16.10.2008 | 01:21
Löngu tímabær aðgerð
Ég spáði því í sumar að farið yrði í uppskurð á regluverki fyrir fjármálafyrirtæki. Var það í framhaldinu á því að Evrópusambandið setti ofan í við þann aðila sem hefur haft umsjón með þessum málum, þ.e. Basel-nefndina sem starfar innan Alþjóða greiðslubankans (Bank for International Settlements), og vildi taka stjórnina af þeim að hluta. Nú virðist sem spá mín sé að rætast.
Ekki að það hafi verið flókið að sjá þetta fyrir. Fjármálakerfi heimsins var þá í stigmagnandi vanda sem nú er langt kominn með að fella það. Stórir hlutar fjármálakerfisins hefur fallið utan hins stífa regluverks, sem hefur verið í gildi, og hafa raunar ýmsir aðilar innan kerfisins reynt, eins og kostur er, að sniðganga það með í besta falli vafasömum hætti. Þetta hefur leitt til þess, t.d., að vogunarsjóðir, fjárfestingabankar og matsfyrirtæki hafa getað farið sínu fram án þess að fjármálaeftirlit í ríkjum heims hafi nokkuð um það að segja. Nú er svo komið að þessir aðilar, þ.e. vogunarsjóðirnir, fjárfestingabankarnir og matsfyrirtækin, eru á góðri leið með að steypa hagkerfi Vesturlanda í gjaldþrot. Og hrynji þau, verður lítið eftir, þar sem flest allir aðrir munu fylgja eftir.
Ég held svo sem að ekki sé þörf á að taka stjórnun þessara mála úr höndum Basel-nefndarinnar, en hún þarf greinilega að breyta starfsaðferðum sínum. Þegar litið er yfir lista þeirra sem vinna að leiðbeinandi tilmælum nefndarinnar, þá sker það í augu að þar eru nær eingöngu bankamenn og síðan aðilar frá fjármálaeftirlitum. Þar eru engir aðilar sem koma að pólitískri stefnumótum um bankamál, að ég tali nú ekki um neytendavernd. Það er eins og regluverkið eigi fyrst og fremst að tryggja hag bankanna í staðinn fyrir að tryggja hag hagkerfanna sem bankarnir eru hluti af. Þessu þarf að breyta. Regluverk bankanna verður að taka mið af því að tryggja stöðugleika í hagkerfi hvers lands og heimsins í heild. Það gengur ekki að stórir hlutar þess vinni án eftirlits og geti sett restina í hættum með óábyrgum aðgerðum.
Ég óttast að við séum ekki búin að bíta úr nálinni vegna þeirra fjármálagjörninga sem vogunarsjóðirnir og fjárfestingabankarnir stóðu að. Talað er um að útistandandi séu afleiðusamningar og önnur verðbréf, sem eru utan eftirlits opinberra aðila, upp á hvorki meira né minna en 516.000 milljarðar USD. Þetta samsvarar tífaldri vergri árlegri heimsframleiðslu! Menn hafa miklar áhyggjur af því hvernig muni vindast ofan af þessum vafningum. Ef aðeins 1% af þessum vafningum tapast þýðir það 5.160 milljarða USD sem er meira en sjöföld sú upphæð sem bandaríska stjórnin ætlar að leggja í björgun bankakerfisins. Lendi slíkur skellur á hagkerfi Vesturlanda, þá má búast við að fleira falli en bara íslenska bankakerfið og að heimsmyndin sem við þekkjum í dag verði mikið breytt. Um þessar mundir hriktir í stoðum breska bankakerfisins og þess þýska. Bandaríska bankakerfið er komið í gjörgæslu bandarískra yfirvalda og er líðan sjúklings það slæm að allt lítur út fyrir að fjarlægja þurfi mikið af dauðu holdi og mjög líklega fleiri útlimi en þá tvo sem þegar er búið að taka. Þetta ástand er farið að hafa mikil áhrif á stór og smá fyrirtæki í landinu og m.a. mun General Motors vera í miklum vanda. Slökkvistarfið í Bandaríkjunum er farið að minna æ meira á baráttu við skógarelda. Eina leiðin til að slökkva eldinn er að búa til varnarlínu í góðri fjarlægð frá ofsaeldinum og verjast frá þeim stað. Allt sem er á milli eldsins og varnarlínunnar er tapað, en með þessu er skaðinn lágmarkaður. Þetta hljómar eins og dómsdagsspá. Og ég held að við verðum að fara að viðurkenna að dómsdagur frjálshyggjunnar, frelsis í fjármálaviðskiptum og kapítalismans er að renna upp. Kaldhæðnin er að það er stjórnlaus græðgi þröngs hóps siðlausra bankamanna sem er að valda þessum vanda.
Vilja stokka kerfið upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 1681300
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Frábær grein hjá þér, takk fyrir.
Það er svo sem ekkert nýmæli sem þú bendir á, að bankakerfið sé þannig uppbyggt að það verji fyrst og fremst hagsmuni bankanna sjálfra, en svoleiðis hefur það alltaf verið. Ef það er hinsvegar rétt sem þú bendir á, að enn séu útistandandi vandamál upp á tífalda heimsframleiðslu, þá minnir mig að það sé bara svipaður stuðull og fyrir Ísland, þ.e. að erlendar skuldir þegar allt er talið séu á bilinu 10-12x þjóðarframleiðsla. Ef það er málið að "íslenska þjóðin" sé gjaldþrota eins og sumir vilja nú meina, þýðir þetta þá ekki að í raun sé allur heimurinn gjaldþrota? Hver er það þá sem á veðin, hver mun koma að innheimta þessar skuldir, og kannski það mikilvægasta af öllu: hvern á svo að tilnefna sem skiptastjóra yfir þrotabúinu?!
Þetta eru svo stórar spurningar að ég á allt eins von á því að fátt verði um svör... allavega af því tagi sem venjulegt fólk skilur.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2008 kl. 13:41
Takk fyrir það, Guðmundur.
Mig langar að bæta við hér athugasemdum sem hafa verið að birtast við grein Eiríks Bergmanns Einarssonar á vef the Guardian:
Marinó G. Njálsson, 16.10.2008 kl. 13:52
Hér er svo komið nafnið á manninum sem fann upp CDO:
Þá er bara að fá að vita hvort Ricciardi hafi séð það fyrir sér að uppfinning hans (enduruppfinning) myndi valda svona miklum vanda og hvort hann og félagar hans séu borgunarmenn. Ekki það, að CDOið er sem slíkt ekki vandamálið, heldu er það náttúrulega misnotkun vogunarsjóðanna á því og að SEC og bandarísk stjórnvöld hafi látið þetta óátalið.
Sem má svo sem einnig segja um icesave og íslensku útrásina. Hvorugt var í sjálfu sér hættulegt fyrr en menn gengu lengra en þeir réðu við. Í öllum þessum tilfellum varð snilli mannanna og fyrirhyggjuleysi þeim að falli.
Marinó G. Njálsson, 16.10.2008 kl. 14:37
Og hér er kominn sá sem fann upp credit default swap (skuldatryggingaálag eins og það hefur verið kallað hér á landi):
Marinó G. Njálsson, 16.10.2008 kl. 14:46
Flott blogg.
Það eru menn sem finna upp svona og svo er skortur á eftirliti til að passa upp á að mönnum leyfist ekki hvað sem er. Menn gera það sem þeir komast up með.
Gagnrýni er svo hugtak sem hefur verið á útleið. Allt svo voða frábært og sáralítil krítik í gangi í gegnum þjóðfélagið þvers og kruss. Gagnrýni er grundvöllurinn líka og hún þarf að geta þjónað hlutverki sínu að vera fyrirbyggjandi.
Ólafur Þórðarson, 16.10.2008 kl. 16:26
Sæll Marinó,
Eitt vandamál sem ég hef heyrt utanað mér hér er að vegna þess að þetta dót er ekki undir eftirliti þá hafði enginn raunverulega hugmynd um hvað þetta var mikið. Fyrir 2 vikum eða svo heyrði ég einhverja efnahagsspekinga á NPR - National Public Radio - tala um 5-10.000 miljarða (5-10 trillion) dollara sem er rétt um 1% af því sem þú ert að tala um. Það segir mér að jafnvel sérfræðingar hafi ekki haft hugmynd um hversu hrikalegar fjárhæðir eru bundnar í þessum pappírum. Hálf milljón milljarða er skuggaleg tala!
Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:09
Sæll Arnór, ég hef mínar upplýsingar frá Financial Times og ég býst við að það ætti að vera nægilega áreiðanleg heimild. Auk þess eru nær allar fréttaveitur með þetta, jafnt bandriskar sem aðrar. Talan sem er nefnd er $517 trillion samkvæmt einingahefði ykkar vestan hafs.
Marinó G. Njálsson, 16.10.2008 kl. 19:03
Sæll Marinó,
Það var alls ekki ætlun mín að rengja þær tölur sem þú hefur, heldur benda á hvað þetta hafa verið illa þekktar stærðir vegna þess að þetta er ekki eftirlitsskylt! Eftir á að hyggja þá var þetta sennilega fyrir um rúmum mánuði síðan því ég man að ég var í San Antonio þegar ég heyrði þetta. Það getur líka verið að þessi umræða á NPR hafi eingöngu snúist um bandarísk bréf, það kom aldrei fram í þættinum hvort þetta var á landsvísu eða alþjóðlegar tölur.
Kveðja
Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:57
Gott hjá þér Marinó.
Það er búið að vara við þessu í meira en ár og væntanlega er of seint að bregðast við "flóðbylgjan" er of stór.
Þessar fjármálabólur byggjast á því að það sé stöðugur vöxtur í efnahagslífinu sem pumpar í þær lofti og þegar það hættir springa þær eins og við höfum upplifað. ".com" bólan sprakk með hvelli fyrir nokkrum árum, fasteignabólan er að springa í USA og Englandi og gerir það núna bráðlega á Íslandi.
Ísland var því miður nánast ein allsherjar fjármálabóla, enda lítið sem ekkert á bak við þetta og ótrúlegt eftir á að hyggja að fólk lét blekkjast af þessu. Einstaklingar "spörkuðu" á milli sín fyrirtækjum og fylltu þau af lofti og juku verðmæti og skráð "loft" þeas. viðskiptavild ofl. jók þeirra verðmæti. Þessi verðmæti voru síðan notuð sem veð til að fjármagna ennþá meiri útþenslu og þannig áfram.
Þessi tími er liðinn. Þetta er að gerast í öllum heiminum og það veldur falli á hlutabréfum, loftið sem er búið að pumpa inn á markaðinn er að fara út úr hagkerfinu. Það er náttúrulega ákaflega erfitt að meta hversu mikið loftið er en það er væntanlega mismikið og Ísland er væntanlega versta dæmið. Það er stór hætta á að þetta muni leiða til kreppu og samdráttar. Það virðist sem kerfið er rotið við rót. Eins og þú bendir á. Það eru matsfyrirtækin, fjárfestingabankarnir, fyrirtæki og stjórnvöld. Það þarf að gera stórfelda umbreytingu á alþjóða fjármálakerfinu. Tel ég að skuldugar þjóðir eigi erfitt uppdráttar í nýja hagkerfinu.
Það eru háværar raddir í Noregi að láta Íslendinga fá lán og það væri einfalt. Það var ansi áhugavert viðtal við norska seðlabankastjórann, þar kom óbeint fram að norski, sænski og danski seðlabankinn virðast hafa komið sér saman um að bakka upp endurreisnaráætlun fyrir Ísland. Þeir vilja ekki lengja í hengingarsnörunni fyrir okkur með að henda á eftir okkur peningum. Þeir vilja lækningu. Menn undrast það einnig að ekki hefur verið sóst eftir fagþekkingu frá norðurlöndum um endurreisn bankakerfa. Hér sjáum við hverjir eru okkar raunverulegu vinir og frændur. Hann nefndi það að það að þeir vilja að Ísland setji upp áætlun í gegnum IMF og síðan muni þeir bakka upp. Þetta verður sársaukafullt en vonin er endurreisn innan fárra ára. Sé að íslenskir stjórnmálamenn vilja rússneskt lán og "mjúku" leiðina en hún getur falið í sér einangrun og að við skröpum botninn árum og áratugum saman.
Gunn (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:29
Takk, Gunn. Fjölmiðlar hér á landi eru svo uppteknir af því að fjalla um Bretland og síðan afhjupanirnar hérna, að enginn virðist hafa tíma til að leita til hlutlausra erlendra sérfræðinga eða komast að hvað Norðurlandaþjóðirnar eru tilbúnar að gera.
Þú verður bara að taka að þér þetta hlutverk.
Marinó G. Njálsson, 17.10.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.