17.10.2008 | 14:54
Bandaríkin þurfa að bæta skaðann
Ég er kominn á þá skoðun, að alþjóðasamfélagið eigi að gera þá kröfu á Bandaríkjamenn að þeir bæti því þann skaða sem fjárplógsstarfsemi bandarískra fjármálafyrirtækja hefur valdið heiminum. Bandarísk stjórnvöld létu það líðast að fjárfestingabankar og vogunarsjóðir störfuðu án eftirlits og versluðu með svikapappíra. Þau létu það líðast að matsfyrirtækin Moody's og Standard & Poor störfuðu án eftirlits. Niðurstaðan er stærsta svikamylla sem heimurinn hefur séð. Með græðgi og ótrúlegri ósvífni hefur hinn eftirlitslausi hluti bandaríska fjármálageirans stefnt hagkerfi heimsins í gjaldþrot. Menn komust upp með að fara á svig við eftirlit bandaríska fjármálaeftirlitsins með því að kalla gjörninga ekki lögformlegum nöfnum og bandaríska fjármálaeftirlitið lét það gott heita!
Það er eðlileg krafa að bandarísk stjórnvöld axli ábyrgð sína, loki þeim fyrirtækjum sem hér hafa staðið að verki, frysti eigur þeirra og eigenda þeirra, sæki viðkomandi til saka og greiði fyrir skaðann.
Fall íslensku bankanna er bein afleiðing af þessu rugli í Bandaríkjunum. Umfang tjónsins, sem fallið hefur valdið, er fyrst og fremst íslenskum bankamönnum að kenna. Ég vil gera skýran greinarmun á þessu tvennu.
Bush: Stöndum frammi fyrir alvarlegri fjármálakreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 425
- Frá upphafi: 1680811
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það verður erfitt að sækja rétt sinn þar eins og þessi grein fjallar um.
Mestallur vestrænn heimur ákvað sjálfur meðvitað að fylgja frjálshyggjunni sem kom jú frá BNA (og IMF). Sökudólgarnir eru margir. Hér er minn listi:
Friedman, Reagan, Gingrich, Greenspan, Clinton, Gramm, ... hann er langur þessi listi. Nærri allt Ameríkanar. Kannski Thatcher frá Evrópu. Á Íslandi geta menn auðveldlega búið til nokkuð stuttan lista.
Guðmundur (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:03
Og hvað haldið þið að þeir hafi verið að semja um við Kínverja á G7 fundinum um daginn? Innflutning á núðlum eða hvað?
Kínverjar eiga stærsta hlutann af vöruskiptahalla Bandaríkjanna, því næst Rússar o.fl. Þú mátt gjarnan fara og stilla þér upp í röðinni fyrir hönd Íslands, ég skal vera með þér (í anda). ;)
Lengi lifi byltingin!
Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.