Leita í fréttum mbl.is

Óskiljanlegur málflutningur ráðherra

Ég á stundum í mestu erfiðleikum með að skilja Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.  Hér kemur enn eitt atriðið sem ég skil ekki í málflutningi hans.  Hann heldur því fram í ræðustóli á Alþingi að

staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. febrúar sl. í gengistryggingamáli gætu lántakendur verið í verri stöðu en annars

og rökstuðningur hans er:

Þá blasir við og það er tiltekið í lögum um vexti og verðtryggingu, að miða beri við vexti sem birtir eru af Seðlabankanum og eru hagstæðustu útlánsvextir á hverjum tíma.

Skoðum nú betur hvar þetta stendur í lögunum. Þetta er í 4. gr. laganna, en hún hljóða svona í heild:

Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. (leturbreyting MGN)

Þetta ákvæði, sem Gylfi vitnar í, á eingöngu við þegar vextir hafa ekki verið tilgreindir í lánasamningnum.  Málið er að í öllum samningunum er "hundraðshlutfall þeirra eða vaxtaviðmiðun" tiltekið.  Greinin sem Gylfa vitnar til á því ekki við.  Auk þess segir í 2. gr. 

Þó er ávallt heimilt að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuldara.

Loks segir í 18. gr. laganna:

Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.

Þegar þetta er allt lagt saman, þá getur lántaki ekki lent í verri stöðu.  Eða það þarf alveg einstaklega einarðan vilja Hæstaréttar til að túlka allan vafa í lögunum fjármálafyrirtækjunum í hag, til að slíkt gæti gerst.  Hef ég enga trú á því miðað við þau dómafordæmi sem Eyvindur G. Gunnarsson benti á í síðasta Silfri Egils.


mbl.is Gætu lent í verri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán í erlendri mynt voru almennt ekki veitt

Enn og einu sinni fer Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í orðaleik til að komast hjá því að taka upp hanskann fyrir lántaka í landinu.  Hann á að vita betur en svo að tala um gengistryggð lán sem lán í erlendri mynt. Hann á líka vita betur en svo að halda, að erlendur gjaldeyrir hafi skipt um hendur í slíkum gjörningum.  Það gerðist ekki.  Af hverju getur Gyldi ekki bara sagt sem er, að fjármálafyrirtæki hafi með gjörningum sínum reynt að fara á svig við lög.  Þetta snýst ekki um óvandaða skjalagerð.  Þetta snýst um að menn voru að leika sér á gráu svæði, að menn höfðu ekki betri skilning á lögunum en raun ber vitni og/eða að menn vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera en vegna þess að enginn kærði þá og að eftirlitsaðilar klikkuðu á vaktinni þá gengu þeir sífellt lengra og lengra.

Það skal þó virða við Gylfa að hann er nota ekki hugtakið erlent lán, í staðinn segir hann "lán í erlendri mynt".  Þar er hann að finna smugu til að skjóta sér inn í og forðast að segja að lánin hafi verið gengistryggð (þó það standi í flestum lánasamningunum) og í tilfelli "erlends láns" þarf útgefandinn að vera með heimilisfestu utan landsteinanna, þ.e. gefið út í erlendri starfstöð erlends lögaðila.  (Sjá nánar færsluna:  Íslenskt lán, myntkörfulán, gengistryggt lán eða erlent lán - hver er munurinn?).

Ég get ekki annað en fagnað þeirri umræðu sem varð á Alþingi í dag, en það vekur samt athygli hvað Samfylkingin forðast enn og aftur að taka afstöðu með fólkinu í landinu.  Það er nokkuð ljóst að hún telur sig ekki þurfa að sækja nýtt umboð til þjóðarinnar alveg á næstunni.

 


mbl.is Óvönduð skjalagerð veldur réttaróvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða á Bylgjunni: Hvað hefur ríkisstjórnin gert jákvætt fyrir heimilin?

Ég var að hlusta á Eygló Harðardóttur og Árna Þór Sigurðsson í þættinum Í bítið á Bylgjunni.  Undir lok þáttarins fengu bæði mjög einfalda spurningu:  Hvað er það jákvæða sem ríkisstjórnin hefur gert fyrir heimilin?

Svar Eyglóar var í grófum dráttum:  Ekkert.  Úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin byggjast á frestunum.  Ekkert jákvætt og varanlegt úrræði hefur komið fram.  (Hana setti raunar hljóða.)

Svar Árna:  Látið ekki svona.  Allar ríkisstjórnir gera eitthvað gott.  T.d. greiðsluaðlögunin.

Þetta er tæmandi upptalning á því sem þessir tveir þingmenn töldu hafa verið gert jákvætt fyrir heimilin í landinu.  Annar er stjórnarþingmaður og hinn stjórnarandstöðuþingmaður.  Þeim kom samanlagt í hug EITT atriði.  ALLT annað sem ríkisstjórnin hefur gert fyrir heimilin væru frestanir á vandanum.

Árni benti síðan til viðbótar, að það hafi þurft að endurreisa heilt bankakerfi og að maður tali nú ekki um gjaldþrot Seðlabankans upp á "tæpa 400 milljarða", eins og hann sagði.

Nú ætla ég ekki að bæta einu eða neinu við, en bið fólk að hugleiða, að ef stjórnarþingmaðurinn Árni Þór Sigurðsson getur aðeins nefnt EITT atriði, ætli þau séu mikið fleiri jákvæðu og varanlegu úrræðin sem komið hafa frá ríkisstjórninni í þágu heimilanna.


Íslenskt lán, myntkörfulán, gengistryggt lán eða erlent lán - hver er munurinn?

Það er nú kannski að æra óstöðugan að koma með enn eina færsluna um þessa deilu um gengistryggðu lánin, en ég má til. Í umræðu undanfarna daga, þá hefur mörgum reynst hált á svellinu þegar kemur að því að ákveða hvað þessir fjármálagjörningar kallast....

Hrunið - hlutar 4 og 5: Basel II og matsfyrirtæki

Ég, eins og fleiri, hóf að líta um öxl á orsakir bankahrunsins í lok september og boðaði þá í færslunni Dagurinn sem öllu breytti , að ég myndi birta skoðun mína á 12 atriðum, sem ég tel mestu skipta. Ég hef þegar birt þrjár færslur, þ.e. Hrunið - hluti...

Af hverju tók fólk gengistryggð lán?

Í tæp níu ár hefur verið ólöglegt að gengistryggja lánasamninga. Þrátt fyrir það hafa fjármálafyrirtæki boðið slíka samninga. Ég er með í skjölum hjá mér afrit af slíkum samningi um bílakaup frá árinu 2001. Ég gerði ekki þann samning, heldur keypti...

GPS staðsetningartæki í öll tæki sem notuð eru á jöklum

Þakka ber fyrir giftusamlega björgun. Þarna hefði getað farið illa og núna kominn tími til að skipuleggjendur jöklaferða endurskoði öryggismál sín enn frekar. Almennt held ég að fáir ferðaskipuleggjendur séu eins meðvitaðir um öryggismál. en nú þarf að...

Eftirlitsaðilar brugðust og þess vegna komust fjármálafyrirtæki upp með að bjóða ólöglega afurð

Það er merkilegt að lesa rök stjörnulögfræðingsins, Sigurmars K. Albertssonar. Hann veit það jafnvel og þeir sem vit hafa, að mjög margir ágallar voru á dómi héraðsdóms í máli SP-fjármögnunar. Hann veit líka að það eru ekki rök, að eftirlitsaðilar hafi...

Lögmæti gengistryggðra lána og erlendra lána

Nú er fallinn dómur þar sem kveðið er úr um að verðtrygging lána við gengi, svo kölluð gengistrygging, sé á skjön við ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, tjáir sig um þessa...

Áfangasigur, en málinu er ekki lokið

Það ber að fagna þessari niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómnum er tekið undir þau sjónarmið sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa bent á síðustu 10 mánuði. Eins og kemur fram í annarri færslu hjá mér frá því fyrr í kvöld um þetta mál (sjá...

Gengistrygging dæmd ólögleg!

Áslaug Björgvinsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, kvað upp þann úrskurð í dag að GENGISTYRGGING LÁNA ER ÓLÖGLEG Dóminn má sjá hér . Úrskurður Áslaugar er mun betur rökstudd en fyrri héraðsdómur, þar sem gengistrygging var dæmd...

Tikk-tikk-tikk, tímasprengjan tifar, almenningur er að springa

Ég hef aldrei upplifað eins ástand og núna er í þjóðfélaginu. Hver afhjúpunin á fætur annarri um viðskipti svo kallaðra auðmanna, þar sem í ljós kemur að þeir áttu ekkert annað en nafnið, veltur yfir landsmenn. Ólafur Ólafsson átti ekki einn aur í því...

Miðstjórn ASÍ ályktar loksins með heimilunum

Er að eiga sér stað hallarbylting hjá ASÍ? Miðstjórn samtakanna krefst aðgerða stjórnvalda til að bregðast við greiðsluvanda heimilanna! Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt og kannski sýnir þessi krafa ASÍ það. Um þessar mundir eru 2 ár frá hruni...

Neytendastofa skiptir sér ekki af því að ólögleg afurð sé í boði!

Neytendastofa birtir á vefsvæði sínu úrskurð í kvörtun vegna gengistryggðs bílaláns frá Avant. Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að hafa mörg orð um þennan úrskurð. Skoðun stofunnar fellst í því að spyrja og fá svör. Sjálfstæð rannsókn er ekki fyrir...

Glæsileg frammistaða, en hvað verður eftir í landinu?

Framleiðsla í álveri Fjarðaáls er greinilega komin á fullan skrið og er það ánægjulegt. Í tilkynningu fyrirtækisins er bent á mikil útflutningsverðmæti af framleiðslunni. Heilir 74 milljarðar króna miðað við núverandi gengi. Ætla ég ekkert að gera lítið...

Kröftugur fundur á Austurvelli - Ræðan mín í dag

Fundurinn á Austurvelli í dag var mjög góður. Drápa Magnúsar Guðmundssonar var feykilega góð. Ég fékk að heyra hana nokkrum sinnum og varð hún betri í hvert sinn. Vona ég að Magnús gefi drápuna út sem fyrst. Ræðumenn dagsins voru nokkrir og rak ég...

Til verri lausn en þetta

Ég held að Arion banki hafi rambað á ágætis lausn, enda er hún keim lík þeirri sem ég setti fram 2. nóvember. Þá stakk upp á því í færslu (sjá Hverjum treystum við fyrir Högum? Svar: Þjóðinni ), að Högum yrði komið í hendur almennings og stofnað yrði...

Vandi heimilanna - umræða á Alþingi

Það var forvitnilegt að fylgjast með umræðu á Alþingi um skuldavanda heimilanna. Ég ætla ekki að fara út í langt mál um það sem þar kom fram, en eitt verð ég að fjalla um. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, og fleiri var tíðrætt um í lögum nr....

Könnun ASÍ staðfestir óánægju almennings

Hér er komin eins afgerandi niðurstaða og hægt er að hugsa sér. 91% aðspurðra segja ríkisstjórnina ekki gera nóg til að mæta heimilunum í landinu. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Hún er í dúr við það, sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum...

Stjórn VR getur ekki stutt Hagsmunasamtök heimilanna né afnám verðtryggingar

Mér finnst með ólíkindum í svari meirihluta stjórnar VR sú yfirlýsing að stjórnin geti ekki stutt við baráttu Hagsmunasamtaka heimilanna vegna samstarfs HH við Nýtt Ísland um baráttufundi á Austurvelli! Orðrétt segir í svari meirihluta stjórnar VR: En...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband