Leita í fréttum mbl.is

650 milljarðar er það mikið eða lítið?

Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort þetta eru góðar fréttir eða slæmar fréttir.  650 milljarðar er lægri tala en hæst hefur verið nefnd að félli á Landsbankann/ríkissjóð, en einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að menn hafi verið að vonast eftir að koma tölunni neðar. 

Ekki er víst að nokkuð af þessu falli á ríkið. Verulegar eignir eru á móti hjá Landsbankanum, en málið er að við vitum ekki um verðmæti þeirra.  Annað sem ekki kemur fram í fréttinni er á hvaða gengi þessi tala er fengin.  Ég reikna jú með að 650 milljarðarnir standi sem skuld í pundum en ekki krónum þannig að miðað við gengi í dag, þá erum við líklega að tala um 3,3 milljarða punda.  Endanleg tala í krónum talið, sem greidd verður, veltur því á gengisþróun, en á móti þá sveiflast krónuverðmæti erlendra eigna Landsbankans líka eftir þessu sama gengi.

Hvort eitthvað af þessu lendir á íslenska ríkinu á eftir að koma í ljós.  Fyrir utan það hvort eignir Landsbankans dugi fyrir þessu, þá þarf líka að taka til skoðunar hvort kröfuhafar Landsbankans sætti sig við að innistæður hafi verið teknar fram fyrir í kröfuröðinni.  Komi í ljós, t.d. eftir dómsmál, að óheimilt hafi verið að breyta kröfuröðinni, eins og gert var með neyðarlögunum, þá gæti hluti af þessum 3,3 milljörðum punda lent á tryggingasjóði innistæðueigenda og þar með á ríkinu og skattgreiðendum.  Spurningin er þá hvort tekið er tillit til slíkrar niðurstöðu í Icesave samningnum.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Þínir menn, kommarnir, skuldbinda þjóðina til að greiða 36 milljarða á ári í vexti af þessu láni - skuld sem okkur ber engin skylda til að greiða, en ESB aðdáendaklúbburinn ákvað að henda á okkur engu að síður til að þóknast ribböldunum í ESB.

Liberal, 5.6.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég kannast ekkert við að nokkrir sem sátu í þessari nefnd eða sitja í ríkisstjórn í dag flokkist undir "mína menn".  Nú ert þú að fara mannavillt.

Annars hélt ég að það hefðu verið "þínir menn", þ.e. þeir vildu fá að fara sínu fram án hafta og ríkisafskipta sem hefðu komið okkur í þessa stöðu.  Mér þykir merkilegt að kenna björgunarliðinum um ekki hafi tekist að koma stórlöskuðu skipinu heilu af strandstað.  Menn geta bara unnið með það sem þeir eru með í höndunum og í þessu tilfelli var búið að valda stórkostlegu tjóni og menn voru að bjarga því sem bjargað varð.

Ég tek svo sem undir eitt, sem mér virðist skína í gegnum orð þín, að æskilegt hefði verið að láta reyna á ábyrgð ríkissjóðs fyrir dómstólum.

Marinó G. Njálsson, 5.6.2009 kl. 14:26

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Marinó,

Vandinn við þetta mál er sá hugsunarháttur að frestun á láni sé einhver lausn. Rétt eins og fyrir heimilin er mikil hætta á að þetta sé aðeins lenging á hengingarólinni. 

Með bestu kveðju,

Hrannar

Hrannar Baldursson, 5.6.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Pétur Fannberg Víglundsson

Við borgum sem sagt ekkert af höfuðstólnum né vöxtunum í 7 ár. Björtustu vonir segja að eignirnar dugi fyrir 95% af skuldinni en svörtustu 75%. Eftir 7 ár verða 250 milljarðar lagstir á höfuðstólinn vegna vaxta...semsagt orðið að 900 milljarða króna skuld. Björtustu vonir eru þá 45 milljarða skuld á endanum sem fellur á ríkissjóð og svörtustu 225 milljarða skuld..........en auðvitað gæti ég verið að hugsa þetta vitlaust.

Pétur Fannberg Víglundsson, 5.6.2009 kl. 14:48

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gamla íslenska þjóðráðið að skella þessu á Visa rað, bregst varla. Það þarf ekki að hugsa um afleiðingar fyrr en síðar, þótt vextirnir séu um 5 km langt fimmþúsundkallabúnt á ári. Gíraðu þetta niður í 6.5 milljóna lán fyrir þig á sömu vöxtum, reiknaðu inn verðbólgu, hækkun vísitölu og jafnvel atvinnuleysi á meðan birgðir endast í þeim sjóði. Hvernig kemurðu út úr því? Það er um það bil, sirka, nokkurnvegin staðan, sem verið er að setja landið í.

Hér eru svo smá vangaveltur um 1000 milljarða, sem ég setti fram um daginn. http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/entry/834600/

Ágætur samanburður.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2009 kl. 14:49

6 Smámynd: Pétur Fannberg Víglundsson

En þetta eru auðvitað hugsað út frá því að ekkert gerist í millitíðinni hvað varðar sölu eigna og fleira og fleira...sem auðvitað engar líkur eru á.

Pétur Fannberg Víglundsson, 5.6.2009 kl. 14:49

7 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Er ekki mál nr. 1 að komast að því hvort okkur ber lagaleg skylda til að greiða þetta. Er ekki hægt að láta skuldaumsýslufélag bera ábyrgð á þessu, en ekki ríkissjóð beint.

Ef þetta er einhverskonar aðgangseyrir að EndemisSkaðlegumBullsamtökum sem hafa blindað Samfylkinguna og heilaþvegið.

Axel Pétur Axelsson, 5.6.2009 kl. 15:08

8 Smámynd: Pétur Fannberg Víglundsson

Ég held að þetta sé nú fyrst og fremst aðgangseyrir að samfélagi þjóðanna...

Pétur Fannberg Víglundsson, 5.6.2009 kl. 15:15

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Frásagnir frá lánsbeiðendum sem eftir 5 mínútna rýni var hafnað af Kaupþingi í London, sökum lélegra viðskiptahugmynda, eða illa ígrundaðra fjárfestingatækifæra. Þeir hinir sömu gengu þá til Landsbankans og þar var þeim tekið opnum örmum og þaktir fé.
Miðað við ofantalið, leyfi ég mér að efast mjög um gæði þessara eigna Landsbankans (lán o.fl.). Enda hvernig á nokkur að leggja mat á þennan gjörning út frá óþekktum stærðum.

Haraldur Baldursson, 5.6.2009 kl. 15:19

10 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Pétur; ef þú hefur skoðað landakortið þá er heimurinn miklu stærri en Evrópa !

Við höfum ekkert að gera í samskipti sem knésetja þjóðina fjárhagslega. Betra að stunda sjálfsþurftarbúskap í einhvern tíma.

Axel Pétur Axelsson, 5.6.2009 kl. 15:22

11 Smámynd: Pétur Fannberg Víglundsson

Þegar ég sagði samfélagi þjóðanna þá var ég að vísa í heiminn allan (hann er væntanlega byggður á alþjóðasamningum og vissum leikreglum) en ekki ESB. Það er hins vegar sjálfsagt mál að ræða afleiðingar þess að borga ekki skuldir okkar...mér finnst afleiðingar þess alls ekki hafa verið útskýrðar næginlega vel.

Pétur Fannberg Víglundsson, 5.6.2009 kl. 15:29

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Axel, þetta er margþætt mál:

1.  Þá skal Landsbankinn borga eins og hann getur

2.  Segir EES samningurinn að til skuli vera tryggingasjóður sem ábyrgist upp að EUR 20.887

3.  Eru til íslensk lög sem segja að aðilar að tryggingasjóðnum ábyrgist greiðslur hans ef sjóðurinn á ekki fyrir skuldbindingum sínum

4.  Alþingi setti lög 6. október sem færði innistæður framfyrir í kröfuröð

5.  Geir H. Haarde og Björgvin G. Sigurðsson lýstu því yfir eftir að Landsbankinn hrundi að allar innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar.

Ef atriði 1-3 stæðu hér ein og 4-5 væru ekki, þá væri þetta líklegast ekki svona mikið mál.

Annars er merkilegt að heyra fólk kvarta undan þessum 650 milljörðum, en vera ofsalega sátt við að allar innistæður á Íslandi hafi verið 100% tryggðar.  Það er líklegast svipuð tala.  Skiptir það máli að í öðru tilfellinu eru það útlendingar sem lenda að ósekju í málinu, en í hinu tilfellinu aðilar með íslenska kennitölu?  Mér finnst eðlilegt að eins sé tekið á báðum málum bara til að virða jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Síðan má heldur ekki gleyma því, að með því að breyta kröfuröðinni með neyðarlögunum, þá var í reynd komið í veg fyrir að hærri upphæð lenti á tryggingasjóðnum en raun ber vitni og þar sem á ríkissjóði og skattgreiðendum.

Ég veit ekki hvort eignir Landsbankans duga fyrir Icesave skuldbindingunum.  Fyrrum bankastjórar hans fullyrða það.  Erlendar eignir bankans voru taldar veru rúmlega 2.000 milljarðar.  Eitthvað af því er tapað, en hvað vitum við, "sveppirnir".  Við vitum heldur ekki hvað gerist, ef eignir Landsbankans duga fyrir meira en 650 milljörðum plús vöxtum.  Það er bara allt of mikil óvissa í þessu máli itl að vita hvort við vorum að gera góðan samning eða semja af okkur.

Marinó G. Njálsson, 5.6.2009 kl. 15:39

13 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég skil ekki er að hvernig er hægt að semja um eitthvað sem er ekki á ábyrgð Íslands, Bretar settu jú hryðjuverkalög á Landsbankann, frystu alla eigur og yfirtóku bankann í Bretlandi og þá hefði ég haldið að ábyrgðin væri þeirra þar sem þetta er jú eignarupptaka Breta á bankanum og það á við bæði skuldir og eignir, alveg furðulegt að bjóðast til að borga eitthvað sem okkur varðar ekkert um.

Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 15:56

14 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Marinó, hvers vegna finnst mér einsog stjórnvöld séu í, eins og kallað var í gamla daga, drulluMixi, þegar menn gerðu við tæki og tól með snærisspottum.

Þetta hlýtur að vera tiltölulega einföld særðfræði og bókhaldsatriði hvernig hlutirnir eru framkvæmdir og/eða gerðir upp. Getur verið að allt þetta drulluMix sé til að verja annarlega sérhagsmuni ?

Ef maður fer í leik og býst við að tapa 14-0 en tapar bara 12-0 er maður þá sigurvegari ?

Axel Pétur Axelsson, 5.6.2009 kl. 15:58

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Axel, ég held að það sé nokkuð öruggt, að stjórnvöld vita betur um stöðu þessa máls og margra annarra en við "sveppirnir".  Líklegast er skýringin fyrir leyndinni að eitthvað makk er í gangi eða að þarna eru atriði sem ekki þola dagsljósið.  Af hverju hefur t.d. aldrei komið fram hve háar Icesave innistæðurnar voru?  Eða hvernig þær skiptast á milli einstaklinga og annarra?  Eða hve stór hluti þeirra er dekkaður af EUR 20.887 tryggingunni?  (Þetta síðasta á líka við hér á landi.) 

Mér finnst fjölmiðlar hafa klikkað dálítið að þessu leiti, þ.e. að spyrja ekki réttra spurninga á blaðamannafundum.  Menn eru oft svo æstir að koma "sinni" spurningu að, að þeim yfirsést eftirfylgnispurningin við atriðunum sem komu fram í síðasta svari.  Gott dæmi um þetta var á fundi AGS um daginn.  Þar segir fulltrúi AGS að Ísland sé fullfært um að greiða skuldir sínar.  Þá vantaði spurninguna: "Hvað eru skuldir Íslendinga miklar?"  Ég gæti nefnt mýmörg svona dæmi og bara þetta stutta viðtal við Jóhönnu á mbl.is í dag er gott dæmi um glötuð tækifæri.

Marinó G. Njálsson, 5.6.2009 kl. 16:11

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Axel Pétur ég tek undir með þér. Hér eru annarlegir hlutir á ferðinni.

það er einfaldlega búið að skuldbinda þjóðina í hið óendanlega með kúluláni. Um allt annað ríkir óvissa.

Hér er annað hvort spilling eða ótrúleg heimska á ferðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.6.2009 kl. 16:12

17 identicon

Marinó bendir réttiega á að Íslendingar eiga ekki að fá innistæður bættar fremur en útlendingar og þar liggja mannréttindabrot og  ótrúleg  skömm fyrir ísl. yfirvöld.  

Pétur sagði: "Það er hins vegar sjálfsagt mál að ræða afleiðingar þess að borga ekki skuldir okkar." Skuldir okkar?  Hvaða skuldir okkar eru það?

EE elle (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 17:47

18 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Er íslenska ríkið ekki einfaldlega að kaupa ICESAVE-kröfurnar og leggja á móti eignum?

Ef það er sem sagt hægt - - þá er líka hægt að kaupa kröfurnar á föllnu bankana á þeim uppboðsmarkaði sem nú gengur - á 5-25 prósent af nafnverði og leggja á móti eignum.   Með því væri einfalt að fleyta afskriftunum áfram til fyrirtækja og heimilanna!

Lántakendur bíða eftir því að fá forgangsmeðferð til einhvers jafnræðis við innistæðueigendur - hvort sem er í ICESAVE erlendis eða í innlendum sparisjóðsreikningum.

Benedikt Sigurðarson, 5.6.2009 kl. 17:50

19 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Verkefni fyrir Seðlabankann að reyna að bjarga eigin gjaldþroti . . með því að kaupa kröfurnar á afslættinum?  Kannski þeir hafi ekki handbærar lánalínur eða varasjóði?

Benedikt Sigurðarson, 5.6.2009 kl. 17:51

20 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Benedikt, þetta er ein leið til að líta á málið.

Varðandi það að kaupa kröfur á bankana erlendis, þá hef ég aldrei getað skilið af hverju það er ekki gert eða að lífeyrissjóðirnir semji við erlenda aðila sem eru læstir með peningana sína hér á landi.  Mér hefur alltaf þótt þetta einföldustu leiðirnar til að rétta við hagkerfið.

Marinó G. Njálsson, 5.6.2009 kl. 18:11

21 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Ísland á nóg af peningum, það er hægt að kaupa allar skuldir Íslendinga fyrir slikk og leyfa okkur Íslendingum að njóta.

Sem ég segi það er eitthvað annarlegt í gangi á bakvið tjöldin. Það virðist sem atburðarásin sem "hitman" og fleiri lýstu sé í fullum gangi, það er verið að ræna okkur um hábjartan dag.

Axel Pétur Axelsson, 5.6.2009 kl. 18:22

22 identicon

Hvenær...HVENÆR.. ætlar Íslensk alþýða að opna augun og vakna ??

Mesta landráðaverk sögunnar var framið þegar versti leiðtogi Íslands, ef ekki vesturlanda, geir harde, tryggði allar Íslenskar innistæður upp í topp.

Mér sýnist miðað við hve lítið vægi þessi verknaður hefur fengið hingað til , er að almenningur átti sig ekki á afleiðingum þessa verknaðar eða skilji eðli hans.

Tilgangurinn var einn og aðeins EINN.. hann var sá að auðmenn íslands myndu ALDREI tapa krónu, en millistéttin og þær stéttir sem henni neðar sitja, mundu bera allan þungan af glæpum fárra einstaklinga, einstaklinga sem margir hverjir voru í þeim hópi sem átti vel yfir 20 þús evrum á sínum reikningum,(það eru ekki allir sem hafa ráð á því að fá Elton John eða 50 cent til að spila í afmælinu sínu) þessir einstaklingar voru því miður vissulega tryggðir með þessum landráðalögum !!

Mér þætti gaman að vita hversu margir "venjulegir" Íslendingar eiga/áttu innistæðu yfir 20 þús evrum í byrjun okt á síðasta ári ?? Þá er ég að meina innistæðu sem ekki þörf var á að nota (ekki millibilsástand vegna sölu á fasteign eða öðru verðmætum sem komið var í verð) ??

Þessi glæpur er svo illur að hann þarf í raun tvo stofna til að geta þrifist. Stofn eitt gefur að Íslenskir skattgreiðendur þurfa að borga það sem upp á vantar fyrir eðlilega tryggingu ríkisins , t.d fyrir einstakling sem átti milljarð inná bankareikningi, þá þurfa skattgreiðendur að borga ca 996 milljónir með skatti sínum svo þessi herramaður haldi sínu.

Hinn stofnin er alþjóðlegur og hefur verri fræ að bera, hann gefur af sér skömm og fordæmingu annara þjóða, þjóða sem réttilega verða grimmar þegar þeirra þegnar eru skildir eftir með sárt ennið og  Íslendingar sem lúta eiga sömu reglum, fá allt sitt bætt.

Ef ríkisstjórnin hefði rannsakað allt í gegn á sínum tíma þá er það, í mínum augum, kristaltært að meiri sátt væri meðal Íslendinga og þeir væru mun viljugri til að takast á við vandamálið .

En nei..ríkisstjórnin gerði ekki neitt, EKKI NEITT, og það eitt er hrein sönnun í mínum augum að fyrst vilji ríkisstjórnarinnar fyrir réttlæti er ekki til staðar, þá  hlýtur ástæðan að vera sú að ráðamenn vilja ekki rannsaka verk sem gæti sett þá sjálfa á bekk grunaðra !!

Ef fólk skoðar ferlið frá falli bankanna með gagnrýnum augum þá HLÝTUR að vakna upp spurning hjá því hversvegna ekkert var skoðað og aldrei mætti persónugera vandamálið, vandamál sem þó aldrei var ófyrirséðar náttúruharmfarir.

Oft er réttilega sagt.. ef eitthvað er of gott til að vera satt..þá er það yfirleitt raunin. Þennan málshátt má einnig túlka sem....ef eitthvað er of ótrúlegt til að vera satt, þá er það yfirleitt raunin !! Þótt"háttvirtir" þingmenn Íslands segist ekkert hafa vitað og segjast vera ærlegir inn að beini, þá er það augljóst að tengsl og getuleysi ráðamenna voru það ótrúleg...að tilviljun og óheppni var ekki um að kenna !!

Og skömmin (og reikningurinn) situr hjá þjóðinni, eins og venjulega.

En þeir sem trúa bullinu sem stjórnvöld bera fram þurfa því miður ekki að borga hærra hlutfall af skuldinni.

runar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:10

23 identicon

Algerlega hitti naglann á höfuðið hjá Runari.

EE elle (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:19

24 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

við getum lært á tvo vegu; 1. af reynslunni eða 2. af sögunni:

http://www.youtube.com/watch?v=bgUODH3EaSA&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=tKBtQMIo9ag&feature=related 

Nú er bara að kaupa popp og kók og horfa :)

Axel Pétur Axelsson, 5.6.2009 kl. 22:54

26 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mér langar til að vita hvort að Bretar hafa uppi sömi kröfur gagnvart Bandaríkjamönnum út af Lemans brother bankanum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.6.2009 kl. 00:12

27 identicon

Sæll Marínó!

Svona upp á grín, varðandi hvort talan sé há eða lág:

Ég var rétt í þessu að reikna það út að vextirnir, 35 milljarðar á ári, eru  tæplega tveggja ára útgjöld ríkisins til allrar háskólastarfsemi á Íslandi, samkvæmt fjárlögum 2009.

(Sjö háskólar + stofnanir, en ekki bókasafn. Liðir 02-201 til 02-299 á fjárlögum= 18, 781 m.kr; sbr:

http://www.althingi.is/altext/136/s/pdf/0481.pdf )

Bestu kveðjur

Karl Aspelund (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband