Leita í fréttum mbl.is

Óskiljanlegur málflutningur ráðherra

Ég á stundum í mestu erfiðleikum með að skilja Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.  Hér kemur enn eitt atriðið sem ég skil ekki í málflutningi hans.  Hann heldur því fram í ræðustóli á Alþingi að

staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. febrúar sl. í gengistryggingamáli gætu lántakendur verið í verri stöðu en annars

og rökstuðningur hans er:

Þá blasir við og það er tiltekið í lögum um vexti og verðtryggingu, að miða beri við vexti sem birtir eru af Seðlabankanum og eru hagstæðustu útlánsvextir á hverjum tíma.

Skoðum nú betur hvar þetta stendur í lögunum. Þetta er í 4. gr. laganna, en hún hljóða svona í heild:

Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. (leturbreyting MGN)

Þetta ákvæði, sem Gylfi vitnar í, á eingöngu við þegar vextir hafa ekki verið tilgreindir í lánasamningnum.  Málið er að í öllum samningunum er "hundraðshlutfall þeirra eða vaxtaviðmiðun" tiltekið.  Greinin sem Gylfa vitnar til á því ekki við.  Auk þess segir í 2. gr. 

Þó er ávallt heimilt að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuldara.

Loks segir í 18. gr. laganna:

Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.

Þegar þetta er allt lagt saman, þá getur lántaki ekki lent í verri stöðu.  Eða það þarf alveg einstaklega einarðan vilja Hæstaréttar til að túlka allan vafa í lögunum fjármálafyrirtækjunum í hag, til að slíkt gæti gerst.  Hef ég enga trú á því miðað við þau dómafordæmi sem Eyvindur G. Gunnarsson benti á í síðasta Silfri Egils.


mbl.is Gætu lent í verri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki erfitt að koma auga á vonbrigði ráðherrans með niðurstöðu héraðsdóms. Ástæðuna þekkjum við öll. Það stóð alltaf til að fjármagna nýja bankakerfið með því að neita að fleyta skuldaafslættinum áfram til lántakenda. Nú hefur héraðsdómur hugsanlega sett strik í það bókhald og ráðherrar bölva í hljóði.

Þessi leið stjórnarinnar er svo siðlaust að yfir það nær enginn prenthæfur texti. Síðustu eimyrjuna af þessum málflutningi mátti heyra á Bylgjunni í morgun, þegar Árni Þór var að réttlæta þjófnaðinn fyrir sjálfum sér. Í þúsundasta skiptið þá fengum við að heyra um þá sem hafa farið offari. Það á að réttlæta stærstu eignaupptöku á lýðveldistíma með flatskjárrökunum.

Með 3 grömm af visku þá hefði stjórnin einbeitt sér að því að ná betri Icesave samning í upphafi og notað þann ávinning til þess að bæta heimilunum skaðann sem bankarnir hafa valdið. Viskan er bara því miður ekki til staðar.

Nú keppast stjórnmálamenn við að takamarka "tjónið" sem kann að hljótast af "ósamvinnuþýðum" hæstarétti. Það á að reyna með öllum ráðum að tryggja að ef að lánin dæmast ólögmæt, að þá verði klínt á þau verðtryggingu. Það er eina ástæðan fyrir því að stjórnmálamenn hafa allt í einu fengið áhuga á skuldavandræðum heimilanna.

Hvernig ætlar þessi stjórn sem hefur hefur tekið stöðu með fjármálafyrirtækjum gegn þjóðinni að lifa af útkomu hrunskýrslunnar?

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 18:38

2 Smámynd: Davíð Pálsson

Stjórnarliðum er ekki sjálfrátt núna þegar ýmis mál virðast ætla í aðra átt en þeir ætluðu. Í bloggpistli í dag hraunaði Björn Valur yfir Evu Joly og var greinilega ekki sjálfrátt. Gylfi virðist alveg vera búinn að tapa sambandi við raunveruleikann í sínum ummælum, t.d.  um stöðu þeirra sem tóku myntkörfulán. Fleira mætti nefna. Steingrímur og Indriði virðast líka vera í þörf fyrir reiðistjórnunarnámskeið.

Reynum öll að sameinast nú um hag alþýðunnar (þetta segi ég hægri maðurinn)!

Davíð Pálsson, 18.2.2010 kl. 22:05

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er fjarri því að Gylfi gangi erinda almennings í landinu.... sem er kaldhæðnislegt í ljósi þess að hann kom sér á framfæri í stjórnmálunum með ræðuhöldum á Austurvelli í "Búsáhaldabyltingunni"

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 23:11

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tók eftir því að Gylfi talar um "bægslagang" bankanna á undanförnum árum og það hafi orsakað "óvandaða skjalagerð".  Ja, ég verð nú að segja að nægan tíma höfðu þeir til að útbúa vönduð skjöl.  Ég var að fletta í gegn um bókhaldsgögn hjá mér um daginn og rakst þar á tvo bílasamninga sem báðir eru með gengisviðmiðanir.  Eldri samningurinn er frá mars 2001 og sá yngri frá apríl 2002.  Þannig að sé óvönduð skjalagerð í "bægslagangi undanfarinna ára" ástæðan fyrir réttaróvissunni, þá vil ég bæta inn í þetta vanhæfi.  Ég er nefnilega alveg viss um að 7 ár eða svo hefðu átt að duga til að koma með þokkalega vandaða samninga, a.m.k. nægur tími til að skoða þau ákvæði laga sem eiga við samningana.  (Ég fann samningana til áðan og dagsetningar í þeim eru 2. mars 2001 og 1. apríl 2002.)

Marinó G. Njálsson, 18.2.2010 kl. 23:33

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ging gang gúllí gúllí gúllí gúllí vass vass ging gangging gangging gang gúllí gúllí gúllí gúllí vass vass ging gangging gang...

Haraldur Rafn Ingvason, 19.2.2010 kl. 00:08

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Verðum að halda þessu á lofti! Greinilegt að nú á að gera allt til þess að hræða menn og hafa áhrif á hæstarétt gagnvart þessum málum.

Haraldur Haraldsson, 19.2.2010 kl. 00:15

7 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég verð að viðurkenna að ég á líka í mesta bastli við að skilja hann. Hann virðist tala þannig að hann fer í hring til að tryggja að það er ekki hægt að húkka hann.

Ómar Gíslason, 19.2.2010 kl. 12:58

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verð að taka undir með Gunnari Th. í athugasemd hans hér að framan. Þetta er enn ein raunaleg sönnun þess að embættismenn skilja aldrei þau mál sem þeir fjalla um. Þeim var aldrei kennt það í skólunum að þeir ættu að hugsa. Þeir eiga aðeins að horfa á gildandi reglugerðir og síðan lesa það sem Exel dettur í hug þann og þann daginn.

Mikið lærði embættismenn ættu aldrei að koma nærri stjórnsýslu.

Þeir eru voðamenn.

Árni Gunnarsson, 19.2.2010 kl. 13:02

9 Smámynd: Billi bilaði

Já, forsendur Gylfa fyrir ráðherrastól virðast vera að láta helvítis almúgann borga.

Ég hjó eftir öðru hjá honum á visir.is: http://skrekkur.blog.is/blog/skrekkur/entry/1020182/

Ég get ekki séð að hann hafi minnsta vilja að nokkru frumkvæði til hjálpar þjóðinni. Svei honum.

Billi bilaði, 20.2.2010 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband