16.9.2008 | 21:52
Sökudólgurinn fundinn! Er það?
Jæja, nú er leitin af sökudólginum hafin og menn ætla að einblína á afleiðurnar. En eru afleiðurnar ekki saklausar í sjálfu sér meðan menn skilja eðli þeirra og afleiðingar. Er það ekki miklu frekur vandamálið, að menn bjuggu til svo miklar flækjur að enginn vissi í raun hvaða verðmæti stóðu á bak við flækjuna. Þegar einhverjum tókst að búa til pening úr svona flækju, þá reyndu aðrir að búa til ennþá meiri flækju. Að lokum höfðu menn ekki hugmynd um hvort flækjan var í plús eða mínus. Þeir einstaklingar sem sáu um áhættustjórnun hjá fjármálafyrirtækjunum féllu á prófinu.
Undirmálslánavafningarnir eru skýrasta dæmið um þetta. Menn hentu þar saman alls konar lánum með mismunandi áhættuvægi til þess eins að rugla kaupanda vafningsins. Kaldhæðnin í þessu var síðan að sá aðili, sem átti að meta þessa vafninga, þ.e. matsfyrirtækin, tók þátt í því að blekkja kaupendurna með því að ráðleggja seljandanum um að hvernig væri hægt að gera vafasama pappíra minna vafasama.
Það er eins og menn hafi gleymt þeirri grundvallarhugsun í áhættustjórnun, að maður byggir ekki örugga byggingu á undirstöðu þar sem sumir hlutar hennar eru í lagi og aðrir í molum. Kannski er þessi samlíking ekki alveg sanngjörn, þar sem flest bendir til þess að grunnvarningurinn hafi verið traustur, þ.e. það sem við getum kallað "frum-afleiður". Vandamálið er því líklega frekar eins og með World Trade Center. "Árás" á undirstöðurnar var hrundið, en með "árás" ofar í vafningakeðjunni, þá tókst að koma af stað keðjuverkun sem varð til þess að allt hrundi. (Ég nota "árás", þó alsendis sé óvíst að nokkuð hafi verið um árás að ræða. Frekar ætti að tala um galla eða svikna vöru.)
Matsfyrirtæki hafa þegið háar þóknanir fyrir að meta svona vafninga í eignasöfnum fyrirtækja. Það er alveg ljóst í mínum huga að ábyrgð þeirra er mikil. Raunar hef ég áður gengið svo langt að segja að þau hafi ekki verið starfi sínu vaxin. (Fyrir utan að sýna gróflega vanhæfni með því skilja ekki á milli ólíkra starfsþátta, þ.e. ráðgjafar, sölu og mats.) Það tekur því kannski ekki að hegna matsfyrirtækjunum fyrir afglöp sín. Einhver verður að halda hlutverki þeirra áfram og það er líklegast alveg eins gott að þessi þrjú fyrirtæki haldi því áfram, eins og að þau séu gerð gjaldþrota og ný matsfyrirtæki rísi úr ösku þeirra. Það yrði hvort eð er sama fólkið sem færi til starfa hjá hinum nýju fyrirtækjum. (Innihaldið er það sama, þó skipt sé um umbúðir.)
Það er mín skoðun, að ef matsfyrirtækin hefðu staðið sig í stykkinu, þá hefðu þau aldrei samþykkt sífellt flóknari afleiðusamninga og vafninga. Þau hefðu lækkað slíka pappíra í einkunn eftir því sem flækjustig þeirra hefði aukist. Enn og aftur er ég bara að líta á þetta út frá grundvallarreglu áhættustjórnunar, en þar er ein sem segir, að eftir því sem fleiri hreyfanlegir hlutir eru í vél, þá aukast líkurnar á því að hún bili. Fleiri umbúðir og þykkari kassi breyta því ekki neitt. Það er mechanisminn sem ræður því hvort bilun verður. Þetta á líka við um fjármálavafninga. Það er því alveg sama hvað menn verða duglegir að finna vörur og þjónustur sem klikkuðu, sbr. fréttaskýring mbl.is, þetta snýst allt um áhættustjórnun og hún klikkaði. Hún klikkaði m.a. vegna þess að menn treystu matsfyrirtækjunum og ekki síður vegna þess að menn skildu ekki hvað þeir voru með í höndunum. Áhættulíkönin gefa eingöngu rétta niðurstöðu, ef inn í þau fara réttar upplýsingar og stillingar þeirra eru réttar. Hér brást greinilega þetta tvennt, þ.e. einkunnir matsfyrirtækjanna voru rangar og stillingar sem endurspegla áttu stigmögnun vandans virðast hafa verið rangar. Afleiðurnar sjálfar gerðu ekkert af sér. Að kenna þeim um, er eins og að kenna hraðskreiðum bíl um að maður hafi verið tekinn fyrir of hraðan akstur. Það var áhættustjórnunin sem brást vegna þess að treyst var í blindni á matsfyrirtækin. Rubbish in - rubbish out. Svo einfalt er það.
Fréttaskýring: Afleiðurnar undirrót bankahrunsins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 216
- Frá upphafi: 1679949
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 197
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þegar allt kemur til alls byggjast viðskipti á trausti, annað hvort treystir maður sínum bissnesspartner eða ekki. Þótt hægt sé að gera áhættumat gleymir maður sér þegar hann virðist traustsins verður.
Ég sparaði í íslenskum krónum án þess að skilja á hvílíkum brauðfótum íslenskt efnahagslíf var af því ég treysti stjórnvöldum -- og sýp nú seyðið af því. Það má segja að krónan hafi verið afleiða sem ég skildi ekki en keypti samt.
Kári Harðarson, 17.9.2008 kl. 07:43
Góður pistill hjá þér. Það er satt að þetta var orðið óhemjufókið þessir vafningar en það var nú líka reyndar þannig að margir höfðu hag af því að blöffa, að láta ágóðavonina sýnast meiri en nokkur innistæða var fyrir.
Allt ábyrgt fjármálafólk hefur fyrir löngu síðan séð að þetta var eitthvað meira en lítið í ólagi. það er ekki hægt að búa til peninga úr engu - það verða að vera raunveruleg verðmæti á bak við.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.9.2008 kl. 08:01
Kári, helsta ástæða fyrir því að áhættumat klikkar, er að menn meta áhættuna með hliðsjón af þeim ráðstöfunum sem hafa verið gerðar. Áhættumat verður að framkvæma óháð því sem gert hefur verið. Ráðstafanirnar eiga að skoðast eftir á og vera viðbrögð við niðurstöðum matsins, en ekki hafa áhrif á niðurstöðurnar.
Marinó G. Njálsson, 17.9.2008 kl. 09:14
góð grein. það er ekki röng ákvörðun fyrir einstaklinga (eða smábæji í Noreigi) að kaupa í þessum vafningum vegna þess að þeir fengu háa einkun hjá matsfyrirtækjum og það er skiljanlegt að liðið á Wall street hugsa bara um peninga og selja vafninga þrátt fyrir að vita að þeir eru einskis viðri. En það er slæmt þegar matsfyrirtæki sjá þetta ekki. Matsfyrirtæki eiga að vera traustsins verð.
Haukur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.