Leita í fréttum mbl.is

Umræða á Bylgjunni: Hvað hefur ríkisstjórnin gert jákvætt fyrir heimilin?

Ég var að hlusta á Eygló Harðardóttur og Árna Þór Sigurðsson í þættinum Í bítið á Bylgjunni.  Undir lok þáttarins fengu bæði mjög einfalda spurningu:  Hvað er það jákvæða sem ríkisstjórnin hefur gert fyrir heimilin?

Svar Eyglóar var í grófum dráttum:  Ekkert.  Úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin byggjast á frestunum.  Ekkert jákvætt og varanlegt úrræði hefur komið fram.  (Hana setti raunar hljóða.)

Svar Árna:  Látið ekki svona.  Allar ríkisstjórnir gera eitthvað gott.  T.d. greiðsluaðlögunin.

Þetta er tæmandi upptalning á því sem þessir tveir þingmenn töldu hafa verið gert jákvætt fyrir heimilin í landinu.  Annar er stjórnarþingmaður og hinn stjórnarandstöðuþingmaður.  Þeim kom samanlagt í hug EITT atriði.  ALLT annað sem ríkisstjórnin hefur gert fyrir heimilin væru frestanir á vandanum.

Árni benti síðan til viðbótar, að það hafi þurft að endurreisa heilt bankakerfi og að maður tali nú ekki um gjaldþrot Seðlabankans upp á "tæpa 400 milljarða", eins og hann sagði.

Nú ætla ég ekki að bæta einu eða neinu við, en bið fólk að hugleiða, að ef stjórnarþingmaðurinn Árni Þór Sigurðsson getur aðeins nefnt EITT atriði, ætli þau séu mikið fleiri jákvæðu og varanlegu úrræðin sem komið hafa frá ríkisstjórninni í þágu heimilanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt það sama og ég hugsaði yfir morgunkaffinu. Og síðan þetta undarlega viðhorf VG sem endurspeglaðist í orðum Árna að hér hafi allir misst sig í neyslu og ég gat ekki skilið hann öðrvisi en okkur bæri að súpa seiðið af því. Kannski ekki skrítið þó ekki hafi verið gert neitt fyrir heimilin ef þetta er viðhorfið.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:43

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ríkistjórn Steingríms joð og Jóhönnu hefur afrekað meira en margan grunar.

Steingrímur skrifaði undir Svavarssamningin án þess að skilja hann, sem hafði hræðilegar afleiðingar fyrir hann og hefur tekið allan vind úr störfum hans fram að þessu en hann situr samt enn sem fjármálráðherra sem verður að teljast meiriháttar afrek.

Jóhönnu tókst að koma ESB umsókn í gegn um þingið án þess að fyrir henni væri þing meirihluti sem ekki er á færi nema meistara. En menn verða að hafa skilning á því að hún er orðin öldruð hefur ekki endalausa orku til stórræða.

Þegar svona stór mál eru í aðalhlutverkum hjá forustu ríkisstjórnarinnar er ekki hægt að ætlast til að hægt sé að sinna minna aðkallandi málum eins og heimilunum í landinu.

Guðmundur Jónsson, 18.2.2010 kl. 09:45

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þið fyrirgefið vonandi, en öll þessi umræða um hina andstyggilegu byltingarstjórn  Samfylkingar og Vinstri grænna, rifjar upp einnar mínútu langt myndskeið úr "The Life of Brian". Þarna er sýnt frá sellufundi andófsmanna í Miðausturlöndum.

     http://flosi.blog.is/blog/flosi/entry/1019526/

Að vísu gæti ég ekki talið upp afrek samsteypustjórnarinnar með ámóta hætti og gert er í myndinni, en þetta er dálítið keimlíkt

Flosi Kristjánsson, 18.2.2010 kl. 09:58

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Flosi, hlekkurinn vísar ekki á þetta myndskeið sem þú talar um.

Marinó G. Njálsson, 18.2.2010 kl. 10:02

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Úps! Óvænt auglýsing á sjálfumglöðu blaðri mínu um langhlaup! En hvað með þetta?

    http://www.youtube.com/watch?v=ExWfh6sGyso

Flosi Kristjánsson, 18.2.2010 kl. 10:11

6 identicon

Stundum hefur maður á tilfinningunni að markmið VG sé að láta hrunið bitna á almenningi eins mikið og frekast er unnt. Svo skella þeir skuldinni á "markaðshagkerfið", "frjálshyggjuna" og "auðvaldið". Þannig ætli þeir sér að tryggja völd sín, með því að ala á ótta við allt annað en þeirra eigin hugmyndafræði og reyna að tryggja að mið- og hægriflokkar komist aldrei aftur til valda.

En kannski er ég bara vænisjúkur...

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 10:14

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður E, þetta er einmitt mín tilfinning líka.  SJS vill refsa fólki fyrir að hafa ekki hleypt VG fyrr að kjötkötlunum.

Marinó G. Njálsson, 18.2.2010 kl. 10:37

8 identicon

Sigurður E. þú er ekki einn um þessa skoðun. Ég hef haft þessa ónotalegu tilfinningu ansi lengi.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 10:38

9 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er með ólíkindum hversu röflandi neikvæðir þið allir að framan eruð. Það væri sama hvaða flokkar stæðu að Ríkisstjórn eftir hrunið; að koma þjóðlífinu í lag eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn kollsteyptu þjóðfélaginu er risavaxnasta verkefni sem nokkur Ríkisstjórn hefur fengið.

Marinó, ég hélt lengi vel að þú værir heiðarlegur baráttumaður fyrir hag heimilanna en er nú búinn að sjá í gegnum þig; þú ert fyrst og fremst pólitíkus sem vinnur stöðugt gegn öllu því sem frá Ríkisstjórninni kemur.

Margt af því fólki sem ekki hefur fengið þá hjálp sem það telur sig eiga rétt á er fólk sem var búið að sökkva sér í skuldir upp fyrir haus með kaupum á húsum og bílum á alls konar lánum og sumir með 100% skuldum sem síðan hækkuðu heldur betur við hrunið. Ung kona var í viðtali á Stöð 2 og lýsi sínum högum sem hörmulegu. Hún hafði keypt sér skuldsetta íbúð fyrir hrun á 65 milljónir. Þessi kona hefði getað fengið góða íbúð á 30 millj. Þetta ráðslag hennar hefði líklega kollsiglt henni þó ekkert hrun hefði orðið.

Ég hef áður sagt þér nokkuð frá mínum högum og ætla ekki að endurtaka það að öllu leyti. Var með lán frá Íslandsbanka til helminga í ísl. krónum og helmingur í 5 útlenskum myntum. Hef fengið greiðslu aðlögun og allt lánið fært í ísl. krónur án verðtryggingar og höfuðstólslækkun 18%, afborgun af láninu hefur lækkað um 40% frá því sem hæst var komið.

Ég tel mig í góðum málum miðað við þá skelli sem ég fékk fyrir 25 árum.  Það eruð menn eins og þið hér að ofan sem eruð eitrið á þjóðarlíkamanum. Gerið ekkert annað en að boða dauðann og djöfulinn  og reynið allt sem þið getið til að magna upp óánægju í þjóðfélaginu til að klekkja á þeim sem eru að reyna að draga landið út úr erfiðleikunum. Þið hikið ekki við að fara með rangt mál til að koma hrunaflokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. aftur til valda.

Mér sýnist jafnvel að ykkur munu takast það, eina fyrirstaðan er að forystumenn hrunaflokkanna eru skíthræddir við að taka á sig nokkra ábyrgð.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 18.2.2010 kl. 11:10

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður Grétar, færslan er um skoðun tveggja þingmanna í viðtali.  Ég skil ekki þetta raus í þér um skellnn sem þú fékkst fyrir 25 árum.  Þú virðist ekki vera kominn yfir það ennþá (tilfinningalega), þó þú segir annað, og ætlast til þess að aðrir líði núna fyrir sama úrræðaleysið og þú leiðst fyrir á sínum tíma. 

Mér finnst gott að þú sért ánægður, en þó þú sért ánægður, þá getur þú ekki skikkað aðra til að vera ánægða líka.  Í þetta sinn ertu að skamma rangan hóp. 

Varðandi það að við séum eitrið í þjóðarlíkamanum, þá ertu á villigötum.  Eitrið er komið frá fjármálakerfinu og við erum að reyna að afeitra líkamann.  Sá sem fer í afeitrun berst yfirleitt hatrammlega gegn því og svo er með þig í þetta sinn.  Sýnist mér eiga við þig, að þangað sæki klárinn sem hann er kvaldastur.

Taktu svo vel eftir:  Hagsmunasamtök heimilanna vöruðu í fyrra við landflótta, fjöldagjaldþrotum, verðfalli fasteigna, að sífellt fleiri heimili kæmust á vonarvöl, fjölgun beiðna um nauðungarsölur og fleira og fleira, ef ekki yrði gripið til róttækra aðgerða.  Þetta er allt orðið að veruleika, þrátt fyrir svo kölluð úrræði ríkisstjórnarinnar vegna þess að þau gengu ekki nógu langt.  HH vöruðu líka við því að þessi úrræði myndu ekki duga.  Við vöruðum við vegna þess að við vildum koma í veg fyrir að allt færi á þann veg sem komið er.  Já, skjóttu sendiboðann, ef það lætur þér líða betur.  Mér gæti ekki verið meira sama.  En það mun ekki stoppa mína baráttu fyrir sanngirni, jafnræði og réttlæti.  Ef þér finnst vera nóg komið, þá skaltu líka muna að afþakka frekari úrræði þegar þau bjóðast.

Marinó G. Njálsson, 18.2.2010 kl. 11:29

11 identicon

Hver er sá neikvæði hérna Sigurður ?  Marínó og hagsmunasamtök heimilanna eru eina haldreipi þúsundir fjölskyldna sem eru að gefast upp á óréttlætinu í þessu landi. 

Miðað við skrifin hjá þér hlakkar væntanlega í þér yfir öllu unga fólkinu,  sem er að flýja land og mun aldrei koma aftur tilbaka ? Þetta fólk vann sér það eitt til saka að fjárfesta í þaki yfir höfuðið á árunum 2004-2007.

Lilja (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 11:42

12 Smámynd: Einnar línu speki

Ætli það mesta sem stjórnin hafi gert fyrir heimilin sé að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum?

 --og ég meina þetta ekki sem hrós...

Einnar línu speki, 18.2.2010 kl. 11:47

13 identicon

Já Sigurður Grétar, þetta var hundfúlt þarna fyrir 25 árum. En hvað kemur það málinu við. Konan sem þú er að alveg að missa þig yfir lagði umtalsvert eigið fé í þessa íbúð. Ég held að þú ættir ekki að vera að níða niður það sem er verið að reyna að gera í nafni HH einu samtökin sem vilja réttarbót fyrir almenning. Ég lýsi yfir stuðningi við Marínó og hans málflutning.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:05

14 identicon

Takk Marinó þú stendur þig eins og hetja eða reyndar ert þú það og allir í HH við að vekja fólk úr hrollvekjunni og hughreysta. Hvaða bull er þetta í Sigurði Grétar að rakka niður HH. Hann hefur ekki verið með á nótunum, fram hefur komið annað eins í fréttum og blogginu. Fólk í flestum tilfellum gerðu sínar fjórfestingar í góðri trú og margir reiknuðu ára tugi fram og til baka og Sigurður Grétar reyndu ekki að verja þetta sem er að gerast núna. Jóhanna sagði það á viðskiptaþingi í gær að henni kæmi ekkert við hvort eða vildi ekki skifta sér af þessu braski og þjófnaði. Lýðurinn bara borgar hann er hvorteð er svo heimskur. Þið hér inni á viðskiftaþingi eruð allir með doktors gráðu í svindlli frá HÍ og náið að blekkja alla með flottum línuritum sem engin skilur og þar af leiðandi halda allir að þetta sé svo flott að það er bara að kínka kolli. Og þegar er vel að gáð í flestum tilvikum stemmir ekki neitt, samanber viðskiptaráð frá árum áður. Ég segi bar, þvílíkur sleikju háttur. Lesi maður ávarp Jóhönnu í ár og frá 12/3 09, þvílíkur mismunur að manni verður flökurt. Núna er hú að sleikja sig upp við fjármagnseigendur (sem stór hluti hefur bara stolið löglega að öllum líkindum hér og annars staðar í heiminum) í þeim tilgangi að sína ESB fram á að hér veður möguleiki á að halda áfram að stela. En ef maður les fyrstu setninguna í ræðuni í ár 17/2 þá hefði henni langað að kasta ösku á lýðin. Ynst inni.. Maður veit ekki hvar maður hefur hana, að mínu mati stórhættuleg landi og þjóð. Og svo ávarpar hún viðskiptaþing, sem er ein af stæstu ástæðum efnahagshrunsins samanber „Maybe I should have“ og það sem kemur fram á blogg Láru Hönnu „Í tilefni Viðskiptaþings”.Sjá umfjöllun hér http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/02/17/i-tilefni-vidskiptathings/

Ingolf (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 15:32

15 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjó eftir þessu með neyslugleðina sögðu þeir ekki að fólk hefði misst sig í græðgi. En er ekki hér um sama Árna að ræða og keypti og seldi stofnfjárhlut í sparisjóði ?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.2.2010 kl. 18:45

16 Smámynd: Billi bilaði

Sigurður Grétar, þú ert sálarníðingur. Það veit ég, því ég fæ þunglyndiskast í hvert sinn sem ég les eitthvað eftir þig.

Billi bilaði, 20.2.2010 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1678151

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband