Leita í fréttum mbl.is

Dropinn holar steininn - Bankar og þingmenn hlusta á HH

Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir því af eldmóði frá því að samtökin voru stofnuð í janúar, að komið væri til móts við kröfur samtakanna um leiðréttingu þeirra lána sem blásist hafa út á undanförum tæpum tveimur árum.  Við höfum beitt fyrir okkur alls konar rökum, en þau mikilvægustu eru réttlæti, skynsemi og sokkinn kostnaður.  Nú virðist með sem dropanum hafi tekist að hola steininn.

Á fundi í gær (miðvikudag) með Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra Nýja Kaupþings, og Helga Bragasyni, lánastjóra, kynntu þeir fyrir okkur aðferð sem Kaupþing býður viðskiptavinum sínum.  Aðferðin felst í því að lækka höfuðstól yfirveðsettra skulda í 80% af veðhæfi/fasteignamatsverði og breyta öllum lánum í verðtryggð krónulán, hámark 30% til viðbótar eru færð í svo kölluð BIÐLÁN og það sem umfram er verður afskrifað/gefið eftir.  Biðlánin eru óverðtryggð og vaxtalaus til 2-3 ára, en að þeim tíma liðnum er staðan endurmetin.  Endurmatið getur m.a. leitt til þess að um frekari eftirgjöf verður að ræða. Rök Kaupþings fyrir því að fara þessa leið í staðinn fyrir að vísa öllum í greiðsluaðlögun, er fyrst og fremst hversu tímafrek greiðsluaðlögunin er.  Viðskiptavinir eiga ekki að þurfa að óttast að koma verr út úr þessu, þar sem Kaupþing hefur einhliða samþykkt fyrirvara um betri rétt neytenda samanber eftirfarandi yfirlýsingu á vef bankans:

Nýi Kaupþing banki lýsir því yfir að þeir viðskiptavinir bankans sem undirrita skilmálabreytingar húsnæðislána, t.d. vegna greiðslujöfnunar og frystingar, fyrirgeri ekki réttindum sínum til að óska eftir öðrum úrræðum síðar, þ.e. úrræðum sem þegar eru til staðar eða úrræðum sem bjóðast í framtíðinni, enda uppfylli þeir skilyrði fyrir nýtingu úrræðanna. Sama gildir um önnur réttindi sem neytendur kunna að njóta samkvæmt lögum.

Annar banki er einnig (a.m.k. óopinberlega) byrjaður að koma til móts við skuldara.  Hans leið er að taka yfir yfirveðsettar eign og bjóða gamla eigandanum að kaupa hana aftur með 60-80% veðsetningu.  Þá er lánum yfir þessu veðsetningarhlutfalli einfaldlega lyft af eigninni og þau afskrifuð.   Munurinn á þessum tveimur bönkum er að annar miðar við fasteignamatsverð, en hinn við gildandi markaðsverð.  Kaupþing ákvað að sögn Finns og Helga að miða við fasteignamatsverð vegna þess að ekki sé til neitt "markaðsverð" miðað við núverandi ástand á fasteignamarkaði.

Mér sýnist þessar tvær aðferðir geta fallið undir ákvæði reglugerða nr. 534/2009 sem ég fjalla um í færslunni Reglugerð um skattfrelsi eftirgjafar skulda nýtist ekki öllum.  Vissulega mættu þær ganga lengra, þ.e. að taka á vanda þeirra sem ekki eru yfirveðsettir en hafa lent í mikilli höfuðstólshækkun á undanförnum tæplega tveimur árum.

Tillaga Kaupþings er mjög í anda þeirrar tillögu sem ég setti fram 28. september og útfærði nánar 7. október sl.  Get ég því ekki verið annað en sáttur við hana, eins langt og hún nær.  Þetta er ekki fullnaðarsigur, en án efa áfangasigur.

Veðkrafa takmarkist við veð

Lilja Mósesdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Björn Valur Gíslason, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir og Eygló Harðardóttir hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um samningsveð, nr. 75/1997. Frumvarpið er nánast bara eftirfarandi setning:

Lánveitanda sem veitir lántaka lán gegn veði í fasteign sem er ætluð til búsetu samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingaryfirvalda er ekki heimilt að leita fullnustu fyrir kröfu sinni í öðrum verðmætum lántaka en veðinu nema krafa hafi orðið til vegna saknæmra athafna eða meintra brota lántaka á lánareglum. Krafa lánveitanda á lántaka skal falla niður ef andvirði veðsins sem fæst við nauðungarsölu nægir ekki til greiðslu hennar. Með lántaka er átt við einstakling. Með lánveitanda er átt við einstakling, lögaðila eða aðra aðila sem veita fasteignaveðlán í atvinnuskyni.

Fari þetta í gegn er um mjög mikla réttarbót að ræða fyrir skuldara og fagna frumvarpinu mjög.  Ég myndi þó telja að nauðsynlegt væri að þetta tæki til bílalána einnig.  Verður spennandi að sjá hvort frumvarpið fái náð fyrir augum formanna stjórnarflokkanna, en eins og tekið er fram í greinargerð, þá er frumvarpið í samræmi við samþykkt síðasta landsfundar VG.

Þetta mál er eitt af heitustu baráttumálum Hagsmunasamtaka heimilanna og fögnum við framkomu þess ákaflega.  Nú er bara tryggja framgang þess á þinginu.  Miðað við ný viðhorf bankanna til yfirveðsettra eigna, þá er lag að ná fram þessari sjálfsögðu réttarbót.

Reglugerð um skattfrelsi eftirgjafar skulda nýtist ekki öllum

Fjármálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um skilyrði þess að eftirgjöf skulda manna utan atvinnurekstrar teljist ekki til tekna o.fl. nr. 534/2009. Full ástæða er að fagna hugsuninni sem liggur að baki reglugerðinni og verður hún mikil réttarbót fyrirfjölmarga skuldara.  En eingöngu þá sem eru í verstri stöðu!  Skilinn er eftir stór hópur skuldara sem hefur mátt þola mikinn órétt vegna stjórnlausrar hækkunar á höfuðstóli lána langt umfram það sem forsendur lánasamninga gerðu ráð fyrir.  Til þess að njóta skattfrelsisins á sanngjarnri leiðréttingu lána, þá verður fólk nefnilega að vera komið á vonarvöl.

Fyrst skal nefna, að í 1. gr. er fest í reglugerð áralöng viðtekin venja, þ.e. að eftirgjöf skulda í tenglum við nauðasamninga og/eða nauðungarsölu hefur (mér vitanlega) aldrei verið tekjuskattskyld, að minnsta kosti hjá einstaklingum en líklegast ekki hjá fyrirtækjum.  Munurinn á einstaklingi og fyrirtæki er þó, að fyrirtækið á yfirleitt uppsafnað tap, sem hægt er að nota á móti slíkri eftirgjöf, en einstaklingurinn ekki þrátt fyrir að líklegast hefur heimilisreksturinn verið í góðum mínus mörg undangengin ár áður en til eftirgjafarinnar kemur.

Það getur verið að skuldara hafi borið hingað til að gefa eftirgjöf skuldar upp til skatts.  Slíkt hefur bara ekki verið venja.  Fróðlegt væri að vita hve miklar skatttekjur ríkissjóður hefur haft af slíkum málum undanfarin 10 ár.  Hugsanlega eru þær einhverjar, en þá í mjög fáum málum.  Hér skortir mig þekkingu og því vel þegið, ef einhver með betri vitneskju gæti lagt orð í belg.  En sé þetta rétt, sem ég segi, þá er með reglugerðinni verið að rjúfa hefð. 

Greinin sem ég tel rjúfa hefðina, er grein 3. Þar segir:

Eftirgjöf skulda eða niðurfelling ábyrgðar telst ekki til skattskyldra tekna þótt formleg skilyrði 1. gr. séu ekki uppfyllt, ef sannað er á fullnægjandi hátt að eignir eru ekki til fyrir þeim. Það telst sannað að eignir eru ekki til fyrir skuldum þegar gerðar hafa verið ítrekaðar árangurslausar innheimtutilraunir, þar með árangurslaust fjárnám eða allar eignir skuldara eru metnar yfirveðsettar og fullvíst talið að skuldari og eftir atvikum maki séu ófær til greiðslu.

Skilyrði eftirgjafar skv. 1. mgr. er að fyrir liggi með formlegum hætti að skuld eða ábyrgð hafi verið gefin eftir samkvæmt hlutlægu mati á fjárhagsstöðu skuldara, og eftir atvikum maka hans, sem sýni að engar eignir séu til fyrir skuldum og aflahæfi sé verulega skert til greiðslu skulda að hluta eða öllu leyti þegar ákvörðun um eftirgjöf er tekin. Einhliða ákvörðun kröfuhafa er ekki nægileg í þessu sambandi heldur skal hún studd  gögnum hans eða til þess bærra aðila.

Það eru þessi orð:  "Það telst sannað að eignir eru ekki til fyrir skuldum þegar gerðar hafa verið ítrekaðar árangurslausar innheimtutilraunir, þar með árangurslaust fjárnám eða allar eignir skuldara eru metnar yfirveðsettar og fullvíst talið að skuldari og eftir atvikum maki séu ófær til greiðslu."  Skipta má þessu upp í nokkra OG/EÐA liði:

1.  Ítrekaðar árangurslausar innheimtutilraunir, þar með árangurslaust fjárnám:  Ekki er gefinn kostur á samningum milli aðila um mál án þess að árangurslaust fjárnám hafi farið fram.  Mál þurfa að fara í aðfaraferli áður en hægt er að semja um eftirgjöf, sem nýtur skattfrelsis.  Þetta hefur aldrei þurft áður.  Kröfuhafi hefur hingað til getað gefið kröfu sína eftir, svo sem afskrifað eða lækkað höfuðstól, án þess að kröfugreiðandi hafi þurft að greiða tekjuskatt af eftirgjöfinni.

2.  Allar eignir skuldara eru metnar yfirveðsettar..:  Hvað með þá sem tóku lán sem samsvaraði t.d. 30% af veðhæfi fasteignarinnar og er nú komið upp í 70% af veðhæfi vegna annars vegar hækkunar á höfuðstóli og hins vegar lækkunar á fasteignaverði?  Á þetta fólk að þurfa að sætta sig við að þurfa að bera hækkunina bótalaust eða greiða annars tekjuskatt af sanngjarnri leiðréttingu lána sinna?

3.  ..og fullvíst talið að skuldari og eftir atvikum maki séu ófær til greiðslu:  Það er sem sagt ekki nóg með að fólk eigi ekkert lengur eigið fé í fasteigninni sinni, heldur verður það að vera ófært um að greiða.  Þarna hefði verið nóg að fólk sé ófært um að greiða. 

Raunar ætti að vera nóg, að greiðslubyrði hafi aukist verulega, skuldabyrði hafi aukist verulega eða að innheimtuaðgerðir hafi ekki borið árangur.  Útfærsluna er eðlilegt að leggja í hendur kröfuhafa, því það er að lokum kröfuhafinn sem þarf að skera úr hvort betra sé að veita viðkomandi skuldara eftirgjöf eða ekki, sem gæti m.a. falið í sér að setja hann í þrot og láta tilvonandi kaupanda njóta afskriftanna.

Nú verði frumvarp Lilju Mósesdóttur og fleiri um að ekki megi gera kröfu í aðrar eignir skuldara, en það veð sem lagt er undir:

Lánveitanda sem veitir lántaka lán gegn veði í fasteign sem er ætluð til búsetu samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingaryfirvalda er ekki heimilt að leita fullnustu fyrir kröfu sinni í öðrum verðmætum lántaka en veðinu nema krafa hafi orðið til vegna saknæmra athafna eða meintra brota lántaka á lánareglum. Krafa lánveitanda á lántaka skal falla niður ef andvirði veðsins sem fæst við nauðungarsölu nægir ekki til greiðslu hennar. Með lántaka er átt við einstakling. Með lánveitanda er átt við einstakling, lögaðila eða aðra aðila sem veita fasteignaveðlán í atvinnuskyni.

Fari þetta í gegn er um mjög mikla réttarbót að ræða fyrir skuldara.  Ég myndi þó telja að nauðsynlegt væri að þetta tæki til bílalána einnig.

Loks má benda á reglugerð nr. 119/2003 um meðferð krafna Íbúðalánasjóðs sem glatað hafa veðtryggingu.  Í henni er lýst heimildum ÍLS til að koma til móts við skuldara, sem misst hafa eignir sínar á nauðungarsölu, til að lækka höfuðstól lána sem eftir standa til jafns við innborganir skuldara og að fella eftirstöðvar niður að 5 árum liðnum.  Fróðlegt væri að vita hve margir hafi nýtt sér þetta úrræði og hvort þeir sem nýttu sér það hafi gefið eftirgjöfina upp til skatts.


Hryðjuverkalög vegna þess að Íslendingum tókst ekki á 24 tímum að sannfæra Breta

Hvers konar bull er þetta í Bretum?  Hér er greinilega komin haldgóð rök fyrir því að fara í mál við bresk stjórnvöld fyrir valdníðslu og vanhæfi.  Breska fjármálaráðuneytið segir "að ekki hafi fengist skýr svör frá íslenskum stjórnvöldum um hvernig Ísland ætlaði að axla skuldbindingar sínar vegna innlánsreikninga íslensku bankanna í Bretlandi".  Mér sýnist þetta sanna að Bretar eru eigingjarnir og sjálfhverfir.  Vegna þess að ekki vannst tími til að gefa þeim fullnægjandi svar meðan allt brann á Íslandi, þá "neyddust" þeir til að nýta hryðjuverkalög og frysta eignir Landsbankans í Bretlandi.  Það var ekki einu sinni gefinn kostur á umræðum siðmenntaðra þjóða.  Ég held varla að þetta fari vel í íslenska þingmenn sem eiga að fjalla um Icesave samninginn á næstu vikum.
mbl.is Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8% hátekjuskattur, en 27% "lífeyrisþegaskattur"

Ég skrifaði færslu um þetta fyrr í kvöld. Sjá: Bandormurinn er ómerkileg árás á þá sem minnst mega sín Samkvæmt mínum útreikningi þá fela tillögur ríkisstjórnarinnar í sér allt að 27% "lífeyrisþegarskatt". Já, 27% meðan hátekjuhópurinn greiðir 8% og...

Bandormurinn er ómerkileg árás á þá sem minnst mega sín

Hún er sérkennileg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, þegar kemur að niðurskurði ríkisútgjalda. Fyrsti hópurinn sem ráðist er á með niðurskurðarhnífnum er gamla fólkið og öryrkjarnir. Sá skattur sem þessir hópar þurfa að sitja uppi með er ekki 8%, eins og...

Skoða þarf skyldur SPRON (og Frjálsa) til upplýsingagjafar

Það er nokkuð flóknara að slíta sparisjóði eða banka en öðrum fyrirtækjum. Liggur munurinn í þeim upplýsingum sem fjármálafyrirtæki meðhöndlar fyrir viðskiptavini sína. Í flestum tilfellum er um að ræða upplýsingar sem þurfa ekki aðeins að vera tiltækar...

Hvað þýðir að Ísland geri samning?

Ég hef aðeins verið að glugga í þessa Icesave samninga. Það sem vekur furðu mína að á meðan ríkissjóður Bretlands og hollenska ríkið eru aðilar að samningunum, þá er "Iceland" eða Ísland aðila að samningnum. Hvað þýðir það? Hvernig getur "Ísland" verið...

Breytingastjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu vantar

Ég hef, starfs míns vegna, verið sérlegur áhugamaður um góða stjórnhætti. Þó fókusinn hafi verið á áhættustjórnun, öryggisstjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu, þá er það nú nokkuð þannig að rekstur fyrirtækja snýst meira og minna um þetta. Raunar hef ég...

Mál sem aðrir ættu að fylgjast náið með

Loksins er kominn nógu stór aðili sem getur tekið til varna gegn eignaleigufyrirtækjunum. Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi málsins, þar sem rökin eru öll þau sömu hvort sem um er að ræða 40 vinnutæki, einkabifreið eða húsnæðislán. Get ég ekki...

Traustið hvarf og það þarf að endurreisa

Ekki það að ég sé að mæla með aðferð húseigandans á Álftanesi, en í baráttu minni hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, þá finnur maður fyrir vaxandi gremju hjá fólki yfir úrræðaleysi stjórnvalda og bankanna. Mér finnst t.d. merkilegt að setjast niður með...

Sökudólgurinn fundinn: Markaðsvirðisbókhald eða hvað?

Menn telja sig vera búnir að finna sökudólginn fyrir fjármálakreppunni. Það er ekki léleg efnahagsstjórn eða halli á fjárlögum. Það er ekki óvarlegar lánveitingar og offramboð á lánsfé. Það eru ekki þær aðgerðir sem Alan Greenspan, seðlabankastjóra í...

Það er til betri leið

Ég tel mikla annmarka vera á leið Sjálfstæðismanna sem gerir hana ófæra. Það er hvernig á að halda utan um af hvaða iðgjöldum á að greiða skatt og af hvaða iðgjöldum er ekki búið að greiða skatt. Ég hef hér á blogginu mínu ýjað að annarri leið og raunar...

Myndi þetta gerast á Íslandi?

Á vef Daily Telegraph er frétt þar sem segir að KPMG standi frammi fyrir 1 milljarðs dollara lögsóknar vegna undirmálslánafyrirtækisins New Century Financial Corporation. New Century fór á hausinn og nú hafa kröfuhafar fyrirtækisins stefnt KPMG fyrir að...

40% í fastar afborganir lána er ekki viðráðanlegt

Ég var á þessum fundi í dag og gerði nokkrar athugasemdir við framsetningu gagna. Ég spurði hvernig menn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri viðráðanleg greiðslubyrði að greiða 40% ráðstöfunartekna í fastar afborganir lána. (Að vísu vantar LÍN...

Ferð leiðsögunema um Ísland

Dagana 13. - 18. maí sl. fór ég í hringferð með samnemendum mínum við Leiðsöguskólann. Þetta er svona síðasta æfing leiðsögunemans áður en honum er hent út í alvöruna. Ég ritaði greinarkorn um ferðina og er hana að finna á vef Félags leiðsögumanna. Fyrir...

Altarisbríkin er þjóðargersemi

Alabasturstaflan í Möðruvallakirkju er þjóðargersemi og á ekki undir neinum kringumstæðum að flytja úr landi. Það er sorglegt að henni hafi ekki verið gert hærra undir höfði, en þar er hún í flokki með ýmsum öðrum slíkum gersemum. Ég held, að Íslendingar...

Áhugaverð stærðfræði íþróttafréttamanns

Í frétt mbl.is segir: Þjóðverjar unnu Búlgaríu, 54:29, á útivelli í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla. Þetta er stærsti sigur þýska landsliðsins á útivelli síðan 1969 að það lagði Frakka með 20 marka mun, 33:13. Þetta er stórmerkileg...

Silagangur stjórnvald með ólíkindum

Ég get ekki annað en tekið undir með Margréti Kristmannsdóttur, formanni SVÞ. Seinagangur eða silagangur stjórnvalda er með ólíkindum. Um þessar mundir eru 15 mánuðir liðnir síðan krónan féll í byrjun mars 2008. Þá varð vendipunktur í efnahagsmálum...

„Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn“

Mig langar að birta hér bréf Hagsmunasamtaka heimilanna til eftirtalinna aðila: Forsætisráðherra Fjármálaráðherra Viðskiptaráðherra Dómsmálaráðherra Félagsmálaráðherra Allra þingmanna allra flokka Ríkissáttasemjara Stjórnar ASÍ Stjórnar SA Stjórnar SI...

Risaklúður, en samkvæmt lögum

Þá er niðurstaðan komin og hún er eins og menn bjuggust við í gær. Aðeins er búið að lyfta hulunni af stöðunni þannig að við vitum betur um hvað þetta snerist. Innistæður á Icesave í Bretlandi reyndust 4,6 milljarðar punda. Af þeim falla 2,2 milljarðar á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband