Leita í fréttum mbl.is

Lýðnum hótað svo hann gegni

Mér finnst hann nú frekar ómerkilegur þessi málflutningur, að ríkisstjórnin muni segja af sér, ef landsmenn voga sér að vera ósammála henni í einu máli.  Ég veit ekki betur en að Steingrímur J. Sigfússon hafi ítrekað lýst því yfir í þingræðum í lok Icesave umræðunnar, að Icesave samningurinn væri nauðungarsamningur.  Hvernig væri fyrir stjórnvöld að fara með skoðun þjóðarinnar fremur sem vopn í baráttunni fyrir nýjum samningi, en að vera með þetta væl að vera ekki memm nema hún fái að ráða.

Ef þroski íslenskra stjórnmálamanna er ekki meiri en þetta, þá er best að þeir segi strax af sér.  Fólk sem getur ekki tekið það á kinnina án þess að fara að væla á ekkert erindi í stjórnmál.  Menn eiga frekar að læra af reynslunni og hlusta á vilja þjóðarinnar.  Það vill svo til að stjórnmálamenn eru að vinna fyrir þjóðina, ekki sjálfan sig.  Ef menn láta sitt eigið egó þvælast fyrir, þá kominn tími til að fá sér aðra vinnu.

Nú ég óska Önnu Margréti, frænku minni, góðs gengis í Noregi.  Þeim fer fjölgandi, sem ég þekki þar.  Ef ríkisstjórn Geir H. Haarde hefði strax farið í að verja störfin í október 2008, þá væru örugglega fleiri með vinnu hér á landi.  Nei, það var ákveðið að ekki væri hægt að gera neitt og sama tók við hjá næstu tveimur ríkisstjórnum.  Nánast ekkert hefur verið gert til að verja störfin.  Afleiðingin af því er að skatttekjur ríkissjóðs hafa minnkað og útgjöld aukist.


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Marinó þetta snýst ekki um ríkisstjórnina ORG greyndi málið rétt þegar hann sagði að þetta snérist ekki um hann eða stjórnina.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.1.2010 kl. 11:50

2 identicon

Gylfi verður að átta sig á því að hann er ekki pólitískt kjörinn. Hann var valinn sem faglegur ráðherra og á að vinna sem slíkur.

Þess háttar yfirlýsingar falla því ekki undir þá skilgreiningu sem ríkja um hvað átt er við um faglegan og óháðan ráðherra.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 11:53

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er hamrað á því að við ætlum að standa við skuldbindingar okkar.  Þetta sándbæt hljómar nú beggja vegna borðsins án þess að nokkur skýring fylgi um hverjar þessar skuldbiningar eru.

Ég man ekki eftir að við höfum skuldbundið okkur að einu eða neinu leyti i þessu máli. Ekki enn allavega.  Ekki er heldur verið að ræða "skyldur okkar gagnvart alþjóðasamfélaginu" sem er annað sándbætið. Hverjar eru þær skyldur?  Að taka á okkur byrðar, sem engin önnur þjóð léti bjóða sér né er skyldug til að gera. Að skrifa upp á óumbeðið lán til tryggingasjóðs í eigu einkabanka t.d.

Það er kominn tími til að menn dragi upp skýra mynd af því sem um er að ræða og hætti þessum rakalausa hræðsluáróðri og hótunum við eigin þjóð.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 11:58

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gylfi segir þetta annars ekki án umboðs. Rétt að hafa það í huga. Hann hefur greinilega verið skipaður í hlutverk véfréttarinnar.

Inntakið hjá honum er eins og hjá kotbændum forðum: "Þetta fer illa, á hvurn veginn sem það fer."

Hevr tekur svona alvarlega?  Þetta er svona svipað og að bankarningi haldi byssunni að eigin höfði og segist tla að leypa af ef hann fái ekki sínu fram.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 12:24

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Algerlega sammála þér, Jón Steinar

Eyjólfur G Svavarsson, 8.1.2010 kl. 13:45

6 identicon

Ég verð að viðurkenna að þetta er alveg hræðileg hótun. Hann er að hóta því að hrunaflokkarnir, íhald og framsókn taki við stjórnartaumum. Alveg hræðileg tilhugsun.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1678108

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband