækin stóð að mati á undirmálsvafningunum, þá finnst mér það eina skýringin.
Eina leiðin til að rjúfa þennan vítahring, er að Alþjóða greiðslubankinn (Bank of International Settlements) geri óvirkar um stundasakir þessar kröfur um lánshæfismat fyrir fyrirtæki og ríkissjóði frá viðurkenndum matsfyrirtækjum og setji það undir sjálfstæða ákvörðun hverrar lánastofnunar um sig að meta áhættu af útlánum til slíkra aðila. Matsfyrirtækin geta haldið áfram að meta verðbréf, en þar endar starfssvið þeirra. Auk þess eru það mun faglegri vinnubrögð, að lánstaki gefi lánsveitanda fullnægjandi upplýsingar um stöðu sína. Það bætir áhættustýringu þar sem hún verður byggð á upplýsingum frá fyrstu hendi. Og varðandi verðbréfin, þá verði þeim óheimilt að meta verðbréf hærra en undirliggjandi tryggingar segja til um. Þannig hefðu BBB undirmálslán (þar sem þrettánda hvert lán fór í vanskil í Cleveland á árunum 1996 - 2001) aldrei getað endað sem AAA pappírar, en AAA matseinkunn þýðir að ekki geti orðið greiðslufall.
Í lokin vil ég benda á, að fyrir ekki löngu gaf Glitnir út skuldabréf sem fengu feiknagóða einkunn frá viðurkenndu matsfyrirtæki, þrátt fyrir að lánshæfismat bankans væri mun lægra. Þetta á ekki að vera hægt. Það á ekki að vera mögulegt verðbréf fyrirtækis fái umtalsvert hærra mat en fyrirtækið sjálft. Vissulega eru tryggingar að baki öllum slíkum pappírum, en skerist á lánalínur, eins og gerðist í tilfelli íslensku bankanna, þá breytast allar forsendur svo gríðarlega og pappírarnir verða verðlitlir.
Lánshæfiseinkunn OR lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Vegna frétta í fjölmiðlum um að breska ríkisstjórnin muni leggja háar upphæðir til viðbótar inn í bresku bankana, þá velti ég því fyrir mér hvort matsfyrirtækin muni lækka lánshæfismat breska ríkisins, bresku orkufyrirtækin og að ég tali nú ekki um allra bresku bankanna. Ef fyrirtækin eru samkvæm sjálfum sér, þá ætti að fella lánshæfismat þessara aðila allra á sömu forsendum og sambærilegra aðila hér á landi.
Marinó G. Njálsson, 12.10.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.