Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin þurfa að bæta skaðann

Ég er kominn á þá skoðun, að alþjóðasamfélagið eigi að gera þá kröfu á Bandaríkjamenn að þeir bæti því þann skaða sem fjárplógsstarfsemi bandarískra fjármálafyrirtækja hefur valdið heiminum.  Bandarísk stjórnvöld létu það líðast að fjárfestingabankar og vogunarsjóðir störfuðu án eftirlits og versluðu með svikapappíra.  Þau létu það líðast að matsfyrirtækin Moody's og Standard & Poor störfuðu án eftirlits.  Niðurstaðan er stærsta svikamylla sem heimurinn hefur séð.  Með græðgi og ótrúlegri ósvífni hefur hinn eftirlitslausi hluti bandaríska fjármálageirans stefnt hagkerfi heimsins í gjaldþrot.  Menn komust upp með að fara á svig við eftirlit bandaríska fjármálaeftirlitsins með því að kalla gjörninga ekki lögformlegum nöfnum og bandaríska fjármálaeftirlitið lét það gott heita!

Það er eðlileg krafa að bandarísk stjórnvöld axli ábyrgð sína, loki þeim fyrirtækjum sem hér hafa staðið að verki, frysti eigur þeirra og eigenda þeirra, sæki viðkomandi til saka og greiði fyrir skaðann.

Fall íslensku bankanna er bein afleiðing af þessu rugli í Bandaríkjunum.  Umfang tjónsins, sem fallið hefur valdið, er fyrst og fremst íslenskum bankamönnum að kenna.  Ég vil gera skýran greinarmun á þessu tvennu.


mbl.is Bush: Stöndum frammi fyrir alvarlegri fjármálakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður erfitt að sækja rétt sinn þar eins og þessi grein fjallar um.

Mestallur vestrænn heimur ákvað sjálfur meðvitað að fylgja frjálshyggjunni sem kom jú frá BNA (og IMF).  Sökudólgarnir eru margir.  Hér er minn listi:
Friedman, Reagan, Gingrich, Greenspan, Clinton, Gramm, ... hann er langur þessi listi.  Nærri allt Ameríkanar.  Kannski Thatcher frá Evrópu.  Á Íslandi geta menn auðveldlega búið til nokkuð stuttan lista.

Guðmundur (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hvað haldið þið að þeir hafi verið að semja um við Kínverja á G7 fundinum um daginn? Innflutning á núðlum eða hvað?

Kínverjar eiga stærsta hlutann af vöruskiptahalla Bandaríkjanna, því næst Rússar o.fl. Þú mátt gjarnan fara og stilla þér upp í röðinni fyrir hönd Íslands, ég skal vera með þér (í anda). ;)

Lengi lifi byltingin!

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 1680811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband