18.2.2010 | 16:00
Óskiljanlegur málflutningur ráðherra
Ég á stundum í mestu erfiðleikum með að skilja Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hér kemur enn eitt atriðið sem ég skil ekki í málflutningi hans. Hann heldur því fram í ræðustóli á Alþingi að
staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. febrúar sl. í gengistryggingamáli gætu lántakendur verið í verri stöðu en annars
og rökstuðningur hans er:
Þá blasir við og það er tiltekið í lögum um vexti og verðtryggingu, að miða beri við vexti sem birtir eru af Seðlabankanum og eru hagstæðustu útlánsvextir á hverjum tíma.
Skoðum nú betur hvar þetta stendur í lögunum. Þetta er í 4. gr. laganna, en hún hljóða svona í heild:
Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. (leturbreyting MGN)
Þetta ákvæði, sem Gylfi vitnar í, á eingöngu við þegar vextir hafa ekki verið tilgreindir í lánasamningnum. Málið er að í öllum samningunum er "hundraðshlutfall þeirra eða vaxtaviðmiðun" tiltekið. Greinin sem Gylfa vitnar til á því ekki við. Auk þess segir í 2. gr.
Loks segir í 18. gr. laganna:
Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.
Þegar þetta er allt lagt saman, þá getur lántaki ekki lent í verri stöðu. Eða það þarf alveg einstaklega einarðan vilja Hæstaréttar til að túlka allan vafa í lögunum fjármálafyrirtækjunum í hag, til að slíkt gæti gerst. Hef ég enga trú á því miðað við þau dómafordæmi sem Eyvindur G. Gunnarsson benti á í síðasta Silfri Egils.
![]() |
Gætu lent í verri stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.2.2010 | 14:37
Lán í erlendri mynt voru almennt ekki veitt
Enn og einu sinni fer Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í orðaleik til að komast hjá því að taka upp hanskann fyrir lántaka í landinu. Hann á að vita betur en svo að tala um gengistryggð lán sem lán í erlendri mynt. Hann á líka vita betur en svo að halda, að erlendur gjaldeyrir hafi skipt um hendur í slíkum gjörningum. Það gerðist ekki. Af hverju getur Gyldi ekki bara sagt sem er, að fjármálafyrirtæki hafi með gjörningum sínum reynt að fara á svig við lög. Þetta snýst ekki um óvandaða skjalagerð. Þetta snýst um að menn voru að leika sér á gráu svæði, að menn höfðu ekki betri skilning á lögunum en raun ber vitni og/eða að menn vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera en vegna þess að enginn kærði þá og að eftirlitsaðilar klikkuðu á vaktinni þá gengu þeir sífellt lengra og lengra.
Það skal þó virða við Gylfa að hann er nota ekki hugtakið erlent lán, í staðinn segir hann "lán í erlendri mynt". Þar er hann að finna smugu til að skjóta sér inn í og forðast að segja að lánin hafi verið gengistryggð (þó það standi í flestum lánasamningunum) og í tilfelli "erlends láns" þarf útgefandinn að vera með heimilisfestu utan landsteinanna, þ.e. gefið út í erlendri starfstöð erlends lögaðila. (Sjá nánar færsluna: Íslenskt lán, myntkörfulán, gengistryggt lán eða erlent lán - hver er munurinn?).
Ég get ekki annað en fagnað þeirri umræðu sem varð á Alþingi í dag, en það vekur samt athygli hvað Samfylkingin forðast enn og aftur að taka afstöðu með fólkinu í landinu. Það er nokkuð ljóst að hún telur sig ekki þurfa að sækja nýtt umboð til þjóðarinnar alveg á næstunni.
![]() |
Óvönduð skjalagerð veldur réttaróvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég var að hlusta á Eygló Harðardóttur og Árna Þór Sigurðsson í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Undir lok þáttarins fengu bæði mjög einfalda spurningu: Hvað er það jákvæða sem ríkisstjórnin hefur gert fyrir heimilin?
Svar Eyglóar var í grófum dráttum: Ekkert. Úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin byggjast á frestunum. Ekkert jákvætt og varanlegt úrræði hefur komið fram. (Hana setti raunar hljóða.)
Svar Árna: Látið ekki svona. Allar ríkisstjórnir gera eitthvað gott. T.d. greiðsluaðlögunin.
Þetta er tæmandi upptalning á því sem þessir tveir þingmenn töldu hafa verið gert jákvætt fyrir heimilin í landinu. Annar er stjórnarþingmaður og hinn stjórnarandstöðuþingmaður. Þeim kom samanlagt í hug EITT atriði. ALLT annað sem ríkisstjórnin hefur gert fyrir heimilin væru frestanir á vandanum.
Árni benti síðan til viðbótar, að það hafi þurft að endurreisa heilt bankakerfi og að maður tali nú ekki um gjaldþrot Seðlabankans upp á "tæpa 400 milljarða", eins og hann sagði.
Nú ætla ég ekki að bæta einu eða neinu við, en bið fólk að hugleiða, að ef stjórnarþingmaðurinn Árni Þór Sigurðsson getur aðeins nefnt EITT atriði, ætli þau séu mikið fleiri jákvæðu og varanlegu úrræðin sem komið hafa frá ríkisstjórninni í þágu heimilanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2010 | 22:06
Hrunið - hlutar 4 og 5: Basel II og matsfyrirtæki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.2.2010 | 09:47
Af hverju tók fólk gengistryggð lán?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
15.2.2010 | 12:21
GPS staðsetningartæki í öll tæki sem notuð eru á jöklum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
13.2.2010 | 17:29
Eftirlitsaðilar brugðust og þess vegna komust fjármálafyrirtæki upp með að bjóða ólöglega afurð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
13.2.2010 | 14:30
Lögmæti gengistryggðra lána og erlendra lána
Bloggar | Breytt 16.2.2010 kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2010 | 00:36
Áfangasigur, en málinu er ekki lokið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
12.2.2010 | 21:07
Gengistrygging dæmd ólögleg!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.2.2010 | 20:57
Tikk-tikk-tikk, tímasprengjan tifar, almenningur er að springa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
11.2.2010 | 09:47
Miðstjórn ASÍ ályktar loksins með heimilunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2010 | 00:21
Neytendastofa skiptir sér ekki af því að ólögleg afurð sé í boði!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2010 | 16:12
Glæsileg frammistaða, en hvað verður eftir í landinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.2.2010 | 22:05
Kröftugur fundur á Austurvelli - Ræðan mín í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2010 | 16:51
Til verri lausn en þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.2.2010 | 12:07
Vandi heimilanna - umræða á Alþingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.2.2010 | 17:34
Könnun ASÍ staðfestir óánægju almennings
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði